Morgunblaðið - 28.08.1929, Blaðsíða 4
4
M-O R GPNBLADIÍ)
Huglýsingadagbók
«j Viðsklía ►
Begoniur o. fl. í pottur, ýms af-
skorin blóm, selt í Hellusundi 6,
sími 230. Sent heim.
Stigi, uppsettur með dúk og
skinnum, lítið notaður, til sölu ó-
dýrt. Einnig fallegt þvottastell
með tækifærisverði. Lokastíg 18.
Sími 2086.
<
Vinna.
Ungling vantar frá næstu mán-
aðarmótum. Uppl. á Hótel ísland.
Síúlka með verslunarskólaprófi,
sem að liefir fengið nokkra æfingu
á skrifstofu að auk, óskar eftir
plássi við verslun eða skrifstofu-
starf. Upplýsingar hjá Uunnari
Sigurðssyní í Von.
Ávaxtamank, jarðarberja og blandað
[; I 1 og: 2 Ibs. glðsnm og 7 lbs. og 5 kg. dnnknm.
%
■ Heildv. Garðars Gíslasonar.
GRÁGRÝTIS BJARG, sem vatnsflaumurinn hefir brotið
upp úr farveginum og þeytt lantgar 'leiðir. Mun það vera um 8
tonn að þyngd.
undir jökulvatninu í tugi ára,
hefir nú þornað og gengur eins
"og nes út í vatnið. Suður og vestur
strönd vatnsins, sem veit að hraun-
inu hefir þornað upp, svo að eru
40—60 metrar frá gömlu vatns-
línunni og þangað sem vatnið er
nú. Stórir ísjakar, sem áður hafa
verið á floti í vatninu standa nú
á þurru og gráta síg til þurðar
í sólskíninu.
Afrenslið frá vatninu ög þar til
það steypist ofan í gljúfrið af
fjallsöxlinni, er um 400—500 m.
langt og 50 metra breitt. — Yfir
mest af þessum farvegi lá jökull-
inn fyrir hlaupið. Fyrir 27 árum
kom hlaup úr Hagavatni. Þeir sem
eftir því hlaupi muna, segja að
það hafi ekki verið nærri eins
rnikið og þetta síðasta.
Vafalaust verða mörg ár þangað
til jökullinn igetur aftur farið að
hefta útrás vatnsins. Leynifoss
getur því enn í mörg ár látið
gljúfrin titra á kringum sig og
sveipað um sig regnbogunum. En
að því kemur að jokullinn verður
vatninu ofjarl og lokar það aftur
inni. Og sagan endurtekur sig.
Björn Ólafsson,
!
UmlTungufljöt.
Tungufljót hjet áður Kaldakvísl
og verður ekkert um sagt með
vis§u, hvenær þessi nafnbreyting
varð. Upphaf f'ljóísins er t austan-
verðri Haukadalsheiði; uppsprettu
lindir þar í heiðarhjallanum, Fljóts
botnum. En skamt frá, er þess-
ar lindir eru komnar í einn far-
veg, rennur Ásbrandsá*) í Tungu-
fjjót. Hún kemur úr Sandvatni,
sem liggur á söndunum norður af
líaukadalsheiði, en í Sandvatn
rennur „Farið“ úr Hagavatni, eins
og frá verður sagt. Eftir að Ás-
brandsá er komin í Tungufljót,
renna í það nokkrar smærri ár úr
Haukadal norðanverðum, og þeg-
ar það er komið niður í Tungurn-
ar er það vatnsmikið. Hefir það
löngum verið slæmur. farartálmi,
þar sent það klýfur sundur stóra
sveit, sem að öðru leyti, er líka
inni lokuð milli stórvatna.
Vöðin á Tungufljóti liafa alla
tíma verið breytileg, og raunar
aðeins eitt vað, sem altaf hefir
haldist. Það var þó nokkur sam-
göngubót, þegar brúin var bygð
yfir Tungufljót 1907, en til liag-
kvæmari og almennari nota verður
þó brúin, sem væntanlega verður
sett yfir það í haust.
Meðfram Tungufljóti, neðanvert,
eru hin miklu engjalönd Bræðra-
tungu, Pollengi, en flæðihætt er
þar, þvi landið liggur nær í jafn
þæð við fljótið. Eru og beggja
vegna víð það slægjulönd nokk-
urra jarða þar, sem mestar skemd-
ir urðu á í þessu flóði.
' ■; - i
Skemdir eftir flóðið.
Þá er flóðið fjeil niður á sand-
ana austur af Fagradalsfjalli og
Einifelli, liækkaði svo í Sandvatni,
að nokkur kvísl fljótsins rann
austur sandana þaðan og í Sandá,
en með henni í Hvítá. Var foráttu-
vöxtur í Hvítá fyrir það. En megin
hluti fljótsins fór eftir ■ „Farinu1 ‘
í Ásbrandsá og svo í Tungufljót.
Varð það fljótt geysimikið, svo að
um kl. 8 á föstudagsnlorguninn
tók brúna af, og var brúin þó um
3.50 m. yfir venjulegu vatnsborði.
En um nóttina áður liefir jök-
ulhaftið sprungið og flóðið runnið
fram, því þá heyrðust dynkir í
þeirri átt á efstu bíejum í Bisk-
upstungum.
*) Um langan aldur hefir þessi
á verið kölluð Árbranflsá, og svo
er gert á uppdrætti íslands, en
sjálfsagt, er Ásbrandsá rjetta
nafnið, og mætti vera að áin væri
heitin eftir Ásbrandi Þorbrands-
syni, en þeir feðgar námu Iand
þarna og settu fyrst bygð í Hauka-
dal.
Tungufljót er nokkuð Iægra en
landið i sveitinni ofanverðri, þar
flóði það því ekki víða upp, og
ekki til skaða, nema á Almenning
fyrir neðan Haukadal. Þar rann
það inn í fjárhús og heyhlöðu,
og skemdist heyið. En þegar kom
neðar flæddi það yfir alt láglendi,
Pollengi hjá Bræðratungu og þau
engjalönd öll, er þar eru samhliða.
Varð geysimiliið tjón af þessu. Tók
í burtu alt hey er þar lá, en það
var mikið, mest um 200 liesta frá
bæ, en 11 bændur mistu þar hey
sin. Þó var það tjón meir, að
er.gjalandið gjörspiltist alt, svo
ekki verður nytjað í sumar, og
eklci ixm næstu ár. Sumt af því
vegna sands og moldar, sem barst
með fljótinu. Liggur 40 ciú. þykt
lag af þeim aur yfir stórum svæð-
um, en jökulleðja þar sem minna
er. — Svo má áætla, eftir því, sem
næst verður komist, að vatnsmagn
fljótsins hafi tólffaldast í flóðinu
þegar það var mest.
m f
Fyrn flóð í Tungufljóti.
Þó að þetta flóð sje miklu meira
en sagnir * eru um áður, þá liafa
mikil vatnSflóð komið í Tungu-
fljót fyr.
í jarðabók Árna Magnússonar
er getið um spjöll á engjum í
Biskupstungum fyrir jökulflóð í
fljótinu. (>Sjá um Vatnsleysu).
Og í minni eldri manna núlifandi
hafa tvisvar komið flóð í Tungu-
fljót fyr.
Hið fyrra var um 1884, og gerði
þá nokkurn skaða, en síðar varð
meira flóð 1902. En hvorttveggja
var þá, að það flóð var að miklum
mun mjnna en nú, og hitt, að þá
var meir liðið á sumar, öndverður
september, enda varð missir heyja
og engjalanda miklu minni þá
en nú.
Að sjálfsögðu hafa öll þessi flóð
komið fyrir þá sök, sem nú, að
jökullinn hefir sigið fyrir farveg-
inn við fjallið, en vatnið svo
sprengt jökulhaftið sundur. Það
má telja yíst að svo verði enn, þó
ekki verði um sagt, hve langan
tima það tekur. En eftir flóðið
1902 var jökullinn 10 ár að fylla
farveginn og stífla frárensli vatns-
ins, en 17 ár hcfir vatnið haldist
inni og hækkað, þar til nú, að
þessi jökulstífla sprakk. Má því
vel vera, að nú Iíði 30 ár tii næsta
flóðs, þó ekki verði vitanlega sagt
um slíkt með neinni vissu. En því
lengur, sem líður milli flóða, þess
stærri verða þau.
Þorsteinn Þórarinsson.
Dagbók
Veðrið (í gærkv. kl. 5): A-3tinn-
ingsgola á S-landi, en hæg N- og
NA-góla í öðnum landshlutum.
Þykt loft á A-fjörðum og liti fyr-
ir V-fjörðum, en annars ljettskýj-
að. Hiti 6—8 st. á A-landi en 10—
12 st. á V- og N-landi.
Lægðin vestur af Skotlandi fær-
ist lítið úr stað en virðist fara vax-
andi. Er liætt við vaxandi A- og
NA-átt við S- og SA-ströndina á
morgun.
Veðurútlit í dag: Breytileg átt,
oftast NA-kaldi. Sennilega ljett-
skýjað.
Ýogararnir eru sem óðast að búa
sig á veiðar. Belgaum fór í gær.
Gylfi, Skúli fógeti, Gulltoppur og
Baldur eru í þann veginn að fara.
Dronning Alexandrine kom í gær
að norðan. Þegar skipið kom inn á
höfn, vildi það óhapp til, að akk-
eri þess festist í akkerisfesti Goða-
foss. Tók það töluverðan tíma áð-
ur en hægt var aðe lagfærq þetta.
Ráiðg j af amefndin (Sendiherra-
frjett 27./8.). Aðalmál það, sem
ráðgjafarnefndin .hefir nú með
höndum, er skifti á forngripum.
fslendingar fóru fjam á það fyrir
allmörgum árum, að fá ýmsa forn-
gripi frá Danmörku. Nefnd manna
í Danmörku hefir síðan haft málið
til meðferðar. I nefndinni eru þeir
Brockenhuus Schack igreifi, Blin-
kenberg prófessor og Andrup safn-
vprður. Nefndin lítur svo á, að
Danir eigi að verða við óskum ís-
lendinga að mjög miklu leyti. —
Munir' þeir, sem um er að ræða
að íslendingár fái, eru trjeskurð-
armunir, vefnaður, altarijsklæði,
brúðarskart, kirkjugripir; alt ísl.
munir.
í hjónlaband voru gefin saman
þ. 20. þ. m., af síra Árna Björns-
syni, ungfrú Sigrún A. Eyjólfs-
dóttir og Guðfinnur Þórðarson,
Vestmannaeyjum.
Guðmundur Guðmundsson hjer-
aðslæknir í Reykhólahjeraði, var
meðal farþega á Gullfoss. Var för-
inni heitið til Danmerkur og Þýska
lands til framhaldsnáms og býst
hann við að verða um eitt ár í
ferðinni.
Meteor, þýska hafrannsóknaskip
io, kom í gær frá austurströnd
Grænlands. Skipið hefir dvalið þar
skemur en ætlast var til í upp-
hafi. Það fór heldur ekki til
vesturstrandarinnar, eins og ákveð
ið var áður. Skipið hjelt sig mest
í Angmagsalik og var þar ísláust
að mestu. Einn daginn sáu skip-
verjar ís allmiklu fyrir norðan
Angmagsalik. Skipið mun fara
hjeðan innan skamms til Kiel.
Flugið. Veiðibjallan var í síldar-
leit i gær. Súlan fór í gærmorgun
í langflugið með tvo farþega, ung
frú ^Asthild i Briem .(til Seyðis-
fjarðarj og Halhlór Stefánsson (til
Húsavíkur). Hún kom til Akur-
eyrar kl. 3 og hjelt síðan áfram
til Austfjarða. Iíún var á Seyðis-
firði í nótt, fer þaðan í dag og er
væntanleg hingað í kvöld.
Goðafoss kom liingað í gær frá
útlöndum. Meðal farþegá voru
Garðar Gíslason stórkaupmaður og
frú Karðlína Jósefsson.
j Athugið!
__ fAIlur tilbúinn*
Kveu- og Barnaiatnaður
selst fyrir alt að ,
Ihálf virði.
í’Verslun
Egill lacoösen.
Allskonar
V/ald. Poulsen
Sfml 24. Klapparstlg 29»
ÖbeTs
mnnntóbak
er best.
Soffíubúð.
Peysnfata-silki,
Alklæði,
Silkiflanel,
Skúfasilki,
ný upptekið.
S. lóhannesdóttir,
Auaturafti*»tl 14.
(Beint á móti Landsbankamun).
Síml 1887.
Kl. 10 f. h.
og kl. 3 e. h.
ferð anstnr i Fljótshlíð
alla daga.
Afgreiðslusimar2715 og 716.
Bifreiðastðð
Reykjaviknr.
Böknnar-
#
«99
í heilásölu.
Með Drotningunni komu í gær
að norðan Jón Kjartanssoa ritstj.
og Aðalsteinn Ottesen afgreiðslu-
maður.
Myndir frá Hagavatni verða til
sýnis í gluggum Morgunblaðsins 1
dag. Gefst mönnum þar kostur »
að kynnast betur en af blaðinu 1
dag’ þeim einkennilegu umbrotutn?-
ei: þar hafa átt sjer stað..