Morgunblaðið - 30.11.1929, Page 2
z
M O H G U N P 1 A f> í U
3
Frð bæiarstiörnarfundí
í gærkvöldi.
Bðknnaregg og
snðnegg
Höfnm fyrirllggjjandi:
Haframjöl
Kartöflumjöl
Hrísmjöl
Rúgmjöl
Hálfsigtimjöl.
Allar þessar mjöltegundir eru verulega góðar.
D ö m 11 r
hafið hngfast að faliegnstn
kvenskóna
selja
Hvannbergsbræöur.
1904. — 1. des. — 1929.
St. VíkiligTir nr. 104,
Leldur hátíðlegt 25 ára afmæli sitt í G. T.-húsinu annað kvöld, og
hefst það með kaffidrykkju kl. 8 e. h. stundvíslega. Fjölbreytt skemt-
nn. T. d. Ræða, upplestur, hljómleikar, samsöngur (duett) dans
(gamlir og nýjir dansar) o. m. fl.
Hljómsveit P. 0. Beknburgs ásamt 5 manna harmónikuorkestri
leikur undir kaffi og dansleik. — Húsið mjög vel skreytt.
Meðlimir stúkunnar verða að hafa tilkynt þátttöku sína fyrir
klukkan 4 á sunnudag. Eftir þann tíma verða aðgöngumiðar aðeins
seldir. Húsinu verður lokað kl. 10. Engir miðar seldir eftir kl. 8.
N E F N D I N.
Tilkynning - m
frá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur.
Þeir fjelagsmenn, sem ætla að skifta um lækna við næstu ára-
mót, vekða að hafa tilkynt það til gjaldkera eigi síðar en 15. des.
n.k. Eftir þann dag verður alls ekki hægt að fá skift um lækna.
Gjaldkerinn.’
Erasmlc sápan
gerir meira en að hreinsa,
hún nærir skinnið og dregur
fram æskuroða í kinnunum
og hún umlykur þig með
ilmi, sem hefir í sjer fólgið
seiðandi aðdráttarafl. Sápa
þessi er búin til úr hinum
völdustu efnum og með að-
ferð, sem algerlega er haldið
leyndri og ekki notuð við til-
' búning nokkurrar annarar
sáputegundar. Svo er hún vel
pressuð, að ótrúlega lítið
vatn er eftir í henni og hún
helst hörð, meðan nokkuð er
eftir af kökunni.Samsetning-
urinn er svo fullkominn, sem
verða má.
Peerless Erasmic Soap, einnig Erasmic Cream, Púður
og hinar heimsfrægu Eras mic raksápur fást í Parísar-
búðinni, Laugaveg 15 (hið nýja hús L. Storr).
Einkaumboð á íslandi fyrir
The Erasmic Company, Ltd., Lonðon og París.
R. Rjartansson i Go.
Aukafundur var haldinn í bæj-
arstjórninni í gær. Mörg mál á
dagskrá, og þar á meðal hús-
næðismálið og fjárhagsáætlunin,
en þau mál komu eigi til umræðu
fyrir matarhljeð. Yerður skýrt
frá þeim síðar.
Reglugerð um eftirlaunasjóð
starfsmanna bæjarins var til 2.
umr., en málið ekki útrætt. Frum-
var.p það, sem fyrir liggur hefir
borgarstjóri samið, en frumkvæðið
í því máli átti starfsmannafjelagið.
Nii eru eftirlaun veitt úr bæjar-
sjóði samkv. sjerstökum samþykt-
um í hvert sinn sem starfsmaður
hættir störfum. Greiðir. bæjarsjóð-
ur um 8000 krónur í eftirlaun á
ári.
f Alþingishátíðamefnd kaus bæj-
arstjórnin nýlega Pjetur Halldórs-
son. En hann óskáði e’ftir að losna
við þessi nefndarstörf, og var sam-
þykt á fundi í gær að veita honum
lausn frá þessu starfi. Borgarstj.
var kosinn í stað Pjeturs.
Niðurjöfnunamefnd var kosin á
bæjarstjómarfundi í gær. Þe'ssir
hlutu kosningu: Einar Arnórsson,
Sigurbjörn . Þorkelsson, Gunnar
Viðar og Sigurður Jónasson. Vara-
menn voru þessir kosnir: Jón Hall-
dórsson ríkisf jehirðir, Hannes
Blöndal bankabókari, Þorgeir Páls
son kaupm. og Jón Guðjónsson
bókari.
Veitingaleyfi samþ. bæjarstj. í
gær fyrir sitt leyti til handa Birni
Björnssyni bakara, Friðgeiri Sig-
urðssyni og Jóh. Björnssyni (en
hann sótti um leyfi fyrir systur
sínar). Björn Björnsson ætlar að
setja á stofn veitingastofu í hinu
nýja Reykjavíkurapóteki við Póst-
hússtræti.
Enska lánið. Borgarstj. skýrði
frá því, að lánið frá „PrudeUtiar ‘
væri nú komið í kring. Fjekk hann
í gær umboð frá bæjarstjórn til
þess að ráðstafa fjenu.
Ölkræmar. Guðrún Jónasson
vakti máls á því, að full þörf væri
á að eftirlit væri aukið með þeim
veitingastofum bæjarins, sem oft
eru nefndar ölstofur. Hafði hún
fengið vitneskju um, að óþrifnaður
væri mikill í sumum stofum þess-
um, gólf og húsgögn öll skítug
mjög, glös eltki þvegin og sætu
unglingar í þessu óþverra- og
pe'starlofti.
Benti Th. Líndal á, að heilbrigð-
isnefnd ætti í upphafi að athuga
hvort húsnæði og aðbúnaður væri
i
viðunandi, en síðan ætti lögreglan
að sjá um að veitingamenn hjeldu
í því horfi sem upprunalega hefði
verið. Var þess getið, að vænta
mætti að hin aukna og endurbætta
lögregla myndi sinna því starfi
framvegis svo ve'l væri.
Senna, allsnörp, varð milli Jóns
Olafssonar og Ólafs Friðrikssonar
út af hafnarmálum, einkum út af
byggingu nýju bryggjunnar, er Ó.
Fí. þóttist vilja, að höfnin hefði
sjálf tekið að sjer. Sýndi Jón
fram á hið „sára þekkingarleysi"
og „auma bamaskap" í þessu efni,
og þótti hart, að Ólafur skyldi tala
um hafnarmál sem alókunnugur
maður, enda þótt hann hefði að
nafninu til átt sæti í hafnarnefnd
árum saman. Tæki hefði höfnin
e;gi til að fr'amkvæma þctta verk
K L E 1 N.
Baldnrsgðtn 14. Sími 73.
og hefði Ól. Fr. mátt vita betur.
En Ólafur virtist gramur yfir
því, að danskt „firma“ hefði feng-
ið verk þetta til framkvæmda. —
Kom fram hjá honum gremja í
garð Dana, sem kunnugir töldu
stafa frá því, er danskir demó-
kratar flæmdu hann frá ritstjórn
Alþýðublaðsins.
Varðsklpið „Kyir".
Fyrir skömmu strandaði
skipið vestur í Jökulf jörðum,
en náði sjer brátt út aftur.
Getur skipið ekki farið
hæga ferð?
Nokkru eftir að varðskipið „Æg
ir“ hafði tekið við strandgæslu
hjer við land, fór að kvisast sú
saga, að erfitt væri að stjórna
skipinu í höfnum inni og annars-
staðar þar sem aðgæslu þyrfti við
að hafa, því vje'l skipsins gæti
ekki farið hægari ferð en sem svar-
aði 6 mílum á vöku. Eigi hefir ver-
ið lagður trúnaður á þessa sögu,
því stjórnarblöðin hafa hvað eftir
annað fullyrt, að þetta skip væri
mjög vandað og fullkomið í alla
staði. Og mest var gumað af því,
hvað vjelar skipsins 'væru full-
komnar.
í sumar þurfti „Ægir“ að fara
í gegn um hafíshroða fyrir Norður
landi. 1 þeirri ferð hafði hann
fengið talsverðar skemdir, höfðu
12 plötur dalast og skemst meira
og minna.
Nú var vitanlegt, að mörg skip
fóru í gegn um hafísinn í sumar,
án þess þau sakaði nokkuð. M. a.
fór „Óðinn“ margar ferðir gegn
um ísinn, en sakaði ekkert.
Þegar „Ægir“ fjekk þessa út-
reið í isnum, fór enn að kvisast
sagan um það, að skipið gæti ekki
farið hæga ferð. Sje þetta rje'tt,
var auðvitað ekkert vit í að leggja
út í hafísinn á þessu skipi.
Nýlega var „Ægir“ staddur
vestur 1 Jökulfjörðum að skygnast
þar eftir toguruin. í þeirri fferð
hafði hann strandað, en náði sjer
út aftur eftir 1% klukkustund.
Hjelt hann þá rakleitt hingað til
Rvíkur til viðgerðar, því hann
hafði laskast töluvert. Hje'r fekk
skipið bráðabirgðaviðgerð. En
fullkomna viðgerð getur það ekki
fengið hjer, og verður því að fara
í þurkví erlendis til viðgerðar.
Eftir þennan síðásta árekstur
,,Ægis“ hevrist enn orðrómurinn
um það, að erfitt sje að stjórna
skipinu vegna þess, að vje'lin geti
ekki gengið hægari gangi en sem
svarar 6 mílum á vöku?
IJvað er hæft í þessum orð-
rómi? Og ef liann er sannur, er þá
ekki hægt að fá þessu kipt í lag
áður en íslenska ríkið hefir tekið
við skipinu að fullu og öllu?
Af þessum sífeldu óhöppum
„Ægis“ ve'rður naumast dregnar
nema tvær ályktanir: Annaðhvort
Kartöflur íslenskar
af Akranesi og Eyrarbakka, í
sekkjum og lausri vigt.
Saltkjöt af dilkum, mjög gott.
Saltfiskur.
Versl. „B J Ö R K“
Simi 548.
Silkisokkar
verða seldir fyrir 3.00, 2.00,
1.00 parið, til að rýma fyrir
nýjum birgðum.
V E R S L U N
Torfa G. Mrðarsonar.
Spibfeitt
Hangikjöt
Verslnnin
Kjöt & Fisknr.
Símar 1764 og 828.
Tilkynning.
Tryggið yður stóla eða borð
áður en jólaannirnar byrja.
Körfngerðin.
Skólavðrðnstíg 3, Sími 2165.
Nýkomið
mikið af lifandi blómum
Vald. Ponlsen,
Klapparstíg 29.. Simi 24.
Nýtt.
Vínber, Epli, Appelsínur og laukur
Verðið er lágt
tfon oy Brekkusiíg 1,
Sóðar vörnr
Sanngjamt verð.
Frosið dilkakjöt, saltkjöt, þur
og pressaður þorskur, steinbíts-
riklingur. Soðinn og súr hvalur,
kæfa, egg.
Vörur sendar heim.
Versl. Bjlrninn,
Bergstaðastræti 35. Sími 1091.
Fyrir50
ekur enginn í bifreið í Rvík, en
fyrir sanngjarnt gjald ferðast þeir
sem aka í bifreiðum frá
715 B. S, H. 716.
Til Vífilsstaða kl. 12, 3, 8, 11 e. m.
Til Hafnarfjarðar á hverjum klt.
Um bæinn allan daginn.
að vjelarútbúnaður skipsins sje
ekki heppilegur, eða eitthvað sje
ábótavant við stjórnmenskuna á
skipinu.