Morgunblaðið - 31.08.1929, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.08.1929, Blaðsíða 6
ivl ORG U JSJ BLAfUÐ að. irmnu svara fyrir sig og sín heimili, en .jeg get ekki tekið þegj- andi við þeim ályktum, sem hann leyfir sjer að beina -að mjer sem oddvita sveitarinnar, og öllum þeim illgirnislega rógi, sem hann reynir að breiða út um mig, og afskifti mín af þessu máli, og af skiftingu Grenivíkur-lands. Jeg hefi hjer fyrir framan mig vott'orð um afskifti mín af skift- ingu Grenivíkurlands, frá hrepps- stjóranum, og hinum skipaða með- ráðamanni hans í þessu máli, hr. Bjarna Arasyni bónda á Grýtu- bakka. Vottorðið hljóðar svo: skildingnum höfurn vjer læknar þó af honum náð um dagana“ ? Þá rekur J. Kr. úr sjer roku út af fundi, sem haldinn var hjer í sveitinni í vetur. Gefur hann í skyn, að jeg hafi farið þar með lævísi og undirferli. Jeg vitna til allra, sem til þekkja, bæði þeirra, sem mjer hafa fylgt að málum og hinna, sem hafa verið mjer and- stæðir í skoðunum. Er jeg vanur að beita þess háttar aðferðum? Málið var ekki á dagskrá, sem birt var á fundarboði, en í fund- arboðinu stóð: „Ennfremur óá- lcveðin mál eftir því sem fram Að gefnu tilefni vottum við undirritaðir, sem höfum haft með höndum sundurskifti lands á Grenivík, að oddviti Björn Jó- hannsson liefir aldrei gert tilraun til þess að hafa nein áhrif á það hvernig landinu hefir verið skift, eða til hverra. Aðeins hefir hann ásamt öðrum kjörnum mönnum lagt það til að fyrirhuguðum lækn- isbústað á Grenivík fylgcíi 20 dag- sláttur af ræktuðu landi. Það er því tilhæfulaust, að hann hafi sýnt „yfirgang eða ásælni fyrir sig eða sína venslamenn11 * * * * við landskiftin. Til staðfestu eru nöfn okkar hjer undirrituð. Höfða og Grýtubakka 10. ágúst 1929. Þórður Gunnarsson hreppstj. Bjarni Arason. Með þessu vottorði er í raun og veru allur sá vefur, sem lækn- irinn reynir að vefa um mig, nið- urskorinn. Gæti jeg því rólegur lagt frá mjer pennan sjálfs mín vegna; en á einstök atriði í grein- inni vil jeg þó minnast lítillega. Lækninum verður furðu tíðrætt um mág minn, og umsókn hans um byggingar og ræktunarlóð hjer á Grenivík. Það er auðvitað ósatt, eins og annað hjá lækni, að jeg hafi nokkuð skift mjer af því máli (sbr. vottorðið hjer að framan). Maðurinn „flosnar upp á bii- skapnum nú í vor“, segif læknir. Jeg vil minnast þessa manns hjer ofurlítið nánar. Mjer finst hann eiga það skilið, fyrst málgagn hinriar virðulegu læknastjettar lætur sjer sæma að hrópa að honum. Maðurinn heitir Áskell Hann- esson. Hann er um það að vera hálfsextugur að aldri, — orðlagð- ur dugnaðarmaður. Hann giftist ungur og hefir búið mestan sinn búskap hjer í hjeraðinu, oftast á ljelegum og erfiðum járðnæðum. Kona hans er nú dáin, eftir mjög mikla og langvarandi vanheilsu. Jeg þori að fullyrða, að hún var hin mesta sæmdarkona — og sönn kvenhetja. Þau hjón eignuðust 11 börn, og eru 9 þeirra enn á lífi, cll mannvænleg. Auk barnanna hai'ði Áskell um allmörg ár fyrir a?° sjá örvasa foreldrum sínum. heimili hans um langt skeið eíéí Kið mesta ómagaheimili hjer í Og nú, þegar árin færast yí&,®liann fer að þreytast, og börn ifPSð ’ cí'reifast, eins og gengur, er þa^'ðKki sjerlega vel viðeigandi, að'^ílefnafjelagið ljái blað sitt til & ’^?rt sje hróp að þessum , «, og sagt: ,jlana nu! Þar fl^sifa^f *Íiann upp“, og væri ekki rje^t ?á^7 bæta við: „En mörgum tesin kemur á fundinum og tími vinst til“. — „Þegar jeg spurði odd- vita, hverju það sætti, að mál þetta hefði ekki verið á dagskrá á fund- arboði, fjekk jeg ekkert svar',“ segir læknir.. Jeg svaraði því, sem jeg hefi enn að svara. Hrepps- nefnd hafði ekki ákveðið að taka málið fyrir á fundinum, og nú get jeg bætt við, hvers vegna. Af því að þeir af hreppsnefndarmönnum, sem þektu lækni best, töldu mjög vafasamt að hægt yrði að ræðá málið rólega og öfgalaust við lækni á fundi. Kom það og í Ijós, að þetta var ekki ástæðulaust. „Þegar málið var tekið fyrir, var ca. % fundarmanna eftir og vitanlega flest fylgifiskar odd- AÚta,“ svo segir læknirinn. Þegar flest var á fundi, voru þar 56 atkvæðisbærir menn, en þegar kosið var í nefndina, greiddu 37 atkv. (jeg greiddi ekki atkv.). Handrit skrifaranna um nefndar- kosninguna eru geyrnd. Jeg vitna ti! þessara 37 manna, sem atkvæði greiddu. Hafði oddviti á nolckurn hátt undirbúið atkvæðagreiðslu í þessu niáli fyrir fundinn; eða hefi -jeg nokkurn tíma þau 13 ár, sem jeg hefi verið oddviti, reynt að binda atkvæði ykkar fyrirfram í nokkru máli ? Þá skýrir læknir mjög fákæn- lega frá nefndarkosningu í mál- inu. „Hinn síðast nefndi, Grímur Laxdal var einn á móti þessu fargani.“ Hvaða fargani? Samþykt var „að kjósa þriggja manna nefnd til þess að vinna að því í samráði við umráðamenn Greni-. víkur, að íbúðarhúsið í Grenivík verði gert að læknisbústað með á- liveðnu landi umhverfis það“ (sbr. sveitarbók). Var Gr. Laxclal á móti þessu? Ekki kom það fram á fundinum. Hafi nokkur maður far- ið með „fargan“ í þessu máli, þá er það Jóhann læknir einn. — „Nú flýtir meiri hluti nefndarinnar sjer til að halda fund,“ segir læknir. Heyrum' sannleikaitn. Sveitarfuncl- urinn er haldinn 6. mars. Nefndin heldur sinn fund 10. apríl, semur tillögur og afhendir hreppstjóra þær sama dag. Öll nefndin er mætt og undirskrifar tillögurnar. Umráðamenn Grenivíkur sátu og nefndarfunclinn. Á einum stað í greininni segir læknir: „Oddviti og hans fylgis- menn segja : „Okkur er alveg sama livort búskapur læknisins borgar sig eða ekki“. — „Sömuleiðis er olckur sama, þótt núverandi læknir verði fyrir fjárhagslegu tjóni“. — Hvenær hefir oddviti og hans fylg- ismenn sagt þetta? Aldrei. — Þá ræðir læknir og um nefnd, sem kosin var 1926. Nefnd, sem aldrei starfaði neitt. „Þá voru líka engir óiginhagsmunir oddvita bundnir við það,“ segir hann. En hvaða eiginhagsmunir oddvita eru nú bundnir við þetta mál, frekar en þá? Engir, aíls engir. Hvað sýnir svo öll þessi grein læknisins! Hún sýnir fyrst og fremst, að höfundur hennar er meir þroskaður að strákskap en drengskap. Hún sýnir einnig það, sem kunnugir vita, að Jóhann Jeremías Kristjánsson leggur alt kapp á það að „sölsa undir sig“ sem mest af besta landi Grenivík- ur, og að hann hikar ekki við að nota læknisbústaðarmálið þar að skálkaskjóli. Og aðferðin er þessi, að gera tilraun til þess með ósönn,- um aðdróttunum að rægja mig og aðra þá menn í augum læknafje- lagsins og stjórnarinnar, er hann hyggur að áhrif gætu haft á þetta mál. Svona er aðferðin drengileg! Jeg spyr að lokum: Er það sam- boðið læknastjett landsins, að í henni sitji maður, sem ekki hikar við að rita í opinbert blað róg, ill- mæli og ósannindi um hjeraðsbúa sina ? Er það ekki athugunarroál fvrir landsstjórnina, hvort það sje þolandi fyrir okkur hjer í sveit- inni, að þegar við erum mestrar hjálpar þurfandi — þegar við er- um veikir — þá sjeum við neydd- ir til þess að leita til manns, sem sjálfur hefir gert sig beran að hat- urshug til okkar? Skrifað stendur: „Hver, sem hatar bróður sinn, hann er manndrápari,“ og „þegar jeg er reiður eða hata einhvern, þá er mjer hið sama í hug og morð ingjanum, og illyrðin koma af sliku vondu hugarfari.“ Mig minn- ir, að þetta standi skrifað í heil- agri ritningu. — Það mun lengi hafa verið trú manna, að ekki standi á sama um það, með hvern- ;ig hugarfari læknirinn kemur inn til sjúklingsins, og sú trú mun ekki hafa veikst nú á síðustu tím- um. Þá er ein spurning, sem jeg vil sjerstaklega beina til læknanna: Er það viðeigandi, að læknir gangi svo fast að búskap, að hann vinni sjálfur hvert erfiðis- og óhrein- i.idaverk, sem fyrir kemur á sveita heimili, og gangi svo frá skarn- verkinu beint til sjúklinga, án þess að þvo sjer um hendur? Jeg hefði gjarnan viljað ræða Ástin sigrar. upplýsingar þær, er hann gaf þeim Feversham og Albemarle, voru svo ábyggilegar, að hann hafði unnið fulla tiltrú þeirra. Þegar frjettist, að hertoginn ætl- aði í annað skifti að setjast að í Bridgwater, snerust margir þar á nióti hertoga, en tala konunghollrá manna jókst akaft. Þetta gaf Sir Rowland, að því er hann hjelt, tækifæri til að bincla á eigin spýt- iii- enda á uppreist.ina. Ætlun hans var að taka hertog- ann fastan og verðlaunin, sem heit,- i’ var til höfuðs hertoga — fimm þúsund puncl — voru minstur hluti þess, er hann taldi sig geta grætt á þessu. Hann Vantaði hjálpar- mann, er ætti heimili og honum datt meir en í hug Westmacott og Lupton House, en eftir nánari yf’irvegun valdi hann Mr. Newl- ington, sem hann áleit standa bet- ur að vígi til að hjálpa sjer. Þessi maður var ákaflega auðugur kaup- maður og líklega einn hinna rík- ÍLfUR C,S ESPHOUN.BEVKJAVm, Allir sem reynt hafa hinn nýendurbætta FÁLKA-KAFFI- BÆTI viðurkenna, að hann sje jafngóður hinum bestu út- lendu kaffibætistegundum. Athugið verðmuninn! 55 aura pakkinn (stöngin). «3 52 CL — •+* (y a > & JC D) D) 3T C* 3T Q) D) Kaffíbæhrinn er lafnaðarlega rannsakaðup af herra Trausta Olafssyni efnafræðingi ríkisins. ABYRGfi FY16IR HVERJUM PAKKi læknisbústaðarmálið, og einnig um skiftingu Grenivíkurlands, og reyna að líta á það mál frá sjón- armiði læknisins, sveitarfjelagsins hjer pg væntanlegra nýbyggjenda á Grenivík, en mjer kemur ekki til hugar að setja það hjer í samband við skammagrein Jóhanns Jeremí- asar Kristjánssonar. Lundi við Grenivík, 12. ág- 1929. Bjöm Jóhannsson frá Skarði. “Bermallne” Hin stöðugt vaxandi saU ,Berma]ine‘ brauða er besta 8Önnunin fyrir gæðum þeirrt — Ef þjer eruð ekki þegar Bermaline-neytandi. þá byrj- ið í dag. ■ ustu manna í öllu Vestur-Englandi.* 1 Hann var önugur í garð Mon- mouths, ekki af því, að hann hefði neina pólitíska sannfæringu, held-! ur vegna þess, að ástandið hafði dregið mjög úr verslun hans og það kostaði hann á hverri viku of-f jár. Nú var liann að velta því fyrir sjer, hvort ekki myndi borgin verða að borga það hán verði, að hafa hýst hertoga, en þó vissi Iiann að hann myndi verða að borga mest, þareð hann var allra manna auðugastnr, og )>að þrátt fyrir það„ að hann var hvorugu megin í stjórnmálum. Þetta hlut- h'ysi hafði hann valið sjer, sökum þess, að hann áleit hættulegt að irera opinber konungssinni. Sir Rowland lýsti fyrir honum hinni djörfu fyrirætlun. Hann heimsótti hann sama kvöldið og Monmouth sneri aftur til borgar- innar og kaupmaðurinn, sem var upp með sjer af heimsókn þessa aðalsmanns — því hann vissi ekk- ert meira um hann — varð þegar slórhrifinn af fyrirætluninni. — Hann lofaði honum fúslega allri hjálp. Harðáuægður með kvöldverkið sneri Sir Rowland lieim til Lupton Ilouse qg háttaði. Mórguninn eft- ir hugsaði hann sjer að skýra Ricliard frá fyrirætluninni og hann ákvað að gera það þannig, að Rutli heyrði til. Morguninn eftir sátu þau öli kyr eftir morgunverðinn í borð- stofunni. Díana og móðir hennar jVOr'u nýfarnar út. Rutlx sat úti við glugga 0!r var að hagræða blóm- um. Sir Rowland sat við eldstæðið, en Richard sat. á borðshorninu og vingsaði fótunum fram og til baka. Hann var að hugsa um ástæðu til að fá sjer árveig, enda hafði hann timburmenn eins og fyrri daginn. Rutli liafði nú lokið verlci sínu og leit á hróður sinn og sagði: — En hvað þú er't aumingja- legur Riehard minn. Þetta var orð að sonnu, því að Richard var fram úr hófi ræfilslegur. að sjá í þetta slcifti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.