Morgunblaðið - 14.02.1930, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.02.1930, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ S 3?tcr£Uttblaí>U> ■>&ndi: Viin <Tln»en ístauidi: F3«l»* i Heykl» etjðrar: Jftn XJartanaaon Vaítfr Btefansac' * itainraatjöri: H. H»fb«i> . rlíatofa Auaturatraeti t . aai ur. 560. cltelnffaakrlfatofa nr to.. ^eiKaalaaar: .*6n KJartanaaon nr 74» Valttr Stafánaaon nr. 1* 3. Hafberg nr. 770 ■trlftaffjald: tnn&nianda kr. *.00 * a«» nianda kr. l.BO ,H1u 10 eura olutBttlf Matsnefnöin. Er hún skipuð ? Mbl. frjetti á skotspónum í gærkvöldi, að stjórnin hefði skip- að nefnd þá, er rannsaka á hag íslandsbanka, og væru þessir til- nefndir: Helgi Briem skattstj., Stefán Jóhann Stefánsson hrm. «g Sveinbjörn Jónsson hrm. Blaðið reyndi að ná tali af fjármálaráðherra til þess að fá fulla vitneskju um þetta, en það heppnaðist ekki. En ef fregn þessi reynist sönn, þá er fyrirsjáanlegt hvað stjórnin ætlar sjer: Að leggja bankann við trogið miskunar- laust. Ef það væri vilji stjórnarinn- ar, að láta fram fara ópólitíska rannsókn á hag íslandsbanka, myndi henni ekki hafa komið til hugar að velja menn eins og Helga Briem og Stefán Jóhann fil að framkvæma mat á bank- anum. En þessi tilnefning stjórnar- Innar verður skiljanleg, þegar vitanlegt er, að mat þetta er ekki nú orðið um líf eða dauða íslandsbanka — heldur um líf eða dauða stjórnarinnar. Stjórn- in hefir oft lýst því yfir við sína flokksmenn, að hún fari frá völdum ef íslandsbanki verði opnaður aftur. Og þess vegna lagði stjórnin alt kapp á að koma gjaldþrotafrumvarpinu úr neðri deild, áður en matsnefndin væri skipuð. Hún vissi um tregðu sinna manna í deildinni; og hún vissi einnig að efri deild var örugg. Þessi forsaga skýrir það, ef rjett reynist fregnin, að stjórn- In hefir nú skipað pólitíska mats nefnd á íslandsbanka. Tímarit Verkfræðingafj elagsins, 4. hefti, 1929, er nú komið út. Ritar þar Ólafur Daníelsson ad- junkt eftirtektarverða grein um stærðfræði- og eðlisfræðinámið' í Mentaskólanum. Minnist hann í sambandi við það á „dömulíttera- túrinn“, sem sífelt er verið að leit- ast við að troða inn í námsfólkið, og' se'm virðist hafa gagntekið alt folk, sem mentuðu nafni nefnist. Er þarna hraustlega barið í borðið fyrir athygli á menningu nútím- ans — matematíkinni — og gætu margir málahestar iesið greinina sjer til gagns og umhugsunar. — Fjelagar Verkfræðingafjelagsins eru nú 42. Bættist einn við í des- •ember, Jakob Gíslason cand. polyt. Sigurður Skagfield söngvari tók sjer far með Gullfossi til útlanda í gær. Kveður hann landið að þessu sinni eftir ágætar viðtökur 'og hrós fyrir söng sinn. Hann mun koma hingað að vori og láta til «ín heyra á alþingishátíðinni. Þingtíðindl. Skufdakángarnir og lánstraustið. Miklar umr. urðu í Nd. í gær í sambandi við frv. stjórnarinnar, um lántöku fyrir ríkissjóð. Fer stjórnin fram á heimild til þess að taka 12 milj. kr. lán og er það samskonar heimild, sém síðasta þing gaf, en erlendum lánardrotn- um þóttu þau lög eklti nægilega vél úr garði gerð. Þetta lán, sem ríkisstjórnin fer fram á að taka, er stærra en allar skulcLir ríkissjóðs tÁl samans nú eru. Ymsum þingmönnum Sjálfstæð- isflokksins þótti varhugavert að veita stjórninni þessa lánsheimild, ekki síst vegna viðburða síðustu daga á f jármálasviðinu. Bentu þeir á, að það mætti kallast eindæma viðburður, að sama stjórnin, sem færi fram á að meira en.tvöfalda skuklir ríkissjóðs, skyldi sam- tímis berjast me'ð hnúum og hnef- um fyrir stórkostlegu bankahruni í landinu. Það væri engu líkara en að stjórnin liti svo á, að banka hrunið yrði til þess að auka láns- traust landsins erlendis! Banka- stjóri Hambrosbanka í London væri ,á öðru máli um þetta. Hann hefði sent forsætisráðherra mjög eindregið og ákveðið símskeyti, þar sem hann lýsti afleiðingunum af lokun bankans, bæði fyrir ís- lénska ríkið sem heild og einstak- linga, er þyrftu á erlendu láns- trausti að halda. Ýmsum fyrirspurnum var beint til ríkisstjórnarinnar í sambandi við þessa lántökuheimild, um vænt an!. -fánskjör, um. hvort bráða- birgðaláni það, að upphæð um 6 milj. króna, sem stjórnin tók í London í septemberm. s. 1., mundi fást framlengt þegar fyrsta árið væri liðið o. s. frv. Stjórnin gat engar upplýsingar gefið viðvíkjandi lánskjörunum. En fjármálaráðh. lýsti yfir, að hann hefði „von um“ að framleng- ing á bráðabirgðaláninu mundi fást — en eúga vissu hefði hann fyrir þessu. Ólafur Thors benti ráðli. á, að þessi von hlyti nú orðið að vera. ákaflega veik — meira að segja væru líkurnar engar fyrir því, að framlenging fengist, því það væri beint skilyrði fyrir framleng- ingu, að „kringumstæður allar væri óbreyttar“, að dómi bankans. Spurði svo Ólafur, hvort kringum- stæður gætu talist óbreyttar, þar sem verið væri að taka annan banka þjóðarinnar til gjaldþrota- skifta. Tolltekjurnar og enska lánið. Þegar stjórnin sá fram á, að hún stóð gehsamlega ráðþrota gegn rjettmætum aðvörunum og aðfinsl um Sjálfstæðismanna viðvíkjandi fjármálastefnunni, þá grípur 'hún til þess óyndisiírræðis, að reyna að sverta Magnús Guðmundsson fyrir afskifti hans af hinu svo- kallaða enska láni, sem þingið 1921 samþykti einróma að taka skyidi. Pjármálaráðherrann varð fyrst- ur til að beina umræðunum inn á þessa braut. En þegar búið var að reka ofan í hann rökvillurnar og staðhæfingarnar, varð hinn grunn- liyggni og fljótfærni forsætisráð- herra til þess að hlaupa undir bagga. „Tíminn“ hefir oft staðhæft það, að tolltekjur Islands hefðu verið veðsettar fyrir enska láninu. Magn ús Guðmundsson hefir hinsvegar mótmælt þessu, og sagt, að eina haftið, sem þessi lánssamningur setti á tolltekjurnar væri það, að ekki mætti veðsetja þær. — En Tr. Þ. og fjármálaráðherra fullyrtu báðir yfir allan þingheim, að allar tolltekjur íslands væru veðsettar. Og þeir þóttust hafa það eftir erlehdum lánardrottnum, sem stjórnin hefði leitað til um lán- töku, að þeir væru sömu skoðana hvað þetta snerti. Stóð nú fuilyrðing gegn fullyrð- ing. Stjórnin sagði svart það sem M. G. sagði hvítt o. s. frv. En þá rís Tryggvi forsætisi áðherra upp og er auðheyrt að sigurhreimur er í rödd hans. Hann hampar skjöl- um fram í Alþingi og hrópar: Nú þarf ekki lengur vitnanna við! Hjér er þýðing af samningnum. Og forsætisráðherrann byrjaði að lesa þýðing af samningnum, er gert hafði löggiltur skjalaþýðandi í stjórnarráðinu. í þeirri þýðingu var veðsetning ekki nefnd á nafn. Þetta hefir forsætisráðh. sjálfur sjeð. En hvað gerir hann þá? Hann dregur upp úr vasa sínum aðra þýðingu — ekki eftir löggiltan skjalaþýðanda — heldur, eftir því sem hann sjálfur sagði, eftir merk- an lögfræðing!!! Yar auðheyrt á ráðherranum, að hann vildi leggja meir upp úr þessari þýðingu, því honum virtist hún taka betur mál- stað hinna erlendu skuldheimtu- manna — gegm íslenska máJstaðn- um. Því þá kröfu verður þó jafnan að gera til forsætisráðherra ís- lands — jafnvel Tryggva Þórhalls- sonar — að geti nokkur vafi leikið á um skilning á tjeðum lánssamn- ingi, þá ber íslensku stjóminni skylda til að halda frarn íslenska málstaðnum. En það virðist ljóst af þeim umræðum, sem fram fóru um þetta mál á þingi, að íslenska stjórnin — ekki aðeins á Alþingi heldur einnig erlendis — haldi fram málstað hinna erlendu skuld- heimtumanna g e g n íslenska mál staðnum! SHka menn hefir íslenska þjóðin við stýrið! Sveinn Björnsson sehdiherra ís- lands í Kaupmannahöfn var um- biðsmaður íslensku stjórnarinnar, þegar enska lánið var tekið 1921. Hann gekk frá lánssamningnum. í skjölum málsins, sem eru geymd í stjórnarráðinu, liggja símskeyti frá sendiherra, þar sem skýrt er fram tekið, að ekki sje um neina veðsetning á tolltekjum að ræða. í þessu sambandi spurði Ólafur Thors núverandi, forsætisráðherra, Tryggva Þórhallsson að því, hvort hann vildi halda því fram, að Sveinn Björnsson sendiherra liefði svikið íslensku stjómina, er hann samdi fyrir um lánið? Pullyrðing Tryggva Þórhallssonar væri gagn- ‘stæð yfirlýsing sendiherra 1921. Ef fullyrðing Tr. Þ. væri rjett, þá ldyti af því að leiða annað hvort: 1. Að sendiherra liafi skýrt, vísvit- andi rangt frá 1921, eða 2. Að sendihérra hafi ekki vitað hvað hann var að gera. En Ól. Th. kvaðst sjálfur vera þess fullviss, að hvorugt væri rj'ett, heldur myndi sú yfirlýsing sendiherra, að tolltekjurnar væru ekki veðsettar, véra sannleikanum samkvæm. Til þess að ná sjer niðri á skæðum pólitískum andstæðingi, hefir for- sætisráðherrann tekið það ráð, að básúna það, ekki aðéins í blöðum heldur á Alþingi (og sennilega einnig erlendis), að tolltekjur ís- lands sjeu veðsettar. Nú veit ráð- herrann, að engar lögbindandi ráð stafanir hafa verið gerðar í þessa átt. Ef slík veðsetning hefði átt sjer stað, myndi afleiðingin að sjálfsögðu vera sú, að við værum ekki sjálfráðir um okkar tolltekj- ur. Hinir erlendu skuldheimtu menn myndu hafa þar hönd í bagga. En nú er vitanlegt, að ná- lega á hverju éinasta þingi er ver- ið að breyta tolltekjum landsins, án þess liinn erlendi lánardrottinn skifti ,sjer nokkuð af. Þetta ætti að vera næg sönnun fyrir því, að full- yrðing forsætisráðherrans er mark leysa og bull. En hart er það vissulega, að for- sætisráðherra íslands skuli leyfa sjer að tala þannig málstað er- lendra skuldheimtumanna — gegn íslenska málstaðnum — og það ein göngu til þess, að ná sjer niðri á pólitískum andstæðingi! Læknum stefnt til sakamáJarann- sókna. Síðasta uppátæki Hriflu-Jónasar. Uppástunga um ag rannsa-ka „Jón- asarhlið" málsins. Um nónbil í gær flaug sú fregn um bæinn, að dómsmálaráðherrann frá Hriflu hefði sett af stað saka- málarannsókn á hendur læknum landsins og Guðmundur Hannesson hefði þegar mætt fyrir rjettinum. Mgbl. liafði þégar tal af Guð- nnmdi Hannessyni, til þess að fá nánari fregnir af þessu: — Jú, hjer kom lögregluþjónn til mín, og bað mig að mæta upp í tugthúsi kl. 1, og jeg gerði það. Þegar jeg kom þangað, sat þar Þórður Eyjólfsson með heilmikið konunglegt -brjef um það, að hann væri útnefndur til þess að rann- saka okkur læknana. Spurði hann mig um ýmislcgt viðvíkjandi nefnd þeirri í Lækna- fjelaginu, sehi kosin hefir verið til þess að taka á móti umsóknum læknanna. En flest sem hann spurði um í því efni, geta menn lesið í Lækna- blaðinu. Var bókað stutt ágrip af því sem þar er sagt um málið. Eins og allir vita, var kosin nefnd meðal læknanna, til þess að gera ákveðnar tillögur í málinu. Fundurinn samþykti tillögur nefnd arinnar og voru þær síðan bornar undir læknana. Um 90% af lækn- um landsins samþyktu þær, og er svo til ætlast að þeim sje fram- fylgt- Elekert hefir enn komið fram í i málinu sem almenningi er ekki Orgel nýkomin. Göðir greiðsiuskilmðlar. KatrinViðaii Hl j óðf æraverslun. Lækjarg. 2. Sími 1815. Hvíta-bandii heldur afmælisfagnað sinn þriðju- dag 18. þessa mán. í K.B. húsinu (Bárunni) uppi kl. 8y2. Aðgöngumiðar fást á Uppsölum og Grundarstíg 11 (biiðinni) laug- ard. og mánud. til kl.5 og kosta kr. 1.50. i velslum er IRHA kaffið best. Nýbrent Mokka, Jafa blandia Bragð og ilmur afbragð. Mestur afsláttur hjá oss. Ágætt morgunkaffi frá 1.90 aur. Hafnarstræti 22. Akra ordid ð smjðrlíkinu sem Dfer borðið. Til bökuna: Hveiti „Prima“. Gerduft Eggjaduft. Cardemommur. Möndlur, sætar. V anillusykur. Möndlu | Vanille } dropa Citron' I Hjartarsalt. I heildsölu: Haoiús TH. S. Blondahi h.(. Yonarstræti 4B. Öími 2358. ■iiBiWIIMHI l'l I I H'i ...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.