Morgunblaðið - 29.11.1929, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.11.1929, Blaðsíða 3
MOKGTJNBLAÐIÐ Jflorötntblabtb 8tofn<indl: Vllh. Flnaen. EJt*efandl: FJelaí 1 Reykjnylh. Kltatjðrar: Jðn KJartaneeon. Vaítýr Stef&neeon. &.n*lýelnKa»tJðrl: H. Hafberar. Okrlíetofa Aueturetrœtl t. 31ml nr. 600. AoslýeinKaekrlfetofa nr. 700. Heleeaeleear: Jðn KJartaneeon nr. 741. Valtýr Stef&neeon nr. 1110. H. Hafberg nr. 770. AkkrlttacJald: Innanlande kr. 1.00 & a&nuSl. — nlande k.r. 1.60 -------- eölu 10 aúra elntaklQ. Dómsmálaráðherrann og læknarnir. Nokkrar athugasemdir Bftir Guðm. Haxmesson. Erlendar sfmfregnlr. FB. 28. nóv. Belgiska stjórnin fallin. Frá Briissel er símað: Stjórnin í Be'lgíu hefir beðist lausnar vegna þess að einn' stjórn- nrflokkanna, þ. e. frjálslyndir, eru andvígir stjórnarfrumvarpi um að gera háskólann í Ghent að flæmsk- um háskóla. Poincaré batnað. Frá París er símað: Poincaré er nú albata og er bú- :ist við að liann fari nú aftur að ;gefa sig við stjórnmálum. Khöfn 28. nóv. Deilur Rússa og Kínverja. Frá London er símað: Út af fyrirspurn Chamherlains í ne'ðri málstofunni, lýsti Henderson utan- rjkismálaráðherra yfir því, í gær, ;að breska stjórnin íhugi að gang- ast fyrir því, að ríki þau, sem skrifuðn undir ófriðarsáttmála Kel loggs, hlutist til um að jöfnuð verði deilan á milli Rússa og Kín- verja. Frá Harbin er símað til United Press, að Nankingstjórnin hafi krafist þess af yfirvöldunum í Maúsjúríu, að þau liefji þegar frið arumleitanir við Rússa. *. \ Tollahækkun í Ástralíu. Stefna nýju áströlsku stjórnar- nnar í tollmálum, hefir vakið felmt 3 Englandi. Ástralíustjórnin hefir ákveðið mikla tollhækkun. Þannig ■ern tollar á vefnaðarvörum hækk- aðir um sextíu prósent. Hækkun- in veldur Bretum miljónatjóni, þar «ð Ast.ralíumenn hafi afturkallað mildar vörupantanir frá Bretlandi. Flugslys. Frá New York City er símað: Tisaflugvjel, sem rúmar 30 far- þega, fór í reynsluflugferð yfir Roosevelt Field á Long Island. — Mótoriun bilaði. Flngmennirnir gerðu tilraun til þe'ss að lenda á renniflugi, en flugvjelin rakst á Teykháfa og steyptist niður á hús- þak. Bensíngeymirinn sprakk og kviknaði í flugvjelinni, húsinu og öæsta húsi, sem var áfast við. — Úr síðustu fregnir komu hafði enn «kki tekist að slökkva eldinn. — ■Okunnugt er hve margir voru í flugvje'linni og hve margir hafa farist. Sjómannakveðja. FB. 28. nóv. Liggjum á Önundarfirði. Vellíð- Kveðjur til vina og vand-i- ’hanna. Skipshöfnin á Yer. I. kapituli. Nokkrar athugasemdir. í síðustu blöðum hefir „Tíminn“ flntt grein eftir dómsmálaráðherr- ann með fyrirsögninni „Byltinga- brölt læknaklíkunnar í Reykja- vík‘ ‘. í grein þessari eys þessi hús- bóndi læknanna skömmum yfir þá, og munu þess engin dæmi með sið- uðum þjóðum, að ráðherra skrifi svo fruntalega nm nndirmenn sína og það að ástæðulausu. — Og þar á ofan er grein þessi svo illa skrif- uð og grautarleg, að hörmung er að lesa hana og þurfa að svara henni. Gott var þó að hún kom út, því hún sýnir það svart á hvítu hvaða undrasögur ráðherr- ann hefir borið út um læknana bæði leynt og ljóst. Greinarhöfundur beitir sama bragði og kolkrabbinn. — Þeg- ar þetta armlega lindýr er að forða sjer, spýtir það bleki út í vatnið og hylur sig í gruggugu blekskýi. Á líkan hátt reynir höf- undurinn að dylja illan málstað með því að róta saman allskonar lítt skyldum málum: embættaveit- ingum, kaþólskri kirkju, berkla varUalögunum, pólitískum deilum, landsspítalanum og öllum skollan- um. Þetta leiðir svo til þess að enginn skilur neitt ljóslega, því fáir munu leggja trúnað á það, að læknar sjeu að hefja byltingu landinu til þess að „brjóta ríkis- valdið á bak aftur“. Þeim heíir aldrei verið um það gefið að blanda „pólitík" inn í sin mál og láta hana flestir afskiftalausa. Þeim er það vorkunn, því á þess- um æsingatímum ér það eini veg- urinn til þess að lifa í sátt og samlyndi við alla hjeraðsbúa. Jeg vildi nú reyna að greiða tiiThiað úr þessn.111 flækjum ráð- herrans, svo að almenningur geti betur áttað sig á því, sem um er deilt. . Embætíaveitingar. Jeg minnist fyrst á þet^a mál ve'gna þess að það hefir vakið mesta athygli og „komist í hlöðin1 ‘. Eins og kunnugt er hafa veiting ar læknaembætta gengið svo þann- ig að fornu fari, að allar umsókn- ir hafa verið lagðar undir dóm landlæknis og þeim verið veitt em- bættið, sem hann mælti með. Land- læknir er hvort sem er ráðnnaut- ur Og trúnaðarmaður stjórnarinn- ar í öllum heilbrigðismálum. Lækn- ar hafa yfirleitt látið sjer þetta vel lynda þó örsjaldan hafi borið á nokkurri óánægju með einstaka veitingu, enda er svipað skipulag notað í öllum siðuðuln löndum. Þegar núverandi dómsmálaráð- he'rra kom til valda tók hann upp nýja siði. Hann veitti embættin eftir sínu höfði og virti tillögur landlæknis einskis, ef á milli bar. Yera má að liann liafi fai;ið hjer eftir geðþótta sínum eða ein- hverjum pólitískum hagsmunum, en helst var það uppi látið að hann færi einkum eftir „áskorunum" frá hjeraðsbúum. Hefir liann ve'itt þrjú hjeruð eftir áskorunum, sem i safn?A var áður en hjeraðs- búar höfðu nokkra hugmynd um hverjir í boði væru, og í einu hjer- aðinu áður en það var aruglýst laust. Af því að læknar telja þessa aðferð mjög varhugaverða kémst jeg e'kki hjá því að fara nokrum orðum um það mál. Odýr skðtatnaður Munið eftir Skófatnaðar-upp- boðinu á Vatnsstíg nr. 3 í dag. Nýko mið: Slys. Maður drukknar, er hann reynir að bjarga bróður sínum. Að Daðastöðum í Núpasveit í Norður-Þingeyjarsýslu, vildi það slys til fyrir skömmu, að sonur bóndans þar, Þorsteins hrepps- stjóra Þorsteinssonar, drukknaði, er hann reyndi að bjárga hróður sínum frá drukknun. Að Daðastöðum var komið á rafveitu í sumar. Var stíflaður lækur se'm rennur þar um túnið, hlaðinn hár stíflugarður þvert fyr- ir lækjarfarveginn til þess að fá sem mest uppistöðuvatn. Er fyrir ofan stífluna lón djúpt, nokkuð langt, en ekki hreitt. Um daginn var ungur drengur, sonur Þorsteins, að leika sjer á ístíflugarðinum, en fjell út af hon- um niður í lónið, sem þar er hyl- djúpt. Var liann ekki syndur. — Eldri bróðir hans, Ste'fán að nafni, piltur um tvítugt, henti sjer út í lónið til þess að bjarga hróður sín- um, en svo soriglega vildi til, a? hann drukknaði þar. Yngri bróðir- inn, sem í lónið fjell, kraflaði sig éinhvern veginn í land og hjarg- aðist. Stefán heitinn var um tvítugt og' hið mesta mannsefni/ Er harm- ur ltveðinn að öllum, er hann þektu, me'ð hinu sviplega og sorg- lega fráfalli hans. Hann var fyrir- vinna heimilisins, sá karlmaðnrinn á bænum, sem alt valt á. Eldri bróðir hans og systir, sem ætluðu að vera á Laugáskólanum í vetur, og voru þangað komin, hverfa nú heim, og verður bróðir- iun að fórna námi til þess að fylla hið auða skarð, sem varð við frá- fall Stefáns heitins. Epli þurkuð Ferskjur þurk. - - Aprikósur þurk. — Perur þurkaíar Kúrennur — Sætar möndlur. Eggert Kristjánsson S Co. andlampar með gummikabel, góðir og ódýrir hjá H.F. RAFMAGN. Hafnarstræti 18. Sími: 1005. Skjalabinði stór og smá, margar gerðir, við ýmsu verði, í BðkaTerslnn Sigftsar Eymnndssonar. 97 ára rayasla hefir sýnt að aflasælastir eru jafnan Mustads ðnglar. 0. Johnson & Kaaber aðalnmboðsmenu. Bóðar vörm* Sanngjarnt verð. Frosið dilkakjöt, saltkjöt, þur og pressaður þorskur, steinbíts- rildingur. Soðinn og súr hvalur, kæfa, egg. Vörur sendar heim. Versl. Bjðrninn, Bergstaðastræti 35. Sími 1091. FB. 28. nóv. Maður drukknar. Frá Siglufirði er símað: Páll Runólfsson, mótoristi frá Akureýri fjell iit af bryggju í morigun og drukknaði. Var hans e'kki saknað fyr en um miðjan dag. Kom þá í ljós, að hann hafði farið af vakt í síldarverksmiðjunni kl. 6 í morg- un. Mun hann liafa gengið út síld- arpallana og fallið út af planka sem lá fyrir liúshorn. Hljóð heyrð- ust og var strax aðgætt, en niða- myrkur var, svo einskis varð vart. Líkið fanst í dag. Maðurinn var ókvæntur, en lætur eftir sig unn- ustu. ' Torleiv Hannaas prófessor er fyrir skömmu látinn e'ftir upp- skurð. — Prófessor Haunaas var fæddur á Hornnes í Sætersdalen 1874. Prófe'ssor Hannaas var ís- landsvinur mikill og átti hjer marga vini. (FB). með hverjum 10 króna kaup- um. — Aðeins* í dag og á morgun. Skðbúð Vesturbæjar. Vesturgötu 16. Kaffi. Egta gott kaffi á aðeins 2.70 kg. Hamhorg. Laugaveg 75. N ýlendu vörudeildin. Best að auglýsa í Morgunbl. Fallega 40 hk notuð Bolindervjel í góðu standi til sölu nú þegar með tækifærisverði. Upplýsingar gefnr KARVEL JÓNSSON, skipstjóri. Bárugötu 23. Sími 943. komið aftur. 5 teg. hver annari betri. Svart flauel á peysuföt. S I L K I svart og hvítt í upphluti og skyrtur. SILKI í SVUNTUR. Röndótt og rósótt. KVENSLIFSI þverröndótt o. fl. teg. Brokade slifsi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.