Morgunblaðið - 02.11.1928, Side 2

Morgunblaðið - 02.11.1928, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Spaðkjöt. Httfum enn nokkrar tunnsir af fyrsfa flokki lykursttltuðu dilkakjttti frá Breiðafirði. Fðum Vopnafjarðarkjttt með Esju nœst. Best a<5 auglýsa í Morgunblaðinu. Uppboð. Eftir kröfu bæjargjaldkerans í Reykjavík og að undangengnu lögtaki, verður mótorbáturinn „Færder“ seldur við opinbert uppboð, er haldið verður við Hauks- mánudaginn 12. þessa mánaðar klukkan 10 f. h. Bæjarfógetinn í Reykjavík, 1. nóvember 1028. Jóh. Jóhssnnesaon. Uppbo Eftir kröfu Garðars Þorsteinssonar cand. jur. og að undangengnu fjárnámi, verður bifreiðin RE 96, seld við opinbert uppboð, sem haldið verður á Lækjartorgi, föstu- daginn 9. þessa mánaðar klukkan 1 eftir hádegi. Bæjarfógetinn í Reykjavík, 1. nóvember 1928. Jóh. Jóhannesson. ÐRAGÐIÐ mm IQRLIKI Enn er eftir nokkuð af vetrarkðDum kwenna og barna, sem seljast nú með miklum afslœttl. Breikknu Fríkirkjuvegar og Skálholtsstígs. Á bæjarstjórnarfundi í gærkvöldi skýrði settur borstj. frá hvernig á því stóð að fasteignanefnd vildi ekki kaupa lóð Sigurðar Thorodd- sens til breikkunar á Fríkirkju- vegi og Skálholtsstíg fyrir 12 kr. fermetra, en kaus beldur að taka hana eignarnámi. Öll lóð Sigurðar Thoroddsens er 1925 fermetrar og er fasteignamat á henni allri 12 kr. fermetri. Bn Fríkirkjulóðin, sem er næst fyrir sunnan, er metin á 16 kr. fermetri, og lóð Bama- skólans, sem er næst fyrir norðan, er metin á 17 kr. fermetri. Hvem- ig stendur á að miðlóðin er ekki metin hærra en 12 kr. fermetri, ef það er ekki vegna þess að sú kvöð liggur á henni, að taka þarf nokkuð af henni undir götur? — Það sem bærinn þarf til götu- breikkunarinnar eru 865 fermetr- ar. Sje lóðin sem þá verður eftir, 1060 fermetrar, matin eins og hin- ar lóðirnar, eða kr. 16.50, svo í farið sje bil beggja, þá ætti verðið á þeirri lóð, sem bærinn þarf að fá undir göturnar að vera kr. 6.50 fermetri. Haraldi Guðmundssyni og Ólafi Friðrikssyni þótti það ákaflega viðurlitamikið að láta taka lóð þessa eignarnámi, nema sleginn væri sá varnagli, að bærinn þyrfti ekki að kanpa hana ef matið þætti of hátt. Og það væri svo sem ekki að vita hvernig matið kynni að verða! Betra væri að bíða með þetta, jafnvel nokkur ár', því að elckert lægi á. Var lítt skiljan- legt samræmi í hugsun þeirra. — Þeir halda því altaf fram að lóðir muni hækka stórum í verði ár frá ári, en nú vilja þeir bíð'a með þetta og sjá hvað setur — af sparnað- arástæðum fvrir bæjarins hönd! Skilji hver það sem getur. Málinu var frestað. Útvarpið í grein sinni um útvarpið segir hr. Gunnar Bachmann, að hænn sje sannfærður um, að 5 kw. út- varpsstöð „fullnægi ekki lands- mönnum“, og að hann muni þar vera annarar skoðunar en margir sjerfræðingar. Þar sem hann segir ekkí hverjir -þessir mörgu sjerfræð ingar sjeu, hafa margir, sem eð'li- legt er, skilið þetta svo, að þar sje m. a. átt við mig, og gefur þaS mjer tilefni til þessarar athuga- semdar. Skoðun sú, sem Bachmann setur þarna fram, um 5 kw. stöðina er ekki hans, heldur nún, og ljet jeg hana í Ijósi á stjórnarfundi í „Fjel. útvarpsnotenda“ síðastliðið vor; sagði jeg eitthvað á þá leið, að þótt 5 kv. hafi fyrir 3 árum verið talið mikið afl fyrir útvarpsstöð, að þá sje öðru máli þar um að gegna nú. Mjer er kunnugt um, að þangað til jeg 1 jet þessa skoðun í ljósi var Bachmann sannfærð'ur um, að 5 kw. stöð væri endamark það er við ætturn að keppa að. Annars er það aðeins tal út í loftið, að vera að ræða um stærð' útvárpsstöðvar neðan ekki hafa verið gerðar neinar sviðsstyrkleikamælingar, og einkum þó meðan óvíst er, að hún komi nokkurn tíma — eins og alt virðist nú benda til. Það hefir oft komið fyrir, að menn hafa reynt að „slá sjer upp“ á því að tileinka sjer skoðanir annara, en jeg hefi ekki fyr en nú rekið mig á það gert jafn ræki- lega og nú, sem sje að gefa í skyn að jeg sje andvígur þeirri skoðun sem jeg hefi látið í ljós í hóp nokkurra manna. O. B. Arnar. Dnktorsrifgerðarvörn Gunnlaugs Claessen læknis Hinn 13. október s.l. varði Gunnlaugur Claessen í „Karolinska Institutet“ í Stokkhólmi doktors- ritgérð sína, sem fjallar um það hvernig megi finna sulla í mönnum með röntgensaðferð. Þótti það tíð- indum sæta í Stokkhólmi að ís- lcnskur vísindamaður skyldi koma þangað í þessum erindagerðum, og eins hitt, að dr. Claessen hafði numið sænsku svo vel, að vart mátti heyra á framburði hans að hann væri útlendingur. Hafði það og orðið' hljóðbært, að ritgerð hans væri mjög merkileg, og var hvert sæti skipað í salnum. G. Claessen dr. er lærisveinn Gösta Forsells prófessors og var það forgöngu prófessorsins að þakka, að hann fekk að verja dokt orsritgerð sína í Svíþjóð. Prófes- sorinn var einnig fyrsti andmæl- andi, og mátti heyra á honum að hann. var stoltur af þessum læri- sveini sínum. Annar andmælandi var dr: E. Perman við Maríuspít- alann. Talaði hann um ritgerðina frá sjónarmiði skurðlæknisins og hrósaði henni mjög og áhuga dr. Claessens. Þriðji andmælandi var dr. Dag Strömbeck. Talaði hann á víð' og dreif, eins og þriðji andmælandi á ao gera, en að lokum ávarpaði hann dr. Claessen á íslensku, vott- aði honum virðingu sína og árnaði honum heilla. Jösep Hiifjlrð. Svo sem sjá má af auglýsingu, ætlar Jósep Húnfjörð skáld að kveða í Nýja Bíó á sunnnudag. Hann er, svo sem kunnugt er, einn af mestu kvæðamönnum þessa lands. Hefir hann alloft látið til sín heyra undanfarin ár á ýmsum skemtisamkomum og sjúkrahúsum, og má það' honum til lofs segja, að hann hefir oftar kveðið öðrum til ánægju en sjer til fjár. Ágóð- ann af þessari skemtun ætlar Jós- ep að láta renna í byggingasjóð Gamalmennaheimilisins, og er það vel farið, að menn geta gert tvent í einu, að ujóta góðrar skemtunar, og styðja þó um leið ágætt mál- efni. J. M. „Enginn getur frekar lofað þvl að elska eða elska ekki, en hann getur lofað því að lifa lengi. Því einu getur hver maður lofað, að láta sjer ant um lifið og ást- ina“. — Ellen Key. Hjónaástir fjalla um ástalif heilbrigðs fólks. Nauðsynleg bók á hverju heimili. Rukaniðurjðfnun Skrá yfir aukaniðurjöfnun út- svara, er fram fór 22. fyrra mán- aðar, liggur frammi almenningi til sýnis í skrifstofu bæjargjaidkera, Tjarnargötu 12, frá 2.—16. þ. m., að báðum dögum meðtöldum. — Skrifstofan er opin kl. 10—12 og 1—5, (á laugardögum þó aðeins kl. 10—12). Kærur yfir útsvörunum sjeu komnar til niðurjöfnunarnefndar á Laufásve^i 25, áður en liðinn er sá tími, er skráin liggur frammi, eða fyrir klukkan 12 að kvöldi hinn 16. þessa mánaðar. Borgarstjórinn í Reykjavík, 1. nóvember 1928. Guðm. Ásbjömsson settur. 2 slMMeril samligglantlt, wid Auslur- stpseli, gpu lil leigu fpá áramólum. Upplýsingap i sinta 1980. Drengur. Ouglsgan dpong og wand aðan wantap i bakapilð á Skjaldbpeið. I . - ... Eflið ii • • íslenskan |j iðnað. ij ötsala é mttcgum mislilum karl- mannafttlæm. Fatabúðin. ÖdýrL Nýtl kjttl, Saltkjfit, Reykl kjðl, Kaefa, Tólg, Smjttp, Oslap, Pylsup. F i i i i n n , Laugaveí; 79, sími 1551. Stndelsaker eru bíla bestir. B. S. R. hefir Studebaker drossiur. B. S. R.|hefir|fastar ferðir til Vífilsstaða, Hafnarfjarðar og austur í Fljótshlíð alla daga. Afgreiðslusím&r: 715 og 71i. Bifreiðastöð Reykjavfkur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.