Morgunblaðið - 10.08.1928, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.08.1928, Blaðsíða 3
MORGLTNBLAÐIÐ 3 MORGUNBLAÐIÐ Stofnandi: Vilh. Finsen. trtgefandi: Fjelag i Reykjavlk. Ritstjórar: Jón Kjartansson. Valtýr Stefánsson. Auglýsingastjóri: E. Hafbe^rg. Skrifstofa Austurstrséti 8. Slmi nr. 600. Auglýsingaskrifstofa nr. 700. Heimasimar: Jón Kjartansson nr. 742. Valtýr Stefánsson nr. 1220. E. Hafberg nr. 770. Askriftagjald: Innanlands kr. 2.00 á mánuM. Utanlands kr. 2.50 - --- I lausasölu 10 aura eintakiö. ErlEndar símfrEgmr., Khöfn, PB. 9. ágúst. Frá Kína. Prá Shanghai er símað: Erind- reki Nankingstjórnarinnar og kon- súll Breta ræddn í gær einslega tnn deilumál í sambandi við of- heldisverk, sem á sínum tíma voru framin í Nianking. Hefir náðst sam komulag um sættir út af málum þessum. Er búist við, að sátta- skjalið verði opinberlega undir- skrifað á morgun. StjómmálamaSur látinn. Prá Belgrad er símað: Raditch, króatiski bændaforingiim, ljest í gær. Hann hafði þjáðst af sykur- sýki. Líklegt er talið, að dauðs- fallið leiði það' af sjer, að deilan harðni enn milli Serba og Króata. FeUibylur í Ameríku. Prá New York er símaþ: Pelli- bylur hefir geysað yfir suður- og miðhluta Ploridaríkis. Óvíst enn sem komið er, hversu mikið mann- tjón hefir orðið. Skaði á mann- virkjum áætlaður 20 milj. dollara. Friðarmálin og Rússar. Frá Berlín er símað: Blaðið Ger- niania birtir ummæli Tjitjerins um ófriðarbannssáttmálann. — Lýsir Tjitjerin því yfir, að það sje ekki óhugsandi, að stjórnin í Rússlandi gæti undirskrifað samninginn með nokkrum breytingum. Samningur inn sje, án þátttöku Rússlands, lið- ur í undirbúningi ófriðar móti ;ráðstjórninni. Síldveiöin. Siglufirði, PB. 9. ágúst. Góður síldarafli á mánudag og tfiðjudag, til dæmis fjekk e.s. NamdaJ 1100 tunnur, e.s. Papey 700 tunnur, m.s. Hrefna 500, önn- Ur skip minúa. Lögreglan hjer hefir að boði Tandsstjórnarinnar hvað eftir ann- að stöðvað uppskipun á bræðslu- sild úr erlendum skipum, en verk- smiðjueigendurnir halda áfram af- greiðslunni. Stöðvaði lögreglan þó Ll dæmis einn daginn þrisvar si'nn- uni afgreiðslu sama skipsins, e.s. ‘Töiia, hjá Goos. Samsteypa bílaverksmiðja. síðastl. mánaðamót voru Tullgerðir samnmgar í New York ®Úli tveggja bílaverksmiðja, Chry- sler Dodge, um að þessi fyrir- tæki sameinuðust. Hið nýja fjelag verður með stærstu bifreiðafyrir- tækjum heimsins; aðeins tvö eru stærri, Pord 0g General Motor. Garðar Gíslason stórkaupro. var meðal farþega á Lyru í gær til út- 3anda. FramsáknarkBmpyrisar er fengu eitt þúsund krónur úr ríkissjóði fyrir að semja frumvarp, sem ældrei kom fram. Hvers vegna mátti frumvarpið um bygðaleyfi ekki koma fram? Dómsmálaráðherrann hefir gert íhaldsflokknum mikinn greiða, er hann birti í Tímanum tvö brjef, sem miðstjórn flokksins sendi út um land að loknu þingi í vor. Enn meiri greiða hefir ráðherrann þó gert flokknum, með því að birta átta dálka grein, sem athugasemd- ir við brjefin; en þessar athuga- semdir eru einkar góð lýsing af sálarástandi þess manns, sem Pramsókn hefir sett í eitt ábyrgð- armesta embættið, er ríkið hefir að bjóða. í brjefunum frá miðstjórn íhaldsflokksins er nálega ekk- ert, sem ekki hefir verið þaulrætt í blöðunum undanfarið. Þar er samanþjappað' stærstu afglöpum stjórnarinnar á þingi og utan þings, eftir því sem um var vitað. Hefir Jónasi ráðherra auðsjáan- lega ekki litist á blikuna, er' hann sá að andstæðingarnir hjeldu saman axarsköftum stjórnarliðs- ins og tilkyntu þjóðinni jafnóðum. Hann hefir búist við, að hann gæti farið í felur með óheillaverlt- in. En þegar hann sá hvernig kom- ið var, hefir hann gripið til Tím- ans síns af gömlum vana, og lætur hann flytja lygar og blekkingar, ef ske kynni að hann gæti enn u m stund haldið sjer uppi á slík- um lijálparmeðulum. En vörn ráðherrans er unnin fyrir gíg. Hin mörgu óhappaverk stjórnarinnar hafa þegar talað sínu máli. Þjóðin er að vakna; hún sjer hvert stefnir. Þrátt fyrir hinar löngu athuga- semdir við brjef miðstjórnar Ihaldsflokksins, verður ráðherran- uin á, viljandi eða óviljandi, að hlaupa yfir einn kafla í síðara brjefinu. Þó hefir það, sem þar er drepið á, verið lítið sem ekkert rætt í blöðum og var því sjerstök ástæða fyrir ráðherrann að gefa einhverja skýringu. Skal nú vikið að þessu nánar. A einum stað í brjefi miðstjórnar segir svo: — „Annars er reynt að fara dult með ýmsan fjáraustur til fylgismanna og vina þeirra ráðherranna, en vitnast þó smám samam, svo sem það, að tveir þingmenn Fram- sóknar hafa fengið 500 krónur hvor fyrir að semja eitt stjórnar- frumvarp, sem svo aldrei kom fram.“ (Leturbr. hjer). Dómsmálaráðherrann segir ekk- ert. orð um þessa frásögu. Hvers vegna? Og hvað er hæft í því, sem staðhæft er þarna, að tveir þingmenn Pramsóknar hafi feng- ið 500 krónur hvor fyrir að semja eitt og sama stjórnárfrumvarpið, sem svo aldrei kom fram? Þjóðin hlýtur að heimta fulla skýringu á þessu. En þar sem ráðherrann enga slcýringu gefur, skal leitast við að gefa hana hjer. Á Alþingi 1927 samþykti neðri deild þingsályktunartillögu, sem B*ernharð Stefánsson flutti, þar sem skorað var á stjórnina að end- urskoða vinnuhjúatilskipunina, lög um lausamenn, húsmenn og þurra- búðarmenn, og „að taka til at- hugunar, hvort ekki sje tiltæki- legt að setja lagaákvæði, er gefi sveitar- og bæjarfjelögum rjett til að takmarka innflutning fólks, sem hætta er á, að verði þeim til byrði“. Síðar á þessu sama þlngi var samþykt að skipa þriggja manna milliþinganefnd til þess að athuga ýms landbúnaðarmál. Alþingi kaus tvo menn í nefndina, þá Þórarinn Jónsson bónda á Hjaltabakka (í- haldsfl.) og Jörund Brynjólfsson (Framsókn). Núv. stjórn skipaði þriðja manninn í nefndina, og varð Bernharð Stefánsson alþm. fyrir valinu. Nefndin byrjaði að starfa á síð- astl. hausti, og vann, þá að ýmsum málum, sem lögð voru fyrir þing- ið, svo sem Byggingar- og land- námssjóði o. fl. Vitanlega fær þessi nefnd þóknun fyrir störf sín, enda mun formanni (Jör. Br.) hafa ver- ið greiddar 3000 kr. til nefndar- innar s.l. vetur. Að sjálfsögðu hefði það verið rjettast fyrir stjórnina að láta milliþinganefndina athuga þáltill. Bernharðs viðvíkjandi vinnuhjúa- tilskipuninni, þurrabúðarmönnum og bygðarleyfi, sem samþykt var á þessu sama þingi. Þá leið virðist stjórnin ekki hafa farið, heldur mun hún hafa falið sínum flokks- mönnum í nefndinni, þeim Bernh. Stefánssyni og Jörundi Brynjólfs- syni að athuga þessa tillögu. Á þingi í vetur sást aðeins eitt þeirra mála, sem tillaga Bernharðs fjallaði um. Voru það hjúalögin. En frv. þetta var nærri samhljóða frv., er lagt var fyrir þingin 1923 og 1924. Þó fjekk Bernharð að sögn 500 krónur fyrir „samning“ frumvarpsins! En vinna hans hef- ir verið fólgin í því aðallega, að klippa frumvarpsgreinarnar út úr skjalaparti Alþingistíðindanna frá 1924! Þeim Bernharð og Jörundi mun einnig liafa verið falið að rann- saka, hvort tiltækilegt mundi vera að gefa sveitar- og bæjarstjórnum rjett til að' takmarka innflutning •fólks. Bernharð hafði á undanförn- um þingum lagt mikið kapp á að fá slíka heimild í lög. Þeir fjelag- ar munu hafa sent stjórninni frum varpsuppkast í þessa átt, en ekki hefir stjórninni þótt tiltækilegt að fáta. Alþingi sjá frumvarpið, því að það var aldrei lagt fyrir þingið. Þó fengu þeir Jörundur og Bernharð að sögn 500 kr. hvor fyrir að semja frumvarp þetta, sem aldrei kom fram!! Hvers vegna mátti Alþingi ekki sjá þetta merkilega frumvarp, sem svo miklu var búið að kosta til úr ríkissjóði? Skýringm á þessu er auðvitað sú, að stjórnin hefir sjeð fram á, að frumvarpið var þvert á móti vilja sósíalista. Sósíalistar börðust með huúum og hnefum á móti bygðaleyfi Bernharðs, og þeir hafa sagt við stjórnina, að slíkt frumvarp vildu þeir ekki hafa. Yar þá ekki annað að gera en leggja málið á hilluna. En Bernharð og Jörundur fengu samt sínar 500 krónur hvor fyrir að gera uppkast að frumvarpi, sem aldrei mátti sjá dagsins ljós. Or- læti stjórnarinnar er mikið, og peningalyst Framsóknarþingmann- anna virðist hafa verið í góðu lagi! HslðafleSaðið sy Dsliat. Fjelagið minnist forgöngumanns- ins mikla á 100 ára afmæli hans. í fyrra mánuði voru 100 ár liðin frá fæðingu Dalgasar liðsforingja — hins nafntogaða manns, er stofnaði Heiðafjelagið danska, og lagði grundvöllinn undir hið risj,- vaxna verk er fjelag það hefir innt af hendi. I tilefni afmælisins var haldinn almennur fulltrúafundur í fjelag- inu, og gengu fundarmenn að gröf Dalgasar. Þar hjelt I. C. Christensen fyrv. ráðherra ræðu. Christensen er nú sem kunnugt er forstjóri þess fjelags. Hann valdi sjer það starf til elliáranna, er hann lag'ði niður stjórnmálastörfin Saga Heiðafjelagsins danska, er á margan hátt mjög eftirtektar- veið fyrir okkur Islendinga. Og mest gætum við lært af byrjun- inni, reynsluárunum, forgöngu- raanninum Dalgas. Heiðafjelagið var stofnað 1866, tveim árum eftir að Danir mistu Suður-Jótland. Þá voru daprir tímar í Danmörku. Þjóðin hafði mist trúna á mátt sinn, framtíð sína. Þá voru jósku lyngheiðarnar 130 fermílur að stærð. (Danmörk öll er 720 fermílurj. Á heiðunum úræktuðum vex lítið annalð en lyng, mest beitilyng, og eru þær eigi nema sæmilegur bithagi fyrir sauð- fjenað. Bændur þeir, sem bjuggu á heið- unum höfðu við afarmikla erfið- leiða að stríða, og lifðu oft og ein- att við sult og seyru. Nú eftir rúm 60 ár, er meira en helmingurinn af þessum 130 fer- mílum, eða um 400.000 hekt. rækt- aður. Skógur hefir verið græddur á 63.000 hekturum. Árið sem leið' var plantað 16 miljónum trjá- plantna á 680 hektara. Auk þess sá fjelagið um 300 jarðræktar- fyrirtæki, framræslu, áveitu og því um líkt. I. C. Christensen hefir ritað lýs- ingu á Dalgas, þar sem hann ger- ir grein fyrir hvernig honum tókst að lyfta því Grettistaki, að fá heiðabændur til að vinna að jarða- bótum í svo stórum stíl, sem raun varð á. Dalgas var liðsforingi í hernum 1864. Bann fjekk síðan að halda launum sínum 3600 krónum á ári, ]ió hann hætti herþjónustu. En hann þvertók fyrir að taka nokk- urn eyri fyrir störf sín í þágu jarðræktar- og búnað'arframfara. Hann hafði óbifandi trú á því, að takast mætti að rækta heið- arnar, og gera þær að frjógömu landi, blómleg lijeruð, þar sem áður voru kúldursleg kot. Stöku menn liöfðu á undan honum gert tilraunir í þessa átt, og fórnað fyrir þær fje og fyrir- höfn. En þeim liafði eigi tekist að hrófla við deyfð og athafnaleysi almennings. Dalgas var fæddur foringi. — Honum tókst að koma skipulagi á ræktunarstarfið. Honum tókst enn- fremur, að vekja almenning, fá heiðabændurna til að vinna að' jarðabótunum, þó í sniáum stíl væri í byrjun. Bændurnir treystu honum, trúðu ráðleggingum hans, leituðu til hans eins og síns besta ráðgjafa. Ilann var óþreytandi ferðamaður, sívinnandi, athugandi lífskjör manna, og kjör hins uppvaxandi gróðurs. Staða hans var þannig, að hver maður gat sjeð ,að hann vann að ræktuninni vegna þess eins, að áhugi hans heillaði hann, trú hans á framtíðinni, ást hans á fram- förunum. Hann laðaði fram trú heiðabænd anna, á mátt þeirra og möguleika heiðanna, og fjekk hvern og einn tii þess að vinna sem hann betur gat, vinna að því að verða sjálf- bjarga. Þessir eiginleikar hans gerðu honum mögulegt að leggja grand- völlinn að stórfeldasta ræktunar- starfi Norðurlanda. Anda Dalgasar, trú á ræktun- armöguleikana, traust bændanna á landið og sjálfa sig, hefir um- breytt stórfeldum landflæmum. Nú geta menn ferðast tímum saman um vestanvert Jótland, þar sem áður voru lynglieiðar en nú blasa við augum samfeldir akrar og skógar. •••» —.... Dagbðk. Veðrið í gær kl. 5 : Kyrt veður um land alt, ofurlítil úrkoma sum- staðar á Suðurlandi. Annarsstaðar þurt veður. Grunn lægð yfir ír- landi. Ennþá er einnig grunn lægð í Atlantshafinu fyrir sunnan land, og virðist nú á austurleið. Áhrif frá henni munu ekki ná hingað. I tlít fyrir, að hjer verði hægviðri og sennilega þurt veður. Dánarfregn. Þann 8. þ. m. and- aðist að Ægisíðu húsfreyjan Guð- rún Pálsdóttir, kona Jóns bónda Guðmundssonar. Hafði hún legið rúmföst í mörg ár. Gamalmennaskemtunin, er fórst fyrir á sunnudaginn var vegna veðurS, verður á sunnudaginn kemur, ef rigningarlaust verður, og hefst lrl. 2. Allir velkomnir, einkum þó aldraða fólkið, og öll aðstoð þakklátlega þegin. S. Á. Gíslason. Ferðaf jelag íslands: Árbók 1928, er nýkomin út. Þetta er fyrsta bók in, sem Perðafjelagið gefur út, og verður ekki annað sagt, en að vel sje á stað farið, því að bæði efni og frágangur bókarinnar er í besta lagi. — Annars er efni bókar- innar þetta: Ferðafjelag íslands, sagt frá stofnun þess og tildrög- um. Næst ritar Jón Öfeigsson grein um Þjórsárdal. Sú grein er prýdd mörgum myndum af ein- kennilegri náttúrufegurð í daln- um. Næst ritar „Farandkarl“ grein, sem nefnist „Args óðal“, og svo kemur grein eftir Sigurð prófessor Nordal, er hann kallar: Gestrisni byggða og óbyggða. Þá koma ýms hollráð, sem mönnum eru góð á ferðalögum og seinast „Hjálp í viðlögum" eftir Gunn- laug lækni Einarsson. „Súlan“ flaug í gær til Stykkis- hólms og Patreksfjarðar og til baka aftur. Með'al farþega var Pjetur Thorsteinsson. Guðmundur Kamban rithöfund- ur ætlar að vera lijer um kyrt fram á haust. Er hann að safna lijer drögum að nýrri skáldsögu. Prú hans og dóttir fóru með Lyru í gær til útlanda. Óskar Halldórsson útgerðarmað- ur hefir leigt söltunarskip, er ligg- ur utan landhelgi. Er það 800 tonn að stærð og er 25 manna skips- höfn norsk. Hafði hann í skipinu 4000 tómar tunnuf, en hefir nú veitt í 700. MagTiús Kristjánsson fjármála- ráðherra er farinn það að hress- ast, að hann hefir treyst sjer að fara upp í stjórnarráð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.