Morgunblaðið - 12.10.1928, Síða 3

Morgunblaðið - 12.10.1928, Síða 3
MfVftÓTTNfeLAÐIF) MORGUNBLAÐIÐ Btofnandl: Vllh. Flnsen. Ctsefandl: FJelag- 1 Reykjavlk. Rltatjðrar: Jön KJartaneson. Valtýr Stefánsson. ▲ufflýslngastjðrl: E. Hafber*. Skrlfstofa Austurstrætt 8. Btml nr. 600. AuKlýslnffaskrltstota nr. 700. HeiMiaslmar: Jön KJartansson nr. 748. Valtýr Stefánsson nr. 1280. H. Hafberg nr. 770. Aakrlftagjald: Innanlands kr. 2.00 á saánuBt. tTtanlands kr. 8.60 - — I lausasölu 10 aura etntaklS. Erlendar símfrEgnir. Khöfn PB. 10. okt, Ameríksknr blaðamaður handtekinn í París. Prá París er símað: Harold Horan, frjettaritari blaða 'Willi- ams Randolphs Hearst, ameríkska blaðakóngsins, var liandtekínn í gær í París. Yar það Horan sem sendi aðalblaði Hearst’s, The New York Aihericáh, brjðf það frá frakknesku stjórninni viðvíkjandi flotasamþykt Breta og Prakk- Jands, sem getið var um í skeytl nýlega, Horan var tekinn fyrir rjett, þá er liann hafði verið lian- tekinn, og gerður landrækur úr Prakklandi fyrir að birta leynileg ríkisskjöl. Amer.íkumeim sárreiðir. Prá New York borg er símað. Brottrekstur Harolds Horan, sem tekinn var fastur á götu í París í gær,- hefir vakið megna gremju 1 ameríkskum blöðum. Pregnir frá París herma, að sum frakknesk blöð andmæli gerðum lögreglunn- nr, þareð Horan hljóti að liafa fengið brjefið frá starfsmanni í frakkneska untanríkismálaráðu- neytinu og sje því aðalorsökin hjá ráðuneytinu, vegna ógætni þess um geymslu leynilegra skjala. Ný hús hrynja í Prag. Frá Prag er símað : Pimm hæða hús hjer, nýbygð, hrundu í gær. Átján lík hafa fundist í rústunum. Þrjátíu og fimm hafa meiðst hættulega, að því er vitað verður. Sennilegt er talið, að fimmtíu manns sje ennþá í rústunum en vonlítið um, að nokkuð af því fólki sje á lífi eða óskaddað. Prá Kína. Frá Nanking er símað: Chiang- Kai-Shek hefir verið skipaður stjórnarforseti samkvæmt nýju gerðarskránni. Grikkir og Jugoslafar treysta vináttuböndin. Frá Belgrad er símað: Yenizelos &om til Belgrad í gær, og var hon- um tekið af mikilli vinsemd. Blöð- in í Belgrad segja hann þangað kominn til þess að semja um vin- áttu og öryggissamning þann á milli Jugóslafíu og Grikkiands, ®em áður hefir verið drepið á í skeytum, að til stæði að reyna að á. Khöfn, PB. 11. okt. Grikkir og Tyrkir. Frá Aþenuborg er símað: Það ^Tir vakið mikla eftirtekt hjer) stjórnin í Tyrklandi hefir látið 1 . Uós ósk um, að gerður verði ■vináttusamningnr á milli Tyrk- lanrls og Grikklands, áður en Grikkir geri vináttu og öryggis eamninga. við Jugosalfiu og Rúm- eníu. Stjórnin í Týrklandi liefir þess vegna boðið Venizelosi að koma í heimsókn til Angora til þess að semja um grísk-tyrknesk- an vináttusamning. Talið er ólík- legt, að Venizelos þiggi boðið að svo stöddu, liann muni álíta nauð- synlegt, að öil deilumál á tnilli Tyrkja og Griklcja verði útkljáð áður en hann fer í lieimsókn til Tyrkjalanda. -gw—■■»>«»> Úr Borgarfírði. Borgarnesi, PB. 11. okt. Sláturfjelagið er um það bil að liætta slátrun. Mun það liafa látið slátra ca. sextán þúsund fjár og er það lieldur með minna móti. Kaupmenn slátra með meira móti. Hafa þeir sent menn til fjárkaupa um hjeraðið. Er sennilegt, að kaup menn láti slátra í ár að minsta kosti % á móts við’ Sláturfjelagið. Nýlátin er hjer í Borgarnesi Guðrún Þórðardóttir, öldruð kona, vel lát.in og dugnaðarkona. Hiin. verður jarðsungin á mórgun. Nýlátin er af barnsförum kona Guðmundar Bjarnasonar á Hæli í Flókadal, dóttir Jakobs lieitins á' YarmalÉgk. Var um fertugt. Agætis kona, vel látin og möngum að góðu kunn. Bifreiðarferðirnar halda enn á- fram. Þrjár bifreiðir eru nýkomn- ar að norðan, frá Blönduósi. Segja menn, að vegurinn yfir Holtavörðu lieiði sjp betri nú en inn rjettaleyt- ið. Bifreiðaferðum er og enn haldið uppi til Stykkishólms. Yerður ferð um þessum haldið áfram á meðan færð leyfir. Um inntöku í Hv.ítárbakkaskól- ann hafa sótt 85 unglingar, en að eins 60 geta verið við nám í skól- anum. Er þessi aðsókn meiri en áður eru dæmi til í sögu skólans. Skólastjóri er nú Lúðvíg Guð- mundsson og hefir liann getið sjer hið besta orð og má vænta þess að skólinn blómgist undir stjórn hans, ef hann nýtur starfskrafta hans áfram. TJm inntöku í Hvanneyrarskóla munu hafa sótt yfir 40 nemendur. [bandsmálafundur á Akranesi. herrans; hjelt ha.nn því frarn,; að Jónas hefði æfinlega verið skoð- unum sínum trúr og væri skoðun hans óbreytt frá því 1916, að hann fvrst kyntist læriföðurnum. Geta að sjálfsögðu allir tekið undir þessi ummæli Odds, sem eru í fullu samræmi við lýsingu þá, er ifón heitinn Thóroddsén gaf af Jónasi í Alþýðublaðinu 1923; Jónas var sósíalisti 1916 og er það enn. Eitt nýtt lauf bættist við í lár- .viðarsveig æðsta varðar siðga^ðis og rjettlætis á þessum fundi. 1 Hafnarfirði kallaði Jónas alla ánd- stæðinga sína í Tervani-málinu „idiota eða bullur“. Á Akranesi kallaði hann alla síldarútvegs- menn „bölvaða ræfla!“ í fyrrakvöld var að tilhlutan Alþýðuflokksins lialdinn lands* málafundur á Akranesi og var miðstjórnum hinna flokkanna boð- ið á fundinn. Voru þar mættir af hálfu Ihaldsflokksins þeir Magn- ús Guðmundsson, Ólafur Tliors og Pjetur Ottesen, frá Pramsólm Jónas ráðherra, Björn Þórðarson og Guðbrandur „Ij'fsölustjóri“ og frá Alþýðuflokknum Jón Bald., Haraldur og Stefán Jóhann. Fundurinn var mjög fjölmenn- ur, um 5—600 manns og stóð frá kl. 8 um kvöldið til rúml. 4 um nóttina. Voru umræður mjög fjör- ugar og oft harðar. Átti Ihalds- flokkurinn sjálfsagt um % á fund- inum, enda var ræðum íhalds- manna tekið sjerstaklega vel og því betur, sem árásin á stjórnina var harðari. Jónas dómsmálaráðlierra fór mjög halloka á fundinum. í fund- arlok stóð upp gamall lærisveinn Jónasar, Oddur Sveinsson, og rann sýnilega til rifja ósigur ráð- F.jónaástir. Eftir Marie C. Stopes dr. phil. et. sci. ete. Björg C. ÞorlákSon dr. phil. íslenskaði Þarft. verk liáfa þær af hendi leyst, doktorarnir Marie Stopes og Björg Þorlákson. Hin fyrnefnda með samningu þessarar bókar, en hin síðarnefnda með því að ís- lenska hana, svo að íslendingum, bæði giftum og ógiftum, gefist lcostur á að nema lærdóma þá, sem hún hefir á boðstólu.m Dr. M. Stopes er víðfræg fyrir bækur sín- ar um þau efni, er að ástalífinu lúta, enda mun liún vera meðál allra lærðustu manna um þau efni. Og hún er þeim góða kosti búin að geta skrifað alþýðlega um vís- indaleg efni og með hætti, að allir geti skilið og liaft not af, er það vilja. Þessi bók er ágætt dæmi þess, livernig segja má frá þungu efni og vísindalegum rannsóknum, svo að allir eigi hægt með að skilja. Enda er bókin skrifuð handa alþjóð manna með það fyr- ir auguin, að hún geti orðið að sem almennustum notum. Og það er áreiðanlega ekki höfundarins sök, þótt þeim tilgangi yrði ekki náð, heldur lesandanna sjálfra. — Sumir eru svo ístöðulitlir, að þeir mega ekki heyra neitt nefnt, sem að kynferðislífi þeirra lýtur og telja alla fræðslu í þeim efnum óþarfa. Pólki, sem þannig er farið, er sennilega ekki nema raun að því, að sjá *,Hjónaástir“, hvað þá að lesa þær, og hryllir við að sjá sjálfan Amor með boga í hendi framan á kápunni. En guð hjálpi slíkum og þvílíkum körlum og konum og láti smám saman birta í sálum þeirra! „Bók þessi, „Hjónaástir“, fjall- ar um hin almennu atriði viðvíkj- andi ástalífi ungra hjóna, sem að jafnaði sennilega vita mjög lítið hvort um annars eðlisháttu. Snýr bókin máli sínu aðallega að heil- brigðum hjónaefnum, og hjónum, sem vænta sjer gæfu og gengis í hjónabandinu, en vita eigi, hversu til skal liaga.“ Það er víst, að þekking á þess- um efnum er fólki nauðsynleg. Margur maður, bæði karl og kona, ganga út í æfilanga sambúð, án þess að þekkja einföldust.u atriði um kynferðislíf hvors annars og getur slíkt haft hin skaðlegustu áhrif á sambúð þeirra yfirleitt. haft í för með sjer margs konar vonbrigði og óþægindi á báða bóga. En til þess að hjónin geti lifað saman í fullri einungu sál ar og líkama, þurfa þau að skilja og þekkja helstu grundvallarat- riðin í ástalífi hvors annars, livað það er, sem skilur, og livað þeim er báðúin sameiginlegt. Méð því móti verður þeim kleift að lága sig hvort eftir öðru og öðlast það and- lega. og likamlega samræmi, sem er undirstaða liamingju þeii'ra. Jeg hefi lesið nokkrar bækur um þessi efni, en þessa. bók tel jeg tvímælalaust, besta og þá sem lík- legust er til að korna að verulegu gagni. og hiklaust má fullyrða að „Hjónaástir“ er besta bókin um ástarlífið, sem til er á íslensku. Miklar vinsældir liefir hún hlotið erlendis og verið þýdd á 9 tungur, en íslenska er 10 máíið, sem liún hefir komið út á. Það er alt útlit til þess, að bókin sje mjög keypt og lesin hjer. Meðan jeg staldraði við í bókabúð einni örstutta. stund voru keypt 2 eintök af „Hjónaást- nm“ og búðarmaður sagði, að bók- in „rynni alveg út“. Og svo mikið er víst, að jeg hefi átt fult í fangi með að halda í þetta eina eintak, sem mjer hlotnaðist. Margir þurfa að fá bókina lánaða í nokkura daga. Málið á íslensku þýðingunni er yfirleitt gott, lipurt. og auðskil- ið. Er þó talsverður vandi að skrifa um þetta efni á íslensku vegna þess að málið skortir þar þjálfun. Er þá vandinn í því fólg- inn, að rita Ijóst, svo að ekki verði misskilið, en halda þó máíinu inn- an þeirra takmarlta, er sæmileg þykja. Að mínum dómi hefir þýð- anda tekist þetta. .Jeg hafði lesið bók þessa áður bæði á frummálinu, ensku, og einnig í danskri þýð- ingu, og get jeg ekki orðið þess yar, að íslenska þýðingin standi þeim neitt að baki, hvorki um ljósleik nje prúðlegt orðával. Ein- átöku málvillur hefi jeg þó rekist, á, en þær eru fáar og hirði jeg ekki um að telja þær. Allur ytri frágangur á bókinni er hinn snotr- asti. G. J. Eríndl Ouðmundar Kamban nm Ragnheiði Brynjólfsdóttur og Daða. Engin kona í sögu þjóðar vorrar síðan í fornöld mun hjartfólgnari íslendingum en Ragnheiður Bryn- jólfsdóttir. En hvað vitum vjer í raun og veru um örlög hennar eða elskliuga hennarf Saga þeirra er órituð enn. Yfir henni hvílir eigi aðeins helgiblær, heldur og laun- ung, sem ekki hefir verið reynt að skýra. Guðmundur Kamban liefir nú tekið sjer fyrir hendur nm langan tíma undanfarinn, að rannsaka alt sem lýtur að sögu Brynjólfs biskups, Daða og Bagn- heiðar, í innlendum og útlendum handritasöfnum. Hefir hann geng- ið að því með þeirri atorku, sem honum er lagin, við hvað sem hann fæst, og meðal annars lesið spjald- anna á milli frumhandritið að brjefabókum Brynjólfs biskups í Árnasafni — ein 14 bindi, eða um 6000 blaðsíður, í arkarbroti — og er þa§ þó ekki nema lítill hluti af öllum þeim sæg handrita, sem hann hefir orðið að rannsaka — flest íslensk fræði 17. aldar munu hafa orðið á vegi hans. Enda er hann orðinn svo heima í þessum efnum, að furðu má telja. Pyrsti S r ávöxturinn af þessari rannsókn er það erindi, sem hann flytur á sunnudaginn. Þar verður sögð saga þeirra Ragnheiðar og Daða, eftir frumlieimildunum. — Segir hann, að ltomið hafi í ljós við þessa rannsókn, að heimildir, sem allir hafa treyst (t. d. rit sjera Jóns Halldórssonar), liafa hallað rjettu máli í úrslitaatriðum. — í þessu erindi fáum vjer þá að lieyra það, sem vitað verð'ur með fullri vissu um Ragnheiði og elskhuga hennar. Munu margir öfunda oss Reykvíkinga af að hlusta á svo snjallan rithöfund og listamann sem Guðmund Kamban er, taka þetta ógleymanlega efni til með- ferðar. G. P. DMhugasemd við athugasemd. Mætti jeg biðja Morgunblaðið fyrir eftirfarandi leiðrjettingu. Dr. Alexander Jóhannesson hef- ir í athugasemd er birtist í Morg- unblaðinu í dag, fullyrt að styrk- veiting til flugnáms er stjórnin veitti Eggert, syni mínum hafi ver- ið bundin því skilyrði að hann lærði í Þýskalandi, en í þessu skjátlast doktornum, þó kunnugur segist vera. í veitingabrjefinu er ekki nefnt á nafn livar Eggert læri, svo laga- legan rjett mun hann eiga á styrknum ennþá. Doktorínn segir að' hann þafi í símskeyti boðið Eggert tryggingu fyrir 15000 mörkum án áhættu fyrir hann. „Án áhættu“ stóð ekki í skeyti því, sem hann sendi mjer. f öllu öðru en þessu atriði virð- ist dr. Alexander vera mjer sam- mála, þó hann í ýmsu reyni að lita málið og gylla sjálfan sig. Reykjavík, 10. október 1928. Vilhj. Briem. Dagbðk. I. O. O. F. 1 = 11010128V2. Verslunarmannafjelag Reykja- víkur heldur aðalfund sinn í kvöld kl. 8% í Kaupþingsalnum. Stjórnin biður fjelagsmenn að fjöl menna á fundinn. Ný nautgriparæktunarfjelög er nú verað að stofna víða, og er því ákveðið að halda eftirlitsnámskeið í haust hjer í Reykjavík. Það byrj- ar 12. nóv. og endar 8. des. Þeir, sem sækja það frá nýjum eftirlits- fjelögum fá 100—120 kr. styrk til fararinnar. (Freyr). Togararnir. Tryggvi gamli kom frá Englandi í gær. Skipafregnir. Goðafoss og Sel- foss voru væntanlegir hingað í nótt. Fisktökuskipið „TTnion“ fór hjeðan í gær áleiðis til Spánar. Innyflaormar í sauðfje. Sigfreð- ur Guðmundsson í Króki á Rauða- sandi fullyrðir að hann hafi oft drepið innyflaorma í fje með því að gefa því blöndu af blásteins- vatni og cooperdufti; lætur hann eitt pund af blásteini og eitt pund af duftinu í 46 potta vatns. Af blöndu þessari gefur hann lambinu 60—70 grömm, en fullorðinni kind 80—90 grömm. — Bændur í Skot- landi nota blásteinsvatn og gefa inn fje við ormum í meltingar- færum og láta vel af. (Preyr). Klúbburinn Sjöfn heldur dans- leik í Iðnó á laugardaginn. Sjá nánar augl. í blaðinu í dag. SystrOfjelagið Alfa hefir gefið út dánarminningarkort til efling- ar líknarsjóði sínum. Kortin en

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.