Morgunblaðið - 20.05.1928, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ
3
MORGUNBLAÐIÐ
Stofnandi: Vilh. Finscn.
TJtsrefandi: Fjelag f Reykjavtk.
Rltstjörar: Jön Kjartansson.
Valtýr Stefánsson.
Auglýsingastjöri: E. Hafberg.
Skrifstofa Austurstrœti 8.
Síinl nr. 500.
Auglýsingaskrifstofa nr. 7001.
Heimasfmar:
Jón Kjartansson nr. 742.
Valtýr Stefánsson nr. 1220.
E. Hafberg nr. 770.
Askriftagjald:
Innanlands kr. 2.00 á mánutsi.
Utanlands kr. 2.50 - ——
1 lausasöiu 10 aura eintakitS.
Baldra-Loltnr
í fsafirði.
ísafirði 19. maí.
Galdra-Loftur va!r sýndur hjer í
fyrsta skifti í gærkvöldi. Var liver
aðgöngumiði að leiltnum seldur
um miðjan dag. Sýningin þótti
takast prýðilega.
Haraldur Björnsson ljek Galdra-
Loft, frú Ingibjörg Steinsdóttir
ljek Steinunni, Sigrún Magnús-
dóttir ljek Dísu, Samúel Guð-
mundsson ljek fáðsmanninn og
-Jón Grímsson ljek Ólaf.
Allur útbúnaður þótti ágætur,
sjerstaklega kirkjan og sá kafli
áhrifamikill, sem þar fór fram.
Ahorfendur tóku leiknum með
miklum fögnuði, enda var heild-
arsvipur hans ágætur og sýnilegt
að lögð liafði verið mikil alúð við
tilsögn leikenda og útbúnað leiks-
ins. Leikið vefður aftur í kvöld
>og annað kvöld.
„Vesturland.“
Dragnótavelði
í landhelgi.
■ i. t. ■
Dönsk blöð skýra frá því, að
íslenska stjórnin hafi frestað
gildistöku laga um bann
gegn dragnótaveiði í land-
helgi, vegna dönsku útgerð-
arinnar, sem er hjer við
land nú.
Á síðasta þingi fluttu þeir Bene-
■dikt Sveinsson, forseti og Jör.
Brynjólfsson 1. þingmaðurÁrnes-
inga, frumvarp um bann gegn
dragnótaveiði í landhelgi. Frum-
varp þetta var samþykt með
mokkrum breytingum. Eru veiðar
með dragnótum bannaðar í land-
’helgi fslands- á tímabilinu frá 1.
.jan. 31. ágúst og frá 1.
—31. desember ár hvert. Varðar
J»að selitum, 5000—10.000 gull-
krónum, ef brotið er.
Þannig voru lögin samþykt á
Alþingi. Forsætisráðhefra vor. Tr.
Þórhallsson, sigldi með lög þessi
á konungsfund, til þess að fá þau
ístaðfest. Ekki liefir annað heyrst,
•en að konungur hafi staðfest þessi
lög þann 7. maí s. 1., um leið og
hann staðfesti önnur lög frá síð-
asta þingi. Það er ekkert tiltekið
' þessum lögum sjálfum hvenær
þau öðlast gildi. Öðlast þau þá
■gildi 12 víkum eftir að auglýst er
í B-deild stjórnartíðindanna, að
lögin sje komin út í A-deild (sbr.
1.. 24. ágúst 1877). Stjófnartíðind-
ir. eru enn ekki komin út, en gera
'ná ráð fyrir, að lögin sjeu auglýst
’njög fljótt eftir staðfestingu. —
^amkvæmt því ættu lög þessi, er
i’anna dragnótaveiði í landhclgi,
aÓ öðlast gildi um mánaðamótin
3úlí-—ágúst næstkomandi. Mundi
því ágústmánuður koma undir
bannið, en veiði er aftur heimil
frá 1. september.
Svo sem kunnugt er, hafa Danir
sent liingað 7 mótorbáta og eitt
eimskip, sem eiga að stunda dfag-
nótaveiðar hjer við land í súmar.
Floti þessi hefir verið við Vest-
mannaeyjar undanfarið.
Þegar það frjettist til Damnerk-
ur, að Alþingi liefði samþjdit lög,
er banna dragnótaveiði í landhelgi,
tóku dönsk blöð mjög að ræða
þetta bann. Litu jafnvel sum
þeirra svo á, að lög ]>essi væru
beint fram komin vegna þessara
fiskveiða Dana. Þetta er vitaskuld
misskilningur. Lögin eru sett í
þeim eina tilgangi, að friða land-
holgina, sem best og vernda unjg-
viðið, sem þar hefst við.
En Danir hafa verið mjög á-
hyggjufullir útaf þessu banni. Þeir
hafa haft öll spjót úti til þess að
fá okkur til að hætta við þessa
fyrirætlun. Og nú skýrif danska
blaðið „Politiken“ frá því 1. maí
s. 1., að búið sje að fá undanþágu
hjá íslensku stjórninni hvað þessi
lög snertir, svo að danski flotinn
geti óáreittur fiskað hjer allan
ágústmánuð. Segir í þessu danska
blaði, að „undanþágan“ hafi feng-
ist þannig, að frestað hafi verið
gildistöku þessara laga um einn
mánuð!
Hvað rjett er í þessu vitum vjer
ekki.
Vonandi ef frásögn danska
blaðsins röng eða bygð á misskiln-
ingi. Því hitt væri stór vítavert
framferði af ráðherra, ef hann
Ijeti erlenda hagsmuni hafa sig
til þess að virða að vettugi vilja
Alþingis. Því vitaskuld hefir hann
ekkert leyfi til þess að fresta gild-
istöku laga, er Alþingi hefir sam-
Þykt.
Samvinna. - PjððiWting.
Samvinnufjelag ísfirðinga
og síldarbræðslustöðvamar.
í langri kjallaragrein í Tíman-
um síðasta, er lofgerðairsöngur
mikill til hins nýja Samvinnufje-
lags ísfirðinga.
Svo sem kunnugt er, knúðu
stjórnarflokkarnir það í gegn á
síðasta þingi, að ríkissjóður á-
byrgðist 320 þús. kr. lán til þessa
fjelags. Láni þessu á að verja
til skipakaupa, og mega lán til
hvers skíps nema % af kaupverði
þess, fullbúnu til veiða. Ríkissjóð-
ur hefir sem tfyggingu fyrir á-
bvrgðinni fyrsta veðrjett í skipun-
um, sjálfskuldarábyrgð eigenda og
ábyrgð fsafjarðarkaupstaðar.
í umræddri lofgerðargrein í
Tímanum er enn á ný staðhæft,
að þessari 'ríkisábyrgð fylgi engin
áhætta; ábyrgð þessi sje ekkert
annað eða meira en það sem iðu-
lega hafi verið látið öðrum kaup-
stöðum í tje. Hvort tveggja er
alrangt.
Að ábyrgð þessari fylgi engin
áhætta fyrir ríkissjóð, er svo
lieimskuleg fullyrðing, að í raun
og vefu er óþarft að bera slíka
fjarstæðu til baka. Þeir sem kunn-
ugir eru vjelbátaútvegnum hjer á
laudi vita vel, að þessi atvinnu-
rekstnr er áhættumesti útvegur
íslendinga næst togaraútgerðinni.
Banlcaruir liafa undanfarin ár haft
stórfeld töp á þessum atvinnuvegi.
Það eru eklci möfg ár síðan að
frá ísafirði ver fekin mikil vjel-
bátaútgerð, en hún fjell í rústir
óg bankarnir sátu eftir með mil-
jónatöp.
Hvað veldur því að Tíminn er
að reyna að telja mönnum trú um
að þessari ábyrgð til Samvinnufjel.
ísfirðinga fylgi engin áhætta? Er
það vegna þess, að blaðinu finníst
í raun og vefu, að hjer hafi ógæti-
lega verið farið að, en til þess að
breiða vfir athæfið (vegna þeirra
sem liina pólitísku ábyrgð bera)
reyni blaðið að villa mönnum sýn?
En 'þessi yfirltlórsvörn gagnar
ekkert. Fyrst og fremst sákif þess
að áhættan er svo áberandi og
augljós, að henni er ekki hægt að
leyna. í örðu lagi er það skjal-
fest í Alþingistíðindunum frá um-
ræðunum á þingi í vetur, að þing-
menn gengu þess elcki duldir, að
ríkisábyrgðinni fylgdi stórkostleg
áliætta.
Bjarnj Ásgeirsson framsögumað-
ur fjárveitinganefndar Nd., lýsti
því yfir í þingræðu, að ábyrgð
þessa bæri að skoða sem hallæris-
ráðstöfun! Alt væri að sökkva í
kalda kol þar vestur á ísafirði,
og ríkið yrði að koma til hjálpaf!
Auðvitað datt B. Á. ekki í liug
að leyna því, að ábyrgðinni fylgdi
stórliostleg áhætta. En það varð
ekki hjá ábyrgðinni komist vegna
yfirvofandi hallæris!
Þrátt fyfir þessar upplýsingar
reynir Tíminn að telja mönnum
trú um, að hjer sje um enga á-
liættu að ræða. Alt sje örugt vegna
þess að það sje samvinnufjelag,
er eigi að fá fje þetta til ráð-
stöfunar!
Það væri betur, að ríkissjóður
biði hjér engan halla. En hver er
sá, sem þorif að láta ríkissjóð
takast á hendur samskonar ábyrgð
fyrir allan vjelbátaútveg landsins?
Enginn vandi er að stofna sam-
vinnufjelög á pappírnum, til þess
að hafa umsjón með rekstri bát-
anna. Og varla getur það verið
nein sjerstök meðmæli fyrir Isa-
fjörð, að þar er hallæri yfifvof-
andi!
Það má vel vera, að heppilegt
sje, að áhættufyrirtæki eins og
vjelbátaútvegur, sje rekinn á sam-
vinnugrundvelli. Sú aðferð hefir
lengi tíðkast hjer á landi og gerir
enn þann dag í dag. En þetta get-
ur með engu móti rjettlætt það
gáleysi stjófnarflokkanna á síð:
asta þingi, að fara að draga rík-
issjóð inn í slík áhættufyrirtæki.
Sú ráðsmenska er gersamlega ó-
verjandi.
í áðurnefndri lofgerðarrollu.um
Samvinnufjelag Isfirðinga, lcemst
Tíminn m. a. þannig að orði:
„Síðasta þing var á ýmsan hátt
mefkisatburður í sögu samvinnu-
stefnunnar á íslandi/ ‘ — Sem
dæmi nefnir blaðið 3 atburði.
I fyrsta lagi það, að á þessu þingi
hafi í fyrsta skifti farið með völd
stjórn, sem mynduð var af „sam-
vinnflokk“ þingsins. f öðru lagi
nefnir blaðið það afrek „sam-
vhmuflokksins“, að láta ríkissjóð
takast á hendur ábyrgð fyrir
Samvinnufjelag ísfifðinga, og þar
með koma ríkissjóði í áhættufyr-
iitæki. f þriðja lagi nefnir blaðið
síldarbræðslustöðvarnar. Þykir því
merkilegt að íhaldsmenn, er blað-
ið nefnir „fulltrúa samkepnisstefn-
unnar“, skyldn 'vilja láta starf-
’ækja síldafverksmiðjur á ' sam-
D e 1 t a- skilar framúrskarandii góðu afli, en er þó
langsparasta vjelin sem hjer er boðin nú og greiðir á þann
hátt andvirði sitt til baka á nokkrum árum.
Sparneytni Delta-vjelanna er ekki bygð á því að minka
aflið, eins og svo títt er um glóðarhöfuðsvjelar, heldur á
betri hagnýtingu brennslu olíunnar.
Útgerðarmenn athugið, aði bátar með Delta geta haft
lengri útivist en með glóðarhöfuðsvjelum, með sama olíu-
forða, og auk þess fellur í burtu allur kostnaður og óþrifn-
aður við upphitunarlampana.
Þeir útgerðarmenn sem nota Delta, velja hana aftur
í báta sína enda þótt hún, sem eðlilegt er um Diesel, sje
nokkru dýrari en lágþrýstivjelar.
íslendingum, sem öðrum þjoðum smá lærist það, að
þeir hafa ekki efni á að nota annað en Diesel.
45 ha. Delta-bátvjel fyrirliggjandi. — Hagkvæmir
greiðsluskilmálar.
Stnrlangnr Jénsson & Go.
Hafnarstræti 19. Sími 1680.
Delta
tvígengisDieselmótor
Hvers vegna eykst sala á Cloodyear bllagúmmí svo hrööum
skrefum?
Vegna þess aö allir heimsins bflstjórar, sem einu sinni hafa
notað dekk og slöngur frá Goodyear, hafa komist að raun um,
að Goodyear gefur jafnasta, bestu og lengstu endingu. Gúmmi-
kostnaður á hvern kílómeter er langsamlega lægstur hjá þeim,
sem nota Goodyear gúmmí.
Goodyear-fjelagið hefir sín eigin gúmmílönd og heimsins
stærstu gúmmíverksmiðjur. Vörur þess eru heimskunnar og orð-
lagðar fyrir gæði. Allar stærstu bflaverksmiðjur heimsins nota
eingöngu gúmmí frá Goodyear.
Goodyear er hið leiðandi gúmmífirma, heimsins og eiga flest-
allar endurbætur síðustu ára — og; þær eru bæði miklar og marg-
ar — uppruna sinn að rekja til Goodyear.
Stórkostlegur meiri hluti þeirra bíla, sem hingað flytjast
ir, eru með Goodyear gúmmí.
Bílanotendur liafa tekið eftir þvíf að Good-year-dekk gefa
ætíð besta endingu borið saman við verð. Goodyear verðið er
altaf lægst og fast ákveðið fyrir hvert tímabil, en ekki sitt verð-
ið fyrir hvern kaupanda á sama tfma.
Allir, sem framleiða bílagúmmí, verða að miða verðið við
Goodyaer, en gæðum Goodyears gúmmís heffr en'gln náð enn.
Sá, sem vill kaupa gott, spyr aldrei um verð, heldur gæði,
en trygging fyrir gæðum felst í orðinu Goodyear.
Af Goodyear bíladekkum og slöngum eru ávalt fyrirliggjandi
flestar stærðir, sem notaðar eru lijer á landi,
hjá aðalumboðsmanni Goodyear Tire «Sr. Rubber Co.
P. Stefánsson.
Sfldarsiltunarstöð
á Siglufii«ðiy með þr>em góðum
bryggjum, geymsluhúsum og
verkafólksibúðum er til leigu
næstu sildarvertið. Uppl. gefur
Alfons jónsson, lögfr.
Siglufirdi.
Best a8 au^lýsa í Morsunblaðinu.