Morgunblaðið - 06.01.1928, Síða 4

Morgunblaðið - 06.01.1928, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Pyrirligg’jandi frá hinni heims- icægu verksmiðju Rosenthal, mat- arstell og kaffistell. Laufásveg 44, Ufálmar Guðmundsson. Útsprungnir laukar fást í Hellu- •Uhdi 6, sími 230. Kaupið „Orð úr viðskifta- máli“. í’œst hjá bóksölum og afgreiðslu Morgunblaðsins. Kostar 60 aura. Tlutac —a Duglegur drengur óskast til aeadiferða, strax. Sími 171. Á.byggileg stúlka óskast fyrri- kiuta dags. Verður að sofa heima. Tfpplýsingar í Kirkjustræti 8 B, »Pl)i, eftir kl. 1. Hvað er að sjá þetta! Hvað gengur þó að þjer maður? Já — en hversvegna notar þú ekki Rósól-Menthol og Rósól- Töflur. — Pæst í hverri búð í öskjum á 35 aura. Til Vifilsstmda íor bifrelB alla virka daga kl. 1 ad. AUa iunnndaga kl. 12 & bAd. o* kl. > aiBd. iri BifrelBaatOTI Stelndðra. StaBlB vlB helaaaöknartiaaaxvn. Siml 581. Van Houtens konfekt ojet átsúkknlaði er annálað um allan hein fyrir gæði. 1 heildsölu hjá $ Tóbaksverjiun Islandsh.F. Einkasalar á íslaitdi. 5ími Í7 heima 2127 Málulng Dagbók. Málaflutningsskrifstofa Bunnars E. Benedlktssonar lögfræðings Hafnarstræti 16. Vlötalstimi 11—12 og 2-4 .. .. I Helma ... 853 Simar.j Skrifstofan 1033 □ Edda 5928166 — Fjh.\ St.\ H.\ V.- St.-. verður haldin úppi. I. 0. 0. F. 1091681/2- — I.E. Veðrið (í gær kl. 5) : Ný lægð virðist hafa myndast í dag yfir hafinu suður af Grænlandi. Per hún sennilega hratt austur eftir fyrir sunnan ísland í nótt og á morgnn. Önnur lægð er fyrir norð- an landið og má búast við mjög breytilegu veðri, meðan báðar þessar lægðir hafa áhrif á það . Veðurútlit í Reykjavík í dag: Sennilega austan stinningskaldi og dálítil snjókoma eða slydda. Bæjarstjómarfundur var í gær. JJinræður mjög stuttar. Stóð fund- Urinn klst. Fimm orgelhljómleika ætlar Páll ísólfsson að halda fimtudagana 19. jan., 9. febr., 1. mars, 22. mars og 12. apríl kl. 9 síðd. Verða á hterj- um hljómleikum leikin ný verk, sem ekki hafa heyrst hjer áður, einnig úrvalsverlc, sem Páll hefir leikið bjer fyr. Á fyrstu hljómleik- unum leikur Páll Canzona eftir Frescobaldi, frægasta organleikara á undan Bach. Hann var uppi 1583 —1643 og var organisti við hina miklu Pjeturskirkju í Róm. Prægð hans var svo mikil að þrjátíu þúsundir hlustuðu á hann. er hann ljek fyrsta sinn opinberiega í Pjeturskirkjunni. — Næsta verk á skránni verður Pastorale (hirð- ingaljóð) eftir Badt. Er það verk í fjórum pörtum og dásamlega fagurt. Var það uppáhaldsverk Mendelssohn’s og ljek hann ]mð oft. Þá verður hið fræga Adagio eftir Mendelssohn leikið og að síð- ustu Passaeaglía í fismoll, eftir finska tónskáldið Merikanto. Er það tilþrifamikið verk og voldugt á köflum. Piðluleikarinn Hörtig aðstoðar við fyrstu hljómleikana. Aðgöngumiðar að öllum fimm hljómleikunum fást nú þegar hjá Katrínu Viðar og kosta 5 kr. Næturlæknir er í nótt Niels P. ÍDungal, Aðalstræti 11. Sími 1518. Hjónaband. Hinn 3. þ. m. gaf sjera Ólafur Ólafsson fríkirkju- prestur saman í hjónaband ung- frú Þórunni Guðmundsdóttur frá Hafnarfirði og Guðjón Sigurðsson búfræðing. Heimili þeirra er á Kárastíg 9. Esja. Sii breyting hefir verið ■ gerð á um næstu för Esju, að hún fer hringferð vestur og norður um land og kemur við á ísafirði, Siglufirði, Akureyri, Kópaskeri, Seyðisfirði, Mjóafirði, Norðfirði, , Reyðarfirði, Djúpavogi og Vest- ; mannaeyjum. Ef til vill kemur hún líka við í Fáskrúðsfirði. Jólatrjesskemtun Stjörnufjel. og Guðslcepifjel. verður haldin i sunnudag 8. jan. og byrjar kl. 4 jsíðd. Vegna rúmleysis hafa að- eins þeir fullorðnir meðlimir að- gang, sem nauðsynlega þurfa að fylgja minstu börnunum. Nefnd hefir Búnaðarfjelag ís- Ílands nýlega skipað, til þess að athuga húsmæðrafræðsluna, og koma með tillögur um framtíðar- , tilhögun hennar. Er nefnd þessi ,'skipuð samkvamit tilmælum Bún- aðarþings. í nefndinni eiga sæti. | frú Guðrún Briem, frú Ragnhild- |ur Pjetursdóttir og Sig. Sigurðs- son búnaðarmálastjóri. Guðspekif jelagið. Reykjavíkur-' stúkan, fundur í kvöld kl. 8þo stundvíslega. Efni: Úr álögum. Kári Sölmundarson kom í fyrra- kvöld ineð brotna vindu. Hafði verið að veiðum nokkra daga. — Skipið fór aftur á veiðar í gssr kVöldi Smásöluverð í Reykjavík. Sam- kvæmt seinustu Hagtíðindum hefir sinásöluverð lijer (á 57 vöruteg undum, aðallega matvörum) verið tæplega %% hærra í desember heldur en í nóvemher, en tæplega 1% lægra heldur en í október og 7% lægra lieldur en í; desember í fyrra. Sje miðað við verð semu, vörutegundum fyrir stríð, er verðið nú 128% hærra. Úr Mýrdal (símtal 5. jan.) Tals- verðan snjó hefir sett niður í Mýr- dal síðustu daga; fjenaður var tekinn á gjöf fyrir jól, en fram að þeim tírna var einmuna tíð. Nýlátinn er í Mýrdal Magnús bóndi Björnsson á Dýrhólum, eftir langa vanheilsu. Hann var vin sæll maður. Venus, línuveiðari, fer sennilega um liádegi í dag til Vestmanna eyja og tekur póst og farþega Afgreiðslu skipsins hefir Nic Bjarnason. Þór kom hingað í gær að vest an. Með honum kom Haraldur Guðmundsson alþm. Er svo mælt að stjórnin hafi sent Þór til ísa- fjarðar gagngert til þess að sækja Harald. Sjest þar enn, að stjórnin liugsar ekki mikið um landhelgis- varnirnar, er hún hefir varðskipin i slíkn snatti. Verslunarmannaf jelag Rvíkur heldur fund í kvöld kl. S1/ í Kaup þingssalnum. (Spilakvöld og bóka útlán.) Yfir 400 fátæk börn voru boðin á jólatrjesskemtun hjá Verslunar- mannafjelagi Reykjavíkur í fyrra- dag. Frá höfninni. Gyllir og Skalla- grímur Itomn frá Englandi í gær. — Þýskur togari „Senator West- phal“ kom hingað í gær með slas- aðan mann. Var það 2. vjelstjóri Hafði liann lent með hendina í vjelina og liöggvið framan af ein- um fingri. — Suzanne, fisktöku- skip Kveldúlfs fór hjeðan í gær til Vestmannaeyja. — Gulltoppur fór á saltfiskveiðar í gærmorgun. Islands Adressebog 1928 (iitgef- andi Vilhjálmur Finsen) er ný- komin út. Er hún með svipuðu sniði og áður hefir verið. Þó er SANDERS. — Þjer skuluð fá að súpa seyð- ié af því, sem þjer hafið gert, »ælti George aftur eitthvað mán- seinna, er hann var að fara »iU borð í skip, sem var á leið til Hnglands. —■ Jeg ætla bara að benda yður j, það, mælti Sanders, að liefði jeg ekki komið á elleftu stundu, þá hefðuð þjer verið í Olari spor- um. Það átti að fórna yður nótt- ina eftir að jeg kom. Sáuð þjer ekki píningarstaurinn ? — Það er lygi! hrópaði George, og jeg skal láta svívirðingar yðar berast um alt England. Ástandið í nýlendu yðar er smánarblettur á menningunni. — Það er sannanlega upplýst, jtiailti Keneally dómari er hann rakti málið: Sanders gegn „Tlie Courér“ og „Echo“ og Georg Takle, að hinn stefndi, Georg Takle hefir skrifað margar skað- lcgar og illkvitnislegar greinir. Frá mínu sjónarmiði er það þó verst, að stefndur, sem hafði tek- ið að sjer að rannsaka ýmsar sög- ur, sem sagðar voru frá Lukati, gerði sjer ekki minsta far um að komast eftir því hvar Lukati er. Eins og hinir háttvirtu kviðdóm- endur hafa nii heyrt, eru ekki færri en fjögur Lulcati-hjeruð í Vestur-Afríku og' hefði stefndur átt að fara til þess Lukati-hjer- aðs, sem er í Togolandi. Jeg veit elt.ki hvemig hann hefir farið að því að taka misgrip á Lukati í hresku Vestur-Afríku og Lukati í þýska Togolandi. En ákærur sín- ar á alsaklausan breskan embætt- ismann, styður hann með fullyrð- ingum, sem hver um sig er honum sjálfum til stórrar minkunar og — frá mínu sjónarmiði — einnig til minkunar fyrir það blað, sem hefir heimskað sig á því að birta þær. Kviðdómurinn dæmdi Takle til þess að greiða Sanders 9750 sterl- ingspund í skaðabætur. VI. Dans-steinamir. Það þykir jafnan fara best á því, að söguhetjur sje fagrar álit- um, háttprúðar og kurteisar í orð- um, sjerstaklega þegar konur eru annars vegar. En Sanders var alls ekki þannig. Hann var ekki fríð- ur í andliti og andlitshúðin gul eins og bókfell. Viðkvæmni var honum fjarri skapi og hann var oft lirottalegur í orðum og kven- fóllc var honum illa við. Ef maður setnr konung í hásæti — og það þarf ekki að vera ann- að en tómur sykurkassi —■ þá tek- ur maður á sig mikla ábyrgð. — Pyrst í stað setti Sanders marga nýja konunga í hásæti. — Hann steypti svo mörgum konungum af stóli að nauðsynlegt var, jafnvæg- isins vegna, að hann gerði nýja konunga í staðinn. Hann steypti Esindini, Matabini og T’saka — svo að jeg nefni aðeins þrjá — og þar áður hafði liann hjálpað til að steypa Lobengula*, þjófnum mikla. En ]>eir konungar sem hann skapaði voru enn fleiri, en það voru alt smákonungar. Þetta er nú regla Breta í Afríku; þeir steypa voldugustu kóngunum af stóli og setja marga smákonunga * Hann var kóngur í Matabele- landi. Plasmon hafra- mjöl 70°/o meira næringargildi en í venjuíegu haframjöii. Ráð- lagt af læknum. Jakkar 4.00 Buxuir1 5.00 Verslun 8 Egill lasobsen. Bestutkoiakaupin gjaPB þelp, sem kaupa þessl þjódfpsegu tegapakol hjó. H. P. Duus. Ávalt þup ,úp húsi. Síeni 15. nú sú breyting gerð á að naí'na- skrá fyrir Reykjavík er slept, ea. aðal-firmanafnaskrá er sundur- greind í stafrófsröð eftir kaup- stöðum. ísfisksala. Skúli fógeti seldi af- ganginn af fiski sínum í gær, fyrir rúmt, stpd. körfu hverja. Allpr var farmurinn 1300 kassar og fekk slcipið fyrir hann 2420 stpj. Valpole seldi afla sinn, 850 kit fyrir 1273 stpd. og Maí fyrir 1070 stpd. i þeirra stað; það fyrirkomul^g er miklu tryggara. Á einum stað, hjer um bil á 12° norðurbreiddar og 0° lengdar, er- ríki, sem merkt er á landabrjef- um ýmist enskt, franskt, þýskt eða ítalskt — alt eftir því hvert landabrjefið maður notar. En þegar þeir atburðir gerðust, sem nú skal frá skýrt, var þgð sjálfstætt og stjórnað af Mensi- kilimbili fulltrúa „konungsins mikla“. Þessi konungur var afar- voldugur og að því skapi grimm- ur. Ríki hans náði „frá sólarupp- rásarstað til sólarlagsstaðar,“ eins og hann komst sjálfur að orði, Qg enginn þorði að setja sig upp í móti honum. Hann hafði hirð um sig og sat í hásæti, sem gert var úr fílp,- beini. Á öxlum bar hann ljónbar^a feld, sem tákn tignar sinnar og.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.