Morgunblaðið - 30.05.1928, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
))Mm=m&ÖLSEiNiI
Höfum til:
Kartöflumjöl.
Hrísmjöl.
Sagó.
. Haframjöl, ,Björninn‘.
Hrísgrjón.-
álningapVGruf*
bestu fáanlegu, svo sem: Kvistalakk, Fernis, Þurkefni, Terpentína,
Blackfemis, Carbolin, Kreolin, Titanhvítt, Zinkhvíta, Blýhvíta, Copal-
lakk, Krystallakk, Húsgagnalakk, Hvítt japanlakk, tilbúinn farfi í 25
mismunandi litum, lagað Bronse. ÞURBIR LITIR: Kromgrænt, Zink-
grænt, Kalkgrænt, græn umbra, brún umbra, brend umbra, Kassel-
brúnt, Ultramarineblátt, Emailleblátt, ítalsk rautt, Ensk-rautt, Fjalla-
rautt, Gullokkar, Málmgrátt, Zinkgrátt, Kinrok, Lím, Kítti, Gólffern-
is, Gólfdúkalakk, Gólfdúkafægikústar.
Vaid. Poulsen.
Fyrlrliggl
Grænar baunir — Leverpostej — Fiskabollur — Sar-
dínur — Sultutau — Dósamjólk — Kartöflur — Laukur.
Eggert KHsfjásissoe & Co.
_ s Sfmas* 8317 (409.
Kaffiðfell| Þvotiastell, IVIater-
steli9 BollapfiPi Kðkudiskar
og ýmisicoíiar jsotitulinsvérur. Nýkomid.
Frð Slysavarnafjelagi
1. Etnarsson
stone
68cm.ogðOcin
rauðu og svörtu gúmmístíg-
vjelin, fást nú með sjer-
stakri knje slithlíf og egta
hvítum sóla, eru því hin
sterkustu.
Aðalumboðsmaður á íslandi:
Ó. Benjaminason, Pósthússtræti 7 — Reykjavík.
Birgðir í Kaupmannahöfn hjá
Bernhard Kjær, Gothersgade 49, Möntergaarden.
Köbenhavn K. — Símnefni: Holmstrom.
aiOUGEÍSa¥iSEii
il E K & v, N
niiitiiiiiiiicisiitimuiuumtmiiiiittMi
iiMiiiiiiiíimniiitiMiimiimiiiiirMiiiit
er et af Norges mest Iseste Blade og ev serlig
Bergen og pas den norske Vestkv0’, udbre<:
1 c’« Samfundslag.
MORGENAVISEN er deri,. det bedste Annonceblad for alle
son
önsker R(1' -delse med den norske Fiskeribe
drifts Firmaer övrige norske Forretningf
Uv samt med Norg. >yerhovedet<
Annoncer til Morgenavisen modtages i Mo' -lbladid’fi Expedition
MORGENAVISEN bör derfor læses af alle paa.^^
(S. V. 1).
Rvík 29. maí. F.B.
í dag eru liðnir 4 mánuðir frá
því Slysavarnafjelag íslands var
stofnað. Það hefir verið fremur
hljótt um það .hingað til. Það er
þó ekki hægt að kvarta yfir því,
að fjelagið hafi ekki fengið sæmi-
legar undirtektir hjá^ almenningi.
Það má miklu ferkar segja, að
eftir atvikum hafi þær verið ágæt-
ar. Það virðist að mönnum hafi
skilist að hjer var þarft og gott
málefni á ferð.
Menn og konur af öllum stjett-
um þjóðfjelagsins hafa gerst fje-
lagar. Einn af ráð'herrunvim var
meðal stofnenda þess ásamt fjölda
erviðismanna og kvenna. Embætt-
ismenn, iðnaðarmenn, bændúr,
kaupmenn og sjómenn hafa lagt
því liðsinni. Elsti fjelaginn er 80
ára gömul kona; sá yngsti ný-
fæddur, óskýrður drengur. . Væri
fróðlegt að vita hvort nokkuð ann
að fjelag hjer á landi hefði jafn
ungann raann fyrir fjelaga.
Skömmu eftir fjelagsstofnunina,
var ýmsum málsmetandi mönnum
úl um land skrifað og þeir beðnir
ao gerast umboðsmenn fjelagsins,
hver á sínum stað og í sínu ná-
grenni. Þau svör sem fjelagsstjórn
inni hafa borist við þeirri mála-
leitun, bera öll með sjer, að' við-
komendum er ljúft að starfa fyr-
ir fjelagið. Á sumardaginn fyrsta
var byrjað að skrifa skipstjórun-
um á togurunum og þess farið á
leit við þá, að þeir gerðust for-
göngumenn að því að fá skipverja
sína til þess að gerast fjelagar.
Svörin sem komin eru bera vott
um góðar undirtektir sjómann-
anna. Á flestum skipunum hafa
allir 1 gérst fjelagar, á éinstaka
vantar einn eða tvo, sem máske
stafar af því að þeir hafi ekki
verið viðstaddir þegar pemngun-
um var safnað. Jafnframt hafa
konur sumra sjómannanna einnig
gerts fjelagar.
Nú hafa dagblöðin í Reykjavík
sýnt fjelagínu þann velvilja, að
taka á móti áskriftum og gjöfum
til þess eftirleiðis. Einnig hafa
ýmsir kaupsýslumenn í Reykja-
vík og Hafnarfirði tekið við á-
skriftalistum og geta menn gerst
fjelagar þar, ef þeim þykir það
hægra en að láta innrita sig á
skrifstofu fjelagsins. Síðan verð-
ur auglýst hvar listarnir eru.
Alt þetta ber vott um góðann
hug til fjelagsíns og að menn hafi
trú á, að það muni verða til gagns
og blessunar. Að það muni stuðla
að því að lækka dánartölu drukn-
að'ra manna á næstu árum, svo
að hún nálgist það, sem er meðal
annara nágrannaþjóða er svipaða
atvinnu stunda og vjer. En til
þess þarf að inna mikið starf af
höndum, starf, sem allir íslenskir
menn og koniir eiga að styðja,
með því að gerast fjelagar og á
annan hátt, sem hverjum einstök-
um kann að hugkvæmast að best
verði að notum.
Stjórn S. V. 1. heldur fund á
hverri viku. Hefir margt verið
rætt og ráðgast á þeim fundum,
og munu þess sjást ýms merki
áður langir tímar líða.
mönnum í S. V. í. á skrifstofu
Mbl. Árstillag er 2 kr. fyrir karl-
menn og 1 kr. fyrir kvenmenn.
| Einnig geta menn gerst æfifjelag-
ar og er tillagið 50 kr.
| __________^________
Kappreiðarnar.
„Dreyri“ verður hlutskarpastur.
Tekið á móti nýjum fjelags-
Það var leiðinlegt, að veðrið
skyldi vera svo slæmt á annan í
hvítasunnu, eins og raun varð á.
Þúsundir manna komu inn á Skeið
völl til að horfa á hinar stærstu
kappreiðar, sem farið hafa fram
á Islandi, en flestir urðu að
flýja' undan rigningu og fara
heim áður en hálfnað var.
Stærstu kappreiðar á fslandi!
Já, það' er óhætt að segja, því að
36 hestar voru reyndir og 14 voru
hlaupin, og 3—6 hestar í hverju.
Kappreiðarnar stóðu líka í 6 stund
ir samfleytt, frá kl. 3—9, en því
ollu að miklu leyti tafir við veð-
bankann. — Yerður hestamanna-
fjelagið eudilega að koma þar á
hraðari afgreiðslu, heldur en ver-
ið hefir. — Þarna verðui’ alt
að ganga í „hvínandi hvellin-
um“ ef nokkurt lag er á.
Völlurinn var blautur og nokk-
uð þungur. Tekst því ekki eins
góður tími og oft áður, en úrslit-
ín urðu þessi:
Skeiðhestar:
Skeiðið tókst með besta móti,
en engin 1. verðlaun voru þó veitt.
2. verðlaun fjekk „Sleipnir",
hrúnn hestur, sem Sigurður Z.
Guðmundsson á og 3. ver'ðlaun
fjekk „Sprettur", bleikur hestur,
eign Tryggva Einarssonar í Mið-
dal.
Kvennareið:
1. verðlaun „Hvítingur“. grár,
eig. Eniar Ingimundarson, 2. verð-
laun Fengur, rauður, eig. Ólafur
M. Jónsson og 3. verðlaun Glaðúr,
rauöstjörnóttur, eig. Einar Ás-
inundsson,
Stökkhestar.
Af bestu stökkhestum voru 12
cg af þeim keptu 8 um að kom-
ast í úrslit, en 6 keptu um úr-
slitin.
1. verðlaun fjekk „Dreyri“,
lauður, eig. Hermann Thorsteins-
son, 2. verðlaun. „Móðnir“, brúnn,
eíg. Hjörtur Sigmundsson, Deild-
artúngu og 3. verðlaun .,Skjóni“,
rauð'skjóttur, eign Bjarna Bjarna-
sonar skólastj. í Hafnarfirði.
Flokkaverðlaun fengu Orn (eig.
Einar Sæmundsen) og Brandur
(eig. A. J. Johnson) ; eru' þeir
bestar feðgar.
Folahlaup:
1. verðlaun fjekk ósjelegasti
hesturinn á vellinum, „Mori“, eign
Björns Gunnlaugssonar, Er hann 6
vetra og hefir ekki í hús komið
fyr en í vor. 2. verðlaun „Ljettir“,
jarpur, ljómandi fallegur foli,
eign Högna Eyjólfssonar og 3.
verðlaun „Röðull“, rauðblesóttur,
eign Jóns Mathiesen í Hafnar-
firði.
Kappreiðarnar fóru hið besta
fram og voru mistök engin, eða
sárfá og engar deilur um það hve!r
hestur hefði orðið fljótastur í
hverju hlaupi.
Ollum þeim, sem sýndu mjer
samúð og hluttekningu við fráfall
og jarðarför sonar iníns Jens Ás-
geirs Sigurðssonar, er ljest á
sjúkrahúsi Hjálpræðishersins í
Hafnarfirði þann 15. þessa mán-
aðar, votta jeg innilegt þakklæti
mitt, en sjerstaklega þakka jeg
öllum starfsystkinum mínum, sem
vinna á fiskistöð Lofts Guðmunds-
sonar hjer í bæ, fyrir þá rausnar-
legu peningagjöf, sem þau sendu
mjer með' formanni okkar, Sigur-
jóni Arnleifssyni, sem einnig mun
hafa átt sinn þátt í þessari fjár-
siifnun.
ÖIlu þessu fólki bið jeg guð al-
föður að launa og um fram alt,
langar mjg að biðja hann að
styrkja viðkvæmu vinaböndin, sem
hlýna og gróa, hvað lielst í hjört-
úm þeirra sem sorgin gagntekur.
Hafnarfirði, 28. maí 1928.
J. Lilja Hannesdóttir.
Við systkini og vandamenn Jón-
ínu Sigríðar Jónsdóttur frá Ána-
stöðum, vottum hjer með okkar
innilegustu þakkir, hinum mörgu,
sem af góðvild og hjálpsemi hafa
Iiuggað og styrkt hana á ýmsan
hátt í raunum hennar og vand-
ræðum. Sjerstaklega viljum við
nefna hjónin Rannveigu og Áírna
frá Vogi, sem ætíð' hafa reynst
henni sem bestu foreldrar.
Við treystum algóðum guði að
launa öllu þessu fólki, þegar því
liggur mest á.
17—18 ára, sem hefir verið
í verslunar- eða gagnfræða-
skóla, eða hefir fengið til-
svarandi mentun, getur
fengið atvinnu við síma-
vörslu á skrifstofu hjer í
bænum frá 1. júní næstkom-
andi.
Umsókn merkt „Síma-
stúlka“, sendist A. S. í.
Trðllasftra
(Rabarhari)
fæst í
IKIatarbáfi SSátwrfielsgslsis
Laugaveg 42. Sínú 812.
sjerlega þægiieg stærö
60X125 cm. Gnnfremur
margskonar önnur rúm-
stæði fyrir fuiloröna og
börn.
Sængurfatnaður alls-
konar.
Rúmðýnur og fleira.
fóo/zaábMjflMiawri
i