Morgunblaðið - 29.10.1929, Side 5
Hand
Sapa
^ðeins með því að nota
Lux handsápuna, sem
framleidd er á sama hátt
og hinar dýrustu sáputeg-
undir.verðurhörundiðsilki
rnjúkt. Það er aðeins hin
sjerstaka aðstaða og efni
pau er framleiðendur Lux
handsápunnar hafa tök á,
sem geta gert það auðið
að framleiða svo frábæra
sápu við vægu verði.
Lever Brothers, Ltd.
Port Sunlight, England.
Wlt«IS-I29*.
Eftir
veikindi
er
Idozan
^sta styrkin^armeöalið.
Fæst í lyfjabúðum.
Riómabússmjðr
00 Egg.
Ver&i. Foss,
Laugaveg 12.
Sími 2031.
3ermallne"
,iiP 8töðugt vaxandi aai
aön1 ma.line‘ brauða er besi
^Unin fyrir gæðum þeirr
bjer eruð ekki þegi
fr .^aUne-neytandi þá byr
1 ^ag.
Soya.
ágæta
margeftirspurða
vikVf frá Efnagerð Reykja-
ve [ iaesl nú i allilestum
HSlu"um bæjarins.
—ð-^ ef þið
og |. u matinn bragðgóðan
atíran þa kaupið Soyu
frá
(j |
'1 ^nagerð Reykjavíkur.
eniisk verksmiðja.
s‘mi 1755.
Guðmunður Kamban
I D'anmorku.
Leikrit háns „Sendiherrann frá Júpíter"
fær einkennilegar móttökur.
Eins og frá hefir verið skýrt
hjer í blaðinu var leikrit Guð-
mundár Kamban, „Sendiherrann
frá Júpíter* ‘, leikið á leikhúsi
Betty Nansen í Ilöfn fyrir nokkru..
Síðan leikritið var leikið hjer í
Reykjavík, hefir Kamban bre'ytt
jví mjög mikið, einkum igerbreytt
öðrum þætti og' bætt nýjum þætti
við, sem nú er annar þáttur leik-
ritsins. Leikritið kom út í Dan-
mörku um sama leyti og það var
leikið. Hasselbach Bókaforlag.
gaf það út.
Frumsýningunni á leikhúsi
Betty Nansen var tekið mjög fá-
lega af blöðunum, því svo má að
orði kveða að blaðadómarnir væru
hver öðrum verri. Eftir útkomu
peirra var aðsóknin að le'ikhúsinu
svo lítil, að fljótlega var hætt við
að sýna leikritið að því sinni.
En skömmu síðar átti frú Betty
Nansen tal við blaðamann frá
Berlingatíðindum, um leikrit
petta. Ljet hún m, a. svo um mælt,
að- hún hefði á engau hátt skíft
um skoðun á leikriti þessu þrátt
fyrir biaðadóma þá er um það
höfðu birst.vSagði liún að hún liti
svo á að leikritið væri óvenjulega
merkilegt og ætti vissulega mikið
erindi fyrir alme'nningssjónir. —
Kom hún þá fram með þá nýju
nugmynd að rjett væri að gera
tilraun til þess að gera sjer grein
fyrir hvor’t dómur almennings
væri í rann og veru samhljóða
dómum blaðanna. Auglýsti hún
síðan að leikritið yrði sýnt að nýju
og væri aðgangur ókeypis.
,Sendiherrann‘ var síðan leikinn
fyrir troðfullu húsi og voru á-
norfendur þeir sem nú sóttu leik-
sýninguna mjög hrifnir af leik-
ritinu. Leikdndur, leikhússtjóri og
höfundur voru kallaðir fram og
ætlaði fagnaðarjlátum áhorfend-
anna aldrei að linna.
En ekki nóg með þetta. Næstu
daga rigndi brjefum til dagblað-
anna frá fólki, er sjeð hafði leik-
ritið. í brjefum þessum lýstu
menn ánægju sinni yfir leiksýning-
unni, og báru leikdómendum illa
söguna. Blöðin aftur á móti sýndu
höfundi nú þá sanngirni að þau
beygðu sig fyrir þessum almenn-
ings-dómi og birtu nokkur af
brjefum þessum, e'r gersamlega
brutu í bág við dóma þá, er áður
iiöfðu birst þar um leikritið.
Um sama leyti birtist orðsending
i „Politiken“, frá Einar Christian-
sen, þar sem hann skorar á Betty
Nansen að taka nú leikritið upp
til sýningar að nýju. Jafnframt
hældi hann leikritinu og höfuudi
þess á hvert reipi, sagði m. a.
að Kamban stæði langtum framan
en dönsk leikritaskáld á hans
aldri, hann er skáld, sagði E.
Ch., en hinir eru e'kki annað en
rithöfundar eða leirskáld. Lýsti
E. Ch. því ennfremur hvernig
Hafnar-leikhúsin hafa á síðari ár-
um brugðist skyldu sinni og hlut-
verki og sýnt' að jafnaði allskonar
Guðm. Kamban,
dót, en hafnað góðum skáldritum
eins og leikritum Kambans. En
stefnuleysi og hringl blaðadóm-
endanna sagði E. Ch. vera í'yrir
neðan allar hellur.
Orðsendingu þessari var mikill
gaumur gefinn, ve'gna þess að
Einar Christiansen er sem kunnugt
er meðal þektustu rithöfunda i
Danmörku og hlaut alment lof
og viðurkenningu fyrir ágæta leik-
hússtjórn, er hann stjórnaði kon-
unglega leikhúsinu.
Frú Betty Nansen f jekst þó ekki
til þess að ve'rða við tilmælum
E. Ch., þareð hún liafði látið svo
ummælt við blaðamenn, að hún
ætlaði ekki að sýna leikritið fyrir
boigun eftir að ókeypis sýningin
var haldin, því þá myndi verða
litið svo á, að hún væri að aug-
lýsa leikhús .sitt með þessu og
ókeypis-sýningin yrði skoðuð sem
gróðabragð.
En þrátt fyrir þetta má Kamban
vel una við orðin málalok. —
Dómur almeunings er fram kom
í brjefum þeim, er blöðunum vor.
send og samúð ýmsra mætra
manna, er hann hefir fengið fyrir
leikrit sitt er honum meira virði
en dómar Hafnarblaðanna.
Hjer heima kemur okkur hins-
vegar það undarlega fyrir sjón-
ir, að Guðmundur Kamban, sem
alment er talinn í röð fremstu
leikritahöfunda á Norðurlöndum
skuli mæta svo ómjúkum viðtök-
um í Danmörku — með leikrit,
sem hjer í landi var te'kið með
mikilli samúð og' fögnuði, og það
í ófullkomnari mynd en það er
nú. Kamban þarf vitaskuld ekki
að biðjasí vægðar undan ströng-
um kröfum <sem leikritaskáld, —
hann liefir fyrir löngu sýnt, að
hann er fær um að fullnægja
þeim. En hann á heimtingu á að
njóta sömu sanngirni sem starfs-
bræðnr hans í Danmörlcu. Sú
spurning er að vakna og verða
eðlileg: Af hvaða ástæðum heldur
þjóðleikhús Dana árnm saman dyr
um sínum harðlokuðum fyrir þessu
íslenska skáldi?
Nýkomið:
Epli Jonathan ex. fancy. — Appelsínur 15§—1% 200
og 252 stk. — Laukur — Vínber 2 teg.
Eggert Kristjánsson 5 Co.
Simar 1317 oe 1490.
.SflCEBSS*
dósamjólkin frá Coöper'atieve
Condensfabriek ,Friesland‘ Lýeu-
Avarden Holland, er besta, fitu-
mesta og þar af leiðandi ódýrasta
niðursoðna mjólkin.
Þeir, sem einu sinni hafa reynt
„Succes“, kaupa hana áftam
og vilja e'kki aðra.
......................
T i nt b u r ií eral un
P.W.Jacobsen & Sðn.
Stofnuð 1824.
Simnefnli Granfuru Carl- undsgade, K benhavn C.
S Selur timbur í stærri og smærri seudiugum frá Kaupm.höfn.
J Zik til skipaamíCa. — Eiuuig heila skipsfarma frá SviþjóC,
| Hef verslað við Ísland 80 Ar.
ÍKKXXKKKKKKXtmKKmððOmKKKMfi
RaSlýsið <..........
vjelbáta yðar jafnspennu-rafsl. — Leitið tilboða hjá
H.F. RAFMAON.
Hafnarstræti 18. Sími: 1005.
Nýtt með Brúarfossi:
Glóaldin, Epli, Vínber, Laukur og Jarðepli.
fieiltíu. Garðars Gíslasonar.
Slml 481
Stefðn Ouimundsson
tenórsöngvari.
Við hjer í Reykjavík höfum átt
koist á því undanfarið, að heyra
íslenska tenórsöngvara, hvern eftir
annan. Og það er svo langt frá því,
að þetta þreyti, að skemtunin og
ánægjar, vex svo að segja með
iivcrji'm nýjum, sem bætist við.
Því að það er samanburðurinu,
sem þá verður til þe'ss að skerpa
eftirtektina og dómgreindina.
Og nú ætlar enn einn nýr tenor-
söngvari að koma fram fyrir Reyk
víkinga á föstudaginn (1. nóv.).
Hinir eru flestir ýmist fullnuma
söngvarar eða að minsta kosti
komnir langt áleiðis í námi, En
sá, sem hjer um ræoir, stendur nú
við leiðarupphaí. —- Þessi teaór-
söngvari er Stefán Cuðmundsson.
Fjöldi Reýkvíkinga kannast við
Stefáh. Reykvíkingar komn hon-
um hingað til bæjarins, norðan úr
Skágafirði, vegna raddarinnar.
Hin bjarta og heillandi rödd hans
hefir heyrst hjer á 'samsöngvum,
og síðast í myndinni Ramóna, á
Nýja Bíó. Hann hefir notið kenslu
hjá Sigurði Birkis, söngkennara,
og' sú kensla hefir sýnt, að rödd
Stefáns býr yfir þroskamöguleik-
mn og þeim miklum — en hvað
miklum er um að gera. — Það er
það, sem nú skal prófa, því að
nú er Stefán á förum til ítalíu.
Sennilega verður því ekki kostur
að heyra til hans um langan tíma.
Og fari svo, sem vonandi er, að
rödd Stefáns brjóti honum leið til
mikils frama á því sviði, þá er
gaman að hafa heyrt til hanS áður