Morgunblaðið - 21.03.1928, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.03.1928, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Bakarasmjörlfkl „B“ komið aftur. Gott og ódýrt. Höfum einnig: Sallasykur. Ðlandað marmelaði. Svínafeiti. Hvítari tennur ÓKEYPIS 10 daga sýnishorn Sendið miðann á 10 dögum ef þér vihjið biðja oss um þetta sýnishorn. f_JÉR er einföld tilraun, sem sýnir * að nýjasta stáöhæfing tanniækna er sönn, að blakkar tennur má gera furðanlega ljósar, jafnvel mjallahvítar. Með réttri hirðu á hverjum degi getið þér gert mikla breytingu á litarhætti tanna yðar. Getið veitt þeim skæran og yndislegan gljáa. Nú — ný aSferð, Til er ný aðferð í hirðingu tanr.a og tannholds. Aðferð sem nær burt hinni dökku húð, sem lykur um tennur yðar. Húð sem sýgur í sig dimman lit og heldur tönnunum blökkum, Rennið tungunni um tennurnar. Þá finnið þér þessa húð. Hún er hinn mikli óvinur fagurra tanna og heil- brigðs tannholds. • Hún loðir við tennurnar, smýgur i sprungur og festist. Hún er gróðrarstía gerla. Hún gerir tannhoid yðar varnarlaust gegn sðtt- kveikjuásóknum, tennur yðar varnar- lausar gegn sýkingu. Frá þessum gerl- um og tannsteini stafar .pyorrhea eink- anlega. Einíóm burslun er ekki nóg. Gömlum aðferðum tókst ekki að vinna á húðinni. Því voru ljótar tennur tíðar. Þér verðið að ná henni burt. Venju- leg burstun hrekkur ekki til, svo að við megi una. Undir henni eru skærari, hvítari tennur. eins og þær sem þér öfundið aðra af. Nú hafa nýjustu vísindi fullgert öflugt meðal til eyðingar húðinni. Það heitir Pepsodent. Það gerir húðina stökka og nær henni síðan af Það styrkir tann- holdið og varðveitir, fegrar' tennurnar fljótt og á réítan hátt. Sendið miðann. Gerið tilraunina. Gefið gaum að hinni undraverðu breytingu á tönnum yðar... á öllu útliti yðar. Sendið miðann nú og þér fáið sýnishorn til 10 daga. Tannpasia núitmáns. 10 daga sýnishom ókeypis. A. H. RIISE, Bredgade 25 E, Kaupmannahöfn K. Sendið Pepsodentssýnishorn til 10 daga til....T.................... Nafn............................................................... Heimili............................................................ Aðeiris ein túpa handa fjölskyldu._____________________________ IC.10. líMÞPA-D BEiTA ER ÆTifi ÖDYRAST Burrell & Co., Ltd., London. Stofnað 1852 búa til ágætustn m&In ingu á hús og skip, trje og málm. Afgreiða til kaupmanna og mál- arameistara beint frá London, eða af heildsölubirgðum hjá G. M. BjfirnBSon, Innflutningsverslun og nmboðssala Skólavörðustíg 25, Reykjavík. Nauðsyn þess að húa að sínu. Árlega er flutt til landsins frá útlöndum niðursoðin mjólk fyrir mörg hundruð þúsund krónur. Mestur mun þessi innflutningur hafa orðið árið 1921, en það ár var flutt inn niðursoðin mjólk fyr- ir 860 þúsund krónur. Þrátt fyrir það þó að svona mikið sje flutt inn af niðursoðinni mjólk, þá er í landinu sjálfu tví- mælalaust framleidd nóg mjólk til að fullnægja þörfum allra lands- manna. En sökum strjálbygðar og erf- iðra samgangna, er því svo farið um allmarga staði á landi hjer, að daglegri neytsluþörf mjólkur verð- ur ekki fullnægt á annan hátt en með því að nota meira og minna af niðursoðinni mjólk. Auk þess verður að sjálfsögðu að nota nið- ursoðna mjólk á skipaflotanum. Það er augljóst live fráleitt bú- skaparlag það er að verja árlega himdruðum þúsunda króna til kaupa á vörvi, sem gnægð er af í landinu sjálfu, og eigi þarf nema framtakið eitt, til að gera svo úr garði, að • landsmenn geti húið að sínu í þessu efni. Til þess að ráða bót á þessu, var það að nokkrir framtakssamir Borgfirðingar hófust, fyrir nokkr- um árum, handa um stofnun fje- lagsskapar til að koma á fót mjólkurniðursuðuvérksmiðju. En eins og oft vill verða þegar verið er að ryðja nýjar brautir og um er að ræða ný fyrirtæki, þá hefir fjelag þetta átt við mikla byrjunarörðugleika að stríða. Ber par margt til: fjárhagsörð- ugleikar, ónóg þekking á rekstri slíks fyrirtækis, liörð samkepni við misjafnlega góða erlenda fram- leiðslu og síðast en ekki síst slcort- ur á nógri sjerþekkingu í niður- suðu mjólkur og meðferð vjela, sem stafar af því hve örðugt það er að fá aðgang að erlendum nið- ursirðuverksmiðjum, til þess að afla sjer sjerþekkingár á þessu sviði. Verksmiðjan hefir nú starfað í nokkur ár og á þessum árum hef- i’r fengist mikil reynsla og margt af henni lærst, en sú fræðsla hefir orðið dýr, því við og við hafa komið fram skemdir í mjólkinni. Auk fjártjónsins og söluörðugleik- anna, sem af þessu hefir leitt, lief- ir það kostað ærna fyrirhöfn að grafast fyrir orsakir skemdanna, og hefir verið reynt að bæta úr þeim jafnóðum. Síðast þegar skemdir komu fram í mjólkinni, stöfuðu þær af bilun í vjelunum. Til þess að ráða bót á þessu, sigldi forstöðumaður verksmiðjunnar á síðastliðnn sumri og gerði hvorttveggja í senn, að kaupa nýja hluti í vjelarnar og kynna sjer eftir föngum nýjustu framfarið í mjólkurniðursuðu. — Eftir að hann kom heim, og verk- smiðjan tók aftur til starfa, hafa engar skemdir komið fram í mjólk inni og er þess nú vænst, enda talið örugt, að verksmiðjan sje komin yfir þann hjallann. Eftir því, sem næst verður kom- ist um notkun niðursoðinnar mjólk ur í landinu, getur verksmiðjan framleitt meira en nóg til þess að fullnægja þeirri þörf. Gamalt máltæki segir: „holt er heima hvað.“ Þessi málsháttur er bygður á margra alda reynslu for- feðra okkar, og mun seint verða úreltur. Með því að nota eingöngu inn- lenda mjólk, rennur það fje, sem fer árlega út úr landinu fyrir þessa voru, beint inn í atvinnurekstur landsmanna og verður við það at- vinnulífinu til eflingar. Auk þess er það meira en meðal skömm fyrir þjóðina að sækja það til útlendinga, sem henni er lioll- ast. heimafengið, og hún á liægast með að veitá sjer sjálf. Að því markmiði verðum við að keppa að vera sjálfum okkur nógir á sem flestum sviðum. Hjer er því um að ræða alt í senn: Stórfelt hagsmunamál, metnað- armál og sjálfstæðismál. P. O. Skólahlaupiö. Það á að þreyta á pálmasunnu- dag, en sltólar, sem ætla að taka þátt í því, eiga að tilkynna það stjórn K. lt. fyrir næstu helgi. Morgunblaðið hefir sannfrjett, að nemendur í ýmsum skólum æfi sig nú kappsamlega, og er þess því að vænta, að inargir flokkar keppi, og metnaður verði mikiJl. Enginn skóli skyldi kynolía sjer við að taka þátt í lilaupmu, vegna þess að hann þykist ekki liafa von um að sigra. Betra er að falla með sæmd, en lifa við skömm. Og farið getúr svo, að þeir síðustu verði fyrstir og þeir fyrstu síð- astir næst, og er því hjer tækifæri fyrir áhugasama og einheitta menn, að vinna sjer sjálfum og slióla sínum frægð. Rjettur hugs- unarháttur er það, að vilja lceppa við aðra sjer meiri, þangað til sigur vinst. Þessari reglu hefir K. R fylgt altaf. Fyrstu árin var það eftirbátur annara, en kepti altaf. Og hver varð svo árangurinn? — Hann er sá, að K. R. stendur nú fremst í flokld um flestar íþróttir. Aðrir geta því tekið sjer það til fyrirmyndar að þessu leyti. Til freltari upplýsinga um slíóla- lilaupið, birtum vjer hjer útdrátt úr reglugerð um verðlaunabikar- inn, sem K. R. hefir gefið. Bikarinn heitir Skólahikarinn. Keppa skal um hann í fyrstu viliu aprílmánaðar ár hvert, þar til liann er unninn til fullrar eignar, en til þess þarf sami skóli að vinna liann þrisvar í röð eða fimm sinn- um alls. Hlaupið skal á ruddum vegi og víðavangi. Vegalengdin skal vera um þrjár rastir. Hlaupa- leiðin þarf eldu ávalt að vera sú sama og ræður stjórn K. R. því. Minst þriggja manna sveit frá hverjum slióla ]>arf til þess að taka ]>átt í hlaupinu og vinnur sá skóli, sem lægsta stigatölu lilýtur. (1. maður fær eitt stig, 2. maður tvö, 3. þrjú o. s. frv.). Keppa skal ef tvær sveitir gefa sig fram, þó þær sjeu frá sama skóla. Olluni skólum á landinu er heimil þátttaka í hiaupinu, jafnt nemendum sem lcennurum. Enginn lteppandi má þó vera yngri en 16 ára. Sá skóli, sem vinnur hlaupið í hvert sinn, verður þar með hand- hafi bikarsins þar til næst verður kept um hann. Handhafi skal sjá um hlaupið næsta ár á efti(r í sam- ráði við stjórn K. R. Letra skal á bikarinn nafn þess skóla er sigrar og ártal. KvKomið stórt úrval af blaðplöntum: Aspedistrur, Arancariur, Aspar- gues, Araliug, Pálmar. Blómstrandi blóm í pottum: Azaliur Cenerariur o. fl. Rósastönglamir eru komnir. ISðmatierslunln Sðley, Banlcastræti 14. Sími 587. Sími 587. Náfttkjólar með löngum ermum fást í dag á kr. 4.50 í verslBHlHBi Vík, Laugaveg 52. Enskar h Ú f 6JP fallegar gorðir nýkomnar. \ __ ' MAR 158-1958 Gheviot í fermiugarfðt nýkomið. M Ntfeil Laugaveg. Scini 800. Til Vffilsstaða hefir B. S. R. fastar ferðir alla daga kl. 12, kl. 3 og kl. 8. Sifrolðaotðð RðjfkJavikuf1 Afgr. símar 715 og 716. Takiö þaö nógu snemma. Bíðið ekki med &ð taka Fersói, þangað tii bér eruð orðin lasirm. Kyrsefur og inuivcrur hafa skaövæntog ftrf 6 líffærin og svekltja Ifkamskraítanm. (sr aft bera ó taugaveiklun, maga og nýroasjdkdAnMO*. gigt f vftövum og liöamótum, svefnleyai og þitffti og of fljótum ellisijóleíka. Byrjiö því straks í dag aö nota Fef*61» tnniheldur þann lífskraft eem líkamínn þarfnast Fersó! B. cr heppilegr^ fyrlr þá aem kd* mclfingarðröugieika. Varist eftlrlfkingar. Fæst hjá héraöslæknum, lyfsðluin oq

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.