Morgunblaðið - 09.01.1926, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
Kopke vín
Reykjarpípur í meira úrvali en
-nokkurstaðar annarstaðar í T6-
-bakshúsinu, Austurstræti 17.
Góðar og ódýrar bílferðir: Til
Keflavíkur, Garðs og Sandgerðis.
Nýja Bifreiðastöðin í Kolasundi.
•Sími 1529.
Átsúkkulaðið, sem flestir lofa,
fæst í Tóbakshúsinu, Austurstræti
17.
Mastapípur og munnstykki í
þær, fæst í Cremona, Lækjar-
götu 2.
Nýtt skyr frá Arnarholti, fæst
í' Matardeild Sláturfjelagsins, —
rfmj 211.
Tilkynningar.
Knöllin í Cremona eru í ótelj-
^ndi litum og gæðum.
Vinna.
Kvenmann vantar til að halda
hreinu herbergi. Upplýsingar kl.
4—6 hjá R. P. Leví, Hafnar-
stræti 20, uppi.
Næstu 3 mánuði, tek jeg alls-
konar pressanir og viðgerðir á
hreinlegum karlmannafötum og
kvenkápum. Vönduð vinna. Lægst
fáanlegt verð. Guðm. B. Vikar,
Laugaveg 21.
Sllfurkrónur,
danskar, norskar, og sænskar
kaupir
G. Nl. Björnsson
Skólavörðustíg 25,
milli 2—3 daglega-
búinn að gleyma því, að það,
er ekki ætlunarverk og ekki ein-
keimi góðs rannsóknardómara að
pína fram sem flestar glæpajátn-
iingar, heldur hitt, að leiða* sann-
^eikann í ljós í sem flestum af
þeim málum, sem hann tekur til
rannsóknar ?
óbjagaðan og að það væri geipi-
legt embættisbrot að bóka fram-
burðinn öðru vísi og hygg að
flestir sem vit hafa á, sjeu mjer
Bamdóma um það og furðar á, að
þjer skulið koma fram með aðra
eins firru og þessa ásökun.
Hið annað í ásökun þessari er
ósatt og skal það nú sýnt.
j Á bls. 118 í ritinu liafið þjer
1 látið prenta upp úr rannsóknar-
gjörðunum:
| „Dómarinn benti honum (Aðal-
! steini) á, að hann hefði ekki fyrri
! en eftir 3—4 vikna (á að vera
i
daga) varðhald, farið að bera
fyrir sig ölvun,, en í þess stað
| neitað öllum vitnaframburðinum
jog neitað að hafa verið með
Guðjóni þann umrædda dag. Að-
alsteinn getur enga grein gert
,fyrir þessari breytingu á fram-
^iburði sínum aðra en þá, að það
hafi verið gjört af hugsunarleysi."
Á bls. 124 stendur:
„í fyrsta prófinu benti dóm-
arinn honum (Aðalsteini) á hve
framburður hanS' hefði verið á
reiki og ósennilegur og að hann
hofði enga grein fyrir því gert
hvar hann hefði verið eða hvað
^aðhafst, frá því að þeir Guðjón
fóru úr húsinu nr. 73 við Lauga-
veg um kl. 7 á föstudagskvöldið,
þar til hann kom til Eyjólfs
Gíslasonar steinsmiðs um kl. 9.
Hann svarar því til o. s. frv.<c
Á bls. 126 stendur:
„Dómarinn benti yfirheyrðum
(c: Aðalsteini) rækilega á það,
hve öll framkoma hans í þessu
máli hefði orðið til þess að vekja
þann grun, að hann vissi meira
pm fráfall Guðjóns sál. en hann
víldi segja, bæði minnisleysi hans
og gaspur hans við ýmsa daginn
eftir hvarfið" og kvaðst o. s. frv.
Með öðrum orðum: Þegar kem-
ur aftur á bls. 130—131 í riti yð-
| ar, eruð þjer búinn að gleyma
því, sem stendur örfáum blaðsíð-
um framar. Jeg vil nefnilega geta
þess til, að hjer sje um gleymsku
að ræða, er stafi af ellihrumleika,
I en ekki annað verra.
Nenni jeg svo ekki að eltast
; við fleira í skrifi yðar um Guð-
jóns málið, og kem þá að hinum
! liðnum í árás yðar:
og þjer tölduð refsivert þá, og
þó í enn frekara mæli en sá mað-
ur, því bæði eru dylgjur yðar í
minn garð alvarlegri en dylgjur
hans í yðar garð, og svo koma
dylgjur yðar um embættisfærslu
mína frá manni, sem margir munu
búast við, að ekki fari með þær,
nema hann hafi sannanirnar fyrir
rjettmæti þeirra í vasanum, og í
riti, sem ætlað er að fara um alt
land og víðar.
Jeg skal taka það fram, að þótt
það væri satt, sem jeg efast um,
að einhverjar kviksögur gangi um
bæinn um slælegan rekstur opin-
berra mála, þá væri það engin af-
sökun fyrir yður. Þjer ættuð að
vera yfir það hafinn að breiða
út og kosta prentun á Gróusög-
um, án þess að rannsaka rjett-
mæti þeirra. En það hafið þjer
ekki gjört, því þá hefðuð þjer
komið til mín og leitað upplýsinga
hjá mjer.
Jeg get því, eins og sakir
standa, ekki gjört annað en vísa
öllum dylgjum yðar aftur heim
til föðurhúsanna, sem ósönnum
og ómaklegum í minn garð og
fulltrúa minna.
Jóh. Jóhannesson.
D A G B Ó K.
□ Edda 59261127—1
Messur á morgun: í dómkirkj-
unni kl. 11, sjera Friðrik Hall-
grímsson. Kl. 5 sjera Bjarni Jóns-
'son (altarisganga.)
í fríkirkjunni klukkan 2 eftir
'shád. sjera Árni Sigurðsson. Kl.
5 s.d- Haraldur Níelsson.
í Landakotskirkju: hámessa kl.
9 fyrir hádegi. Kl. 6 e. h. guðs-
þjónusta með prjedikun.
Kviknar í skipi. í gær kom upp
eldur, lítilsháttar þó, í línuveið-
aranum „ísleifi“, eign Metúsal-
ems Jóhannssonar. Lá skipið við
Tiorðurgarð hafnarinnar. Eldurinn
kom upp á þann hátt, að kviknaði
í bensíni, sem verið var að láta
á upphitunarlampa vjelarinnar.
• Slökkviliðið var hvatt á vettvang
og slökti það síðustu drefjarnar
af eldinum. Tjón varð lítið að.
Jeg hefi alls ekki verið of mild
ur við Aðalstein Jónsson í þessu
*xáli og alls ekki slept honum of
inemma úr gæsluvarðhaldinu. Um
hitt er jeg í efa, hvort jeg hafi
ekki beitt of mikilli hörku við
hann, og haldið honum of lengi
4 gæsluvarðhaldinu, ekki veiga-
meiri en líkurnar gegn honum
voru að mínu áliti.
pá finnið þjer að því, að jeg
hafi bókað framburð Aðalsteins
í rjettarprófunum eins og hann
var, „rjett eins og hann væri
■krifari ' sakbornings og annað
ekki“ (bls. 131) og að honum
hafi ekki verið gert ljóst hve fram
burður hans væri ósennilegur og
vitnað undir dómgreind hans (bls.
130).
'Jeg er í engum vafa um, að það sje
-skylda rannsóknardómara að bóka
ftramburð sakbominga rjettan og
2. Dylgjunum.
Mjer þykir mjög leitt og tek-
ur það sárt, að þjer, gamall, við-
urkendur og mentaður heiðurs-
maður, skuluð hafa lagst svo
lágt, að beita hinum lúalegustu og
algjörlega órökstuddum dylgjum
í árás á gamlan embættisbróður
yðar, sem verið hefir til skamms
tíma. Jeg skil ekki hvað því má
valda, nema svo sje, að lasleiki
og einstæðingsskapur gjöri gamla
menn svo bitra og bölsýna, að
þeir fái ekki við sig ráðið.
Þegar ráðist var á embættis-
færslu yðar sjálfs hjer um árið,
sumpart með dylgjum, sem ekki
var hægt að verja sig fyrir, þá
heimtuðuð þjer sakamálsrannsókn
á hendur þeim manni, sem það
gjörði, og fóruð síðan í meiðyrða-
mál við hann. Nú gjörið þjer
yður sjálfan sekan í hinu sama
Gullfoss fór frá Kaupmanna-
höfn í morgun áleiðis hingað.
Goðafoss á að fara í dag frá
Khöfn hingað til lands.
Lagarfoss er í Kaupmannahöfn.
Villemoes er í ferð kringum
land, átti að fara á 12 hafnir.
;Hann fór frá Akureyri í dag.
Prófessor HaJaldur Níelsson og
prjedikunarstarfsemi hans. Pró-
fessor Haraldur Níelsson ætlar að
jgera grein fyrir því við guðsþjón-
ustuna á morgun í fríkirkjunni,
hvað fyrir honum og nokkrum
vinum hans hafi vakað með því
að halda uppi, þessum sjerstöku,
guðsþjónustum. í sambandi við þá
greinargerð les hann upp merki-
lega grein, er hann hefir þýtt úr
THE UNIVERSAL CAR
Tilkynning frá Ford Hotor Co.
Það tilkynnist hjer með öllum Ford eigendum og viðskiftavinum
mínum að Ford Motor Co. hefir í hlutfalli við lækkun þá er orðin §
er á bílum þess lækkað verð allra varahluta til viðhalds Fordbílum.
Reykjavík, 7. janúár 1926.
P. StefAnsson,
Einkasali Fordbíla.
amerísku tímariti. Greinin er eft-
ir vísindamanninn Sir Oliver
Lodge, og hefir verið birt ný-
lega bæði á Englandi og í Ame-
ríku. Hún heitir: Spiritualism and
Religion, þ. e- spiritisminn og
tr úarbrögðin.
Söngfjelag Stúdbnta biður ten-
órsöngvara sína að mæta á æf-
ingu í Háskólanum í kvöld kl. 6.
Steinolíuskip það, sem getið
var um hjer í blaðinu, að koma
mundi til þeirra Gísla Johnsen
konsúls og Jónatans porsteins-
sonar, er nú komið til Vestmanna-
eyja. Seinkaði því mjög mikið í
hafi.
AlþingiskjörskTá. Nefnd til að
semja hana var kosin á bæjar-
stjórnarfundinum í fyrradag. —
Hlutu kosningu borgarstjóri, Guð-
mundur Ásbjörnsson og Ágúst Jó-
sefsson.
Gjaldendur til ellistyrktaJsjóðs.
1 nefnd til að semja skrá yfir
gjaldendur til ellistyrktarsjóðs
voru kosnir á síðasta bæjarstjórn-
arfundi: Pjetur Halldórsson, Sig-
urður Jónsson og Hallbjörn Hall-
dórsson.
Nýtt fjelag. Ljósmyndarar bæj-
arins hafa stofnað með sjer fje-
lag, sem heitir „Ljósmyndarafje-
lag íslands“. 1 stjórn þess eru:
Magnús Ólafsson, Ólafur Magnús-
son og Carl Ólafsson.
Bro, fisktökuskip til Kveldúlfsr
kom liingað í gær.
Þýskur togafi kom hjer inn £
gær til þess að fá kol og vatn.
£ trúlofunarfregn í blaðinu £
gær hafði misprentast föðurnafn
Ásgeirs Jónssonar, stóð í blaðin®
Jónasson.
Rauði krossinn efnir á ný til-
hjúkrunarnámskeiðs á sama stað
og haldin voru hin námskeiðinr
sem hann kom á stofn. Verður
kent í báðum deildum, bæði 1
„heimahjúkrun" og „hjálp í við'
lögum.“ Sömu læknar kenna °£
áður. Námskeiðið byrjar 18. þ. ni-
Svo margir sóttu um kenslu *■
námskeiði þessu síðast, að
komust nærri allir að, og þvi er
það, að Rauði krossinn efnir **
ný til þessarar nauðsynlegu
kenslu.
íþróttafjelag Reykjavíkur bið-
ur þess getið að fyrsta útisefin?
þess, á hinu nýja ári verði sunnU
daginn 10. þ. m. og hefst ff®
leikfimishúsi mentaskólans **
9y2 stundvíslega. Fjölmennið!
„Júpíter" er væntanlegur
Hafnarfjarðar í dag.
v Alt að 1000 eintök eru seld $
„Nýa sáttmála.