Morgunblaðið - 05.01.1926, Side 4

Morgunblaðið - 05.01.1926, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Auglýsingadagbók. Munið eftir Hjúkrunardeildinni í „París“. Góðar og ódýrar bílferðir: Til Keflavíkur, Garðs og Sandgerðis. Nýja Bifreiðastöðin í Kolasundi. Sími 1529. Kensla Einn eða tveir nemendur, sem bafa byrjað dálítið á frönsku, igpta komist í flokk með öðrum. Cpplýsingar í síma 270. nrii PielurssDn i œ k n I r Uppsölum Sími 1900. Viðtalstími 10—11 og 2—3. Húsnæði. !l 1 stofa eða 2 minni iierbergi með eldhúsi óskast til leigu. Upp- lýsingar í Edinborg í Hafnarfirði. Miðstððvarhitanir í hús tek jeg að mjer að reikna út og teikna, semja útboð og hafa eftirlit með uppsetningu stöðv- anna. Ben. Gröndal, verkfræðingur. Vesturgötu 16. Sími 1706. Vinna. Næstu 3 mánuði, tek jeg alls- konar pressanir og viðgerðir á 'hreinlegum karlmannafötum og kvenkápum. Vönduð vinna. Lægst fáanlegt verð. Guðm. B. Vikar, Laugaveg 21. ursuðuhús Mjóíkurfjel. „Mjöll“ í Borgarfirði, hefir fjelagið orðið ao hætta starfsemi að sinni. Maður óskar eftir atvinnu, helst í bænum. Upplýsingar í Alfheim- «m, sími 1329. Duglegan og ábyggilegan dreng vantar til sendiferða. — L. Ander- sen, Austurstræti 7. Símgjöld innanlands eru ennþá ébreytt. Kaupgjald. Dýrtíðaruppbót starfsmanna ríkisins var á árinu 78% af föst- mn launum, en lækkar nú niður í «7 1/3%. Kauptaxti verkamanna hefir staðið í stað á árinu. Karlmanna- tímakaup kr. 1.40, kvenmanna kr. 8,90. Einnig hefir kaupgjald sjó- manna haldist óbreytt. Kyrstaða varð á flestum botn- vörpuskipunum í október og nóv- «tober, vegna ágreinings um kaup- kjör milli háseta og útgerðar- manna. Samningar þeir, er kom- ut á, gilda frá þessum áramótum í þrjú ár. Lítilsháttar verkfall gerðu einn íg kvenmenn, er unnu að síldar- Söltun á Siglufirði. Var það til lykta leitt, eftir fáa daga, með (kauphækkun. Ný iðnfyrirtæki. Sjerstaklega má benda á nokkr- ar síldarbræðslustöðvar á Norður- 6g Vesturlandi, sem bæði hafa ▼erið reistar og mikið endurbætt- ar. í Reykjavík var stofnuð á ár- inu niðursuðuverksmiðjan „Ing- ólfur1 ‘, er sjerstaklega hefir tek- ið sjer fyrir hendur að tilreiða góða og ljúffenga fæðu úr síld. Einnig sýður hún niður ýmsar aðrar innlendar matvörur. 1 Reykjavík var einnig sett á «tofn ullarverksmiðjan ,Gefn‘, og •njög stækkuð og endurbætt öl- gerðin „Egill Skallagrím sson‘ ‘, eins og ölið sjálft ber best vitni «m. Á fsafirði var stofnuð smjör- Ekisgerð. Vegna þess að 7. des. brann nið- pessi tímamót verða verslunar- stjettinni sjerstaklega minnisstæð vegna þess, að nú legst niður einka sala ríkisins á tóbaki og stein- olíu. A stríðsárunum og jafnvel fram á síðustu tíma hefir sá andi ríkt í miklum meiri hluta þjóðarinnar að kaupmönnum, sem ríkið selur verslunarrjettindi, megi eigi treysta til þess að annast þennan atvinnurekstur; ríkið þurfi ^því að hafa þar hönd í bagga, og einstáklingar að „bind- ast sjálfbjarga samtökum“, sem þeir kalla svo, til þess að draga verslunina úr höndum kaup- manna. — Afleiðingarnar af þessu einokunar- og kúgunar-æði eru ekki allar komnar í dagsljós- ið. Eitt vígið er þó hrunið, og víman rennur óðum af þeim sem hæst hafa galað. En „timbur- mennirnir“ verða auðvitað að yerki fyrst um sinn, bæði á póli- tíska- og verslunarsviðinu. Á gamlársdag 1925. Garðar Gíslason. 30 ára starfsafmæli. Má jeg biðja Moígunblaðið, sem mintist svo hlýlega á störf mín við Samverjann og Elliheim- ilið, um leið og jeg varð fimtug- ur, að geta um, að einn af allra btstu samstarfsmönnum mínum þar, á 30 ára starfsafmæli í dag. Það eru sem sje 30 ár í dag síð- an Júlíus Ámason kaupm. varð fastur starfsmaður við verslun Jóns Þórðarsonar hjer í bænum, sem hann nú er meðeigandi að. Það vita það engir eins vel og við elstu nefndarmennirnir: Flosi Sigurðsson, Páll Jónsson og jeg, hvað mikið lán það var, er við gátum fengið þá Júlíus Árnason og Harald Sigurðsson til að vinna með okkur. Það ber ekki æfinlega mikið á úf á við störfum þeirra manna sem með gætni og reglusemi sjá um alt reikningshald ýmsra stofn- ana og sjálfboðastarfs, og þá vita það heldur ekki nema kunnugir hvað mikið K.F.U.M. og þá sjer- staklega „Launasjóðurinn“ þar á Júlíusi Árnasyni að þakka. En það veit jeg að margir gamlir fjelagar í K.F.U.M. segja alveg eins og við Elliheimilisnefndin: Við eigum störfum Júlíusar Árna sonar svo mikið að þakka, að við tölum helst ekkert um það í blöð- unum, einkum af því að við þekkjum svo vel manninn að honum þykir • vænna um hlýtt handtal-i en um orð. 2. jan. ’26. S. Á. Gíslason. DAGBÓK. t ÁSGEIR BLÖNDAL fyrv. hjeraðslæknir. Hann ljest í Húsavík 2. jan- úar, tæpra 68 ára að aldri. Var hann fæddur 1858. Hans verður rækilegar getið hjer í blaðinu innan skamms. Fundur á Álftanesi. Á sunpudaginn var hjeldu þeir fund að Bjarnastöðum á Álfta- nesi, ólafur Thors og Haraldur. Var Ólafi tekið þar mætavel. Auk þeirra frambjóðendanna töluðu nokkrir hjeraðsmenn. M. a. sr. Árni í Görðum, er sagði nokkur vel valin orð, Siggeir Gíslason, verkstjóri í Hafnarfirði og Stefán Jónsson, bóndi á Ey- vindarstöðum, er báðir eru ein- dregnir fylgismenn Ólafs. Jón Þorbergsson á Bessastöðum talaði þar f. h. Framsóknarmanna. 1 gær var funður á Vatnsleysu- ströndinni, en í dag halda þeir fund í Grindavík. □ Edda 5926166 í grein Kristjáns Bergssonar hjer í blaðinu, um afkomu sjáv- ■(arútvegsins á árinu, sem leið, stóð í kaflanum um „Halamið", að Vestfirðingar sæki þangað á „dýrmætasta tíma“, en átti að ,vera á dimmasta tíma. Handa fólkinu í Sviðningi hafa Hafnfirðingar skotið saman 712 krónum. Er það vel að verið, og raunar betur en hjer í bæ, þó menn hafi brugðist hjer fljótt og vel við. Hafa þá alls safnast rúm- lega 1700 krónur. Peningarnir úr Hafnarfirði hafa þegar verið sendir hlutaðeigandi sóknarpresti norður til útbýtingar. Nýtt söngfjelag hefir verið stofnað hjer í bænum nú mjög nýlega.Er það karlakór, og heitir Karlakór Reykjavíkur. Stjóm- andi hans er Sigurður Þórðarson, í,sá er hefir stjórnað söngfjelaginu j„Þrestir.“ Karlakórinn var stofn- : aður með 30 mönnum, en ætlast er til að hann verði 36 menn. ,-Kórinn byrjar bráðlega að æfa, og mun láta til sín heyra með ,vorinu. Ber stofnun þessa söng- fjelags vott um vöxt og við- gang sönglistarlífs bæjarins. Nð geta allir eignast góðan sjálfblekung. 'Ágœtir sjálffyllandi sjélfblek™ |ungar á einar 10 krónur^komnir"aftur. i „ ^ Bókaverslim Sigfnsar Eymuudssonar., FAKSIMILE PAKKE I sil:ó;a n s er lang útbreidd- asta »Liniment« í heimi, og þús- undir manna reiða sig á það. Hitar strax og linar ’ verki. Er borið á án núnings. Selt í öllum lyfjabúðum. Nákvæmar notk- unarreglur fylgja hverri flösku. SLOAN S LINIMENT 0000000<><>00<><X>00<K><X><>0<XXK><>XXX><><><>00 Biðjið um tilboð. Að eins heildsala. Selur timbur í stærri og smærri sendingum frá Kaupmannahöfn. — Eik til skipasmíða. Einnig heila skipsfarma frá Svíþjóð. P. □. 3acob5En B Sön. Timburverslun. Stofnuð 1824. Kaupmannahöfn C, Símnefni: Granfuru. Carl-Lundsgade. New Zebra 'Code. ÓOOOOOOCKOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO, Hljómleikar þeirra bræðra Egg- erts Stefánssonar og Sigvalda Kaldalóns, sem fram eiga að fara í kvöld, verða endnrteknir á sunnudaginn klukkan 4 í Nýja Bíó. Voru allir aðgöngumiðar að hljómleik ]?eirra seldir í gær. Var eftirspurn mikil eftir þeim, og þessvegna hafa þeir bræður á- kveðið að endurtaka söngskemt- pnina á sunnndaginn. Verður þar óefað húsfyllir ekki síður en í kvöld. Jarðarför Franz Siemsen fór fram í gær að viðstöddu fjöl- menni. Sjera Friðrik Hallgríms- son flutti ágæta ræðu í dómkirk- junni. Hafnfirðingar báru kist- ura úr kirkju. Dánarfregn. Látin er í Vest- mannaeyjum nú mjög nýlega frú Elísabet Bjerring, ekkja Hinriks Bjerrings, sem eitt sinn var versl- unarstjóri í Borgarnesi. Frú El- .ísabet var mesta merkiskona. Frá Englandi hafa komið nú um og eftir helgina Jón forseti, Eiríkur rauði og Apríl. Af veiðum kom togarinn Hilm- ír í gær. Hann fór í gærkvöldi með aflann til Englands. Union, fisktökuskip, fór hjeðan nýlega með fiskfarm frá Júlíusi Guðmundssyni. 30 ára starfsafmæli í verslun Jóns Þórðarsonar átti Júlíns Árnason kaupm. fyrir skemstu, eins og sjest á öðrum stað hjer í blaðinu í grein eftir S. Á Gísla- |son. Til minningar nm þetta af- mæli færði ekkja Jóns heitins Þórðarsonar Júlíusi hig fegursta og vandaðasta gullúr að gjöf. JBæj aratj ómarkosningin. Fleiri listar hafa ekki verið lagðir fram til hæ j arst j órnarkosningarinuar, en þeir, sem um var getið hjer í blaðinu í fyrradag, og verður því ekki um aðra lista að rœða. Til Strandarkirkju frá S. B., Hafnarfirði kr. 10,00, J. V. kr. 10,00. Til HaUgrímskirkju frá Stúlkú í Hafnarfirði kr. 2,00. Bræður þeir á Nýlendugötu 21,. sem getið var um 1 síðasta tbl. Mhl. í sambandi við ofbeldisverk á gamlárskvöld, komu á skrif- stofu blaðsins í gæj- og sögðu að frásögn blaðsins væri ekki rjett. Mbl. vill í því samhandi geta þess, að frásögn sína hafði hlað- ið frá lögreglunni. í ferðaáætlun „Suðurlandsins“ misprentaðist í síðasta blaði 15. febrúar frá Reykjavík, en átti að vera 25. fehrúar. -----<m>—-— Saga íslenskra stúdenta í Kaupmannahöfn. Ný bók, eftir dr. Jón Helgasorr bi'skup, er að koma ú|t á dönsku. (Eftir tilk. frá sendih. Daná 31. des). Á vegum dansk-íslenska fje- lagsins er að koma út ný bók á dönsku, eftir dr. Jón Helgason biskup. Er það saga íslenskra stú denta í Khöfn, eða sú þýðing, sem Hafnarháskóli hefir haft fyr- ir íslensku þjóðina. Bókin kem- ur út innan skams.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.