Morgunblaðið - 29.10.1929, Síða 4
Glænýtt fiskfars og kjötfars er
altaf til. Fljótt sent lieim. Fisk-
metisgerðin, Hverfisgötu 57. Sími
2212.
Athugið. Nýkomnar karlmanna-
fatnaðarvörur. Ódýrastar og best-
ar í Hafnarstræti 18. Karlmanna-
háttabúðin. Einnig gamlir hattar
jgérðir sem nýir.
Sokkar, Sokkar, Sokkar, frá
prjónastofunni „Malin“ eru ís-
lenskir, endingarbestir og hlýj-
astir.
Ljósmyndastofa mín er flutt í
Lækjargötu 2 (áður Mensa). Opin
virka daga 10—12 og 1—7. Helgi-
daga 1—4. Sími 1980. Tek mýndir
á öðrum tímum eftir samkomulagi.
Sigurður Guðmundsson.
Tapað. —' FundiðT^^'
Gullarmband týndist í gær. Skil-
ist gegn fundarlaunum á Hverfis-
götu 14.
Oðlnn
er teikniblýanta bestur —
gerður fyrir þá, sem vand-
látastir eru á gæði.
Verslnnin
Bjðm Kristjánsson.
Bia mnnufðL
Allar stærðir.
að þessi þjóð getur haldið hátíð-
legt þúsund ára afmæli þjóðþings
síns næsta vor, 1930. Vjer vissum
heldur ekki að nær þriðjungur
þe'irra stúdenta þessarar þjóðar,
sem stunda nám við erlenda skóla,
les við þýska háskóla. Alt þetta
frjettum við eins og aukalega. En
það er engin tilviljun, að einmitt
í íþróttum þessarar litlu þjóðar
langt í norðri hljómar menning og
er látiii hljóma með. Því að þar til
heyrir íþróttin ennþá menning-
unni. Vjer vildum óska þess, að
þetta væri e'kki í síðasta sinn, sem
vjer fáum að sjá ísleúdingana.
„The Scotsman“ í Edinborg, eitt
a£ frægustu blöðum Breta, segir
um fslendinga:
— Ljettleiki hreyfinga og drengi-
legur leikur frá upphafi til enda
voru höfuðeinkenni sýningar þeirr
ar, er flokkur íslenskra glímu-
manna hafði í Leith.------Sýning-
in hófst með fagurri le'ikfimi;
fylgdi glíman á eftir og voru
fyrst sýnd brögðin. Öll var sýn-
ingin hrífandi, og vakti mikla að-
dáun.
Bruce Sutherland, nafnkunnur
íþróttakennari breskur, mælti svo
í ræðu að lokinni sýningunni í
Leith meðal annars': — — „fs-
lenska glíman stendur fyllilega á
sporði hverri annari glímuíþrótt
(wrestíing), sem til er í heimi.“
Um fimleikana sagði hann: „Fim-
leikarnir sýndu að æfingar hafa
farið fram með fullkomlega vís-
indalegri nákvæmni.“
A þessu má sjá að enskur í-
þróttafrömuður leggur alveg hinn
sama dóm á íþróttir Ármanns-
flokksins, eins og þýskir íþrótta-
frömuðir gerðu áður.
■I’
Dánarfregn.
Veðrið (mánudagskvöld kl. 5):
Alldjúp lægð um 500 km. suður af
Vestmannaeyjum, hreyfist hægt
austur eftir og virðist vera mink-
andi. Vindur er ennþá hvass A á
S-ströndinni, en mun ganga í NA
og lygna með morgninum. Austan
lands er vindur allhvass A með
snjó og krapajeljum.
Á NV-landi er yfivleitt hæg Á-
átt og bjart veður; þó er A-strekk-
ingur á Halamiðum en veiðiveður
allgott. Hiti 2—4 st. syðra, en um
0 st. nyrðra.
V&ðurútlít í Reykjavík í dag:
Stinningsgola á NA eða N. Senni-
lega þurt og ljettskýjað.
Nýja Bíó sýnir í kvöld í fyrsta
skifti stórmerkilega kvikmynd,
„Maðurinn, sem hlær“. Er myndin
gerð eftir liinni frægu sögu
franska skáldsins Victor Hugo.
Frá höfninni. Tveir þýskir tog-
grar komu í gær. Var annar þeirra
■Sehöffing, bilaður, og dró hinn,
Senat-or Sehram, hann til hafnar.
— Esja fór í gærkvöldi austur og
porður um land. — ísland og
Bótnia' komu í fyrrinótt, en Lyra
í gærkvöldi. — Hermóður kom
í gær úr flutningaferð til vitanna.
— Kolaskip kom í gær til hf. Kol
og Salt, en fisktökuskip til Cop-
lands.
Togararnir, Gylfi kom frá Eng-
landi í gær. Draupnir kom í fyrra-
dag með brotna skrúfu. Hafði afl-
að 250 kassa ísfiskjar.
Gamla Bíó sýnir eftirtektarverð-
an sjónleik úr hjúskaparlífi ensku
yfirstjettanna.Aðalhlutverkin leika
Lily Damita og rússneski leikarinn
Vladimir Gaidarow.
Skipaferðir. Gullfoss kom. í fyrra-
kvöld að vestan og fer í kvöld
til útlanda. Selfoss ;fer í kvöld
vestur og norður um land.
Sjötugsafmæli á í dag Signý Sæ-
mundsdóttir, Bankastræti 14.
V ALD. POULSEN.
Hnrðapnmpnr
Hnrðafjaðrir
Hnrðagormar
LUDVIG ST0RH,
Laugaveg 15.
Kanpið
msrw sss
á taafnarbakkanum
f dag kl. 5.
(rnnnar Siparðsson.
t
liýkomnar:
Rússneskar
grænar ertur
í lansri vigt.
í gærmorgun andaðist að heimili
sonar síns, Meyvants bifreiðar-
stjóra, Sigurður Frímann Guð-
mundsson, 72 ára að aldri. Helm-
ing æfi sinnar, eða 36 ár, var hann
samfleytt háseti á skútum og gat
sjer þar ágætan orðstír, eins og
best má sjá á vottorði, sem Páll
Hafliðason skipstjóri gáf honum.
Þar segir svo: Sigurður hefir verið
með mjer til sjós á sínum yngri
árum og var hann trúr og áreið-
anlegur og öllum fremri að ötul-
leika og dugnaði. Sjerstaklega vil
jeg minnast þess, að þegar verst
var veður og aðrir voru að missa
kjarkinn, hrást Sigurður Frímann
aldrei. Þilskipin, sem Sigurður
hefir verið á með mjer, eru:
„Vestmann“, „Örninn“, „Eining-
in“, „Fram“ og mörg fleiri skip.
Sjerstaklega þakka jeg það hans
dugnaði, að við náðum manni,
sem datt út af „Erninum“. — Sig-
urður var einnig í æsku á mörgum
skipum með Hannesi Hafliðasyni,
og síðar háseti hjá honum eftir að
Hanne's varð skipstjóri. Gaf Hann-
es honum þann vitnisburð, að sök-
um dugnaðar og skyldurækni
hefði hann reynst einn af sínum
bestu hásetum. — Sigurður heit-
inn fluttist alfari hingað til bæj-
arins jarðskjálftaárið 1896 og
dvaldi hjer æ síðan.Hann var dótt-
ursonur Vatnsenda-Rósu.
SkipstjórafjelagiS Aldan heídur
fund í íþróttahúsi K. R. í kvöld.
(Sjá augl.)
Knattspyrnufjelagið Fram held-
ur dansleik laugardaginn 2. nóv.
á Hótel ísland. Stjórnin skorar á
fjelagsmenn að vitja aðgöngumiða
hið fyrsta til Vilhjálms Eyþórs-
sonar í Bókaverslun Isafoldar.
Dánarfregn. f fyrrinótt ljest hjer
í bænum frú Þórhanna Eyþórs-
dóttir, kona Gísla Finnssonar,
járnsmiðs.
Signe Liljequ’st fer hjeðan með
Lyra á fimtudaginn og syngur
hjer í seinasta sinn á miðvikudag-
inn. Hún var að hugsa um að fara
norður' á fsafjörð og Akureyri og
halda hljómle'ika þar, en varð að
hætta við það vegna veikinda
sinna.
Bíll fastur í Þverá. í gær fór
hjeðan bíll frá stöð Jakobs og
Brands og ætlaði alla leið austur
i Vík í Mýrdal, því vötnin eru
lítil um þessar nnxndir. En bíllinn
festist í Þverá og var ekki búið
að ná honum upp úr ánni, þegar
síðast frjettist. — Farþegar voru
komnir að Hlíðarenda og ætluðu
að verða þar í nótt.
Morgunblaðið er 6 síður í dag.
Símaskráin.. Samkvæmt auglýs-
ingu í blaðinu í dag, er frestur
útrunniiiTi 1. nóvember til þess að
koma að breytingum og leiðrjett-
ingum í símaskrána. Miklar breyt-
Lýsi.
Mæður. aliö; upp hrausta þjóð.
Gefið börnunum ykkar þorskalýsi
Fæst í
Von og Brekkustíg 1.
Híit fiskfnrs
í dag.
Versl. Hjöt & Fiskur
MarmaraplötHr
á hillur yfir miðstöðvarofna
nýkomnar af ýmum litum.
Lndvig Storr,
Laugaveg 15.
ingar verða árlega á skránni,
vegna flutninga, nýrra símanot-
enda og manna, sem vilja fá nöfn
sín skráð öðruvísi en áður hefir
verið. Me'nn ættu að tilkynna slík-
ar breytingar nú þegar, svo að
símaskráin geti orðið sem áreiðan-
legust handbók. Er það ekki að-
eins þeim sjálfum í hag, heldur og
öllum, sem eitthvað hafa við þá
að skifta.
Heimili Stefáns læknis frá Aars
er nú í Hörsholm við Rungsted, en
ekki í Sölleröd, eins og sagt var
af vangá í grein minni í Morgun-
bl. á sunnudaginn. % G. H.
Sveinn Jónsson kaupmaður og
Samúel Jónsson trjesmíðameistari
færðu Elliheimilinu 150 kr. að
gjöf síðastl. laugardag, sem er
brúðkaupsdagur foreldra þeirra.
Hafa þau systkini í mörg ár gefið
stórgjafir til Elliheimilisins.
Flyt þeim be'stu þakkir.
f. h. Ellih.
Har. Sigurðsson.
Max Raebel hefir ritað Morg-
unblaðinu frá Eisenacli: í fyrra
afrjeð jeg að semja lag, sem
heitir „Grýla“ og binda í því alla
tóna Grýlugoss frá upphafi til
enda. Þetta hefi jeg nú gert. Auk
þess hefi jeg skrifað „orkester-
fantasie'r“ út af mörgum íslensk-
um lögum og voru öll hin nýju
lög leikin í fyrsta sinn undir
Stjóm minni hinn 3. júlí hjer x
Eisenach. Næsta ár kem jeg á al-
þingishátíðina og held hljómleika
í Reykjavík. — Hinn 9. nóvember,
kl. 5,45—6,15 síðdegis leik jeg í
útvarp í Oslo margar af tónsmi’ð-
um mínum, þar á meðal ,Islandia‘,
sem bygt er á laginu „Góða vísu
gera skal“. f því eru Grýlugos-
in. —
Morgunblaðið er 6 síður í dag
H.s. Islnnd
fer norður í kvöld klukkan 6*
l.s. Bofflia
fer á morgun klukkan 8 si° *
til Vestmannaeyja, Sey^s'
fjarðar, Færeyja og Leitk
Farþegar sæki farseðla ifl-*
ir klukkan 3 á morgun.
Tekið á móti vörum til
12 á hádegi á morgun.
C< Zimsd1'
Lifur oi hiöitn
K1 e i n,
BaMnrsgfltn 14. Sfnri
Hærfatnaöur
kvenna
í mjög miklu úrvali.
K
Borðdúkar.
Borðdúkadreglar og
Serviettur.
Alt til rúmfatnaðar, BaT»a'
kápur og kjólar. UllarflóxU1^’
mjög ódýrt.
Versl. Skðsafoss,
Laugaveg 10.
Skipstjárafjelagtf
,1Aldantí
v jft
Fundur í kvöld (þriðjudaíl
8'/a i húsi K. R. Vonarstræö
Áríðandi mál á dagskrá.
SljórniB*
Nýkomin
Kápneidi
í aiar miklu
nrvali.
Verslunin
Egill JacoBsBR*