Morgunblaðið - 25.09.1928, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.09.1928, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ 3 MORGUNBLAÐIÐ Stofnandi: Villi. Pinsen. TJtgrefandi: Fjelag 1 Reykjavlk. Rltstjðrar: J6n Kjartansson. Valtýr Stefánsson. AoKlýsingastjóri: E. Hafberg:. Skrifstoía Austurstraeti 8. Stml nr. 600. Auglýsingaskrifstofa nr. 700. Heimaslmar: Jón Kjartansson nr. 742. Valtýr Stefánsson nr. 1220. E. Hafberg nr. 770. Aakriftagjald: Innanlands kr. 2.00 á mánuBl. Utanlands kr. 2.50 - ---- I Iausasolu 10 aura eintakiB. Erlendar símfrEgnir. Khöfn, FB. 23. sept. Kosningamar í SvíþjóÖ. Frá Stokkhólmi er símað: Við kosningarnar f Stokkhólmi til neðri málstofunnar í fyrradag unnu hægri menn eitt þingsæti, frjálslyndir eitt, kommúnistar tvö, *en jafnaðarmenn töpuðu tveimur þingsætum. Kosningaiirslit í öllu landinu urðu því þau, að liægri- menn fengu sjötíu og þrjú sæti, bændaflokkurinn tuttugu og sjö, líberalar fjögur, frjálslyndir tutt- ugu og átta, soeialistar níutíu, Kommtínistar átta. Lofren utanríkismálaráðherra fjell í kosningunum. Skeyti frá Stokkhólmi til Social- ■ demokraten í Kaupmannahöfn hermir, að það' sje ósatt, að sósíal- istar hafi gert kosningabandalag við kommúnista. Kommúnistar hafi hinsvegar stolið ^flokksheiti 'sósíalista í kosningunum, en só- síalistar hafi ekki getað hindrað það, þareð flokksheitin sjeu ekki lögvernduð. Frá Þjóðabandalaginu. Frá Genf er símað: Nefnd Þjóðabandalagsins hefir samþykt -að heimila forseta afvopnunar- nefndarinnar að kalla nefndiua saman í síðasta lagi í ársbvrjun 1929, þótt ekki takist að jafna ágreininginn á milli stórveldanna um takmörkun vígbúnaðar á sjó. Onnur Þjóðabandalagsnefnd hef- ir samþykt tillögur um alþjóða- •gerðardómssamning, sem ríkin 'geta undirskrifað strax ef vill. Nýtt deiluefni. Khöfn, FB. 24. sept. Frá París er símað: Blaðið New York American, sem er eign blaða kóngsins William R. Hearst, er á mörg blöð í Ameríku, hefir birt brjef frá frakknesku stjórninni til sendiherra Frakklands í ' höfuð- 'borgum stórveldanna. Brjefið fjall ar um frakknesk-breska flotasamn inginn. Frakknesk blöð láta í Ijós að þeim þyki miður að blöð í Bandaríkjunum birti frakknesk trúnaðarbrjef, en segja hinsvegar, að ekkert standi í brjefunum, sem eigi sje þegar kunnugt. Líta þau svo á, að brjefið skvri nánara tilganginn með samningnum, sem miði eingöngu að því, að fmna •grundvöll til samninga fyrir tak- mörkun vígbúnaðar á sjó. Samkvæmt símfregn frá Banda- ríkjunum nota hernaðarsinnar þar 'brjefin óspart í kosningabarátt- unni. Þannig birtir New York American brjefið undir yfirskrift- inni: Tvö stórveldi hafa gert bandalag sín á milli gagnvart Barnaríkjunnm. Bændur og tisi & Framsðkuarlíðii á flótta. i. Bins og skýrt hefir verið frá áður hjer í blaðinu stofnaði mið- stjórn íhaldsflokksins til fjögra. laíidsmálafunda í Vestur-gkafta- fells- og Rangárvallasýslum í þess- um mánuði og bauð miðstjórn Framsóknarflokksins á fundina. Fundirnir voru haldnir: í Múla- koti á Síðu þann 15. þ. m., í Vík í Mýrdal þann 18. þ. m., við Sauðhúsvöll undir Eyjafjöllum þ. 20. þ. m. og á Stórólfshvoli í Hvol- hreppi þ. 21. þ. m. Af liálfu ílialds- flokksins fóru lijeðan á fundi þessa þeir Jón Þorláksson, Ólafur Thors og Jón Kjartansson ritstj., sem var frambjóðandi flokksins í Vestur-Skaftafellsssýlu við síðustu kosningar. Það þótti tíðindum sæta, að á fundina komu fleiri en boðnir vcru.Miðstjórn Framsóknarflokks- ins sendi þá Jónas Jónsson dóms- raálaráðherra. Ásgeir Ásgeirsson og Bjarna Ásgeirsson, en auk þess tók Jónas ráðherra með sjer á fundina tvo sósíaíista, þá Jón Baldvinsson og Harald Guðmunds- son. Vafalaust hefir Jónas álitið tímabiert að kvnna bændum sam- herjana úr flokki sósíalista, en liætt er við, að reynslan hafi í þetta sinn kent honum að full- snemt sje að boða bændum fagn- aðarerindi sósíalista alveg ómeng- að. — Sigurður Eggerz bankastj. mætti á þrem fundunum og voru þá aðkomnir stjórnarandstæðingar orðnir fjórir og stjórnarliðar fimm. Allir voru fundirnir mjög vel sóttir. Var giskað á að fundinn í Múlakoti hafi sótt um 200 manns, í Vík um 400, að Sauðhúsvelíi 200 og Stórólfshvoli um 300. Mú 1 akotsfun duriníT~byrjaði með karpi um fundarsköp. Höfðu fund- arboðendur sett þaui fundarsköp, að fundartíminn skyldi skiftast jafnt milli stjórnarandstæðinga og stjórnarliða. Þessu mótmælti Jón- as ráðherra og sósíalistar. Þeir vildu skifta fundartímanum jafnt milli fhalds- Framsóknar- og só- síalista. Sáu gætnir fundarmenn að þetta voru rangindi og mótmæltu frekju Jónasar og hans samherja. Svo sem gefur að skilja, gerðu stjórnarandstæðingar harða at- lögu að stjórninni á fundunum fyrir ýms/ óheillaverk sem hún hefir framið bæði á þingi og utan þings. Binlcum var deilt á dómsmála- ráðherrann, enda eru syndir hans stærstar og veigamestar. — En það vakti mikla athygli, að Fram- sóknarþingmennimir sem mættir voru á fundunum, reyndu ekki með einu orði að verjæ gerðir dómsmálaráðherrans. Þeir ljetu raðlierrann sjálfan og samherja hans, sósíalista, vera eina um vörnina. Aðeins t.veir innanhjeraðsmenn urðu til þess að rjetta stjórninni liðsvrði, þeir sjera Jákob Ó. Lár- usson í Holti og Lárus Helgason alþm. Sjera Jakob mætti á tveim fundum, í Vík og við Sauðhúsvöll. Hann fór að verja Tryggva Þór- liallsson forsætisráðherra, sem ekki Iiaiði verið nefndur á nafn. Lárus mætti á fundunum í Skafta- fellssýslu, enda var honum sjer- siaklega boðið þangað. Allmargir hjeraðsmenn urðu til þess að' veitast að stjórninni og hennar gerðum. Á Víkurfúndinum gerði Gísli Sveinsson sýslumaður snarpa árás á stjórnina fyrir ýms verk hennar. Þar töluðu og úr hópi stjórnarandstæðinga, þeir Þorlákur Björnsson bóndi í Eyjar- hólum og Stefán Hannesson kenn- ari í Litla-Hvammi. Á Stórólfshvols fundihum sóttu fjórir bændur fast að stjórninni: Einar Jónsson alþm., Skúli Thorarensen á Móeið- arhvoli, Guðmundur Erlendsson á Núpi og Þorvaldur Jónsson ó Skúmstöðum. Ekki er minsti vafi á, að stjórn- arandstæðingar voru í meirihluta á öllum fundunum. Þeir gerðu hvarvetna harða sókn, sem hjelst fundina á enda. Ráðherrann og samherjar hans sósíalistar, hjeldu uppi vörn af veikum mætti, en þingmenn Framsóknar forðuðust að snerta á deilumálunum. I næstu blöðum verður sagt ítar- lega frá fundum þessum, en rjett þykin strax að athuga hvaða er- indi sósíalistar áttu til bændanna. II. Margir bændur eystra voru undrandi yfir þeirri dirfsku Jón- asar ráðherra, að hann skyldi þora að koma með sósíalista með sjer á bændafundi. Og í raun og veru er eðlilegt að menn sjeu undrandi yfir þessu, því að þótt vitanlegt sje að Jónas er sjálfur sósíalisti í húð og hár, hefir hann hingað til ekki þorað að látai á því bera, heldur hefir hann skriðið' undir fölsku flaggi á náðir Framsókn- arflokksins og tekist að villa svo rækilegai á sjer heimildir, að þar hefir hann einnig náð æðstu völdum. Til þess að skilja enn betur hina undraverðu stjórnmálastarfsemi Jónasar Jónssonar ráðherra, þar sem hann stendur með annan fót- inn í forystuístaði Framsóknar en beinir þó öllum sínum kröftum til þess að efla mátt og gengi só- síalista, er nauðsynlegt að líta nokkuð aftur í tímann og sjá hvernig umhorfs var hjer þegar líkami Jónasar fluttist úr herbúð- um sósíalista yfir til bændanna. Framsóknarflokkurinn var stofn- aður árið 1916, aðallega fyrir til- verknað Jónasar Jónssonar þáver- andi foringja sósíalista. Einn af forvígismönnum sósíalista, Jón heitinn Thoroddsen, skýrir frá flokksmyndun þessari í Alþýðu- blaðinu 1923 á þessa. leið: „fslensk jafnaðarstefna er ung og hefur að mörgu leyti átt erfitt uppdráttar. Hún barst hingað með an við áttum í deilum við Dani og þjóðin var illa undir það búin að skilja hana og veita henni viðtöku. Margir voru vonlitlir um, að hún mundi festa rætur nema í stærstu kauptúnum landsins. En hjer ar aðallega bændaveldi, bæði vegna jiess live margir þeir eru, en eink- um vegna þess hve lcjördæmaskip- unin er ranglát. Það varð að vinna jm til fylgis við stefnuna. Það er reýnsla annara þjóða, að bændur skilja best annan þátt ]) j óðn ý t in gari nnar, samvinnuna. Greiðfærasta leiðin var því að gera j)á að samvinnumönnum, byggja á þeim grundvelli, sem lagður hefur ■verið með kaupfjelögunum. Það ráð var þess vegna upp tek- ið að stofna Framsóknarflokkinn og valdist aðallega til þess einn af þáverandi forvígismönnum jafnað- ’armanna í Key 1<javík, Jónas Jóns- son frá Hriflu.“ Oll stjórnmálastarfsemi Jónasar Jónssonar er glögg sönnun þess að Jón heit. Thoroddsen hefir skýrt satt og rjett frá, enda eng- inn treyst sjer til að neita því að svo væri. Fimm ár eru liðin síðan Jón hcitinn Thoroddsen gaf lýsingu af stjórnmálastarfsemi Jónasar frá Hriflu; öll jiessi ár hefir Jónas haft forystuna í Framsókn, en afstaða hans gagnvart. sósílalist- um hefir verið óbreytt frá upp- hafi. Það er í raun og veru eðlilegt og skiljanlegt, að Jónas ráðherra hafi litið' svo á. nú, að óhætt mundi að sýna bændum stefnu sósíalista í sinni rjettu mynd. Síðan Jónas settist í ráðherrasætið hefir hann einn ráðið nálega öllu og hvar- vetna, sem því hefir verið við kom- ið, hefir vilji bændanna verið lát- inn þoka fyrir vilja sósíalista. Þetta hafa samherjar Jónasar í stjórninni látið óátalið og sömu- leiðis þingmenn Framsóknar íir bændahóp. Jónas gat því haft á- stæðu til að haícTa, að ísíenskir baíndur væru orðnir móttækilegir fyrir ómengaða stefnu sósíalista. Og þess vegna tók hann nú með sjer á fundina ])á Jón Baídvins- son og Harald. En hjer skjátlaðist Jónasi herfilega. A é-..........~ \ m. Vafalaust hefir verið svo um talað milli samherjanna, Jónasar ráðherra og sósíalistanna, áður en þeir' fói-u á fundina, að sósíalist- arnir skyldu þreifa fyrir sjer hvernig þjóðmálastefnu þeirra yrði tekið meðal bænda. Þetta kom skýrast. í ljós á fyrsta fundinum, í Múlakoti. Þar kom Haraldur inn á þjóðnýtingarkenningu sósíalista; lýsti jiví yfir skýrt og afdráttar- laust, að sósíalistar væru á móti því, að einstaklingar ættu frarn- leiðslutækin,- stefna þeirra væri að ríkið eð'a sveitafjelögin ættu þau og starfræktu. Stefnan væri sú, að taka framleiðslutækin af . einstaklingunum þ. á. m. jarðirnar af bændum. Harahlur sagði ennfremur, að svo gæti farið að stofnað yrði til blóðugrar bylt- ingar til þess að koma á þjóðfje- lagsskipulagi þeirra,jafnaðarmanna Því öflugri sem mótstaðan yrð'i því nær stæði blóðug bylting. Loks hjelt Haraldur j)Ví framý að þeir sem íhaldið styddu til lcosninga vildu að bvltingin vrði blóðug! Ekki er minsti vafi á, að mikl- um óhug sló á allan ])orra fundar- manna, er þeir heyrðu boðskap Haralds. Þjóðnýtingar- og einok- unarkröfur sósíalista eiga lítið er- indi til bændanna. Bændur vilja sjálfir eiga jarðirnar er þeir búa á, enda reynslan búin að sýna og sanna að jörð í sjálfsábúð er betur setin, en sú sem í leiguábúS' er. Byltingarskraf sósíalista skoða • O O o o o o o o o o o í hetltisaln: Kryddwörur* allskonar. Saitpjetup, Virtbepjaedik, Edikssýra, Bl t steinn, C&techu. H f. Efnaserð Reykjavfkur. ; o o o o o o o o tfösnabilastöðin, Tryggvagötu (beint á móti Liver- pool) opin frá 6 f. h. til 8 e. h. hefir sima 1006 Wleyvant Sigurðsson. oo oo o o oo oo oo o é oo oo #• ;; leðupfeíti heldur leðr- ;; ;; inu mjúku og gerir það ;; oo oo oo oo endingarbetra. oo bændur sem hvert annað fáránlegt hjal, sem ekkert inark sje á tak- andi. Þeír myndÚ og vefða mánúa' fyrstir til jþess að rísa öndverðir gegn slíku ofbeldi. í eðli sínu eru bændur friðsamir borgarar, en þannig sltapi farnir, að þeir myndu síst geta þolað kúgun og ofríki sósíalista. Jónas ráðbei’ra ljet byltinga- og þjóðnýtingarskraf Hara.lds afskifta laust á fyrsta fundinum; ætlaði auðsjáanlega að sjá hvað fram færi. Ef bændur hefðu tekið hoð- skapnum vel eð'a látið afskifta- lausan, er ekki minsti vafi á að Jónas liefði sjálfur látið til skar- ar skríða. En mótstaða bænda var svo aug- ljós og áberandi að Jónas misti kjarkinn, enda sáu þingmenn Framsóknar, Ásgeir og Bjarni, þann kost vænstan að gefa yfir- lýsingu gagnstæða þjóðnýtingar- stefnu sósíalista; þeir töldu rjett að bændur ættn sjálfir jarðirnar, útgerðarmaðurinn skipin o. s. frv. Og mótstaðan harðnaði fund af fundi og á þriðja fundinum sá J. J. sig til neyddam að gefa sams- lconar yfirlýsingu. Árið' 1916 skreið Jónas Jónsson — með grímu yfir höfðinu — yfir til bændanna, með þann fasta á- setning að vinna þá til fylgis við jafnaðarstefnuna. Árið 1928 álítur Jónas tímabært að prófa hver árangurinn af iðju hans liafi orðið og tekur sósíalista með.sjer á bændafundi til þess að þeir geti flutt bændum ómengað- an boðskapinn. En þegar Jónas sjer hve sorg- lega lítill árangurinn hefir orðið, flýr hann af liólmi og setur grím- una aftur yfir höfuðið. Og í þeirri von að bændur hafi ekki sjeð und- jr grímuna, mun hann enn um stund halda áfram stjórnmála starfsemi sinni á svipaðan hátt og að undanförnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.