Morgunblaðið - 02.03.1928, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
Ný bók, sem allir þurfa að lesa.
HvaJð skeður 1943? eftir Sigurjón
Pjeturssön, verður seld á götunum
til ágóða fyrir líknarstarfsemi. —
I>rengir óskast til þess að selja
bókina, þeir komi í Afgr. Alafoss,
Hafnarstræti 17.
Munið eftir hinu fjölbreytta úr-
vali af fallegum og ódýrum vegg-
myndum, — Sporöskjurammar af
flestum stærðum á Freyjugötu 11,
sími 2105. Innrömmun á sama stað
Fegurstu túlípanar á Amtmanns
stíg 5. Sími 141.
Útsprungnir laukar fást í Hellu-
sundi 6, sími 230.
Glóaldin, góð og ódýr, selur Tó-
bakshúsið, Austurstræti 17.
Rósirnar eru komnar. Margar
nýjar úrvalstegundir. Einnig stórt
úrval af krönsum og kransablóm-
um. Amtmannsstíg 5.
Húsnæði,
BP!
Æ
Til Ieigu í Kirkjustræti 10
niðri eru 3 herbergi fyrir skrif-
stofur eða læknisstofur frá 14.
maí. Uppl. í síma 1037 eða 35.
Pakkhús til leigu nú þegar í
Kirkjustræti 10. Raflýst. Uppl.
í síma 1037 eða 35.
2 herbergi til leigu í Austur-
stræti 6, vel tilfallin fyrir skirf-
stofur eða þess háttar; á sama stað
ýms húsgögn til sölu með tækifær-
isverði. Til viðtals kl. 1—3 og 8—10.
Hvað er að sjá þetta! Ertu
virkilega orðin svona kvefaður?
Þjer batnar strax, ef þú notar
Rósöl-Menthol og Rósóf-
Tfiflur.
Ilan Houtens
konfekt o% átsúkkulaði
er annálað um allan heiir
fyrir gæSi.
í heildsöiu hjá
Tóbaksverjlun Islandsh.f.
Einkasalar á Islandi.
Til Vífilsstaða
hefir B. S. R. fastar ferðir alla
daga kl. 12, kl. 3 og kl. 8.
Bifreiðastfið Reykjavfkur
Afgr. símar 715 og 716.
þá hefir J. J. orðið tíðrætt um
Pjetur Oddsson, „uppreisnarforingj-
ann‘ er hann nefnir svo.
j Hef'ir J. .T. gefið í skyn nð Pjetur
myndi kúga alþýðu manna þar vestra.
En ef hann þekti lyndiseinkunnir N.-
ísfirðinga nokkuð, þá myndi hann vita
að þeir láta eigi svo gjarnan kúgast.
Má marka það m. a. af málunum þar
vestra árin 1895—96.
Pjetur er af öllum talinn meðal
bestu manna, stórgjöfull og höfðingi í
lund, og hjálpsamur við hvern sem ér.
Mál Pjeturs er undir rannsókn. •—
Skilst mjer, að allmjög sje brotið út
af reglunni „fair play‘ ‘, þegar dóms-
málaráðherra ræðst að manni, meðan
mál hans er eigi rannsakað til hlýtar.
Um Bolvíkinga segir J. J. nú síðast,
að það hafi verið samantekin uáð
þeirra, að hrekja rannsóknardómarann
út á öldubrjótinn, og láta hann dúsa
þar um nóttina.
Jeg spyr: Er þetta sannað ?
Ef svo er eigi, er það harla ósvífið
af ráðherra, að svívirða Bolvíkinga
með getsökumj þessum.
Kæra er fram komin sem kunnugt
«r á henclur Halldóri Júlíussyni. Hvað
um hana?
Og enn. Rjett að rifja upp sögu af
ísafirði í sambandi við mál Pjeturs
Oddssonar.
Á ísafirði var verkfall fyrir nokkru.
Verkfallsmenn öftruðu verkfúsuin
mönnum frá vinnu. pað stóð á útskip-
un á fiski. Bæjarfógeti var kallaður
á vettvang. Hann hafði flokk með sjer,
til þess að hálda óróaseggjum i skefj-
um. Einn óróajnanna þrífur liðsmann
bæjarfógeta og skellir honum.
.. pessi maður, er sýndi’ bæjarfógeta
mðtþróa með ofbeldi fekk minnispen-
ing að launum.
Hvað segir æðsti lagavörður landsins
um það?
Jeg hirði eigi um að tína til og
hrekja svigurmæli frá öðrum þingm.
en dómsmálaráðherra,
Jeg verð að segja, að það er fyrst
nú, sem jeg beyri, að eitthvað muni
hafa verið bogið við kosninguna í N.-
ísafj.sýslu 1923.
þegar atkv. voru talin í Vatnsfirði
það ár, og úrslitin voru kunn orðin,
óskaði keppinautur minn mjer til ham-
ingju. Hann sagðist aldrei hafa þekt
drengilegri framkomu en þar á fund-
um við kosninguna. Eru þau ummæli
nægileg fyrir mig.
'En ef á að athuga hvort eigi sjeu
formgallar á kosningum, þá veit jeg
sem er, að
víða er pottur brotinn.
Við heimakosninguna á ísafirði 1923
höfðu kosningasmalar jafnaðarmanna
óútfylt vottorð læknis um heilsulas-
leika, er átti að sýna, að kjósendur
kæmust ekki á björstað. Nöfn bjós-
enda voru skrifuð jafnóðum og til
þeirra náðist, en læknisnafnið var neð-
anundir. pó hann hefði ekki sjeð bjós-
endnrna vikum saman, var nafn hans
þarna vottandi að viðkomancli vrði
ekki ferðafær á kjördegi.
Var sumt af þessu fólki jafnaðar-
manna ekki heilsuveilla en það, að ein
kona var tekin frá þvottabalannm og
önnnr af fiskireitnum.
1 Strandasýslu gerði formaður kjör-
stjórnar kjörskrá, sem meðnefndar-
maður hans sá aldrei fyrri en á kjör-
degi, og í S.-pingeyjarsýslu hefir kom-
ið fyrir, að hreppstjóri einn kom með
þrjá atkvæðaseðla í vasanum frá kjós-
endum er vildu heldur „kjósa úti.“
! Á einum stað í ræðum sínum gerir
hv. dómsmálariáðh. tilraun til að sak-
fella mig hjer í þinginu.
' Honum hefir sýnilega komið það
illa að samherjar hans Iýstu yfir að
þeir hefðu enga ástæðu til þess að
‘ drótta. því að mjer, að jeg væri við-
riðinn þessi fölsunarmál.
I Ráðherrann (J. J.) segir:
i „Pað sem jeg tel sanna sektarfuila
[aðstöðu J. A. J. í þessu er aðallega
iþrent:
1 fyrsta lagi að bosningasvikin eru
framin J. A. J. í vil.
Ennfremur að það er sannað að á
ísafirði, Hnífsdal, Bolungarvík, og
Reykjavík er af fylgifisbum hans og
samherjum yfirleitt alt gert sem hægt
er, beitt ósannindum, rógi, hótunum
og blaðaskömmum af íhaldsmönnum
til þess að hindra rannsókn málsins,
og síðast en ekki síst að frambjóðand-
inn J. A. J. gerir beinlínis uppreisn
gegn rannsóknardómarannm þegar
hann er kallaður til þess að bera vitni
í málinu/ ‘
Og inn í ræðuna hefir ráðh. (J. J.)
bætt eftir að skrifarar þingsins hafa
gengið frá henni. „Jón Auðunn kemur
fram í rjettinum eins og sekur of-
stopamaður.1 ‘
pegar þess er gætt, áð það er dóms-
málráðh. sjálfur sem viðhefur framan-
taldar aðdróttanir að mjér og önnur
ósönn ummæli um kjósendur í Norður-
ísafj.sýslu — jeg undanskil hjer þá
sem sekir kunna að reynast — þá
finst mjer jeg geti á engan hátt svarað
hv. dómsmrh. fyrir sjálfán mig og
kjósendur í N.-ísaf.ssýlu með öðru en
þessu:
„Jeg býð hjermeð dómsimrh. — eða
öllu heldur heimta af honum, ef það
ekki álítst of freklega að orði komi'st
við hæstv. dómsmálaráðherra — að
hann láti fram fara opinbera rannsókn 1
á því hvern þátt jeg hefi átt í kosn-1
ingafölsunarmáli því, viðkomandi kosn j
ingunni í Norðu.r-ísafjarðarsýslu, sem
um hríð hefir verið undit rannsókn. |
Rannsóknardómara ráði ráðherrann
sjálfur og sjeu rjettarhöldin opinher
og almenningi heimiluð nærvera þar.
Jeg borga allan kostnað sem af
rannsókn þessari leiðir ef jeg af dóm-
stólunum finst sekur vi'ð kosningalög-
in eða hegningarlögin, ella borgi ráð-
herrann sjálfur allan þann kostnað.
Eins og gefur að skilja legg jeg niður
þingmensku ef jeg rejmist sekur, en
ráðherrann kggi niður þingstarf ef jeg
ekki reynist sekur.
petta kalla jeg „fair play.‘ ‘
iEr J. A. J. hafði lokið ræðu sinni
var Jónas dómsmálráðh. sýnilega bál-
vondur. Hann hrópaði yfir salinn til
Jóns m. a. þessum orðum: |
„Ætli þjófarnir ættu ekki að fara
að ráða í landi'nu.1 ‘
Varð ys í salnum. En forseti ákvað
fundarhlje. Mun það hafa komið ráð-
herranum vel. í
petta var fyrir kvöldmatartíma
fyrra kvöldið. |
Skömmu eftir miðnætti sama dag
hóf dómsmálaráðh. sína 2% klst. ræðu.
Vjek hann þar m. a. að ræðu J. A.
J. og Hnífsdalsmálinu yfirleitt. Talaði
um málið á víð og dreif, eins og hans
er vandi, en lítið sem ekkert var í
ræðu hans annað en endurtebningar úr
Tímanum.
Nýtt var það, að komin væru ákveð-
in svör frá „Scotland Yard‘ ‘ um skrift
ar-sýnishornin.
Annars marg endurtekur ráðherrann
hin fyrri ummæli sfn um það, að
kosningasvikin 1 Hnífsdal vörpuðu
skugga á alla íhaldsmenn, í Norður-
ísafjarðarsýslu, á ísafirði í Reykjavík,
um land alt. pessu heldur ráðherrann
fram, þó allur landslýður sjái’ og hafi
fyrir löngu sjeð, en þó best eftir frá-
sögn J. A. J. að falsanirnar þar vestra
gátu ahlrei komið öðru til leiðar, en að
gera kosningu J. A. J. erfiðari.
1 svari sínu til J. A. J. kom ráðh.
að ýmsu Ieyti fram í sinni rjettustn
mynd. í honum var emhættishroki af
fyrstu skúffu. Hann talaði til þingm.
N.-ísfirðinga, J. A. J. eins og hann
væri viðriðinn glæpi. pannig talaði
dómsmálaráðherrann ofan í allar dylg-
jurnar.
En að hann Ijeti rannsókn fara
fram á því, hvort nokkurt samband
væri milli Jóns og falsananna, fanst
ráðherranum fjarstæða ein. Að J. A.
J. fengi skýlaus svör, fengi rannsókn,
fengi ráðherrann til þess að reyna að
standa við orð sín.
Nei. Jónas Jónsson dómsmálaráðh.
tók það ekki í mál. pað var rjett eins
og hann segði: Mitt er að bera fram
dylgjur, svívirðingar, fúkyrði, fullyrð-
ingar á einstaka menn, á þingmenn,
á heil hjeruð, á fjölmennasta stjórn-
málaflokk landsins.
„En jeg er dómsmálaráðherra," seg-
ir J. J. með valdsmannssvip og geri það
sem mjer sýnist og upp úr því vaxinn
að fara í mál, því það gera ekki nema
smámenni.
I síðari ræðu sinni gat J. A. J. þess
að þar sem dómsmrh. virðist ant um
að halda þingm. og ráðh.störfum
skyldi hann nú Iina á kröfum sínnm
svo að ráðh. þyrftu engu fyrir að týna
nema peningunum til rannsóbnarinnar.
pá kvaðst J. A. J. vera sjerlega á-
nægður yfir þeirri yfirlýsingu sem
ráðh. hafði gefið, að hann ráðh. hefði
stjórnað rannsókninni í Hnífsdalsmá!-
inu, þetta hefði suma grunað en gott
að fá nú vissn.
Sm|ör,
Moderne smaa baatmotorer
íslenskt, gott ofan úr Borgarfirði
á 1.80 pr. Y2 kg. Nýbomin ný egg,
stór og góð og appelsínur á 10
aura. 12 stk. fyrir 1 kr.
Von.
Hk. 2
10
Kr. 285:— 885:— 395:— 630:— 760:— 1000:—
Paahængsmotor 2% Hk. kr. 285:—. Alle pris.
I. komplet. motorer fraktfrit. Prislister gra-
tls fra JOH. SVENSON, S A L A, Sverige.
5ími 27
heima 212?
æoi ‘rejoisjpjis 1-reunc
ES8 ' • • BtuiOH
t—Z 3° zi—u juinsiBjQjA
'91 næijsmujBH
sSu]Qæj]3Q(
jeoossiMipauag ] sjeuung
BjojsjiJTjssauiuinijBjBiM
Tln.
Hunang er fillum holt,
einkanlega þó nauðsyn-
legt.fyr-iir* börn.
f heildsfilu hjá
C. Behrens.
Hafnarstrœti 21. Simi 21.
Grœnmeti
nýkomið:
Hvítkál, Gulrætur ogRauðrófur.
Matarbúð Sláturfjelagsins
Laugaveg 42. Sími 812.
Vítti hann ráðh. enn á ný fyrir ásab
anir hans á hendur P. Oddssyni og
taldi það óvenjulegan óþokkaskap að
dæma í máli, sem væri undir rannsókn,
en útyfir tæki, þegar slíkir menn sætu
í dómsmrh. sætí.
Út af því að riáðh. hefði talið að
fyrri rannsóknir í Hnífsdalsmálinu
hefðí verið einskis virði, benti hann á
að rannsóknardómarinn sjálfur hefði
litið svo á, um það leyti sem hann hóf
rannsóknina, að hann (ranns.d) gæti'
dæmt án frekari rannsóknar.
Skoraði hann enn á ný á dómsrh.
að skýra ákveðið frá hvort hann ætlaði
að verða við kröfu um rannsókn á
framkomu, rannsóknard. í rjettarhöld-
unum yfir hreppst. í Hólslir. og benti
á nokbur atriði í kærunni, sem virtust
svo alvarleg að rannsókn vaqri sjálf-
sögð. pað væri auðsjeð hatrið og hlut-
drægnin í öllum tillögum og ‘ákvörð-
unum ráðh. í þessu máli.
pá benti hann ráðh. á að þótt ráðh.
teldi þá menn lítilmenni sem færu í
meiðyrðamál þá væri þetta hálmstrá
hins seka manns. Skúli Thoroddsen,
Bj. Jónsson o. fl. hefðu látið sjer
sæma slíkt en dómsmrh. yrði aldrei
settur lá hekb með þeim.
Enn eru ótalin ýms mál er þarna
báru á góma; svo sem gengismálið,
'utanríkismálin og snúningur stjórnar-
innar, og þá samgöngnmál, Titan,
fjölgun starfsmanna, og þá mál þau
sem Jónas ráðh. ætlaði að gera sjer
mat úr, svo sem Vestmannaeyjagjöfin,
„herskipahöfnin" í Skerjafirði, olíu-
málið og Oddfellowreglan. Fullyrti J.
J. að Oddfellowar hefðu gert sig seka
í fjárdrætti.
Eru Iesendur blaðsins beðnir afsöb-
unar á því, að alt þetta efni kemst
eigi út í einu.
Er þess að gæta, að hjer er um
einstakan Eldhúsdag að ræða. Stóð
síðari fundurinn til kl. rúmlega 8 í
gærmorgun.
ustu og ódýrustu
Karlmannaföt
bæjarins.
J
Fallegt úrval af
twlsttauum
seljast nú með miSdmm
afslœttl.
Verslun
fgill lacobsen.
Bevtu kolakaupln gjfipa
þalr, sem kaupa þessl
þjóðfpfegu togapakol hjé
H. P. Duue. Ávalt þup úr
húsl. Simi 15.
| Til Vífilstaða.
fer bifreið alla daga kl. 12 á hkd.,
kl. 3 og kl. 8 síðd. frá
BifreiðastSð Steindórs.
Staðið við heimsóknartímatiiL
Símar 581 og 582.
í fjarveru minni
kaupa þeir Guðmundur Kristján^
son, skipamiðlari og Þorsteino
Jónsson, Austurstræti 5, refaskinO
fyrir „Refaræktarfjelagið h.f.“
K. Stefánsson.