Morgunblaðið - 31.10.1929, Blaðsíða 3
3
JftoröttnMaHð
inandl. Vllh. Fln»en
t*.fandl: Fjeiag I ReykJaTtk
tutstlórar JOn K.Jartan«»on
Valtýr 8tefan»»on
au5iy»lnga»tjðrl: E. Hafber*
-artf»iofa Au»tur»tr»tl *.
Btm nr. (00.
jgiy»inga»krlf»tota nr 700
SttBiula&r:
Jðn KJartan»»on nr 741.
viiltyr 8tetan»»on nr lltr
E Hafberg nr. 770
•rlf’agjald:
ir »nland« kr. £.00 * ■*nn«i
nlanda kr. 1.50 ------
nðlu 10 aura elntaklH
írlenflar símfregnir.
Khöfn, 30. okt. FB.
Daladier gefst upp að mynda
stjórn.
Frá París er símað: Landsráð
sósíalista hefir samþykt m«ð 1590
atkv. gegn 1415 að taka ekki þátt í
stjórnarmyndun Daladiers. Dala-
dier hefir þess vegna neyðst, til
þess að hætta við tilraunir sínar
til þess að mynda stjórn.
Verðhrunið í kauphöllinni
í New York.
Frá New York e'r símað : Gengis-
fall verðbrjefanna á kauphöllinni
hjer í fyrradag, er mesta gengis-
fall í sögu kauphallarinnar. Gang-
vérð verðbrjefa lækkaði í fyrra-
dag um 10 milj-. dollara. Alls nem-
ur gengisfallið síðan verðhrunið
byrjaði í síðastliðinni viku kring-
um( 30 milj. dollara.
Aðalbanka st j óra r stórbankanna
hjeldu ráðstefnu á skrifstofu
Morgans og ákváðu að reyna af
öllum mætti að hindra frekara
hrun, en samt varð aftur í gær
feiknarlegt hrun. 16 mil. hluta-
brjefa voru seld í gær. Gangverð
fjell stöðugt.
Er forvaxtalækkun í vændum?
Frá London er símað: Verðfall-
'ið í Bandaríkjunum hefii- valdið
allmiklu verðfalli á hlutabrjefum
í flestum kauphöllum Evórpu. —
Verslunarráðherra Bretlands seg-
if, að sennih'gt sje, að kreppan
í Bandaríkjunum leiði af sjer for-
vaxtalækkun, peningarnir, sem að
undanförnu hafa streymt til
Bandaríkjanna, sjeu nú aftur farn-
ir að flytjast til Evrópu.
Woldemaras ákærður.
Frá Berlín er símað: Stjórnin
í Lithauen hefir ákveðið að láta
handtaka Woldemaras og ákæra
hann fyrir byltingatilraun gagn-
vart núverandi stjórn og fyrir
fjárdrátt, þareð Woldemaras, á
meðan hann var ríkisforseti, hafði
tekið 2 milj. úr ríkissjóði, án þess
;að gera reikningsskil.
SjómannakveSjur.
FB. 30. okt.
Komnir upp að landinu. Vellíðan
allra.
Skipsliöfnin á Snorra goða.
Togaramir. Maí kom í fyrradag
frá Englandi og fór á veiðar í
gær. Baldur fór á veiðar í fyrri-
nótt,
„Alþýðublaðið 10 ára, 10 síður
á 10 aura,“
hrópuðu smádrengir á götunum
í fyrradag. Mátti í fyrstu heyra á
drengjunum, að þeir voru ánægðir
með fenginn, því aldrei slíku vant,
gátu þeir nú boðið kaupendum
sæmilegt blað — minsta kosti að
fyrirferð.
En auðlieyrt var að „buisness“-
inn gekk ekki sem best. Drengirn-
r hrópuðu hástöfum: „Alþýðu-
blaðið 10 síður“, og lögðu mikla
áherslu á tíu. En blaðið gekk ekki
út, og tóku drengirnir þá það ráð
að hrópa: „Alþýðublaðið 10 síður,
aðeins 10 aura!“ —
í þessu afmælisblaði skrifar Har-
aldur aðalhugvekjuna. „Takmark
jafnaðarstefnunnar er“, se'gir Har-
aldur, „að skapa samfjelag, þar
sem rjettur og aðstaða allra er
jafn“ .... „auðvaldinu verður að
steypa af stóli, afnema arðrán
þess og sjerstöðu ....“ o. s. frv.
— Alt. venjuleg Haralds-slagorð.
Þá kemur Hjeðinn fram á sjón-
arsviðið. Nefnir hann hugvekju
sína: „Samstarf handa og heila“.
Segir Hjeðinn rjettitega, að þeir
burgeisar Alþýðuflokksins hafi oft
verið sakaðir um það af andstæð-
ingunum, að valdagirnd og metorð
væri þeirra aðalhvatir. Ekki tekst
Hjeðni að afsanna þetta, og hann
íorðast í hugvekju sinni að nefna
„auð“ eða „auðvald", en talar
mikið um „yfirst jettir“. (Hug-
vekja Hjeðins er klipt í sumjur,
ei upphafið á bls. 2, en endirinn á
bls. 9).
Þá er röðin komin að Jóni brauð
og mjólkursölustjóra Baldvinssyni.
Heitir hugve'kja hans: „Þingmál
Alþýðuflokksins“. En Jón gleym-
ir alveg að minnast á bitlingana,
sem þingmenn flokksins hafa aflað
handa sjálfum sjer. Sennilega er
það með vilja gert, að Jón sleppir
þessu. Hann vill auðsjáanlega ekki
komast í mótsögn við hugyekju
Iljeðins.
Þá kemur Olafur Friðriksson
með stutta liugvekju um blöð Al-
þýðufiokksins. Hefði Ólafur gjarn-
an inátt segja frá starfstilhögun
þeirri, er hann og Jónas frá Hriflu
höfðu á fyrstu starfsárum sósíal-
ista hjer á, landi, og einnig frá því
er hann var rekinn frá ritstjórn
Alþýðublaðsins.
Er þá komið á bls. 5 í afmælis-
blaðinu og birtist þar háfleig og til-
gerðarleg- ritsmíð eftir hinn burt-
rokna ritstjóra Hallbjörn Hall-
dórsson. Þar næst kemur grein eft-
])• Pjetur G. Guðmundsson. Er
.liann akaflega reiður við Magnús
Jónsson alþm.; vill að Magnús
verði dreginn fyrir lög og dóm
fyrir að hafa haldið því fram. áð
þeir burgeisar sósíalista sætu á
svikráðum við hinn vinnandi lýð.
Stefán Jóhann rékur lestina í
afmælisblaðinu með hugvekju, er
hann nefnir: „Innfluttur varning-
nr‘ ‘. Á hann þar við sósíalista-
stefnuna, sein flutt er inn í landið
frá Danmörku og lifir hjer á
dönsku sníkjufje. Yill Stefán halda
því fram, að þetta sje „innlendur' ‘
varningur! Ekkert mintist Stefán
á viðskifti sín við þá Siglfirðiliga.
Og enginn minnist ánýjasta „inn-
# II H <
flutta varninginn" — danska
gullið!
Er þar með upptalið það sem af-
mælisbarnið hefir að flytja.
Hvað sagði Magnús V.? „Jeg
veit að svínin malarans eru feit,
en af hverju þau hafa fitnað, veit
jeg ekki!“
Þökk fyrir lesturinn!
lúlfana Sveinsdðttir.
Það er hátt til lofts og vítt til
veggja í vinnustofu Júlíönu Sveins
dóttur á Bergstaðastræti 72. Þar
heldur hún þessa daga sýningu
á nokkrum af nýjustu málverk-
um sínum. Hefir hún að þessu
sinni sótt fyrirmyndirnar inn í
Þjórsárdal austan-verðan. — Þar
sem Hekla gnæfir yfir melhóla
og sandauðnir og nokkrar. skógar-
leifar sem klófesta sig dauðáhaldi
í rifin og veðurbarin moldarbörð.
Einnig eru þar nokkrar ágætar
myndir úr Vestmannaeyjum. Það
er bjart yfir mörgum myndum
Júlíönu, bjartara en áður, og
sýnist mjer þetta vera sú besta
sýning, sem hún hefir haldið
hjer, að hinum fyrri ólöstuðum.
Og fær það manni hinnar mestu
gleði, hve ákveðið og hiklaust
hún vinnur að því göfuga marki,
sem hún hefir sett sjer. Hún er
ekki með neitt dekur við misjafn-
lega góðan smekk náungans, en
vinnur að list sinni með alvöru
og sjálfsaga. Verk hennar bera
vott itm siðfágun góðrar mentunar,
sem er sjaldgæf, og mikla hæfi-
leika.
„Brim við Vestmannae'yjar“, er
ein af allra bestu myndum henn-
ar, falleg í lit, og byggingu, og
mikilfengleg náttúrulýsing. „Inn
Leiðina* ‘ er önnur gullfalleg mynd
mjög litauðug og heilsteypt 'ffið
formi, þá „Löngunef“ oð „Ve'st-
mannaeyjar", livorttveggja ágæt-
ar myndir. „Hekla sjeð frá Lamb-
haga“, er kröftug og ljósrík mýnd,
vel bygð og djarfle'gt og ákveðið
litaval. „Búrfell ogv Þjórsá“ ern
með öðru móti. Hún er dimm og
þungbúin, alvara yfir lofti og
láði — landinu, sem er að bérj-
ast við dauðann. Þá eru „Hellis-
heiði“ og „Vegur í Hafnarfjarð-
arhrauni“ tvær mjög bjartar og
fagrar myndir, látlaus og brein
náttúrulýsing. „Smalinn" hefir áð-
ur verið á sýningu, og er óskilj-
anlegt að enginn skuli hafa keypt
þá mynd, svo fallega ér smalan-
um og hundinuiíi lians íýst. —
Myndin af „Gerðu“ er og mjög
ákveðin og skýr í lit og byggingu.
Júltana ætt.i sýnilega að gera
meir að því að mála mannamyhdir'
en hún hefir gert hingað til.
Hjer læt jeg staðar numið, en
ekki af því, að ékki sjeu margar
fleiri myndir þess verðar, að
minst væri á þær, svo sem blóma-
myndirnar. Jeg get samt eigi ann-
að en nefnt ágætu litlu myndina
of" „Könnu og laukum“, sem er
svo hrein og skær í lit. að svo or
sem hún hafi orðið til fyrir eitt
einasta orð, Yfirleitt bera myndir
Júlíönu það með sjer, að lijer er
malari sem skilur hlutverk sitt.
Litir og línur í myndum hennar
tala sínu eigin hreina máli. Þar
er ekki gerð nein ta-jiitunga, nje
leikið sjer með „jargon“ eða ann-
Kvenskór
úr chevreaux — rúskinni og lakki.
Stórt og framúrskarandi fallegt
úrval nýkomið!
Hvannhergsbræður.
TafUfelag Reykjaviknr.
Frá og með 1. nóvembér 1929 heldur*’ Taflfjelagið fuudi sína i
kaffihúsinu Uppsölum við Aðalstræti:
Á sunnudögum frá kl. 2—6.
— mánudögum frá kl. 8}/2.
— þriðjudögum frá kl. Bþá.
— miðvikudögum frá kl. 8%.
— fimtudögum frá kl. Sþó.
—• föstudögum frá kl. 8%.
Auk þéss verða töfl til afnota alla virka daga fyrir fjelagsmenn. —
Kappskákir liefjast í öllum flokkum fjelagsins þann 3. sama mán-
aðar. Geta ])á nýir fjelagsmenn einnig orðið með í þeim kappskái*-
um. Inntökugjald í fjelagið er kr. 5,00. fyrir alla jafnt. Ársgjaldi?
ér kr. 5.00 fyrir stúlkur á öllum aldrí og skólapiltá ffá 12-—18 ára.
Fyrir alla karlmenn er náð hafa 18 ára aldri er ársgjaldið 15 kí.
Hvert fjelagsár reiknast frá 1. okt. til 30. sept.
Gerist meðlimir Taflfjelagsins.
STJÓRNIN.
Með næstn skipum væntanlegt:
malsmjðl
besta tegnnd. - Lægst verð.
I. Brynjólfsson & Kvaran.
Skemiifundur
f kvöld kl. 9 í K. R.-
húsinu, nppi.
Hljómsveit hr. Bernbnrgs
skemtir.
F jölmennið!
NEFNDIN.
að því verra. Menn ættu ekki að
heita sjer um þá gleði að skoða
sýningu þessa, heldur leggja svo
lítinn krók á le'ið sina. Þó sýning
þessi eigi mest erindi til. þeirra
sem kunna að meta listgildi mynd-
a’nna, á hún þó einnig erindi til
hinna sem vilja kynnast því sem
gott er, læra að gera greinarmun
á sönnu og röngu á sviði mynd-
listar. X.
Hinu hransli nær í
viðskiftin.
Besta ráðið
til viðhalds
heilsnnni er
dagleg notk-
nn af
„Helloggs" Hll Bran.
Reynið einn pakka strax í dag.
ALL-BRAN
Ready-to-eat
Also makers of
KELLOGG'S
CORN FLAKES
Soldby alt Gror^re—/n tho
Red and Greeu r3ackage
Ástalíf hjötia?