Morgunblaðið - 16.10.1928, Síða 4

Morgunblaðið - 16.10.1928, Síða 4
MORGUNBLAÐIÐ Góð snemmbær kýr til sölu. Upplýsingar í síma 233. Höirlebænke. Hövlebænke i alle störrelser, af prima tört Bögetræ, — 3% Al. Spændevidde 60 kr. Katalog til- sendes paa Forlangende. H. Jensen, Trævarefabrik, Svendborg, Fyn. Sokkar, sokkar, sokkar, frá prjónastofnnni „Malin“ eru ís- lenskir, ■ endingarbestir og blýj- astir. Gróðrarstöðin selur ágætar gul- rófur á 6 krónur pr. 50 kg., og matarkartöflur á 10 kr. pr. 50 kg. Sent heim ef óskað er. Sími 780. Gerið svo vel að senda pantanir sem fyrst. Sælgæti allskonar í afarmiklu úrvali í Tóbakshíisinu, Austur- stræti 17. Fjölrita o g vjelrita. Þórdís Briem, Tjarnargötu 24. Sími 906. Ódýrustu og bestu matarkaupin er kjöt og fiskfars frá Fiskmetis- gerðinni, Hverfisgötu 57, — sími 2212. Sent heim. ENSKU og DÖNSKU kennir Friðrik Björnsson, Laugaveg 15. Sími 1225. BUHHHI Rowntrees Coco er ljúffengast og heilnæmast. Mkomið: íslenskt smjttr, Keafa, Egg, Skyr, Nýjlr áwextir. Ódýrasta verslun baejar- Ins i stœrrl kaupum. Gnðm. Jóhanussou, Baldursgötu 39. Simi 1313. góð og ódýp, ennþá dálitið ‘ öselt. Laugaveg 63. Sími 2398 fsl egg, — Jarðepli Verslunin Fram. Lanf»T*c 11. Sími 2296. 95 anra seljum við >/a kg. af Goudaosti feitum og gódum. Tryggvagötu (beint á móti Liver- pool) opin frá 6 f. h. til 8 e. h. hefir sima iooe Meyvant Sigurðsson. Stefán Gunnarsson kaupmaður flytur ekóverslun sína í dag í hið nýja hús sitt, Austurstræti 12. Jarðarför Jóhannesar Sigurðs- sonar frá Steinhúsinu fer fram í dag og hefst með húskveðju í Grimsby 2, á Grímsstað'aholti kl. !%• , , Alþýðufræðsla U. M. F. Yelvak- andi. Fyrirlestri dr. Björns Þórð- arsonar, sem átti að vera í gær- kvöldi, var frestað til föstudags. Verða fyrirlestrarnir allir haldnir á föstudagskvöldum, en mánudags fyrirlestrunum slept, vegna þess að sýnt þykir að ekki fáist næg aðsókn að hverjum fyrirlestri til að fylla Nýja Bíó tvisvar. Chaplin-myndin ágæta, sem sýnd hefir verið í Nýja Bíó að undanförnu, verður sýnd börnum í kvöld kl. 7%. Háskólafyrirlestrar. — Kl. 6 í kvöld flytur Georg Christensen fyrirlestur í Kaupþingssalnum um Jakob Knudsen, eitt hið' merkasta skáld Dana. Ritverk Knudsens eru mörgum kunn hjer á landi og mnn því margan fýsa að heyra hvað Christensen; hefir um hann að segja. Glas af vatni. Sýning Leikfje- lagsins fórst fyrir í fyrrakvöld. Var frú Guðrún Indriðadóttir las- in og treystist ekki til að leika. Almennur fundur presta og sóknarnefnda hefst á morgun með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. — Ólafur prófastur Magnússon í Amarbæli prjedikar. Á eftir hefst fundurinn í húsi K. F. U. M. og flytur biskup þar erindi. Á eftir flytur frú Guðrún Lárusdóttir er- indi um störf kvenna að andlegum málum, en Jóhannes Sigurðsson formaður Sjómannastofunnar seg- ir ferðasögu. Um kvöldið kl. 8% flytur Ólafur ólafsson kristniboði erindi í Dómkirkjunnii um aftur- hvarf og endurfæðingu. Fundur- inn heldur svo áfram fimtudag og föstudag. Auk venjulegra fundar- manna eru blaðamenn, uppgjafa- prestar, konur þeirra og prests- ekkjur velkomin á fundinn. Mokfiski hefir verið' undanfama daga af smokk á Sandi og síld í Ólafsvík, og fiskafli hefir verið þar. góður að undanfömu. Vona Skólabæbnr og aörar nauösyn ar námsfólks í Bókav. Sigf. Eymundssonar VALET Hverri Valet rakvjel fylgir ól til að brýna blöðin á í vjelinni sjálfri, svo ekki þarf sjerstakt brýnsluáhald með henni eins og öðrum rakvjelum. Hún er fyrir- ferðarminni 'og hentugri á ferðalögum en aðrar rakvjelar. Skoðið nýju gerð- irnar. Þær kosta nú orðið ekki meira en algengar rakvjelar. Gluggatjölö og Gluggatjalðaefnl afarmlkiö úrval, Terslnnin Bjttrn Kristjánson Jttn Bjðrusson & Co. 65 teg. Bollapör frá 0.35. Vatnsglös 0,25. — Glerdiskar 0,25. — Skálasett (6 st.) 3.25 — Tekatlar 2.50. — Mjólkurkönnur (1 Itr.) 1.65, — Tebox 0.25. — Glerskálar 0,35. — Vínglös 0.25. Ódýrar selur enginn en K. Eiotarsson & BJörnssoifi. Bankastrceti II. Morgnnblií ií fæst á Laugavegi 12 menn það að vel mun fiskast fram eftir vetri þar sem nú er til næg og góð beita. Rit íslandsvinafj elagsins (Mitt- eilungen der Islandfreunde) októ- berheftið, er nýkomið hingað. Það hefst á grein eftir Bmil Sonne- mann um för' hans til Vestmanna- eyja í sumar. Næst er fyrirlestur sá, er dr. Alexander Jóhannesson flutti um borð í þýska skemtiskip- inu „Berlin“ í sumar. H. Erkes ritar um Vínland og Hvítramanna- land. Svo er grein um íslensku deildina á blaðasýningunni í Köln. Næst er minst fráfalls dr. Valtýs Guðmundssonar og ýmislegt fleira. Hjúskapnr. Síðastliðið sunnu- dagskvöld voru gefin saman í lijónahand af sjera Friðrik Hall- grímssyni ungfrú Þórveig S. Ax- fjörð' og Jens Guðbjörnsson bók- bindari. Halldór Hansen læknir liefir á- kveðið að taka sjer kvíld frá lækn isstörfum 5—6 mánaða tíma. Ríkarður Jónsson söng í sumar inn á grammófónplötur bjá Po- lyphonfjelaginu í Berlín 10 ísl. rímnalög. Plöturnar munu lcoma hingað með næstu skipum. Síðustu Chaplínmyndina sýnir Nýja Bíó þessi kvöld, og er ekki að efa að margir bæjarbúar vilji sjá Chaplin enn einu sinni, og fá sjer hressandi hlátur. En það er með Chaplin eins og æfintýra- skáldið H. C. Andersen, að myndir hans og leikur er bæði gaman og alvara, bæði fyrir börn og full- orðna. Börn og unglingar gleðjast ýfir skopinu og glensinu, en þeir sem reyndari eru skygnast í al- vöruna á bak við alt saman. Chap- lin er óviðjafnanlegur á sínu sviði. f sambandi við hinn almenna pr'esta- og sóknarnefndafund, er haldinn verður hjer í bænum nú í vikunni; flytur sjera Ólafur Ól- afsson frá Kvennabrekku guðs- /þjónustu í Hafnarfjarðarkirkju kl, 8y2 á miðvikudagskvöldið, og á sáma tíma á fimtudagskvöld, flyt- ur Ólafur Ólafsson kristniboði þar erindi. Sjómannaást heitir mynd sú er Gamla Bíó sýnir í kvöld, og leika þau aðalhlutverkin John Barry- more og Dolores Costello. — Er myndin tekin eftir frægri skáld- saga, en lýsir jafnframt lífi og Moby Diek, og er spennandi ástar- saga, en lýsir jafnfram lífi og svaðilförum hvalveiðamanna. A leynistigum. •— Jú, syaraði liún og ltinkaði kolli. — Jæja, þá segjum við að það sje ákvaðið. Og þegar þið liafið talað saman eins og ykkur sýnist, þá leitum við hófanna um það hvort hún vill ekki láta okkur fá eitthvað af gimsteinum sínum. Það er ekki óhugsandi að hún geri það fyrir yðar orð', en jeg þykist viss um að hún lætur ekki þröngva sjer til þess. Og vilji hún ekki láta neitt af hendi rakna, þá gerir það svo sem ekkert til. Þjer eruð nógu rík, eða er ekki svo? Peningar yð- ar geta nægt fyrst í stað. Og þjer megið treysta því, að jeg kann að ná í peninga. Ógrynni af pening- um, þegar á þarf að halda. Jeg þekki annað alþjóðafjelag, sem er nærri því eins gott og okkar fje- lag. Það hefir hvað eftir annað viljað ná í mig, og ef jeg geng í það', þá get jeg gert það öflugt. Það skal verða voldugasta alheims fjelagið. Jeg hefi líka sambönd í Argentínu, svo að þjer sjáið að við þurfum ekki að vera á flæði- skeri með fje. Þjer skuluð fá að velta yður í gulli. Og perlur og gimsteina skuluð þjer fá miklu fallegri en þá, sem vinkona yðar á geymda hjer. Jeg skal--------- Hafði Litta lilustað á alt þetta? Hvernig dirfð'ist hann að mæla slíka óhæfu? Hún hafði að vísu heyrt svipað áður, af vörum André de Malsabre. Páll Sergine var ó- mentaður, illa innrættur og hálf- viltur, en hann var þó ekki spilt- ari en hinn stórættaði heimsmaður. Þeir voru báðir dýr. Kallmenn voru ekki annað en dýr. Og' svo hafði hún af frjálsum vilja geng- ið í greipar þessara óþokka, þess- ara lygara! Páll hjelt áfram að tala. Hann kom með uppástungur, sem við- bjóðslegt var að hlusta á. Og hann færði sig altaf nær henni, með' ó- geðslegt bros á mongólaandlitinu og logandi girnd í augúm. Það angaði af honum áfengislykt og fingur hans voru gulir af tóbaks- eitri. Viðbjóðslegt! Andstyggilegt! Litta varð að loka augunum, þvL að henni fanst sem hiui mundí. hníga í ómegin. En það var ekki nema snöggv- ast. Þegar hún opnaði augun aft- ur, sá hún glas, hálft af víni. Hún gieip það og þeytti því beint fram an í Sergine. Hann bar hönd fyrir höfuð sjer. Glasið datt á gólfið og fór í mola, en vínið liafði lent framan í hann og rann í lækjum niður andlitið. Hann rak upp ösk- ur og stóð svo eins og steini lost- inn, en Litta hljóp fram að glugg- anum og gat opnað hann. En hún var ekki nógu fljót. Páll náði henni. Og nú var hann ekki lenguí mjúkur í máli og blíður á svip. , Nú hafði villudýrsæði Slafans náð yfirhönd. Þessi kona — kona —- dirfðist að bjóða honum byrginn! Hann var svo reiður að hanH gleymdi allri varkárni. Hann greip heljartaki um úlfliðinn á Littu og dró hana burtu frá glugganum- Hún rak upp hljóð um leið og hann dró hana inn í herbergið aft- ur. Því að þá stuttu stund, sei» | húö stóð við gluggann, hafði. húH'’

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.