Morgunblaðið - 17.04.1928, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.04.1928, Blaðsíða 5
Þriðjudaginn 17. apríl 1928. uttMuí)tÍ> 5 > • > • Hreins vöru !ást allstaðar. >••••••••••••••••••••••• >••••••••••••••••••••••• Soy a. Hin ágæta raargeftirspurða Soya frá Efnagerð Reykja- víkur fæst nú í allflestum verslunum bæjarins. Húsmœð u ef þið viljið fá matinn bragðgóðan og litfagran þá kaupið Soyu frá R.f. Ifnagerð ReyKjavikur. Kemisk verksmiðja. Stmi 1755. Til Viiiissiaða tefir B. S. R. fastar ferðir alla daga kl. 12, kl 3 og kl. 8. Bifreldastðð Reykjavlkup Afgr. símar 715 og 716. Morgunblaðið fœst á Laugaveg 12 og Laugaveg 44. 0.50 kr. pr. sekk, Hveiti (Kristal) 7.50 pr. 65 kg. Niðursuðuvttrur mikið úrval. Hreinisatísvttrur mjög ódýrar. AV. Langódýrasta verslun bæj- arins í stærri kaupum. — Spyrjist fyrir um verð. A8 ins 1. flokks vöruf. inðm. Jðhsmnsson. Baldursgötu 39. Telsimi 1313. Appelsimia* og epli ódýrest í Verslunin Fram .augaveg 12. Sími 2296. HVERS VEGNA KAUPA KAFFIBÆTIR? óley fáið þjer gefins, ef þjer aupið okkar ljúffenga brenda og malaða kaffi. Kaffibrensla Reykjavíkur. Flest árin, sem jeg var í Arn- arbæli, og I'raman af eftir að jeg koiu tii Reykjavíkur, kendi jeg á liverjum vetri allmörgum piltum undir latínuskólann. Jeg- á því marga gamla og góða lærisveina í fiokki embættismanna og menta- manna þeirra, sem nú eru mið- áldra, einkum hjer í Reykjavík. Get jeg ekki að því gert, að jeg hefi í huga mínum fylgst vel með þeim á æfibraut þeirra, og glaðst með sjálfum mjer, er jeg lvefi orð- ið þess var, að þeim hefir gengið og liðið vel; enda hafa þeir allir sýnt mjer alúðar-vináttu á full- orðius árum sínum; er gott slíku að nueta, þegar æfinni hallar og sólin fer að lækka. Veturinn 1901—1902 lærðu fjór- ir piltar hjá mjer undir latínu- skólann, austur í Arnarbæli. Þessir piltar voru: Guðmundur Guðlögsson, Guð- mundssonar sýslumanns og bæjar- fógeta á Akureyri. Hjörtur Hjartarson, Hjartarson- ar trjesmíðameistara í Rvík, Jónas Stephensen, sonur Magn- úsar Landshöfðingja, og Ólafur Sigurðsson, Ólafssonar sýslumanns í Kallaðarnesi. Þar að auki lásu þeir heima í Arnarbæli þenna vetur undir sjötta bekk' latínuskólans Gísli Sveinsson nú sýslumaður í Vík í Mýrdal og Guðmundur sonur minn. Þar sem nú auk þessara 6 pilta voru milli 10 og 20 manns í heim- ili, flestalt ungt fólk á glaðasta og ljettasta skeiði, og alt sam- komulag í besta lagi, þá mátti með sannindum segja, að það var „kátt í kotinu“ í Arnarbæli þenna vet- ur; c-nda er þessi vetur í liuga mínum einhver skemtilegasti vet- ur, sem jeg hefi lifað. — Dálítið skygðu á veikindi um tíma, en þeim ljetti af aftur, sem hetur fór. Fjórmenningarnir, sem voru að lesa undir inntökupróf, voru ltall- aðir „neðri deild“; tvímenning- arnir, sem voru að lesa upp á eig- in spítur, voru aftur kallaðir „efri aeild“ eða „smiðjan“, og þegar mest var við haft „lordarnir“. Bannað var neðri deildarmönnum að „fara í smiðju;“ en þau lög voru brotin eins og bannlögin. Gamall maður var á heimilinu; hann var ólærðastur allra heima- manna, en allra manna vinsælast- ur í báðum deildum. Stungið var upp á, að gera hann að heiðurs- forseta í báðuni deildum; það þótti karli vegsauki mikill; hefi jeg nú gleymt, hvað úr því varð. 1 þann mund, er bekkjaprófin byrjuðu, fóru lordarnir til Rvík- ur. En neðri deild var eftir og las af kappi undir væntanlegt inn- tökupróf; allir höfðu þeir stundað námið með stakri alúð um vetur- inn og tekið hver öðrum fram í hlýðni og siðprýði; þótti mjer jafn vænt um þá alla. Undir júnílolc fór jeg suður með neðri deildarmenn; var þá fagur Og blíður vordagur, ,',sólskin og sunnanvindur/ ‘ Tilstóð, að æja í Reykjadölum; en — þegar þangað kom, þá spruttu lordarnir þar upp, komn- ir þangað á gæðingum úr Rvík; man jeg, að Guðmundur var á uppáhaldsreiðliesti Magnúsar Landshöfðingja, og Gísli,á öðrum houum líkum; ljeku lordarnir við hvern sinn fingur, voru húnir að Ijúka prófi og komnir með glans upp í sjötta bekk. Sögðu þeir fjór- menningum, að nú ættu þeir liarða hríð fvrir höndum; — nnrndi standa til að sl-coða rækilega inn- an í þá, hvernig þeir væru mörv- aðir eftir mysudrukkinn í Ölfus- inu. — En af inntökuprófinu er það að segja, að mínir drengir stóðu sig allir skínandi vel, urðu i einni röð efstir allra í bekknum; var okkur öllum lieldur en ekki glatt í geði, er latínuskólanum var sagt upp daginn eftir, 30. júní. Kom okkur þá víst engum í hug, að lijá flestum þessum fjórum góðu drengjum mundi „síga í ægi sól á dagmálum.“ — Það var mikið og gott efni í öll- um þessum piltum, en þeim var ætluð skömm æfi hjer í tímanum. Guðm. Guðlögsson hætti námi, misti heilsuna og andaðist barn- ungur. Hjörtur lauk námi bæði í lat- ínuskóla og hðskóla; var nýút- skrifaður í lögfræði; en svo dó hann um hádegi æfinnar. Jónas Stephensen lauk námi í latínuskólanum; las lög við há- skólann; en andaðist áður en því námi væri lokið. , Og nú heyrði jeg fyrir skemstu þá sviplegu fregn, að Olafur í Kallaðarnesi væri að óvörum fall- iim líka í þenna sama val; hann varð elstur þessara fjögra nánis- bræðra, fæddur 31. janúar 1889 á Kirkjubæjarklaustri á Síðu. — Ólafur sál. í Kalláðarnesi hafði afbragðs farsælar námsgáfur, og iðni hans og siðprýði og prúðmann leg framganga var með ágætum; er það þjóðarskaði, er slíkir ntenn luiíga á miðju æfiskeiði, að vjer mennirnir köllum. En — „eitt sinn skal hver deyja,“ og ber því forna lögmáli j jafnan að taka með hugarrósemi | og karlmensku. „Við hittumst aftur á Kili, Har- j aldur,“ segir sjera Matthías í' Skugga-Sveini. Mjer koma þau orð oft í hug, þótt í öðrum skilningi sje, þegar gainlir vinir liverfa. | Það ber í hugum margra þung- an skugga yfir Kallaðarnes af Kambabrún að sjá á þessum vétri. En — krossinn forni er þar óbrotinn enn. Hann er lágur Flóinn, ofan af fjöllunum að sjá; en um hitt er meira vert, að „rósir í dölunum spretta/ ‘ Blessuð sje miiining minna horfnu ljúfu lærisveina og góðu drengja. Requiescant mortui in paee aeterna. Rvík á Páskum 1928. Ólafur Ólafsson. Kafffi-og súkkulaði ] The Matar Vaska Vlnsett, 38 stykki. Ávaxtasett 4,7'. Boilapttr 0,40. Vatnsgltts stór 0,30. ag margt arnað með lagsta verði I Versl. Jðns B. Helgasonar Skölavttrdustíg 2- A. ðsstu kolaka^pln sem kaupa þu&sl þjððfragn tognrak«S h|é, H. P. Duus. Ávait pH-n'- húsi. Simi 15 Timburkaup best hjá Pðli ðlafssyni, Simar 1799 og 278. Nám íslenskra slúdenta erlendis. Upplýsingaskrifstofa Stúdentaráðsins hefir safnað upplýsingum um það efni. í haust sem leið tók Lárus Sig- v.rbjörnsson við forstöðu upplýs- ingaskrifstofu stúdentaráðsins. En skrifstofa þessi hefir það með höndum m. a. að leiðbeina stúd- entum um ýmsilegt, sem snertir nám við erlenda háskóla. Síðan ís- lenskir stúdentar fóhu að dreifast að ýmsum háskólum, og Garð- styrkurinn bindur þá ekki lengur við Höfn, er það mjög áríðandi, að hjer sje hægt að fá sem bestar og ábyggilegastar upplýsingar um nám við erlenda háskóla. Þá er það og mjög mikilsvirði, að yfirlit fáist yfir það hvaða nám íslenskir stúdentar stunda, svo eigi hrúgist óþarflega margir í sama fag, en aftur sinni engir öðrum fögum, sem e. t. v. eru jafn nauðsynleg og lífvænleg. í vetur hefir Lárus safnað upp- lýsingum um það, hvar íslenskir stúdentar eru við nám og hvaða nám þeir stunda. Svör á fyrirspurnum um þetta efni eru þó ekki komin frá öllum liáskólunum. En skrifstofan hefir frjett um 50 ísl. stúdenta er stunda nám við erlenda. liáskóla og fer hjer á eftir skýrsla lians. Af þeim fimmtíu stúdentum, er skrifst. hefir frjett um, e-u 28 í Höfn, en 22 annarstaðar. Af þess- um 22 eru 9 í Þýskalandi, 10 í Frakklandi, 1 í Noregi, 1 í Sví- þjóð og 1 í Englandi. Af þeim 28 íslenskum stúdent- um, sem stunda nám í Danmörku, liafa þrír tekið stúdentspróf þar. 19 þeirra eru í háskólanum, 7 í fjöllistaskólanum, 1 í landbúnað- arháskólanum (Hákon Bjarnason, sonur Á. H. Bjarnasonar, les skóg- rækt) og 1 á sjóliðsforingjaskól- anum (Leifur Guðmundsson Hann- essonar). Samkvæmt þeim gögnum er fyr- ir liggja, er enginn íslenskur stfi- dent við nám í þessum greinum: Verslunahfræði, Efnafræði, Landbúnaði, Lyfjafræði, Tannlækningúm. Heyrst hefir að einhverjir þeirra, er stúdentspróf taka í ár, ætli sjer að stunda verslunarfræði, enda ættu þeir að afloknu námi að geta fundið verkefni á því sviði. Einn íslendingur er í lyfjafræða- skólanum í Höfn, og 2 eða 3 nem- endur eru í lyfjabúðum. —’ En danski skólinn hefir sett sig upp á þann háa hest, að taka ekki við nemendum hjeðan, nema með því móti, að þeir hafi verið hjá dönsk- um lyfsölum hjer þau S1/^ ár, sem ætluð eru til undirbúnings náminu. Ættu ísl. nemendur að athuga, hvort þeir þyrftu að lúta slíkum fyrirmælum, ef þeir leituðu t. d. til þýskra skóla. Tillaga hefir og komið fram frá stúdentaráðimi um það, að mönn- um ætti að gefast kostur á að ljúka lyfjaprófi hjer heima. Myndi þetta draga að einliverju leyti úr aðsókninni að læknadeild háskói- ans, og um leið verða til þess að fslendingar fengju stöður þær, sem erlendir menn liafa setið að fram' til þessa. Utanfararstyrkur stúdenta. í tillögum þeim, sem fram hafa komið og miða að því að draga úr aðsókninni að Háskólanum, liefir eigi verið tekið nægilegt tillit. til þess ráðs, sem þegar myndi verða til batnaðar, en það er: að hækka nú þegar utanfarar- styrk til íslenskra stúdenta, eink- um til þeirra, er ætla að leggja fyrir sig verklegt nám. Stúdenta- styrkurinn er í sjálfu sjer ætlaður- altof fáum mönnum, einum 4 á ári, þegar tekið er tillit til þess, hve námsgreinar háskólans hjerna eru fáar, og hve feykilega okkur van- hagar um menn er gætu tekið að sjer forystu í iðnaðarmálum. — Væri ekki úr vegi, að íslenskir stúdentar sæktu nám, t. d. til iðn- aðarháskóla Þýskalands, þar sem hin fullkomnasta þekking fæst í öllum greinum iðnaðar.Mætti t. d. nefna: vefnað, litun, ölgerð, járn- vinslu, steypugerð, steinsmíði o. m. fi. Reynslan sýnir, að stúdentar geta engu síður en aðrir lagt á sig þá líkamlegu vinnu er til þess þarf að stunda slíkt nám. Þá væri eigi vanþö'rf á, að við Islendingar kyntum okkur ræki- lega hinn uþprennandi fiskiiðnað Þjóðverja. , Að endingu er lijer yfirlit yfir- hvaða námsgreinar íslenskir stúd- ' entar stunda erlendis: Verkfræði- nám stunda 8, T í Höfn (1 bygg- ingar, 3 rafmagn, 1 vjelfr., 2 efna- fr.), en einn rafmagnsfr. í Noregi. Tryggingarfr. stundar 1 í Höfn, hagfræði 6 (4 í Höfn, 2 í Þýska- landi), dýrafræði 1 (Árni Frið- riksson), jarðfræði 1 (Jóhannes Áskellsson), grasafræði 1 (Stein- dór Steindórsson), þessir þrír nátt úrufræðingar eru í Höfn; stærð- fræði 3, 1 í Höfn, 2 í Þýskalandi, eðlisfræði 1 (Hólmfreð Fransson) í Þýskalandi, stjörnufræði 1 (Stein þór Sigurðsson) í Höfn, bygginga- fr. (Arkitektur) 8; 2 í Höfn, 1 í Svíþjóð, sögu 2 (Höfn), latínu 1 (Höfn), ný mál 5 (2 í Höfn, 2 í Frakklandi, 1 í Englandi, Helga Krabbe), norrænu 1 (Einar ól. Sveinsson í Höfn), skógrækt 1, fagurfræði 3 (1 í Þýslralandi, 2 í Frakklandi), sálarfræði 1 (íHöfn),. læluiisfræði 2 (s. st.), 1 sjóliðsfor- ingi, 1 stundar hljómlist í Þýska- landi Markús Kristjánsson, og évíst' er um námsgfceinar 6 stúd- enta, er stunda nám í FrakklanðL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.