Morgunblaðið - 01.08.1929, Síða 2

Morgunblaðið - 01.08.1929, Síða 2
2 M O R fi [1 N B li A t) I tí S EtegMHW Höfum til: Umbúðapappír í Rúllum. Umbúðapoka, ýmsar stærðir, Ðindigarn. Gúmmíbönd. W.C. pappír. Nýbomi ð: Hrisgrjón. Þnrkaðir ávextir. Lanknr. Heildv. Garðars Gíslasonar. Vátryggingarfjelagið NYEDANSKE stofnað 1864, tekur að sjer allskonar LÍFTRYGGINGAR og BRXJNA- TRYGGIN6AR með bestu vátryggingarkjörum. Aðalumboðsmaður fyrir ísland er SIGHVATUR BJARNASON, Amtmannnsstíg 2. Sími 171. HHB I Fyrirliggjandi: I Rice Krispies I frá Kellogg’s mi Best að auglýsa í Morgunblaðinu Veitið athygli! Hsrlmannaföt. Jakkaföt á drengi. Hegnkápur á drengi Hýir ávextir: IHelénur, Epli, . Appelsfnur og Círænmðti ýmiskonar. Manchester, j TIRÍE5SÍÍ31 Laugaveg 40. — Sími 894. Laugavey B3. Scini 2393. Hinar velþoleln fflslir s Ummi sanmavjelar nú komnar. - Handsnúnar og stignar. ftá Landssímanum. Ný símstöð í Reykjavík og út- varpsstöðin kosta samanlegt nálægt tveim miljónum króna — segir landssímastjóri. Fje fengið í símstöðina. Útvarpið getur sennilega tekið til starfa næsta sumar. Með degi hverjum verður það tiifinnanlegra fyrir Reykjavíkur- búa, hve bagalegt það er, að mið- st4ð bæjarsímans er orðin of lítil. LTm 400 umsóknir um að fá s-íma liggja óafgreiddar hjá Laiidsíman- um. Miðstöðin sem nú er tekur 2400 númer, sem kunnugt er — og ekki fleiri. Bn bærinn vex óðfluga, og fjölgar þeim sem síma þurfa. Landsímastjóra hefir verið það ljóst fyrir löngu, að ekki er hægt að una við hina ófullnægjandi stöð. En staðið hefir á heimild frá þing- inu til þess að reisa nýja. Sú heim- ild fjekst loksins á síðasta þingi. Að henni fenginn fór landsíma- stjóri tafarlaust til útlanda til þess að útvega lán til byggingarinnar. En hann hefir ekki viljað skýra opinherlega frá máli þessu fyrri en öll aðalatriði væru ákveðin. Hann fór austur í Skaftafellssýslu um helgina var. Áður en hann fór hafði Mghl. tal af honum. Nú er alt klappað og klárt segir landsímastjóri, fjeð fengið til bygg ingarinnar 1% milj. kr. Og lóð á- 'kveðin undir stöðina. Fjeð fjekk jetg í utanförinni. Og lóðina hefir landsstjórnin ákveðið að kaupa af Þ. Scheving Thorsteinsson lyfsala. Er það lóðarspildan sem hann á vestan við Thorvaldsensstræti, sunnan við lóð H. Benediktsson & Co. og fast að núverandi lyfjabúð, lcðarspildan undir inngangsskúr lyfjahúðarinnar tekin með. Er þetta itvímælalaust hentugasta og besta lóðin sem völ var á fyrir símastöð. Hin nýja miðstöð verður sjálf- virk (automatisk). Þannig eru all- ar miðstöðvar bygðar nú á tímum. Hið núverandi fyrirkomulag lijer er talið algerlega úrelt. .Teg vonast eftir því, segir G. J. ÓL, að hin nýja stöð geti verið fullgerð snemma á árinu 1981. En hvernig er með útvarpsstöð- ina fyrirhuguðu? Útboðslýsinigarnar á henni voru sendar til ýmsra verksmiðja snemma í júlí. Er gert ráð fyrir að stöðin kosti 600—700 þils. kr. Styrkleiki hennar á að verða álíka og styrkleiki Kalundborg- stöðvarinnar, þ. e. 7V2 kilowatt í loftnet. Ákveðið er að stöðin verði reist spölkorn fyrir austan bæinn. En ekki er fastráðið hvar. Ef alt gengur vel, á hún að geta tekið til starfa um það bil, sem Alþíngishátíðin verður haldin. Ráðstafanir um rekstur hennar eru engar gerðar umfram það, sem lög ákveða. Þriggja manna útvarpsráð á að ráða yfir útsendingum, og á lands- stjórnin að tilnefna einn, háskóla- ráð annan, og fjelag útvarpsnot- enda hinn þriðja. Landsstjórnin skipar ennfremur útvarpsstjóra, samkvæmt tillögum landssíma- stjóra. En annars verður allur rekstur útvarpsins í höndum Landssímans. Ekkert ákveðið enn um afnota- gjöldin. Morgunhlaðið óskar stjórn Landssímans tii hamingju, með ]>essi tvö mikilvægu ixrlausnarefni, bygging nýrrar símastöðvar með nýtískutækjum — og ekki síður með hygging útvarpsstöðvarinnar, sem landsmenn eru sannarlega orðnir langeygðir eftir. Grýlnbörnin0. 99 Alkunnugt er, að þeir sem rita í aðalmálgagn stjórnarinnar, Tím- ann, eiga sannmerkt í því, að þeir þykjast alt. best vita. Verða þeir oftlega að athlægi fyrir þennan rembing sinn og mikillæti. í síð- asta tölublaði er að því fundið með venjulegum liroka, að hjer í blað- inu skuli goshverinn í Ölfusi, hafa verið nefndur „Grýta.“ Satt er það) að oftlega hefír hjer verið farið eftir núverandi málvenju, og hverinn nefndur „Grýla“, ?ví það nafn kom á hver þenna, er hann fyrir nokkrum árum byrjaði að gjósa eftir langa hvíld. En liið forna og rjetta heiti er að kunn- ugra manna sögn Grýta, enda er hverinn nefndur svo í íslandslýs- ing‘u Þorvaldar Thoroddsen. Væri ætlandi að þeir Tímamenn, sem þykjast nú ætla að verja hjer hverja hveraholu með gaddavír, hugsuðu einnig um, að halda sem rjettustum fornum heitum á þess- um kjörgripum íslenskrar náttúru. Að Tímanum sje ant um Grýtu- girðinguna og eftirlitsembættið nýja, er ekki nema eðlilegt. Telur blaðið að stjórnin hafi með girð- ingnnni og eftirlitinu gert. „sjálf- sagða ákyldu sína,.‘ Sennilega tclja Tímamenn þessa „sjálfsögðu skyldu" ná lengra en að Grýtu. Er sýnilegt, að hjer hefir stjórn- in í hyggju að opna sjer nýja áður ókunna leið í starfsmannaveitinga- farganinu, því margar eru hvera- holurnar ef vel er leitað. — Ef stjórnin hefði launaðan liðsmann við hverja 'holu, gæti eft.irlits- mannahjörðin — þessi' Grýlubörn Tímanmanna — orðið laglegur hópur. En illa situr á Tímanum að hæla stjórninni fyrir það, að hún hafi eigi tekið f je af mönnujn er skoðað hafa hverinn, þar sem það er vit- að, að það voru eigendur Grýtu, scm þar tóku fram fyrir hendur landsstjórnarinnar. Slys við höfaina. Maður meiðist, svo tvísýnt var um líf hans í gær. 1 gær var verið að afferma Kristine T., sem Iijer er með trja- við og sementsfarm til Mjólkurfje- lags Reykjavíkur. Vildi það slys til að horð rann iir lykkju og datt niður í lestarrúmið. Þar voru menn fyrir, og kom horðið í höfuð Ein- ars Sigurðssonar í ívarsseli. Meidd Nýslátrað hrossahjöt Hrossaöeilöin Njálsgötu 23. Sími 2349 HOskan sendlsvein vautar í Björnsbakari nn þegar. Nánari npplýsingar milli kl. 9 og 10 í dag. i fiarveru minni um mánaðartíma, gegnir Kjartan Ólafsson augnlæknir, augnlæknis- störfum fyrir mig, en Magnús Pjet ursson bæjarlæknir öðrum læknis- störfum. 31. júlí 1929. Gnðm. Guðftnnsson augnlæknir. 10-20% afslátt af öllum sumarskófatnaði, gefum vjer meðan hyrgðir endast. Skðbúð Vesturbœiar. Vesturgötu 16. Sími 1769. Ódýrust B e r j ab o x Og Ber jaf ötur, fáið þið hjá Verslun gili lacobsen. KLEINS Kjötfars reynist best. Baldnrsgðtu 14 Sími 73. ist hann svo mikið að talið var í gær tvísýnt um líf hans. Frá höfninni. Apríl kom í gær- morgun frá Englandi, fór á veiðar í gærkvöldi. Max Pemberton og Geir komu af veiðum í gærmorg- un. Óðinn er nýkominn úr eftir- litsferð. Skrá ylir aðflntningsgjöld e>" nauðsynleg bók lyrir alla verslunar- og kaupsýslumenn. Bókin er ijefin út af fjármálaráðuneytinu og kostar aðeins2kr. Aðalútsölu hefir ísafOldarprentSmÍðja h.l.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.