Morgunblaðið - 30.03.1930, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.03.1930, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ \ Sjálfstæðismálið. Kaflar úr ræðu Sig Eggerz á eldhúsdegi. Einkennilegir tímar er við lifum á. Er jeg kom hjer niður á þing í dag, þá vatt maður sjer að mjer, er jeg þekti og hví'slaði að mjer: „Heldurðu ekki að það sje rjett, Sigurður minn, að depla góðlátlega augunum fram an í hverja spillingu, sem er í meiri hluta í landinu". Jeg hvesti augun á manninn. En svipurinn var svo þýður og vin- g'jarnlegur, svo að jeg deplaði augunum góðlátlega framan í hann, og með óminn af þessari einkennilegu lífsspeki í eyrun- um kem jeg hjer nú í eldhúsið. „Tíminn“ 22. mars, segir, að jeg skríði fyrir Dönum þegar á liggi. Er hjer sjálfsagt átt við póstsjóðslánið', sem jeg 'páði samningum um við Dani. Áður en þeir samningar fengust, var mikið um það rætt, hve mikil hætta væri fyrir Islandsbanka að hægt væri að heimta þetta fje fyrirvaralaust. Voru þessár afhugasemdir að vísu rjettar. Jeg fór tvær ferðir til Danmerk ur í þeim erindum að semja um lánið. Er samningarnir svo feng- ust með ágætum kjörum, þá mínnist jeg ekki að nokkur yrði til þess að þakka hve vel þetta hafði tekist. En er tímar liðu fram, var málið tekið upp, ekki til þess að þakka mjer, heldur til þess að ámæla mjer fyrir, að jeg hefði fengið hina góðu samninga með því að skríða fyrir Dönum. Löngunin til þess að hefna sfn á mjer var ríkari en viljinn til þess, að viður- kenna það ef einhverjum tekst að vinna gott verk fyrir þjóð- ina. Svo ekki meira um það. 1 sama blaði „Tímans“ er rætt um grein hæstv. dómsmrh. sem birtist í „Tímanum“ 15. febr. og ræðir um sambandið milli íslands og Danmerkur. —- ííegir Tíminn að grein þessi hafi vakið hina mestu eftirtekt í Danmörku, og er mjög svo kampakátur yfir henni. Þessi grein er þannig vaxin, að á hana verður að minnast. Það er síst að furða þó að stjómarblaðið sé hreykið yfir þessari grein. Méð boðskap þeim, sem hæst- v. dómsmálaráðherra flytur sam bandsþjóðinni í grein þessari er íslenska þjóðin snoppunguð. Og þessi snoppungur stjórn- arinnar á sína eigin þjóð þýtur um öll dönsku blöðin, þaðan gegnum Evrópublöðin og víða. Eftir því sem Tíminn skýrir frá, þá má ætla að í Danmörku sje þessi grein skoðuð, sem ,manna‘ fallin af himnum niður. Sögulegur inngangur er að greininni. Skal hann ekki rakinn. Ekki get jeg þó stilt mig um að taka hjer upp lýsingu á sjálf stæðisbaráttu þjóðarinnar: „Danir beittu á þessum tím- um venjulegum vopnum þess sterka, en Islendingar sóttu á með úrræðum hins veika. Skorti ekki A af hálfu Is- lendinga stóryrði og sífelda tor- tryggni í garð Dana, sem venju- lega reyndust þó þróttlítil þeg- ar til verulegra átaka kom . . “. Hjer er hæðst að íslending- ingum, samúðin öll Danamegin. Höfundur segir að viðhorfið hafi breytst eftir 1918. Danir höfðu viðurkent þjóðfrelsi Is- lendinga og þeir vildu standa við samninginn. „Fyrir mörgum meðal hinna bestu manna í landinu mun hafa vakað sú hugsun, að þess- ar tvær frændþjóðir mundu geta Iifað um langa stund við það jafnrjetti, sem fengið væri með þeim breytingum, sem reynslan sýndi að við þyrfti“. Engum dylst, að hæstv, ráð- herra hefir samúð með því að Islendingar og Danir lifi um langa stund við það jafnrjetti sem þeir hafa fengið. En íhugið stjórnarboðskapinn um jafnrjettið. Knútur Berlín viðurkennir, að það sje ekkert jafnrjetti fólgið í því, að þjóð, sem er 4 miljónir að íbúatali, hafi á- búðarrjett í landi voru, þó vjer 100 þús. menn að tölu höfum sama rjett í Danmörku. Danir fara með utanríkismál vor, en vjer ráðum engu um þeirra. Er það jafnrjetti? Er. Knútur Berlín sanngjarn- ari í vorn garð, en hæstv. dóms- málaráðherra? Greinin verður altaf þyngri og þyngri í garð vor íslend- inga. Hæstvirtur ráðherra segir enn í greininni: „Leið svo, að ekki bar til tíð- inda, þar til Morgunblaðið og einstöku stjórnmálamenn ná- tengdir því hófu að því er virð- ist tilefnislaust einskonar her- ferð á móti Dönum, og var til- efnið það, að Danir sætu á svik- ráðum við frelsi -landsins og vildu í verki innlima íslensku þjóðina í danska ríkið. Menn eins og Sig. Eggerz, þegar hann átti sæti í landsstjóminn, hafði umyrðalaust fyrir landsins hönd haft yfirumsjón landhelgisgæsl unnar, er dönsk skip fram- kvæmdu, ritaði nú hverja á- deilugreinina á fætur annari út af hinu 'samningsbundna starfi varðskipanna hjer við land. Vinna varðskipanna hjer við land var alveg hin sama 1922—1924 eins og 1927— 1929. En á síðari árum var Sig. Eggerz farinn að nota íslenskt utanríkismál, sem kosninga- beitu og af því stafaði hið breytta viðhorf“. Er því svo slegið föstu—áð Sig. Eggerz og ól. Thors h€fi viljað nota viðhorfið til dönsku þjóðarinnar, sem æsingamál inn anlands. Sagnritun hæstv. dómsmrh. er mjög einkennileg. Rjetta frásögnin af þeim við- burði í lífi þjóðarinnar, sem dómsmálaráðherra virðist eiga við, er sú, að 1. des. 1927 vakti jeg eftirtekt á því í mjðg hóg- værri ræðu, er jeg fyrir hönd stúdenta flutti af • svölum al- þingishússins, að tími væri kom- inn til þess að festa augun á fyrirheitinu í sambandslögun- um um uppsagnarrjettinn. Smátt og smátt var þessu máli veitt meiri eftirtekt. Á þinginu 1928 lýsti stjórn sú, sem dómsmálaráðherra á sæti í, yfir því, að hún vildi vinna að því hjá þjóðinni að hún segði'upp sambandslögun- um á hinum tilsetta tíma. — Lagði þing og stjórn í einu hljóði samþykki sitt á uppsögn- ina. í ræðu þeirri sem jeg hjelt í þinginu og tilefni gaf til svars stjórnarinnar, rökstuddi jeg eins ítarlega og jeg gat nauð- synina á uppsögninni. — Benti þar á meðal á þá hættu, sem stafaði af þeim rjettindum, sem Danir hafa hjer á landi, en í þessu fólst auðvitað engin á- rás á dönsku þjóðina. í yfirlýsingu þeirri, sem stjórnin gaf í þinginu, öll stjórn in, dómsmálaráðherra þá einn- ig, var fallist á þá „pólitík“ sem jeg hafði borið fram. En því er þá dómsmálaráð- herra að klaga fyrir Dönum? Því er hann að afsaka? Allir vita, að þetta mál var ekki tekið upp vegna haturs og óvildar til dönsku þjóðar- innar, heldur af óbilandi trú allra þjóðrækinna manna á það að þjóðin íslenska yrði að eign- ast sitt eigið land kvaðalaust. Því er verið að leita að öðrum ástæðum en þeim sjálfsögðu al- íslensku ástæðum fyrir þessu al- íslenska máli? Hve óviturlegt væri að prjedika hatur og and- úð gegn hinni hámentuðu sam- bandsþjóð vorri. Hitt er annað mál að vjer munum jafnan fjandskapast gegn hinum danska yfirráða anda hvenær, sem hann rekur höfuðið upp. Og íslenskir menn mega ekki blása lífi í þann anda því mun aldrei fylgja gifta. Inn í aðalmálið fljettar svo hæstv. dómsmálaráðherra land- helgisgæslunni. Talar um greinar, sem jeg hafi skrifað um hana. Veit þó, að jeg hefi ekki skrifað þessar greinar, þó sam- mála hafi verið efni þeirra. Annars ljet jeg mjer ekki síður ant um landhelgisgæsl- una hið fyrra .tímabil, sem hæstv. ráðherra talaði um, held- ur en hið síðara. Lagði á fyrra tímabilinu grundvöllinn undir íslensku landhelgisgæsluna. Fjekk Dani til að falla frá skoðun sinni um það, að hjer mætti aðeins vera ein land- helgisgæsla undir þeirra for- ustn. Hefi áður skýrt frá þessu; endurtek það ekki. Það er rauði þráðurinn í boð- skap hæstv. dómsmálaráðherra að s j álfstæðisf lokkurinn hafi verið grundvallaðux á óvildinni til Dana. Með leyfi hæstv. forseta vil jeg leyfa mjer að lesa upp meg- inatriði úr stefnuskrá sjálfstæð- isflokksins: „Að vinnayað því og undir- búa það, að Island taki að fullu ö!l sín mál í sínar eigin hend- ur og gæði landsins til afnota fvrir landsmenn eina jafnskjólt og 25 ára samningstímabil sam- bandslaganna er á enda.“ Hvar gægist nú fram óvildin til Dana í þessari stefnuskrá? Hefir danska þjóðin ekki lagl samþykki sitt á, að samband- inu yrði slitið eftir 25 ára tíma- bil, ef viljinn til þess væri nógu sterkur hjá íslendingum? Er það að fjandskapast gegn sambandsþjóðinni, að gera þuð, sem hún hefir lagt sámþykki sitt á? Jeg get ekki komist hjá því að minnast á skýrslu, er hæstv. ráðherra gefur í' þessari grein um fund, sem sambandslaga- nefndin átti síðastl. sumar i Kaupmannahöfn. Jeg mun ekki ræða þá fundargerð alla, minn- ast aðeins á eitt atriði, er mjer þykir merkilegt. Segir svo í greininni: „En er leið að fund- arlokum, kvaddi Kragh fulltrúi vinstrimanna sjer hljóðs og ósk- aði eftir, að fram kæmu frá hálfu íslendinga skýringar á því, hvað Danir hefðu gert á hluta Islendinga, sem hefði þurft að leiða til þess, að heill landsmálaflokkur væri myndað- ur á Islandi með nafni og stefnuskrá, sem benti til þess að nokkrum hluta Islendinga þætti líklegt, að Danir væru að innlima landið pólitískt, fjár- hagslega, eða menningarlega“. Er það virkilega rjett, að jafn merkur stjórnmálamaður og Kragh fyrverandi innanrík- isráðherra, hafi verið að skifta sjer af því, hvaða nafni íslensk- ur stjórnmálaflokkur kallaði sig? Ekki mundi Dönum líka, að vjer færum að blanda oss inn í, hvaða nöfn flokkar þeirra bæru. Eina fyrirspurn vil jeg bera fram til hæstv. stjórnar í sam- bandi við þetta: Er það eftir kröfu, sem komin er fram frá danskri hlið í sambandslaga- nefndinni, að hæstv. stjórn og flokkur hennar kallar sjálfstæð- isflokkinn altaf íhaldsflokk? Er sjálfstæðisflokksnafnið svo íslenskt, að það hljómi illa í' dönskum eyrum? Er skýringin nú komin á því óskiljanlega, að sjálf ríkisstjórnin uppnefnir að- alandstæðingaflokk sinn? En mikill veraldarinnar aum- ingjaskapur er að taka danska kröfu eins og þessa til greina. Jeg held, að hæstv. stjórn ætti nú að reyna að gera nýjan snúning til að losa sig undan þessum grun og kalla nú flokk- inn hjeðan af rjettu nafni. I tilvitnuninni, sem tekin er upp hjer að framan er spurt um hvað Danir hafi þá gert á hluta Islendinga,, svo að heill flokk- ur taki sjer ofangreint nafn. Segir hæstv. ráðh., að lítið hafi orðið úr svörum hjá hinum íslensku nefndarmönnum, og standi þau ummæli fyrir hans eigin reikning. Sjálfur segist ráðherrann hafa sagt, að í sam- bandslögunum felist „fræðileg- ur möguleiki“ fyrir stærri þjóð ina að bera hina smærri ofur- liði. Hjer hefir því ekki verið haldið fram, að Danir hafi enn sem komið er notað sjer ábúð- arrjett sinn svo að af því hafi stafað hætta, en þar sem hæstv. dómsmálaráðherra segir í 6. gr. sje aðeins fræðilegur mögu- leiki til að stærri þjóðin beri hina smærri ofurliði, þá er það hin mesta fjarstæða. Þaðerekki aðeins fræðilegur möguleiki, en það er praktiskur möguleiki fyr ir því, að Danir geti notað þann rjett, sem þeir eiga hjer sam- kv. sambandslögunum. Þó danska stjórnin nú vilji beina væntanlegum fiskiflota Dana norður í höf annarstaðar en til íslands, þá getur komið stjórn eftir þessa stjónx, sem nú. er í Danmörku, sem lítur öðru- vísi á málið. Hið danska ein- staklingsframtak getur, án þess að spyrja stjómina, notað sjer rjettinn til fiskiveiða hjer við land; sjerstaklega ef fiskiveið- ar norður í höfum yrðu arðvæn- legar fyrir Dani. Auðvitað yrði þá altaf freistingin til þess að leita þangað sem fiskimiðin eru best. Hjer er því um meira en fræðilegan möguleika að ræða. Það var enginn vandi að svara Kragh, ef svara átti þessari spurningu um nafnið og ann- að; ekki þurfti annað en af- henda honum stefnuskrá sjálf- stæðisflokksins. I grein hæstv. dómsmálaráð- herra segir enn: „Einn merkur stjómmála- maður í Danmörku segði út af pólitík Sig. Eggerz og Ólafs Thors, að það væri nýstárlegt að reyna að byggja upp póli- tískan flokk á gagngerðum ó- sannindum um erlenda þjóð“. Hver er þessi danski stjórn- málamaður? I þessu felst svo mikil móðg- un við íslensku þjóðina, að ef danskur stjórnmálamaður hefir sagt annað eins og þetta, þá hlaut æðsti maður þjóðarinnar að mótmæla slíku harðlega. En hver var þessi stjórnmála- maður? Þá stendur enn í grein hæstv. dómsmálaráðherra: „Frjálsar og vel mentaðar þjóðir umgangast hver aðra með kurteisi og velvild. Ekkert þykir í milliríkjaskiftum ósæmi legra en að gera nágrannaþjóð törtryggilega." En nú vil jeg spyrja hæstv. dómsmálaráðherra, með hverju er hægt að gera nágrannaþjóð tortryggilega, ef ekki með þvi að skýra þjóðinni frá því, að stærsti stjórnmálaflokkurinn í landinu sje stofnsettur í óvild til sambandsþjóðarinnar. Hvað mikinn fjandskap, sem ríkisstjórnin elur í brjósti til andstæðuflokksins, má ekki láta þeirrar óvildar gæta út á við í jafn ríkum mæli og hjer virðist hafa átt sjer stað. Það er blátt áfram óskiljan- legt, að í stjórnarboðskapnum til nágrannaþjóðarinnar sé sagt, að andstöðuflokkur stjórnarinn- ar sje skapaður af óvild til sambandsþjóðarinnar. Er hægt með öðru betur að blása að ófriðareldi meðal þjóð- anna? Jeg hefi leyft mjer að víta þessa grein. Þeir verða áreiðanlega fleiri, sem taka í sama streng. Morgunblaðið er 8 síður í dag og Lesbók. Augl. kvikmyndahús- anna eru á 4. síðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.