Morgunblaðið - 19.07.1927, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.07.1927, Blaðsíða 2
2 MOjtGUNBL AÐIÐ Höfum nú fyrirliggjandi: Flugnaveiðara. ; Sömu ágætu tegunö sem viö höföum i fyrra. rr Vikan sem leið. gerir kaffið bragðbetra og ljúffengara en „Kaffibætir „Ludvig Davids“, með kaffi-kvörninni. Allar hag- sýnar húsfreyjur keppast um að kaupa þennan kaffi- bæti. inuKmmxxm iegnlillfar j'ýkomnar, mikið og fallegt úrval. fHjög órfýrt. MarteiRD finafSSBR $Co. dýrasti, er sá gosdrykkur, sem fram- 5 leiddur er úr limonaðipúl- veri frá , Efnagerðinni. Verðið aðeins 15 aura. - hjá öllum kaupmönnum. Fæst Hf. Kemisk verksmiðja. Sími 1755. (Niðurl.) Það má, vera, að eigi verði talið með merkistíðindum, þó stórblöð- in í Frakklandi og Þýskalandi liafi Island á milli tanna, og geri sínar getsakir um það, hvert stór- veldanna ætli sjer ísland. — Við sem lijer sitjum og gerum okkur í hugarlund hve tilefni blaðaum- mælanna er ómerkilegt, eigum auð- . velt með að láta þau sem vind um eyrun þjóta. Efamál er það þó, hvort rjett Sje ■að gefa þeim eigi gaum. Því þó grundvöílur fregnanna sje bygður á misskilningi, verður hitt. eigi skilið nema á einn, veg, að blaða- ritarar hverjir sem þeir eru, álíta, : að ef sambandinu verði slitið við i 'Dani, þá sje leikur á borði fyrir stórveldin að hremma landið. ! Þó um hervarnir sje engar að ræða, hvorki fyr nje síðar, hvorki nú nje þá, og ísland sje varnar- laust með öllu, þá lita hinir er- lendu blaðamenn svo á, að stór- .veldin muni hlífast við því að krækja í ísland meðan það er í 1 sambandi við gamalt ríiíi, en sú lát.ylla hverfi, eða sú hlífð, er ís- iland verður — eða ætlar að verða |ný ríkisheild án nokkurs sambanjs |við aðra. | Hjer skal enginn dómur lagður á það, hvort álit hinna erlendu manna sje á rökum bygt. En með því eina móti tengja þeir yfirráða- hug stórveldanna við skilnaðar- umræðurnar, að þeir líta svo á, að afstaða stórveldanna til Islands breytist við það, að íslendingar segi sambandi við Dani slit.ið að fullu og öllu. '§ Nýkomið: wnf má' i ágætar á aðeins 15.75. Drengjahúfup Reidbuxur, Sokkar í úrvali. JianatímJhnatm Nú þegar kosningarnar eru ai- staðnar, verða menn að biiast við því, að tekið verði til óspiltra málanna með undirbúning Alþing- ishátíðarinnar. Fram til þessa hef- ir það viðkvæði tíðum heyrst, að eigi væri gerlegt að hefja undir- búning fvrir alvöru, fyr hn sjeð yrði hverjir færi með völdin eftir nýafstaðnar 1 kosningar og hefði á- byrgð á öllum framkvæmdum. | Morgunblaðið hefir í raun og jVeru aldrei verið þeirrar skóðun- 'ar, að undirbúningur Alþingishú- jtíðar kæmi kosningum minstu vit- i und við; því hvorki undirbúning- urinn eða hátíðin sjálf verða nein flokksmál. Ef menn geta ekki sameinast, allir, í hvaða. flokki sem þeir eru, um ])að að gera Alþing- ishátíðina sem sómasamlegast úr garði, ])á er best að ]>vertaka fyi- ir það í tíma að nokkur Alþingís- hátíð verði haldin. Verkefni hinnar þingkjörau nefndar ætti fyrst. og fremst að vera það, að skifta verkum milli manna; sjá um, að sem hæfastir menn verði til þess kjörnir að annast hvaðeina. Sannarlega er tími til kominn að ákveða þá verkaskiftingu. Sundíþróttin er á hraðara frarn- farastigi hjer en aðrar íþróttir.Er það gleðilegt, því að sundið <" „íþrótt íþróttanna“, ei)is og oft hefir verið sagt.. Og að því verður að keppa, að hvert mannsbarn á landinu kunni að synda, engu síður en'að lesa og skrifa. Verður ]>ess tæplega langt, að bíða, aö sund verði gert að skyldunáms- grein við skólana, og þá um leiö er markinu náð, að allir ÍSlend- ingar konur og karlar, geti fleytt sjer, og að enginn þurfi að drukna nærri landi. — Fyrra sunnudag var háð sundmót úti í Orfirisey, hjá sundskálanum, sem þar er. Þar keptu karlar og konur. dreng- ir og stúlkur. Mesta athygli vakti Ruth Hanson kennari með sund- listum sínum. Sýndi liún þar als- konar sund, sem allur almenn- ingur hjer á landi hefir aldrei heyrt getið og veit ekki að til er. Sundlistirnar voru þessar: Að troða marvaða, hnýsusund, kaf- sveiflur aftur á bak, gufuskips- skrúfa, að reisa mastur, vatns- rottusund, kópasund, skriðsund á bringú, skriðsund á hlið, skriðsund á baki og skrúfusund. — Móðir Ruth, frú Gerda Hanson, og önn- ur dóttir hennar Rigmor, syntu þarna líka. Er það líklega eins dæmi hjer á landi, að þrjár mæðg- ur sýni sund. — Drengirnir, sem ’syntu á þessu móti, syntu prýði- lega og eins telpurnar. Eru þar áreiðanlega upprennandi sund- garpar. — Nýjasta fregnin af sundíþróttum hjer, er sú, að ung- frú Ruth Hanson synti úr Engey til Reykjavíkur á föstudaginn var. Hefir engin kona hjer á land.i leyst slíka sundþraut síðan Helga jarlsdóttir synti úr Hólminum forðum með syni sýna tvo. Þetta er erfitt sund og langt, þegar tekið er tillit til þess, hvað sjórinn er kaldur hjer við land, og suud hjer má ekki miða við langsund erlendis, þar sem sjór er miklu hlýrri. í sambandi við þetta má geta þess, að það eru ekki nema 2 ár síðan að ýmsir íþróttamenn hjer í Reykjavík töldu, að ekki þyrfti að ætla nokkurri stúlku að synda lengri leið í sjó hjer en 50 metra. En nú er áræðið þetta, að stúlka kynokar sjer ekki við að sjrnda úr Engey í land 2% km. hinn glæsilegasti árangur af föv- inni og sýnir ])að Ijóst, að við eigum að senda íþróttamenn á 01- ympíuleikana næstu. Við verðum að gera það, sóma okkar vegna, og það er nú sýnt., ba'ði með þess- ari utanför og utanför íþrótta- flokkanna í sumar, að við eiguin þeim íþróttamönnum á að skipa, sem við þurfum ekki að bera kinn- roða fyrir. Og enginn efi er á því, að Olympíuför hefði Stórmikla þýðingu fyrir framfarir í íþróttum hjer á landi. j Skólamálið eystra. Þá er nú svo komið, að því máli er ráðið svo til lykta, að samskólahug- myndin hefir sigrað. Um leið og kosningarnar fóru fram í Rangár- vallasýslu, voru greidd atkvæði um það hvort meiin víldu heldur hafa sjerskóla, eða samskóla við Arnesinga, og fengu samskólamenn [1] 499 atkvæði, en sjerskólamenn ® voru eigi nema 3611, þrátt fyrir það, þótt sumir sjerskólamenn hafi bar ist ótrauðlega fyrir honum og lát- ið mikið öieira til sín taka heldur en samskólamenn. riEiE 300 0 0 vörurnar hjá okkHr og at- hugið verðið. Miklar birgir nýkomnar. Verðið mjög lágt. Allir sem greiða við mót- töku fá bestu kjör. Síldveiði hefir verið góð nú und- anfarið, og óvenjuiega mikil eftir árstíma. Hefir síld veiðst bæði fyrir Norður- og Austurlandi og vest.ur í ísafjarðardjúpi. Síldarsöltun er ekki byrjuð en.u Jiá, byrjar ekki fyr en eftir ]). 20. ,þ. m. Öll sú síld, sem veiðst hefir, hefir farið í bræðslu. Verðið fyrir bræðslusíld 8—10 kr. fyrir málið. Sagt er, að norsk skip, sem veitt hafa hjer við land hafi veitt vel, og sjeu jafnvel sum þeirra lcomin lieim á leið með aflafeng sinn. ooc IBSB Roald Amuudsen I Japan. Honum var tekið með geysifögn- uðu af háum sem lágum. Utanför íþróttamanna. — Fyrir skömmu fóru hjeðan nokkrir ung- ir íþrótt.amenn til þess að taka þát-t' í alsherjar-íþróttamóti K. F. U. M. í Kaupmannahöfn. Hafa þeir kept þar í þessari viku og getið sjer ágætan orðstír. Helgi Eiríks- son bankamaður vann t. d. 2. verð- laun í hástökki og Geir Gígja kennari 3. verðlaun í 800 metra hlaupi. Hann fekk líka 2. verðlaun í 1500 metra hlaupi og settu þeir Helgi ný íslensk met í hvert. skifti. Höfðu þó hin fyrri metin í stökk- inu og 1500 metra hlaupinu stað- ið óbreytt lengi, og eins hafði met í 800 metra hlaupi staðið óbreytt lengi, Jiangað t.il Geir Gígja setti nýtt met. á afreksmerkjamótinu í fyrra mánuði. Og nú hefir hann farið fram úr því aftur. Hið nýja met í hástökki er 1,80 metra, eða 0.10 metrum hærra en gamla met- ið. — Þennan góða árangui- má að sjálfsögðu að nokkru leyti þakka betri afstöðu ytra, heldur en hjer á íþróttavellinum, og eins kepúi íþróttamannanna við sjer meiri menn. Tveir af íþróttamönnunurn komust í úrslit í sundi og er þetta iMerkilegar fregnir berast frá Rússlandi um það, að þar standi yfir almenn fjársöfnun til þess að efla herinn og vígbúast í ófrið gegn Englendingum. Hjer á landi safna menn fje til Landsspítala, „Sumargjafar“ og' ýmiskonar líknarstarfsemi. Þar sem „yfirráðin“ eru hjá „alþýð- unni“, eins og Alþýðublaðið kemst að orði, er fje safnað til mann- drápa. Nú er ekki svo að skilja, að böðulaxir hinna rússnesku bolsje- vika hafi orðið ryðfallnar af brúk- unarleysi. Fram á þenna dag hafa þær verið á lofti. Þessi „al- þýða“, sem ráðin liefir, er sem kunnugt er ekki nema rúml. einn hundraðasti hluti þjóðarinnar. Og ]iessi tiltölulega fámenni flokkúr (hann er tiltölulega margfalt fá- mennari en, Frelsisherinn hjerna), lcúgar þjóðina með böðulsvipum og hryðjuverkum. Þannig er umhorfs innan lands. Samt ætlast bolsar t.il þess, að al- menningur leggi þeim fje, svo þeir geti aukist og eflst að völdum og hafið ófrið við þjóðir þær, sem óska þess eins rússneskum almenn- ingi til handa, að hann megi losna sem fyrst undan hinu geigvænlega jínauðaroki, sem bolsivikkarnir hafa lagt þjóðinni á herðar. Finski prófessorinn, dr. Leiv- iska, sem hjeðan fór fyrir um hálf- um mánuði upp í óbygðir, til ým- iskonar jarðfræðirannsókna, er ný- lega kominn aftur. Ætlaði liann ^upphaflega að verða lengur, en varð að stytta rannsóknatímann af ýmsum ástæðum. Eins og kunnugt er og sagt hef- ir verið frá hjer í blaðinu, er Ro- ald Amundsen um þessar mundir á fyrirlestraferð um svo að segja allan heim. Byrjaði hann förina í Japan. Um mánaðamótin síðustu var hann í borgunum Osaka, Kyoto og Nogoya, eru það*mestu borgir i •Iai)an að undantekinni Tokio. — Tóku íbúarniri honum með óhemju fögnuði og sýndu honum allskon- ar virðingar- og vináttum^rki. Nokkru fyrir mánaðamótin hjelt keisaraíega loftferðafjelagið í Jap- an honum heiðurssamsæti, og er svo sagt, að ])að liafi verið hið fjól mennasta samsæti, sem nokkru sinni hafi verið haldið í Japan. Voru þar viðstaddir 2000 hátt- .standandi menn. Kanin prins, for- seti loftferðafjelagsins, afhenti Amundsen heiðurspening, og á ýmsa lund keptust fremstu og helstu menn Japana við það að hylla þennan þrautreynda og heimsfræga pólfara. Eitt japanska blaðið gekst fyr- ir því, að Amundsen flutti í til- tölulega litlum ,bæ þrjú erindi, og var aðsókn að þeim svo mikil, að við lá meiðslum. Allar víðvarpsstöðvar í landinu helguðu Amundsen kvöld eftir kvöld allar sínar frjettir, og ljetu víðvarpa öllu ])ví,, er þær gátu til tíntium norska könnuðinn og starf hans fyr og síðar. Þá boðaði og Japanskeisari Amundsen á fund sinn. Flutfi hann fyrir keisaraf jölskylduna , og nánustu vini hennar, erindi um pólför sína. Að því loknu gaf keisarinn honum skrín eitt faguft mjög, alt gulli lagt., til minningar um sig og þjóðina, og þakkaði hon um með mörgum fögrum orðum fyrir vísindaafrek hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.