Morgunblaðið - 06.01.1928, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
H v e i t i:
Glenora,
Onota>
Buffalo,
Cream of íBanitoba,
Canadian Maid,
Sömu góöu tegundirnar og áður.
Alfadans á Iþróttavellinum.
íslenskir vikivakar, blysf ör, brennur og flugeldar.
Þess hefir verið getið í dagblöð-
unum, að Ungmennafjel. Velvak-
andi hjer í bænum ætlaði að efna
til veglegs álfadans á íþróttavell-
inum um næstu helgi ef veður
leyfði, með aðstoð nokkurra nem-
enda Kennaraskólans. Er nú um
fátt meira rætt í bænum þessa
dagana en álfadans þennan og
viljum vjer því fræða lesendur
blaðsins um þann viðbúnað sem
hafður er og fyrirkomulag alt.
UndirbúningTirinn.
Fyrir nokkru hefir Samband
Ungmennafjel. íslands ákveðið að
reyna að endurvekja gömlu, ís-
lensku Vikivakana og söngleikina,
sem nú hafa legið niðri í full 130
ár. Má öllum vera ljóst, að slíkt
•er ekkert áhlaupaverk, þegar þess
er gætt, að furðu lítið hefir geymst
meðal alþýðu og í bókmentum
.vorum, er dansa þessa snertir, og
•er það ekkert einsdæmi um okk-
ur íslendinga, því svo hefir öll-
um Norðurlandaþjóðunum farið
nm sína dansa — nema Færeying-
xim.
Nú hafa Norðmenn og Svíar
■endurvakið þessa dansa hjá sjer
og eru þeir orðnir verulegur þátt-
ur í þjóðlífi þeirra. Vilja ung-
mennafjelögin hjer því vekja til
lifs þjóðlega skemtun með því,
ef unt væri, að skapa slíka þjóð-
dansa af íslenskum efnum. Var
því í fyrravetur gerð lítilfjörleg
tilraun í þessa átt með nemendum
á íþróttanámskeiðinu, sem þá var
haldið hjer í bænum að tilhlutun
f. S. í. og U. M. F. 1. og gaf sú
tilraun sæmilegar vonir um að
þetta mætti takast.
Á síðasta hausti var svo stofn-
aður flokkur innan U. M. F. Vel-
vakandi, er vera skyldi nokkurs-
Uonar tilraunaflokkur, og tók
Helgi Valtýsson að sjer að æfa
! flokkinn og búa til dansana, enda
| mun hann til þess færastur allra
| fslendinga, sakir þekkingar og
fróðleiks um þessa dansa, að svo
miklu leyti sem um þekkingu get-
ur verið að ræða.
Það kom brátt í ljós, að dansar
þessir þóttu fegurri og þjóðlegri
en tískudansarnir og vildu því
margir verða til að læra þá. Varð
það þá úr að Helgi æfði einnig
annan flokk með nokkrum nem-
endum Kennaraskólans, og er þeir
voru allvel á veg komnir, var
ákveðið að hrinda í framkvæmd
þeirri hugmynd, sem fram hafði
komið í Velvakanda, að efna tif
veglegs álfadans nú um áramótin.
Voru þá báðir flokkarnir æfðir
saman úr því, með þetta fyrir aug-
um og hefir sjerstök alúð verið
lcgð við gömlu álfakvæðin, sem
hvert mannsbarn þekkir.
Til þess nú að þessir Vikivakar
fengi sinn sjerstaka blæ, sem
álfadansar, þurfti ýmsan ytri út-
búnað. Fyrst og fremst voru það
þá sjerstakir
Búningar.
Til að fá þá í sem mestu sam-
ræmi hvað fegurð og snið snertir,
en jafnframt í íslenskum stíl, var
einn af þjóðlegustu og færustu
listamönnum þessa bæjar fenginn
til að gera af þeim teikningar. —
Hafa þær verið lagðar til grund-
vallar við saumið, en auðvitað
hafa saumakonurnar svo lagt fram
sinn skerf til að auka á fegurð
þessara klæða, eftir öllum „sauma-
kunstarinnar reglum“, svo að
fullyrða má, að fegurri álfabún-
ingar hafa ekki sjest hjer.á álfa-
dönsum um langt skeið — hafi
það þá nokkurntíma verið. — En
sjón er sögu ríkari um það.
Annað er það sem tilheyrir álfa-
dönsum og ekki vekur hvað síst
athygli, en það er
finmmísti g vjel
með þessu vörumerki hafa hlotið lof sjómantta
fyrir framúrskarandi góða endingu.
Eru aúk þess sjerlega rúmgóð og þægileg.
Sjómenn!
Kaupið þess vegna aðeins ,,Hu0ti“ gúmmístígvfel.
Fyrir togaramenn mælum við sjerstaklega með okkar
ágætu ofanálímdu stígvjelum.
Hvannbergsbræðnr.
wsBHsar?
Brennan.
Sú nýbreytni verður að þessu
smni viðhöfð, að brennurnar verða
tvær, og kemur það til af þfí
annarsvegar að flokkurinn er of,
lítill til að geta dansað í kringum ■
veglega brennu og þykir þá ekki
hlýta að láta hann danpa einhver-
staðar utanvert við hana, því við
það tapast það samband sem vera
á milli brennunnar og dansins, en
hinsvegar af því, að gert hefir
verið mjög veglegt hásæti fyrir
kóng og drotningu, og þykir því
ekki vel fyrir komið nema það sje
á milli tveggja elda og verður svo
dansað fyrir framan hásætið. En
út frá hásætinu verða raðir
af logandi blysum, sem tengja
það við brennurnar, og mun þá
alt það skraut, sem fyrir er kom-
ið, á búningum og hásætinu, glitra
í töfrandi fegurð af bjarmanum
af brenmmum og blysunum.
Hvernig þessu ér fyrir lcomið
má nánar sjá á teikningunni hjer
ao framan.
Þegar álfaflokkurinn er kominn
inn á völlinn og hefir tendrað blys
sín, hefst
Blysförin.
Ganga álfamir þá fylktu liði,
hver með tendrað blys og fylgja
kongi og drotningu til hásætis
síns; ganga síðan heiðursgöngu
fyrir liásætinu með ýmsum af-
brigðum ims hringurinn er mynd-
aður (því vikivakadáns er hring-
dans) og hefst þá
i
Álfadansinn.
Dansar þeir, sem þarna verða
sýndir eru 11 talsins, sumir nokk-
uð langir, og verður eitt stutt
hlje á milli 5. og 6. dans.
jNöfnin á dönsunum og röð
þeirra er þessi: 1. Blysdans. 2.
Álfadans (Hólbúaslagur). 3. Ól-
afur liljurós. 4. Faldafeikir (söng-
lcikur). 5. Ljúflingslag (Álfa-
dans). 6. Töfraslagur. 7. Draum-
bót. 8. Faldafeikir. 9. Sælulj^. 10.
Rammislagur. 11. Töfraslagur.
Þó að menn kannist við fæst af
þessum nöfnum, eru þetta alkunn
lög og ljóð.
Að lýsa álfadansinum sjálfum
að öðru leyti, er ekki neinn vegur
hjer. Enda er það tæpast hægt
svo að gagni verði. Vilji menn
kynnast þessum nýjustu dönsum
verða þeir að fara suður á íþrótta-
völl og sjá hann með eigin augum.
Samkomulag milli sjómanna
og útgerðarmanna.
Þegar er dansinum lýkur liefst FfH AfelTHBPSÍ
nýr þáttur þessarar skemtunar, en
það eru
Flugeldar.
Fjelagið hefir keypt íeikna
mikið af þeim fegurstu flugeldum Akranesi 5. jan.
sem fáanlegir hafa verið í bænum,1 má svo kalla að fult sam-
þar á meðal er nokkuð sem aldrei bomulag sje fengið um ráðningu
hefir sjest hjer áður og mörgum sjómanna á vjelbátana í vetur.
mun þykja ganga göldrum næst. ^lafa utgerðarmenn og sjónienn
Um nafn á því vitum vjer eigi, sjer saman um að semja sín
enda mun það algert einkamál ° múli> án þess að verkamanna-
fjelagsins, en frá útlöndum er það!' jelf|gið komi þar nærri. Semur
korniÖ i bver skipshöfn sjerstaklega við
útgerðarmenn.
Lúðrasveit Reykjavíkur • Hávaðasamt varð á seinasta
leikur á Austurvelli kl. 8 um fundi verkamannafjelagsins, þar
kvöldið og síðan suður á velli sem ræft var um Þeffa mai °S
áður en dansinn hefst og undir\voru menn allskiftir, og gengu
inngönguljóðunum; en dansinn margir af fundi.
stíga álfarnir aðeins eftir söng. Þessi urslit máLsins koma eng-
um að óvörum, þar sem engin
deila hefir verið milli sjómanna
sjálfra, og útgerðarmanna um ráðn
ingarkjör. Allur úlfaþyturinn var
Fjelagið hugsar sjer að hafa
álfadansinn á sunnudaginn kem-
ur ef veður leyfir, annars fyrsta
góðviðrisdag sem gefst. Veröur 1 verkamannafjelaginu, sem vildi
hann kl. 9 að kvöldi. Aðgöngu- taka ráðin af sjómönnum um það
miðar verða seldir afar ódýrt svo semja um kaup sitt - og sam-
þykti þó að sjómenn skyldu ganga
að lakari kjörum, en útgerðar-
menn buðu.
Bátarnir leggja nú á stað til
veiða þegar veður leyfir.
Tvo báta rekur á land.
Snemma í morgun rak á land
tvo stóra vjelbáta, Geir goða og
Hrefnu. Eru þeir 30—40 smál. að
stærð. Yar veður mjög hvast og
brim mikið. Bátarnir náðust báðir
út seinna í dag, lít.ið eða ekki
skemdir.
allir geti komist þangað þessvegna,
sem sje 1 kr. fyrir fullorðna og
50 aurar fyrir börn.Miðarnir verða
seldir á götmium og er öllum ráð-
lagt að hafa keypt þá áður en
þeir fara suður eftir til að forðast
troðning við sölugötin á vellinum
og innganginn, því eltki þarf að
efa að Reykvíkingar muni fjöl-
menna, svo mikið munu þeir enn
unna þjóðlegum skemtunum, en
álfadans með blysför og brennu
er sprottinn út úr þjóðtrú Islend-
inga og er því ný og gömul grein
á þjóðlífsmeiði okkar.
Stjórn U. M. F. Velvakandi hef-
ir ekkert til sparað að gera álfa-
dans þenna sem fullkpmnastan
að öllum útbúnaði og skrauti, enda
telur hún vafasamt að allur kostn-
a,ður fáist greiddur að þessu sinni
þó margar þúsundir bæjarbúa
komi suður á völl — sem ekki
þarf að efa.
SEngiö.
Sterlingspund .. .. .. .. 22.15
Danskar kr
Norskar kr
Sænskar kr .... 122.37
Dollar .... 4.54%
Frankar .... 18.01
Gyllini .. .. ia3.53
Mörk .... 103.39
Franski spítalinn. Nýtt tilboð
hefir komið frá ræðismanni
Frakka hjer um kaup á spítalanúm.
Er hann boðinn fyrir 95 þús. kr.
danskar. Auk þess er lóðin boðin
fyrir kr. 20 þús., ef franska þingið
samþykkir að selja lóðina. — Á
fjárhagsnefndarfundi þ. 4. jan.
var samþykt, að halda sjer við
sama kauptilboð og bæjarstjórnin
hefir gert áður. En bæjarstjórnin
hefir áður boðið að gefa 85 þús.
kr. íslenskar fyrir spítalann. —
Fjelst bæjarstjórnin á þá samþykt
fjárhagsnefndar.
.