Morgunblaðið - 15.04.1926, Side 6
MG&GUXBLAÐiÐ
Britannia kex
er best
Fæst í flestum matvöruverslunum.
Biðjið um það
í vinahóp.
la
Aberdeen, Scotland.
Storbritanniens störste Klip- & Saltfisk Köber
—> Fiskaktionarius & Fiskdampermægler. —
Tel. Adr.: Amsmith, Aberdeen.
Korresp«BdaBce paa daask.
Hefi fengið 200 teg.
af úrum og klukkum,
lem öll eru aftrekt og eftirsjeð af þfskum
fyrsta flokks fagmaani i úrsmiði.
----Kasipið fermingarúrin hjá mjer---
Sigurþóv* Jénsson,
Úrsmiður,
og fara fram á það sama. Þing-
deildin aðhyltist þetta og feldi
brtt. — En hvað skeður? Við
3. umr. gerist þessi sami þm., Tr.
Þ., meðflutnmgsmaður að þessari
tillögu þm. Borgfirðinga, og tveim
öðrum samskonar till., sem voru
cftirgjöf á 3000 kr. dýrtíðarláni
til Grunnavíkurhrepps í Norðui--
ísafjarðarsýslu og 10 þúsund kr.
hallærisláni til Asahrepps í
Strandasýslu. Þegar svo Tr. Þ.,
sem framsögumaður fjárveitinga-
nefndar, átti að fara að skýra af-
stöðu nefndarinnar, hafði hann al
veg gleymt fordæminu, sem hann
varaði mest við undir 2. umr., og
hann sinti því engu, þótt fjáv-
málaráðherra legði fram reikn-
inga viðkomandi hreppa og benti
á, að ef þessum hreppum yrði gef
ið eftir þetta fje, hlyti afleiðingin’
að verða sú, að hver og einn ein-
asti hreppur á landinu ætti full-
kominn rjett á eftirgjöf á viðlaga-
sjóðslánnm þeim, er þeir hefðu.
Efnahagur þessara hreppa væri
síst lakari en annara, sem hefðu
viðlagasjóðslán. Þessu sinti frsm.
Tr. Þ. engu, heldur var með í því,
að krefjast þess af forseta, að
allar brtt. yrðu bornar upp í einu,
og svo fóru leikar, að brtt. voru
samþ. með 16 atkv, gegn 10.
Hvernig Tr. Þ. bugsar sjer úr
þessu, að standa á móti þeim
kröfum samslkonar, sem á eftir
koma, skal ósagt látið. En for-
dæmið hefir honum tekist að
skapa.
Meinlegt ósamræmi er í skoð-
unum Tr. Þ. og Jónasar á Sigurði
Þórðarsyni fyrv. sýslumanni.
Um sama leyti sem Sigurður
gaf Jónasi nafnið: „ærulaus lygarj
og róg'beri“, lýsti Tryggvi því
yfir í þinginu, að landsstjórninni
bæri skylda til þess, að taka hið
fylsta tillit til þess, sem Sigurð-
ur Þórðarson segði, því menn
yrðu að gæta þess, að Sigurður
væri með gáfuðustu mönnum og
einhver hinn varfærnasti dómari,
sem þjóðin ætti.
Þótti þeim, sem á lilýddu, að
Tryggvi kastaði með því óþynni-
legum hnútum til Jónasar, er
hann lýsti því fyrir þingheimi,
hve mikla virðingu og mikið
traust liann taldi skylt að menn
hæru til Sigurðar. En þegar Jónas
fjekk orðið í Sameinuðu þingi á
dögunum, hvað nokkuð við annan
tón. Hann lýsti S. Þ. á þá leið,
að hann væri „mannaumingi,
sem líldega væri geðveikur'S. —
Sennilega eiga þeir ekki sem best
með að jafna þetta með sjer, vin-
irnir. Sýnist eigi nema tvent til
fyrir Tr. Þ., annaðhvort að gera
Jónasi það til þægðar, að jeta
ofan í sig á viðeigandi hátt, um-
mæli sín um S. p. — ellegar *þa •
að teljast í þeim flokknum, sem j
sammála er S. Þ. — að Jónas sje
í raun og veru sann-nefndur þeim
nöfnum, sem S. Þ. hefir honum í
tje látið. — Mi'kill er stylkur sam-
vinnunnar, ef sjera Tryggva í
Laufási tekst að starfa framvegis
með „þeim ærulausa“.
og Sís. allnáið, þegar Tr. p. get-
ur eigi aðgreint Sís. frá flokknum.
Eða vill Tr. Þ. nú hætta skrípa-
leiknum, viðurkenna, áð þing-
flokkurinn og Samband íslenskra
samvinnufjelaga sje í raun og
veru eitt og hið sama. Framsóku-
arþingmennirnir sjeu í raun og
veru eigi fulltrúar kjördæma eða
þjóðarinnar, heldur fulltrúar þess
arar verslunar. Sambandið og
þingflo'kkurinn hafi rugfað sam-
an reitunum, og þingmennirntr
sjeu gerðir út af verslun þessari,
til þess að vinna henni gagn, livað
sem það kostar almenning þess-
arar þjóðar.
Vissulega mun Sís. vera eina
samvinnufjelagasamband heims-
ins, sem misskilur svo hrapalega
hlutverk sitt, að hafa heilan
þingflokk á sinni könnu. Hvað
segja hin hlutlausu samvinnufje-
lög nágrannaþjóðanna?
Alþýðuskóli Þingeyinga.
Hver á skólann?
Flokkurinn minn.
Eftirtektarvert vaV það í ræðu
Tr. Þórhallssonar í þinginu á
dögunum, er hann talaði um kosn
ingu fulltrúa í gengisnefndina:
Honum fórust orð á þá leið, að
„flokkurinn minn““, (þ. e. Tr.
Þ.), hefði kosið sig sem fulltrúa í
gengisnefndina.
Samkv. fyrirmælum alþingis
/útnefndi Samb. ísl. samvinnufje-
laga mann í gengisnefndina. —
í ræðunni ruglaði Tr. Þ. saman
Sambandinu og þingflokknum. —
Er von að fleirum verði það á, að
s'koða sambandið milli flokksins
1 ræðu Björns Lindals við 3.
umr. íjárlaganna í Nd. mintist
hann á Alþýðúskóla Þingeyinga
á Laugum, í sambandi við tillögu
fjárveitinganefndar, um 6000 kr.
laun til Björns Jakobssonar, til
■íþróttakenslu í sambandi við
Lauga-skólann.
Till. þessari fylgdu þau um-
mæli, að Björn Jakobsson ætlaði
að byggja sjálfur nauðsynl. liús
fyrir kensluna, án þess að fara
fram á húsbyggíngarstyrk úr rík-
!i.
Mintist Björn Lindal í þessu
sambandi á Laugaskólann. Áfjár-
lögunum 1923 voru veittar 35 þús.
kr. til skólans, gegn því, að þrir
fimtu kostnaðar kæmi annarsstað-
ar frá. Samkv. fyrirmælum fjár-
laganna áttu rúml. 50 þús. kr. að
koma til skólans frá öðrum en
rí'kissjóði. Svo mun það og hafa
verið að vísu; skólinn ■mun hafa
kostað að minsta kosti 87 þús.
kr.
En hvaðan kom fjeð, sem á
vantaði ? Rúml. helmingur fjárins,
sem koma átti á móti ríkissjóðs-
tillaginu, safnaðist á ýmsan
hátt, en 25 þús. kr. voru teknar
til láns — .og hvílir það laU *
skólahúsinu.Sýslunefnd hefir
ið ábyrgð íyrir láninu, °S
menn hafa gengið í einskon31
bakábyrgð á því, að sýslan bíðj
10
eigi halla af þessu í næstu
árin. — En lánið er tekið til ^
ára.
Það mun geta orðið álita®^
hvort fullnægt hefir verið
yrðum þeim, sem sett voru í ftar
lögunum, þegar ríkissjóðsstyrk'1 *
inn var veittur. Eins getur svo f®1'
ið, að nok'kuð geti leikið á tveú11
tungum um það, hver í raun p°
veru á skóla þenna, á meðan flal
reiðum hans er eins komið
nú er.
Meiðyrði og skrælingja-
skapur.
Stöku maður, ókunnugur Jóna®1
frá Hriflu, lítur svo á, að Jón®s
myndi fara í mál við Sigur®
Þórðarson, er Sigurður 1 ýstl
hann ærulausan lygara og rógbeí'a
með fáum vel völdum orðuin 1
„Verði“.
Þórarinn á Hjaltabakka °°
fleii'i mintu Jónas nýlega á þessjf^
„nafnbætur“, í þinginu.
En Jónas svaraði ekki öðru cU
því, að hann teldi það skrælingi3 * * * * * * *'
skap að höfða meiðyrðamál ^
enda væri það ekki siður hjer 1
Reykjavík!!!
Hann ætlar að dúsa með naf11 *'
bæturnar; telur þær við sitt ka>^’
drengurinn sá.
VÍKINGURINN.
hafði forvitnin náð hámarkí.
Að vísu hafði Wolvers'toue ekki nema eitt auga,
en hann sá margt fleira með því en aðrir með tveim-
ur. Og þrátt fyrir gráu hárin og harðneskjuleg orð,
bar hann barnshjarta. Enginn bar heldur meiri vin-
áttuhug til Bloods en hann.
Hið fyrsta, sem hann kom auga á, þegar hann
sigldi inn í höfnina, var „Arabella“, skip Bloods. —
Hann neri augað hvað eftir annað, — vildi ekki trúa
þvi. En- þá kvað við rödd við hlið hans, sfem fullviss-
aði hann um það, að það væru fleiri hissa en hann.
Það var Dyke, sem talaði.
— í drottins dýru bænum! Er þetta ekki „Ara-
bella“, eða er það svipurinn bennar?
— Þú hefir tvö augu, og þó spyr þú mig, sem
befi að eins eitt auga.
— En jeg sje „Arabellu“.
Wolverstone leit á hann með fyrirlitningu og
hló síðan svo hátt, að heyrðist um alt skipið, og sagði
svo hárri röddu:
Vitanlega! Hvað œttí það að vera annað! Og svo
skellihló hann aftur að heimsku Dykes. Síðan skipaðí
hann að kasta akkerum.
|>e|ar Wolverstone gekk í land, var hann um-
kringdur af forvitnum sjóræningjum, ogþað'var
vegna spurninga þeirra, að hann komst að raun um,
hvernig komið var. Hann var ánægður yfir því, að
Jiafa ekki látið undrun sína uppi við Dyke. En sjó-
ræningjarnir gengu á hann, vildu vita hið sanna, og
kvörtuðu undan því, að Blood vildi ekki, einhverra
orsaka vegna, segja neitt um sig.
— Blood skipstjóri hefir aldrei verið einn af
þeim, sem grobbar af verkum sínum, sagði Wolver-
saone við fjelaga sína. vEn nú skuluð þið fá að heyra:
Við hittuin gamla þrjótinn hann Don Miguel, og þeg-
ar við höfðum sent hann þangað sem hann átti heima
— niður á við, meina jeg — þá tókum við einn sendi-
mann Sunderlands lávarðar í skipið. Hann hafði það
erindi, að fá Blood til að ganga í þjónustu Jakobs
konungs, og gerast foringí í flota hans. Blood varð
auðvitað öskuvondur yfir frekju hans, að bjóða hon-
um slíkt. En svo rákumst við á allan Jamicaflotann,
og þar var með mannhundurinn Bishop. Það var vit-
anlega það sama og reipi um hálsinn á Blood og okk-
ur öllum. Þá fer jeg til Bloods og segi við hann, að
við skulum þiggja boð lávarðarins. Hann sá, að það
var skynsamleg-t, og sendimaðurinn skipaði hann for-
ingja þarna um ieið. Bishop varð auðvitað æfareiður,
þegar hann vissi um þetta. En hann gat e'kki rjftað
því. Við vorum allir kougsins meun, og sigldum ‘með
Bisliop í höfn í Port Royal. Ef þessi náungi 'frá h°n'
don hefði ekki lcomið, mundi Bishop hafa hengt okk'11'
alla saman. En nú mundi Blood hafa læðst bui't11
strax um nóttina; en mannhrakið Bishop hafði DF
fyrir virkisstjórann, að gefa góðar gætur að því öUu>
Svo það liðu 14 dagar áður en Blood gat nafra^
hann. Hann sendi mig og flesta menn sína á stað a
freigátunni þarna. Svo ætlaði hann sjálfur að ko»l3
á eftir. Hvernig hann fór að því að losna, það skat
jeg ekki segja ykkur; en þarna er kann komiun, °°
það á undan mjer, eins og jeg bjóst við.
Sjálfsagt liefði Wolverstone getað glætt í yíer
mi'kla sagnritunarhæfileika. llann hafði hinn rje*ta
skilning á því, hvað mikið þarf að ýkja, og hva^
miklu þarf að leyna, til þess að alt líti sæmilega ut’
Þegar hann liafði gefið fjelÖgum sínum þcS®a
blöndu af sannleika og lýg'i, fór liann í „Arabellu ’
til þess að hitta Blood. Hann fann hann í klefa s111
um, sitjandi við borðið með vínflösku fyrir fraiuau
sig — og blindfullan. Ilann bafði aldrei sjeð Bl°°^
þennig til reika. Þegar Wolverstone kom inn, lelt
Blood á hann blóðhlaupnum augum. Um stund reyu^1
bann að átta sig á því, hver gesturinn væri. Svo hl°
liann tryllingslegan hlátur, og gremjulegan.
— Ert það þú, gamli björninn þimi! Kennu'ðu 1111
loksins! Ilvað viltu mjer?