Morgunblaðið - 01.11.1928, Page 3

Morgunblaðið - 01.11.1928, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ Btofnandi: Vllh. Flnsen. Otgefandi: FJelag 1 Reykjavlk. Rítstjðrar: Jðn Kjartansson. Valtýr Stefánsson. AuElýsingastJðri: E. Hafberg. Bkrlfstofa Austurstrœti 8. Siasl nr. 600. Auglýsingaskrifstofa nr. 700. Heimaslmar: Jðn Kjartansson nr. 742. Valtýr Stefánsson nr. 1220. E. Hafberg nr. 770. Aakrlftagjald: Innanlands kr. 2.00 & mánuSl. Utanlands kr. 2.50 - —— I lausasölu 10 aura eintaklO. Spillingiii mesta. ErlendBr símfregnir. „^eppelin greifi“ lendir í hrakningum. Frá Berlín er símað: Stormar og xigningar á Atlantshafinu hafa seinkað loftskipinu „Graf Zeppe- lin“. Hefir það orðið að' fljiiga krókaleiðir til þess að sneiða hjá verstu óveðurssvæðunum. Afstaða loftskipsins var í gærkvöldi fim- tíu gráður norðlægrar lengdar og 'þrjátíu vestlægrar' lengdar. Kosningar í Sviss. Frá Bern er símað: Við kosning- arnar til efri deildar svissneska þingsins fengu frjálslyndir demo- kratar tuttugu og eitt þingsæti. Unnu þeir eitt þingsæti. Kaþólskir íhaldsmenn fengu átján þingsæti. Ohreytt aðstaða. Socialistar 0. — Töpuðu þeir tveimur. — Bænda- flokkur fjekk þrjú þingsæti, vann eitt. Flokkur liberaldemokratá' og Socialflokkur fengu sitt þingsætið hvor. Óbreytt aðstaða. Kosningar ,í Englandi. Frá London er síihað: Úrslit aukakosningar í Ashtonkjördæmi urðu þau, að, verkamenn unnu kjördæmið frá íhaldsmönnum. I Stjórnarskrá á Spáni. Frá Madrid er símað: Löggjaf- arþingið var sett í gær. Yanguas, forseti þingsins skýrði frá því, að þingið ætlaði að ræða nýja stjórn- arskrá, sem ekki á að vera eftir- líking stjórnarskráa annara landa. j Robert Lansing látinn. Frá Washington er símað: Ro- bert Lansing, fyrverandi utanrík- isráðherra, er látinn. (Robert Lansing var fæddur 1864. Hann var lögfræðingur og sjerfræðingur í þjóðarjetti. Hafði oft á hendi þýðingarmikil störf, snertandi utanríkismálastarfsem- ina fvrir stjórnina í Bandaríkjun- um. Hann varð utanríkismálaráð- herra í stjórnartð Wilsons, í júní 1915 er William Jennings Bryan vildi ekki skrifa undir aðra mót- mælanótu Bandaríkjanna út af því að Þjóðverjar söktu Lusitaniu. — Lansing tók þátt í friðarstefnunni í París 1918—19, ásamt Wilson forseta og skrifaði undir Yersala friðarsamningana. Vann að stofn- un Þjóðabandalagsins ásamt Lord Robert Cecil og Colonel House. Fór frá vegna sundurþykkis við Wilson, Lansing var álitinn með meikustu stjórnmálamönnum Bandaríkjanna á síðUstu tímum. Hann skrifaði nokkrar bækur, t. d. „Government, its origin, growth and formation in U. S. A.“ — Hann var og meðútgefandi ,Ameri- can Journal of International Law“). I. Óhug miklum sló á alla hugs- andi menn, er þeir lásu skýrslu Morgunblaðsins um bitlinga þá, sem stjórnin hefir úthlutað til sinna stuðningsmanna á Alþingi. Að vísu vissu menn nokkur deili þess áður en skýrslan kom út, að stjórnin hafði rjett ýmsum flokksmönnum á Alþingi bein, en þau býsn komu mönnum gersam- Iega á óvart, að nálega allir stjóm arliðar á þingi væru komnir að bitlingajötunni. En sjón var sögu ríkari. Hinir „hlutlausu!“ stuðnings- menn stjórnarinnar á þingi, só- síalistar, eru fimm að tölu; þeir hafa allir fengið bein. Eru beinin nokkuð misjöfn að gæðum, en þó skiftir sú upphæð þúsundum króna, sem hver einstakur hefir hlotið. Auk þessara vildarvina stjórnarinnar voru á beinaskránni talin nöfn 9 Framsóknarflokks- manna. Koma þar hinar ótrúleg- ustu tölur í ljós; m. a. sjest þar að alþingismaður leyfir sjer að taka 12 þúsund krónur fyrir 3 mánaða starf! Ógerningur er, enn sem komið er, að gefa nokkra IH. heildarskýrslu um það, livað þessi Því miður lítur út fyrir, ~ að beinaúthlutun til þingmanna kost- þegár sje Ivominn í lj ós ávöxtur ar ríkissjóðinn eða aðra opinbera þeirrar spillingar, sem er að festa sjóði. En vafalaust nemur sú rætur á Alþingi. S ka að ])essu upphæð mörgum tugum þúsunda vikið nokkúð nánar. árlega. A skránni voru taldir fjórtán þingmenn auk ráðherranna 3; verða, það 17 alls. En í raun o; veru má bæta við á skrána þrem- ur Jiingmönnum úr stjórir arliðinu, þar sem þeirra nánustu hafa verið settir að bitl- ingajötunni. Þessir menn eru Lár- us Helgason, þm. V.-Skaft., Magn- ús Torfason 2. þ. Árnes. og Þor- leifur Jónsson þm. A.-Skaft. Son- ur Lárusar í Klaustri fjekk síðast- liðinn vetur ríflegan utanfarar- styrk hjá stjórninni; og þegar hann kom heim úr siglingunni beið hans hálaunuð staða við á- fengisverslun ríkisins. Dóttur M Torfasonar hefir verið falið eft- irlit með lyfjabúðum landsins, en jafnframt hefir hún fengið leyfi til þess að reka lyfjabúð hjer í bænum! Þá hefir dómsmálaráð herrann að sögn, verið svo hugul- samur við son Þorleifs í Hólum að kaupa af honum nokkur mál- verk fvrir ríkissjóðs fje! n. Bitlingaaustur stjórnarinnar til sinna stuðningsmanna á Alþingi er eittlrvert alvarlegasta stjórn málahneykslið, sem upp hefir kom ið í seinni tíð. Nálega allir þing menn í liði stjórnarinnar hafa notað aðstöðu sína á Alþingi, til þess að tryggja sjálfum sjer (eða sínum nánustu) bitling, einn eða fleiri, af opinberu fje. Nú ber þess að gæta, að bitl- ingagjafir stjórnarinnar ná miklu lengra en til stuðningsmannanna á Alþingi. Aragrúi af stjórnargæð- ingum utan þings hefir einnig ver- ið settir að bitlingajötunni. Ef fulltrúar þjóðarinnar á Alþingi gerðu skyldu sína mundu þeir láta stjórnina sæta ábyrgð fyrir þetta athæfi. En dettur mönnum í hug, að Alþingi, eins og það nú er skipað, geri skyldu sína í þessu efni? Halda menn, að þeir 20 þm., sem standa sjálfir við bitlingajöt- una, rísi upp og krefji stjórnina ábyrgðar fyrir óleyfilegan fjár- austur af almannafje? Nei; menn geta reitt sig á, að þessir þingmenn láta stjórnina í friði þrátt fyrir hin mörgu og stóru afbrot hennar.Því færu þess- ir menn að hreyfa sig, mundi stjórnin óðara minna þá á hvað þeir hafa sjálfir gert. Hún mundi minna þá á, að þeir stæðu sjálfir við bitlingajötuna, þeir væru því orðnir samsekir. Og því verður ekki neitað, að' stjórnin liefði rjett fyrir sjer í >essu efni. Þingmennirnir eru vökumenn þjóðarinnar; þeim ber skylda til að liafa vakandi auga á athöfnum og gerðum stjórnar- innar. Sjái þeir stjórnina aðhafast eitthvað, sem er óleyfilegt, er þeiira skylda að hefjast handa. Vanræki þeir þessa skyldu, eru þcir ótrúir vökumenn. En noti þeir aðstöðuna á Alþingi til styrktar eigin hagsmunum þá eru þeir sjálf ir orðnir brotlegir. Á síðasta þingi fluttu stjórnar andstæðingar þingsályktunartil- lögu í sameinuðu þingi, þar sem dpmsmálaráðherra var víttur fyrir að hafa brotið varðskipalögin, lög, sem hann sjálfur átti að gæta. Ef þingmenn hefðu viljað halda virð'ing Alþingis óskertri, áttu þeir að sjálfsögðu að sam þykkja ályktun ])essa. En hvað gera stjórnarliðar ? Þeir vísa álykt uninni frá með dagskrártillcgu, sem fór með vísvitandi ósannindi! í stað þess að þurka út þann blett sem dómsmál aráðherra hafði sett á Alþingi, setja stjórnarliðar nýj an blett á þingið, enn svartari en þann fyrri! Annað dæmi má nefna. í 26. at hugasemd endurskoð'enda Lands reikningsins fyrir árið 1926 (sem la fyrir síðasta þingi), er skýrt frá því, að reikningshaldari og sölu- stjóri steinolíuverslunarinnar (sem rfkið rak þá) á Seyðisfirði skuldi aðalversluninni um 100 þús. kr. Er sagt berum orðum, að svo líti út, sem reikningshaldari ])essi hafi í árslok 1925 verið kominn í ná- lægt .110 þús. kr. sjóðþurð og þessi skuld stafi þar frá. Skor'uðu endurskoðendur á stjórn og þin að láta rannsaka þetta mál. Nú munu menn minnast þess, að' á þessu sama þingi (1928) Ijetu stjórnarliðar hafa sig til þess ó happaverks að ofsækja ýmsa em bættismenn og opinbera trúnaðar menn ríkisins, sem höfðu það eitt „til saka“ unnið að hafa aðra skoðun á þjóðmálum en núver andi stjórnarfloklcar. Stjórnin sjálf hjelt svo áfram uppteknum hætti, þar sem hún gat því við komið. Hefir þannig tekist að flæma fjölda manns úr stöðum sín um, en í staðinn hafa verið settir pólitískir gæðingar stjórnarinnar. En þrátt fyrir allar þær bylt- ingar. sem orðið' hafa á starfs- mannaliði ríkisins síðan núverandi stjórn settist við stýrið, vita menn ekki til þess að haggað hafi verið við reikningshaldara steinplíuversl unarinnar á Seyðisfirði. Ekkert er aðhafst til þess að rannsaka þá gífurlegu skuld, sem maður þessi var kominn í. Endurskoðendur LR fullyrða, að þarna hafi verið um stórkostlega sjóðþurð að ræða. En stjórnin og hennar lið þykist hvorki lieyra nje sjá, þegar ])etta mál er á dagskrá! Þriðja dæmið skal einnig nefnt. Hinn nýi forstjóri Áfengisverslun- ar ríkisins, Guðbrandur Magnús- son úr Hallgeirsey, hefir lýst því ’fir á fundum í liaust, að flestir (eða allir?) útsölumenn áfengis- verslunarinnar. sem reknir voru fi'á stöðum sínum, hafi verið komn ir í stórkostlega skuld við versl- unina. Ekki hefir Guðbrandur þó enn fengist til að birta skýrslu um tessar skuldir. En það' v-akti eigi litla eftirtekt, Jiegar verið var að ,hreinsa til“ í áfengisversluninni, að útsölumaðurinn á Akureyri var látinn sitja kyr. Á einum. fundin- um var Guðbrandur um það spurjð ur, livort þessi maðnr hefði ekk- ert skuldað. Því var ekki svarað og er ósvarað enn. Nú hefir Mbl. verið tjáð, að' tveir útsölumajma hafi skuldað áfengisversluninni töluyert fje; annar ])eirra var út sölumaðurinn í Hafnarfirði, en hinn var útsölumaðurinn á Akur- eyri. Útsölumaðurinn í Hafnarfirði var látínn fara ; en útsölumaðurinn á Akureyri situr kyr ennþá! Hvað hefir ráðið þessum gei’ðum stjórn arinnar? Mundi stjórnmálaskoðan- ir mannanna nokkru hafa ráðið'? Er skorað á Guðbrand að gefa þjóðinni skýrslu um þessa merki- legu stjórnarfrainkvæmd. Loks má enn nefna eitt dæmi Nokkru eft-ir stjórnarskiftin síð- ustu sannaðist það, að annar stuðningsf lokkur st j órnarinna r naut styrktar af erlendu fje 1 stjórnmálastarfa hjer á landi (danslri styrkurinn til Alþvðu • flokksms). Þegar þessi óhæfa vitn aðist, liugðu menn að allir stjórn málaflokkar íslenskir yrðu sam taka um að fordæma athæfið: En hvað gerði stjórnarflokkurinn ? Hann afsakar hneykslið og gerir stjórnmálasamband við þann flokk sem lifir á erlendu snýkjufje! Á dæmum þeim, sem nefnd voru hjer að framan, ætti þjóðinni að vera l.jóst hvílíkur háski yfir henni vofir, ef vökumenn liennar, full trúarnir á Alþingi, ekki gegna skyldu sinni. Ábyrgðin á stjórn ríkisins hvílir í raun og veru ekki þeim mönnum, sem stjórnar störfum gegna, heldur þeim þin meirihluta, sem stjórnina styður Þjóðin verður því vel að gæta ])ess að einstakir þingmenn aðhafist ekkert það, sem getur veikt þeirra aðstöðu gagnvart stjórninni. En þar sem svo er komið, að flestir stjórnarliðar á Alþingi hafa þegið launuð aukastörf hjá stjórn inni, ætti þjóðinni að vera ljóst að slíkir menn geta' ekki lengur talist öruggir vökumenn hennar, Bergenska. Ferðaáætlun „Lyra‘ fyrir næsta ár er komin út. Hún er stutt og laggóð: Skipið fer frá Bergen fimtudaginn 3. janúar og síðan altaf annan hvorn fimtudag, en liina fimtudagana er burtfarar- dagur þess frá Reykjavík. Stllrt Otvil af Borð- og Oívanfeppam úr plydsi verður tekið upp í dag. Hlðunoðinn kiöthraff islenska framleiðslu selur ggfaMúð Sláturfjelaisins. Langaveg 42. Hími 812. lý lifisr og dilkakjtti. epðybreið. Sími 678. Dísa Ijósálfur | Æfintýr með 112 myndum Vinsælasta barnabókin. 9 Dagbðk. Veðrið (í gær kl. 5): Háþrýsti- svæði og stilt veður milli Færeyja og Austfjarða, en lægð yfir Eng- landi og önnur við Austurströrd Grænlands, skamt suður af Ang- magsalik. Vindur hvass norðan á vestanverðum Bretlandseyjum, en allhvass sunnan hjer á Vestur- landi. Lægðin við Grænland fer vaxandi og virðist stefna norð- austur eftir. Veldur hún S-livass- viðri hjer vestanlands um leið og hún gengur fram hjá, en síðan verðnr vindnr suðvestlægur með skúraveðri. Veðurútlit í dag: Allhvass S fram eftir deginum, en síðan minkandi SV-vindur. Regnskúrir. Hlýrra. Landssíminn. Sú breyting verð- ur á í dag, að upp frá þessu verð- ur 1. flokks landssímastöðvum lok að' klukkan 9 á kvöldin, en ekki klukkan 10, eins og verið hefir í sumar. Saga Reykjavíkur. Eins og kunnugt er, hefir Klemens Jóns- son fyrverandi ráðberra ritað sögu Reylrjavíkur og ætlar bæjarstjórn að gefa hana út. Er því máli nú svo langt komið að byrjað er að undirbúa prentun bókarinnar. Bifreið næturlækna. Fjárbags- nefnd liefir lagt til við bæjarstjórn að veitt sje ákveðin- upphæð til áramóta til þess að kosta bifreið handa næturlækni', að því tilskildu að ákveðinn læknir sje til taks á hverri nóttu. Ljósmæður bæjar- ins, binar skipúðu, liafi not af bif- reiðinni ef svo ber undir. Kvæðakvöld í Hafnarfirði. — Þeir Sigvaldi Indriðason og Rík- ai’ður Jónsson ætla að skemta

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.