Morgunblaðið - 12.04.1929, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.04.1929, Blaðsíða 4
4 M 0 R G U N BLAÐIÐ Vænti svara beggja, og læt í bili útrætt um þetta hneykslis- mál. Rjettarmorð. — Sjálfstæðismorð Af öllu illu, sem gerðist á síð- asta Alþingi voru ummæli dóms málaráðh. um Hæstarjett lang verst. Þegar verið var að ræða frv. til laga um varnir gegn prent- uðum ummælum sagði J. J. að Hæstirjettur dæmdi dóma, „sem ganga hver ofan í annan“. Hann gaf í skyn að dómar rjettarins væru ,,gerræðisfullir“ og „ofan í líkur“ væru ,,rjettarhneyksli“. Loks sagði ráðherrann: „Þessir tveir dómar eru blett- ur á íslensku rjettarfari, þeir eru það sem ein frændþjóð okk- ar kallar Justits-morð“. Mjer hnykti við þegar jeg heyrði þessi orð. I sumar hefi jeg verið á mörg- um fundum með J. J. Aldrei sýnt honum vægð. En yfir þessu þagði jeg. Sjerhver andstæðing- ur hlaut að meta meir að leyna þessu en að vega að andstæðing. Þegar jeg að afloknum fund- um Ias svo Þingtíðindin, sá jeg að þessi ummæli voru óbreytt. — Þar stóð „justits-morð“ — rjettarmorð. J. J. breytir því, sem honum sýnist í ræðum sínum. En svo hófiaus er óskammfeilni hans, að þessi orð ljet hann óbreytt standa. Hvernig getur svívirðingin tylt sjer hærra? Þetta er þjóð- arskömm. Við Ihaldsmenn erum í eld- húsinu. Framsókn verður að þvo þenn an smánarblett af þjóðinni með því að fella dómsmálaráðherr- ann. Stjórnarsaga J. J. Hann barðist til valda með blekkingum. Síðan hefir hann brugðist flestu því, sem hann lofaði fyrir kosningar. (Hjer taldi ræðum. upp marg- vísleg loforð og sýndi fram á yanefndir J. J., sem hjer yrði of langt að telja. Lauk ræðu- maður þeim kafla með því að sýna fram á hvernig hlutdrægni J. J. hefði snúist upp í ofsókn og spillingu. Hann keypti sjer fylgi. Notaði ríkissjóðinn, sem flokkssjóð, sem eigið fje, nema ef til vill enn ríkmannlegar). Síðan gat ræðum. um ýms dæmi þess að J. J. tefldi sjálf- stæði landsins í voða. Með Tervani-málinu og um- mælunum um Hæstarjett væri hann að grafa undan virðingu erl. þjóða fyrir dómsörygginu í landinu, en ummæli eins og þau, að fyrv. stjórn hefði selt Shell-fjelaginu fríðindi til að tryggja aðstöðu Breta í ófriði, og fullyrðingar J. J. um aðfyrv. dómsmálaráðh. hefði bannað varðskipunum að verða á vegi ísienskra lögbrjóta, miðuðu að því að brjóta niður traustið á framkvæmdavaldinu. Slíkur maður væri hættulegur. Loks sagði ræðum.: Verður þá syndabikar þessa manns aldrei fyltur? Hverju getur vörður laga og rjettlætis bætt í þann lárviðar- sveig, sem valdaferill hans hnýt ir fósturjörðinni? Hvað á dómsmálaráðherrann ógert ? Með leyfi hæstv. forseta leyfi jeg mjer að lesa nokkrar línur úr grein eftir hann í „Tíman- um“ 5. jan.: „Þá æsist Ólafur Thors og lýsir því yfir hátíðlega að sam- búðin sje svo vond, að skip- stjórarnir vildu fegnir drepa (eða láta drepa) annan af nú- verandi ráðherrum“. „Margir álíta að Ólafur hafi logið upp á skipstjórana og það alveg að tilefnislausu. En sje svo þá sýnir yfirlýsingin að minsta kosiji hug Ólafs sjálfs .... og er það engin afsökun þó hann síðar vilji snúa merking orða sinna upp í aðdróttanir til hinna fjarstöddu manna um annarskonar hugarþei, jafnvel enn andstyggilegra, sem sje það að þeir vilji láta myrða nvann- orð tilgreinds manns með róg- burði“. Jeg hafði nú aðeins sagt, að jeg teldi víst, að skipherrarnir á varðskipunum hlytu að óska J. J. pólitískt feigan. — Slepp- um því. En hjer er dómur J. J. fyrir því, að sá er vill myrða mannorð annars með rógburði sje verri en morðingi. Jeg spyr nú þá háttv. þdm., sem kynnu að álíta að J. J. með blaðskrifum sínum hafi reynt einmitt þetta: að myrða mann- orð með rógburði. Hverju viljið þið bæta við? Að lokum beini jeg fáeinum orðum til flokksbræðra J. J. hjer í deildinni. Jeg játa, að vald hans er brot ið í Nd. Hjer er stækkandi hóp- ur samstæðra manna, sem láta ekki lengur misbjóða sjer. Þetta veit dómsmálaráðherr- ann líka. Þess vegna hefir hann sig ekki í frammi. Hann er læ- vís maður. Hann kann sín boð- orð. Það boðorðið, sem hann í bili hefir í heiðri er þetta: Sex daga skalt þú verk þitt vinna hinn sjöunda halda heilagan. I ár er þingtíminn hvíldardagur J. J. Ekki til að þjóna guði, heldur til að búa sig undir að þjóna lund sinni. Þegar þjer eruð farnir heim, jegar þegjandi mótstaða ykkar, sem hvílir eins og martröð á hefnigirni og öðrum eðlishvöt- um ráðherrans er afljett, þá jrjótast þær út með krafti þess undirokaða og komast í al- gleyming. Allir vita að mörgum ykkar írýs hugur við því. En ábyrgðina berið þið. Henni verður ekki af ykkur jett nema þið leggist á sveif með okkur Ihaldsmönnum að fella þennan ráðh. Fellum hann, ekki sem flokks menn eða andstæðingar, heldur sem menn — sem íslendingar. Morgunblaðið er 6 síður í dag. Dagbók og skeyti í aukablaðinu. Leikhúsið. „Sá sterkasti" verð- ur leikinn í kvöld — alþýðusýn- ing. Togaramir Belgaum og Otur komu af veiðum í gær með góðan afla. lllndirbúningur S ÍHIbingishátíiarinnar. FB. 11. apríl. Boðsgestir. Forsetar Alþingis hafa boðið þingum eftirtaldra ríkja að senda tvo fulltrúa á alþingishátíðiua 1930: Danmörk, Noregur, Svíþjóð, Finnland, Bretland, írland, Hol- land, Belgía, Frakkland, Þýska- land, Sviss, Tjekkóslóvakia, Aust- urríki, Portúgal, Spánn, Italía, Bandaríkin, Canada. Þingum Færeyja, Isle of Man, North Dakota, Minnesota, Sask- atchewan og Manitoba hefir verið boðið að senda einn fulltrúa hvert. i Minnispeningar. Að tilhlutan alþingishátíðar- nefndariunar verður lagt fyrir Al- þinigi frumvarp um tilbúning minn ispeninga. Er gert ráð fyrir, að slegnir verði 2 kr., 5 kr. og 10 kr. silfurpeningar, 20 þúsund tveggja krónu peningar, 10 þús- und fimm króna peningar og 10 þúsund tíu króna peningar. Ráð- gert er að selja helming minnis- peninganna erlendis. Gistihús og bílar. Þá verður að undirlagi alþingis- hátíðarnefndarinnar lagt fyrir Al- þingi frumvarp um heimild fyrir ríkisstjómina að taka til umráða herbergi í gistihúsum og leigubif- reiðar og setja hámarkstaxta á flutninga, ef þörf krefur. Engin kvikmynd. Horfið hefir verið frá því að láta búa til íslenska kvikmynd, þar sem kostnaður yrði fyrirsjáanlega mikill, en hinsvegar Iítil eða eng- in von um sölu slíkrar kvikmynd- 'ar erlendis. Iðnsyning ð Eyrarbakka. FB. 10. apríl. ITngmennafj elag Eyrarbakka hefir ákveðið að halda sýningu á íslenskum heimilisiðnaði á Eyrar- bakka dagana 5., 6. og 7. maí n. k. og verður sýning þessi í samkomu- húsi þorpsins. Jafnframt þessari sýningu hefir verið ákveðið að bjóða íslenskum iðnaðarfyrirtækjum í klæðagerð (vefnaði), hreinlætisvörum og neysluvörum (matvörum, öli, gos- drykkjum, saft o. s. frv.), að sýna framleiðslu sína, og hefir Ung- mennafjelagið til umráða í þessu skyni 4 herbergi á efri hæð húss- ins. Búist er við, að margt fólk úr nálægum sveitum komi að sjá sýn- ingar þessar, svo væntanlegum sýnendum gefst varla betra tæki- færi til þess að kynna vörur sín- ar eystra en á sýningu þessari. Sýnendur kosti flutning allan á vörum sínum fram og aftur, en Ungmennafjelagið lætur í tje ó- keypis húsnæði. Væntanlegir sýnendur þurfa að hafa tilkynt þátttöku sína fyrir 20. þ. m., til Aðalsteins Sigmunds- sonar skólastjóra eða Sig. Krist- jánssonar (sími 23, Eyrarb.), sem veita frekari upplýsingar. I heildsiilu hjú: i. Brynjúlfsson & Hvaran! Sfúdentafræðslan. í kvöld kl. 8 stundvíslega flytur próf. dr. phiJ. Signrðnr Nordal fyrirlestur í Nýja Bíó,um Stofnnn alþingis. Miðar á 50 aura við innganginn frá kl. 7‘/s. Nýtt íslenskt Smjör. Sjerlega gott Hangikjöi Rykfrakkar og Sportfðt nýkomin í Ágætar islenskar Kartöflur, Gulrófur Ný islensk Egg á 20 aura stk. Verslunin Vaðnes, Sími 228. Snmar- kápnr, IKjólar, nýkomið í mikln nrvali. Vörnhúsið. SílfurplBttvðrur 2 turna: Skeiðar og Gafilar 2.00, do. do. des. 1.90, Teskeiðar.... 0.55, Köknspaðar . . . 2.75 og ileira. VersDúns B. Helgasonar Laugaveg 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.