Morgunblaðið - 30.10.1929, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.10.1929, Blaðsíða 3
gftcrfltmbla&tð 'uandl. Vllh Ftnaen i«.fttndt: FJelag t ReykJaTlk. «‘t»tjörar: J6n KJartan»tton. Valtýr Stefdneeon iu*ít«tnga«tjórt: E. Hafber* • krtfatofa Auaturatrœtl A stattl nr. 600. *ucl$«lnsaakrlfatofa nr 700 -1 aiuatanar J6n KJartanaaon nr. 74*. Valtýr BtefAnaaon nr 1**0 E. Hafber* nr, 770 iri'i MfJald Inaanlanda kr. t.OO á a»Anutti nlanda kr. *.50 --- •ðlu 10 aura atntttkt* Erlendar símfregnir. Khöfn 29. okt. FB. Þingkosningax í Tjekkóslóvakíu. Frá Prag er símað: Þingkosn- ingar fóru fram i Tjekkóslóvakíu í fyrradag. Atkvæðatala vinstri- flokkanna hefir aukist mikið. — Fylgi kommúnista og hægri manna hef ir r jenað mest. Atkvæðatala flokks þess, sem styður Benes ut- anríkismálaráðherra, svo kallaðra Jtj óðemissósíalista, hefir aukist um 70 þúsund, þýskra sósíalista um eitt hundrað þúsund, tjekkiskra Bósíalista um þrjú hundruð þús. — Atkvæðatal kommúnista hefir rjenað um eitt hundrað og fimtíu þúsund, þjóðflokksins um áttatíu þús. og nationaldemokrata um 30 þús. — Hve mörg þingstæti hver flokkur um sig fær er enn eigi kunnugt, en samt er fyrirsjáan- legt að stjórnarflokkarnir hafa tapað meirihlutanum. Stjórnin, er studd var af borgaralegu flokk- unum, hefir því beðist lausnar. Rjettarfarið í Bandaríkjunum. Frá Gastonia í Texas er símað: Kviðdómur sá, sem nýlega dæmdi 7 kommúnista seka um morð, er lögreglustjórinn hjer í borg var drepinn í verkfallsóeirðum í sum- ar, hefir vísað frá ákærunum gegri mönnum þeim, sem skutu á verk- fallsmenn og drápu konu eina úr flokki þeirra. Kviðdómurinn hefir einnig vísað frá ákærum gegn mönnum þeim, sem hafa ráðist á kommúnista og rænt þá. Mikil gremja á meðal verkamanna út af þessu um öll Bandaríkin. Kauphaliarbraskið. Frá New York City er símað: t gær var aftur mikið gengisfall á kauphöllinni hjer. Sum hluta- brjef. fjellu um fimtíu prósent. — Bankarnir reyndu árangurslaust að koma ‘í veg fyrir, að hlutabrjef- hje'ldi áfram að falla í verði. Stjóramálamaður látinn. Frá Berlín er símað : Von Biilow, fyrverandi ríkiskanslari Þýska- lands, er látinn. Gullfoss fór hjeðan í gærkvöldi kl. 11, til útlanda. Farþegar voru þessir: Gunnh. Steinsdóttir, Ragnh. Evertsdóttir, frú Marta Kalman, Viktoria Guðmundsdóttir, frú dr." Björg Þorláksson, Símon Ágtists- s°n, stud. phil., Símon Beck, Jón Engilberts málari, Stefán Guð- oiundsson, Benedikt Guðmundsson, frú Miehe og dóttir, Höskulðnr Steinsson, Daníel Ásgeirsson, Ragnar Thorarensen. Dagbðk. Veðrið (þriðjudagskvöld kl. 5): Hægviðri um alt land og víðast ljettskýjað. Hiti 2 stig á suður- landinu, en annars 0—1 st. frost. Djúp lægð suður af Grænlandi á NA-leið. Fer hún sennilega skamt fyrir sunnan Island og veld- ur fyrst SE-hvassviðri, en síðan A og NA-átt hjer á landi. í kvöld er S-átt og 10 st. hiti á hafinu skamt suðvestur af Reykjanesi. Veðurútlit í Reykjavík í dag: Vaxandi SA-átt, isennilega hvass- viðri og úrkoma síðdegis. U.M.F. Velvakandi heldur fund í kvöld kl. 9 í Kaupþingssalnum. K.F.U.M. Almenn samkoma í kvöld kl. 8y2. Frú Guðrún Lárus- dóttir og S. Á. Gíslason eand. the'ol. tala. Allir velkomnir! Togaramir. Af veiðum komu í gær Otur, með 90 tunnur og Bald- ur með 98 tunnur. Frá höfninni. Selfoss fór norður um land í gær. Island fór norður til Akureyrar. Sálarrannsóknafjelagið heldur fund annað kvöld í G.T.-húsinu. Halldór Jónasson flytur erindi. f happdrætti Verslunarmanria- fjelags Reykjavíkur á sunnudag- inn komu upp þessi númer: 1307, Saumavjel, og hlaut hana Hákon Guðmundsson, Ásvallagötu 9. Nr. 4389 Reiðhjól. Það hrepti Ólafur H. Þorbjörnsson, Laugaveg 24. Nr. 4636, Gólfteppi, hrepti Georg Kristjánsson, Bergþórugötu 18. Glímufjelagið Ármann heldur Þýskalandsförunum samisæti í kvöld í Iðnó. Verður þar fangað heimkomu þeirra og þeim þakkað fyrir frækilega fiamgöngu ytra, sem orðið hefir bæði fjelaginu og íslandi til sóma. Hjónaefni. Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Jólianna Ste- fánsdóttir frá Fossi í Grímsnesi og Oddgeir Jónsson frá Hallgeirsey. Silfurbrúðkaup áttu þau nýlega, Dagur Brynjólfsson, hreppstjóri í Gaulverjabæ og kona hans Þór- laug Bjarnadóttir. í tilefni af því sóttu sveitungar þeirra og nokkr- ir aðrir kunningjar þau hjónin heim á vetrardaginn fyrsta og var þá setið við góðan gleðskap langt fram á nótt. Gjafir voru þeim af- hentar frá sveitungum og vinum, vandað matar- og kaffistell og tsilf- urborðbúnaður. Eru þau hjónin bæði framúrskarandi vinsæl með- al sveitunga sinna, enda er það síst að furða, þar sem húsbóndinn he'fir á hendi svo að segja öll trún- aðarstörf fýrir sveit sína og leysir þau öll prýðilega af hendi, en heimilið hinsvegar að svo mörgu leyti miðstöð sveitarinnar, þar sem hreppsbúar jafnan eiga að fagna ekki aðeins rausn og prúðmensku, heldur líka hlýlegu viðmóti hjón- anna beggja. Eiga þau hjónin bæði sæmdarferil að baki sjer og óska allir kunnugir að þau enn efigi langan sæmdarferil ógenginn. Guðspekifjelagið. Bókasafn fje- lagsins og lesstofa þess í fundar- húsinu er opin alla virka daga kl. 4—7. Bækur verða einnig lanaðar utanfjelagsmönnum. Dánarfregn. í gær ljest að heim- ili sínu Framnesveg 19, Ástríður Benediktsdóttir, kona Jónasar Jón- assonar fyrv. lögregluþjóns. Dansleik heldur Knattspyrnufje- lagið Fram laugardaginn 2. nóv., en ekki 9. nóv., eins og misprent- aðist i auglýsingunni í blaðinu í gær. Sijgne Liljequist syngur í kvöld í Gamla Bíó í síðasta sinni. Vilhjálmur Finsen ritstjóri var 0 • V H 1 1 V H 1 • fk M I »1 meðal farþega á „Lyru“ í fyrra- kvöld. Mun liann dvelja hjer i nokkrar vikur. Óðinn, 9.—12. blað XXV. ár- gangs eru komin út. Þar er fyrst grein um Þjóðabandalagið. — Þá kemur grein eftir síra Friðrik Friðriksson, er nefnist „Starfsár- in.“ Svo er grein um Grænlands- leiðangur „Gotta.“ Smágreinir eru um Benedikt Sveinsson forseta Neðrideildar Alþingis, Sigurð Sig- urðsson skáld, Klemens Jónsson fyrv. ráðlierira, síra Magnús And- rjesson á Gilsbakka, varðsipsfor- ingjana Jóhann P. Jónsson og Friðrik Ólafsson, síra Kristinn Ól- jfsson Vesturheimsprest, síra Hauk Qíslason í Kaupmannahöfn, Bjarna Sæmundsson doktor, Gunnlaug Claessen doktor, Eggert Stefáns- son söngvara, Helge Zandén mál- ara hinn sænska. Enn er þar sagt frá hlaupinu í Hagavatni, hæsta reynitrje í Reykjavík og fylgja tnyndir, sem birst hafa í Morgun- blaðinu og Lesbólt áður. Hjónaband. Gefin voru samah í Kaupinannahöfn 19. þ. m., Ólafía Guðrún Guðmundsdóttir og Kaj Viggo Andersen klæðskeri. Heimili þeirra er í Stoekholmsgade 451. ísfiskssalan. Hávarður fsfirðing- ur seldi afla sinn, 769 kit, fyrir 1388 stesrlingspund, þ. 21. þ. m. Fýrirlestrar uní ísland í Þýska- landi. Komið hefir til orða, að næsta vor, í maí eða júní, fari Lúðvíg Guðinundssono, skólastjóri utan og haldi fyrirlestra um Island nokkrum háskólaborgum í Þýska- landi. Hjónaband. Á laugardaginn voru gefin saman af Magnúsi Jóns- syni bæjarfógeta, ungfrú Jakobína Petersen verslunarmær og1 Jón Mathie'sen kaupmaður í Hafnar- firði. Leikfjelag Akureyrar er nú að æfa nýtt leikrit, eftir Jón Björns- son ritstjóra. Heitir það „Tveir heimar“ og er búist við því, að það muni verða sýnt í fyrsta sinn um miðjan nóvember. Gjafir til Elliheimilisins: Guð- mundur Jónsson, Þóroddsstöðum kr. 50.00. Aðskotadýr kr. 50.00. H. kr. 400.00 — fjögur liundruð. Innile'gar þakkir. Har. Sigurðsson. Er Stalin sinnísveiknr? Grein með þessari fyrirsögn birt- ist 5. þ. m. í Tidens Tegn. Segir þar svo frá: — Stalin hefir nú um mánaðar- tima ekki undirritað eitt einasta skjal. Margir vita þetta í Kre'ml og í Moskva er hvíslað um það manna á milli, en enginn þorir enn að tala hátt um þetta, vegna þess, að ákveðið mun að láta al- þjóð ekkert vita. Opinberlega hefir verið tilkynt, að Stalin sje lasinn, og að hann sje neyddur til að lialda kyrru fyrir. En ekkert. he'fir verið sagt um sjúkdóm hans, eða hverrar tegundar hann sje. Fáir útvaldir vita nú, hver eft,- irmaður Stalin verður. Hann lief- ir nú í laiigan tíma ráðið lögum og lofum í Rússlandi, enda lengi verið einkavinur Stalins og trún- aðarvinur. Molotov heitir hann. Hann er duglegur maður og á- kveðinn kommúnisti, og hefir löng- um staðið meiri uggur af honuin en Stalin sjálfum. Þe'gar hjer við bætist, að hann hefir stuðning einskis minna manns en Ménsjin- sky. eins af foringjuni tjekunnar Sirins súkkulaði og kakaópúlver er tekið fram- yfir annað af öllum, sem það þekkja. Nokkrir legubekkir verða seldir mjög ódýrt næstu daga á Grundarstíg 10, kjallaranum. Linuueiðari í ágætu standi til sölu hje*r á staðn- um. Upplýsingar hjá Guðmundi Krist jánssyni iskipamiðlara. Lækjartorgi 1, símar 807 og 1009. Hrossakjöt nýtt, reykt og saltað. Ennfremur ágæt.bjúgu og reyktar rúllupylsur. Verðið mjög lágt. Hrossadeildin. Njálsgötu 23. — Sími 2349. N ýkomið Mjög fallegt úrval af Ljósadúkum. Alveg nýjar tegundir. Margar stærðir. Vöruhúsíð. Wecfe niðnrsnflnglðs fyrirliggfandi. Einnig spennur og gúmmihringir. Liverpool. Ágæt Grawensleiner epll V® kg- aðeins 60 anra. Livcrpool (framkvæmdaráðs kommúnista), er ekki mikill efi á, að hann verð- ur hinn nýi einvaldsherra í Kreml. -----♦ :------ WP Kermath mótorvjelar, 2 og 4 Cyl. 4—5 og 20 H.K. eru sjerstaklega hentugar í fiski- báta, skemtibáta og aðra smærri báta, vegna gang- vissu og sparneytni. 1—6 Cyl. og 3—200 H.K. Nánari upplýsingar gefur S.s. ivra fer hjeðan fimtudaginn 3L þessa mánaðar klukkan 4 síðdegis til Bergen um Vest- mannaeyjar. Framhaldsfarseðlar seldir til Kaupmannahafnar, Ham- borgar, Rotterdam, New- castle og Gautaborgar. Farseðlar óskast sóttir sem fyrst. Flutningur afhendist f dag Nic. Bjarnason. Kanpmenn: Wnniö að hafa á boðstðlnm: Rosol menthol Rosol töflur. Menthol karamellur. Sentapillur. Lakritsmyndir. Tyggigúmmí (Wrigley) 6dý»t. f heildsölu lijá H.f. fÞagrD Reykíavfkur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.