Morgunblaðið - 02.07.1929, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.07.1929, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Þnrkaðir ávextir: Sveskjur, Rúsínur, Apricósur, Epli, Bl. ávextir nýkomið í Heiláv. Garðars Gíslasonar. Huglýsingadagbók ^ Viðskifti. Nesti í ferðalögin, tóbaksvörur, sælgæti, nýja ávexti, öl ng gos- drykki kaupa menn sjer hagkvæm- ast í Tóbakshíisinu, Austurstræti 17. Ýmsar útiplöntur; begóníur og taktusar í pottum, fást í Hellu- <undi 6. Besta tegund steamkola ávalt fyrirliggjandi í kolaverslun Guðna Binarssonar, Sími 595. Sokkar, sokkar, sokkar, frá prjónastofunni „Malin“ eru ís- lenskir, endingarbestir og hlýj- Snmar- nærfatnaðnr fyrir dömnr, herra og bttrn best og ðdýrast í Vörnhnsið Florex rakvjelablað er framleitt úr prima sænsku diamant stáli Er slípað hvelt og er því þunt og beygjanlegt. Bítur þessvegna vel. — Florex verksmiðjan framleiðir þetta blað með það fyrir augum, að selja það ódýrt og ná mikilli útbreiðslu. Kaupið því Florex rakvjelablað, ekki af því að það er ódýrt, heldur af því að það er gott og ódýrt. Fæst hvarvetna á aðeins 15 au. H.f. Efnagerð Reykiavlkur Mayenasie og Síldarsalat með Mayon- aise, nýkomið í lausri vigt í Til Viknr, ferðir alla þriðjudaga og föstudaga. Austur í Fljótshlíð. alla daga kl. 10 f. h. Bifreiðastöð Reykjavfkur. Afgreiðslusímar 715 og 716. Lœgsta verð ð landinu. Kaffistell 6 manna frá..... 12.00 Þvottastell frá............ 12.75 Pottar alum. frá .......... 1.00 do. jemaill.............. 1.25 Fiskspaðar alum. frá .... 0.50 Ausur frá .................. 0.50 Teskeiðar frá ............. 0.05 Matskeiðar, alpacca ...... 0.75 Gafflar alp................. 0.75 Teskeiðar alp.............. 0.40 Matskeiðar 2 turna.......... 1.90 Gaíflar 2 tuma ............ 1' Desertskeiðar 2 tuma .... 1.80 Desertgafflar 2 tunra...... 1.80 Teskeiðar 2 turna .......... 0.50 Kökuspaðar 2 turna ......... 2.50 Teskeiðar 6 í kassa 2 tunra 4.75 Glerdiskar.................. 0.25 Smjörkúpur ................. 1.00 Blómsturvasar frá .......... 1.00 k. —_____________________________ Bankastræti 11. Fonr aces cigareftur i 10 og 20 st. pk. i heildsölu hjá Tóbaksverslnn íslands h.f. Dagbók. Veðrið (í gærkv. kl. 5) : Lægð milli Skotlands og íslands, en há- þrýstisvæði um Grænlandshafið og NA-Grænland. N-stinningsgola og bjart veður með 10—12 st. hit’a á S- og V-landi, en allhvöss N-átt með þykkviðri og aðeins 3 st. hita á NA-landi. Lægðin færist liægt suður eftir og er útlit fyrir fram- haldandi NA-átt og þurt veður vestan lands. Á S-Iandi er hætt við A-átt og skúraleiðingum úr há- deginu á morgun. Veðurútlit í Rvík í dag: N-kaldi. Ljettskýjað. Sparisjóður Stokkseyrar. Sam- kvæmt tilkynningu í seinasta Lög- birtingablaði, hefir stjórn spari- sjóðs Stokkseyrar framselt hann til gjaldþrotaskifta. Menn eiga að lýsa skuldakröfum sínum á hend- ur sjóðnum innan 4 mánaða frá þriðju birtingu auglýsingar um þetta, en skiftafund á að halda í þinghúsi Stokkseyrarhrepps laug- ardaginn 28. september. Hestamannafjelagið Fákur fór í skemtiför' heðan á laugardags- kvöld og var haldið upp að Kol- viðarhóli. Á simnudaginn var rið- ið í Marardal, en þar var þokusúld og heldur óvistlegt. Á heimleið nm kvöldið var staðnæmst hjá Sel- fjallsskála og skemtu menn sjer við söng og dans og ljetu ekkert á sig fá þótt veður hefði verið ó- hagstætt. Hingað var komið kl. 10 um kvöldið. Bílhappdrætti í. R. í gær var dregið í bílhappdrættinu hjá lög- manninum í Reykjavík og kom upp númer 3831. Sá, sem var svo með þessu núineri, var Theodór Guðmundsson bifreiðarstjóri Hafnarfirði. . Skemtiskipið ,Calgaric‘ lagði af stað frá New York á laugardags kvöld með 477 farþega. Það er væntanlegt hingað á sunnudags morgun. Ferðamannafjel. „Hekla‘ annast móttökurnar, en Eimskipa fjelagið hefir á hendi afgreiðslu skipsins fyrir White Star línuna. Skemtiskipið „Arcadian‘ ‘ er væntanlegt hingað 9. júlí frá Leith Skipið er eign Royal Mail línunn ar, og er það í fyrsta skifti, sem það fjelag sendir skip hingað. Geir H. Zoega mun annast viðtökur far þeganua, en Eimskipafjelagið af greiðslu skipsins. Pjetur Jónsson söng í gærkvöldi í Gamla Bíó fyrir troðfullu húsi og afskaplegri hrifningu áheyr- enda. Var það mál manna, sem á hlýddu, að aldrei hefði Pjetri bet- ur tekist, og ætlaði lófatakinu al- drei að linna, þannig, að hann varð að syngja mörg aukalög. Söng- skemtunin verður endurtekin ann- að kvöld (miðvikudag), og er þá tækifæri fyrir þá hina mörgu, sem urðu frá að hverfa í gærkvöldi, að ná sjer í aðgöngumiða. Brúarfoss kom hingað snemma á sunnudagsmorgun. Meðal farþega voru: Frú Nielsen og dóttir, Helgi Bergs framkvstj. og frú, Einar Jónsson myndhöggvari og frú, P. TJttenreiter, Sigurður Skúlason magister, Sig. Skagfeldt söngvari, Th. Eggert blaðam., málararnir Jón Engilberts og Snorri Arin- bjarnar, stúdentarnir Gísli Gests- son, Sig. Líndal og Axel Dahl- mann, Kielarfararnir o. m. fl. Súlunni hefir ekki gefið enn til ferðalaga. Olli því dimmviðri um helgina, en í gær var stormur fyr ir norðan og eins í Vestmanna- eyjum og ekki hægt að lenda þar. Farið verður í fyrstu ferðina dag, ef veður leyfir, sem líkur eru til, og verður þá farið fyrst til Vestmannaeyja, og svo norður. - Hin flugvjelin kemur ef til vill hingað með þýska skemtiskipinu „Stuttgart“, og nær þá hingað viku fyr heldur en ef hún væri send með Selfossi, sem ekki kem- ur hingað fyr en þann 20. þ. m. GrænlaJidsfarið „Gotta* ‘ li ggur hjer enn. Stóð fyrst á því, að lítill vjelbátur, sem þeir fjelagar ætla að hafa með sjer, var ekki tilbú- inn, og svo kemur upp úr kafinu, að stýrimaðurinn, sem skráður hafði verið, hafði ekki það próf, að hann mætti fara í utanlandssigl- ingar sem stýrimaður. Er hjer í blaðinu í dag auglýst eftir nýjum stýrimauni með prófi. Annars mun skipið nú tilbúið að öllu. Hefir það tekið fullfermi af olíu og liggur úti á ytri höfn, því að vegna elds- voðahættu þótti ekki forsvaranlegt að það lægi hjer inni í höfninni. Guðmundur Kamban rithöfund- ur er á förum heðan, og muti dveljast erlendis fyrst nm sinn. Betty-Nansen-leikhúsið í Khöfn byrjar x haust leikárið með sýn- ingu á einum leik hans, „Sendi- herranum frá Júpiter". Hún leik- ur sjálf aðalhlutverkið og hefir beðið Kamban að taka að sjer leik- stjórix á sýningunni. Olíuskip, ,,Pleiodon“, 8400 tonn, kom til Skerjafjarðar í gærkvöldi með olíu til h.f. Shéll. Umboðsmenn óskast í hinum ýmsu bæjum, til að selja heimsþekta grammófóna og plötur. Hljóðfæri frá þektum sjerverk- smiðjum má einnig fá með. Firma, sem getur keypt í fastan reikning, og hefir sölubúð, verður tekið fram- yfir. Brjefaskriftir á dönsku. — Umsóknir merktajr ,,HOMOPHON“ sendist A. S. í. BYGGJUM //SSSA WWsV allskonar r a f m a g n s s t ö ð v a r. H.F. RAFMAGN. Hafnarstræti 18. Sími: 1005. Bifreiðaferðir milli Borgarness og Sauíárkrúks, Bifreiðastöð Blönduóss hefir fastar áætlunarferðir milli Borgarness og Sauðárkróks við hverja komu E.s. Suði- urlands til Borgarness. — Kaupið farseðla á afgreiðslu Suðurlands í Reykjavík. — sími 557, — með því trygg- ið þjer yður ábyggilega ferð með fyrsta flokks bifreiðunm BifreiðastSð Blöndnóss. Sigm. Sæmundsson. Hinar margeftáirspurðu jðrnvörnr, eru komnar í Sleipni. — Margar tegundir af beislisstöngum, beislis- mjelum, ístöðum og teyminga- mjelum. Fyrsta flokks vara. Verðið sanngjarnt. SLEIPNIR Laugaveg 74. Sími 646. Heildsala. Smásala. Bæjarins lægsto verð. Melis 32 aura. Strásykur 28 aura. Hveiti 20 aura, Haframj-öl 25 aura, — Hrísgrjón 25 aura. — Matarkex 75 aura. Afbragðsigott sykursaltað dilkakjöt. Alt seut heim, strax. Bermaiinft” Hin stöðugt vaxandi sala ,Bermaline‘ brauða er besta sönnunin fyrir gæðum þeirra — Ef þjer eruð ekki þegar Bermaline-neytandi, þá byrj- ið í dag. Sokkar fyrir karla og konnr stðrt og ðdýrt nrval. Cd. HverfÍBgötu 40. Allskonar Vald. Poulsen. Sfmf 24. Klapparstlg 29. Hygginn maður notar ÍiUGGET Öviðjafnanlegur sem leðurvari e l sparar peninga: Framköllun Kopiering og F i 1 m u r. Auðvitað frá LOFTI. í N ý j a - B í ó. Morgunblaðið í»*t á Laugavegi 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.