Morgunblaðið - 05.04.1930, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.04.1930, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Hðfnm fyrirliggjandi: Rúgmjöl „Blegdamsmðllen” do. „Havneiuöllen" Hálfsigtimjðl ,.Havnemöllen“ Hveiíi „öieam of Manitoba“ Verðið lækkað. Tilkviolno frá nfsöln Vömhnssins. Hokkrar kvenregnkápor seljast afar ðdýrt. NB. Nýjar vörur lagðar fram í dag. VSrahnsið. SoQSvtrkjnuin Útboðsfrestur er framlengdur til miðvik.,' igs 30. apríl n.k. kl. 10 f. h. Reykjavík, 4. apríl 1930. F. h. rafmagnsstjórnar. Steingrímnr Jónssou. Innilegt þákklæti vottum við öllum þeim .er auðsýndu hluttekn- ingu við fráfall og jarðarför Magnúsar Jóhannssonar, en viljum sjer- staklega nefna framkvæmdastjóra og eigendur Hf. Ásgarðs. Aðstandendur. Hje'rmeð tilkynnist að Gnðrún Sveinsdóttir andaðist að heimili obkar, Grund, við Grímsstaðaholt, 3. apríl 1930. Jarðarförin ákveðin síðar. Valgerður Bjarnadóttir, Helgi'Vigfússon. Vigfús Finnsson. Það tilkynnist ættingjum og vinum, að Dómhildur Jónasdóttir ljest að morgni þess 28. f. m. Jarðarförin er ákveðin mánudaginn 7. .april næstkomandi og fet- frám frá dómkirkjunni kl. 2 e. h. Reykjavík, 3. apríl 1930. Aðstandendur. Innilegt þakklæti vottum við hjer með öllum þeim, sem auðsýndu hjálp og hluttekningu við fráfall og jarðarför okkar hjartkæru móð- ur og tehgdamóður, Onnu Pjetursdóttur. Sjerstakar þakkir færum við hjónunum Gíslínu Sigurðardóttur og Sigurði Guðmundssyni, Grettis- götu 42 B, fyrir alla hjálp og umönnun er þau veittu henni öll þau át er hún átti heima í húsi þeirra. Kristín S. Sigurðardóttir. Sigfús Hallgrímsson. Svíadrotning látin. London (UP) 4. apríl FB. Frá Rómaborg er símað að Viktoría Svíadrotning hafi andast þar klukkam 7 eftir hádegi í dag, eftir langvarandi veikindi. Hún var dóttir Friðriks stórhertoga af Baden og Lovísu prinsessu af Prússlandi, gift Gústaf 5. Svíaltonungi 1881. Flokkaglíma Hrmanns verður háð í Iðnó á morgun og hefst kl. 3 síðdegis. Koma þar fram á vígvöllinn glímumenn frá fjór- um fjelögum, 31 alls. Hefir aldrei áður sjest svo stór hópnr glímn- kappa hjer, og' e'r það talandi tákn hins vaxandi áhuga fyrir þjóðar- íþrótt vorri. Tvö fjelög, sem ekki hafa komið opinberlega fram hje'r áður, senda menn á kappglímuna. Er annað þeirra Iþróttafjelag stúdenta, en hitt Glímufjelag Reykjavíkur, sem Guðmundur Sig- urjónsson glímukennari he'fir stofn að. Sendir Iþróttafjelagið 4 menn, en Glímufjelagið sjö. Ármann send ir 14 menn og K. R. 6. Glímumönnunum er skift í tvo flokka eftir þyngd. í fyrsta flokki (þeir sem vega 70 kg. eða meira) eru 18 menn, og í öðrum ’flokki (undir 70 kg.) eru 13 menn. Þrenn verðlaun verða veitt í hvorum flokki. Meðal glímumannanná eru fimm sem tóku þátt í glímuför Ármanns um Þýskaland í sumar, og 5 stúd- entar, sem fóru til Kiel í fyrravor og sýndu þar glímu á stúdentamót inu. Sigurðnr Thorarensen glímn- konungur er ekki með að þe'ssu sinni, en þeir verða þarna Jörgen Þorhergsson, Þorsteinn Kristjáns- son og' Þorsteinn Einarsson og enn fremur Þorgeir Jónsson frá Varma dal, fyrverandi glímukóngur. Er nú orðið nokkuð síðan að hann hef ir sjest á glímusviði. En skeinu- hættnr nrap hann verða að venju, því að hann hefir æft sig talsvert í vetur. Þessa fjóra þekkja allir Reykvíkingar, en margir mnnn þarna skæðir glímumenn, sem eru lítt eða ekki þektir. Mun þarna ve'rða harður atgangur og enginn annan spara. Er eigi aðe'ins kapp milli manna innhyrðis, heldur einn ig Jjelagsmetnaður allmikill. Iðnó mun áreiðanlega ekki rúma nándar nærri alla. þá, sem langar tii að horfa á þessa viðureign. Frá alþingi. Aukin landhelgisgæsla. Frumvarp Halldórs Steinssonar um byggingu nýs strandvarnar- skips er nú komið til neðri deildar. Samþykti efri deild það með 8 atkv. gegn 6 (allir Framsóknar- rnenn á móti). Við L umr. málsins í Nd. lagði Pjetur Ottesem ríka áhersln á nauðsyn nýs strandvarnarskips í stað Þórs. Þyrfti skip þetta að vera jafnstórt og Ægir. Yrði vit- anlega að vera bæði sterkbygt og hraðskreytt. Þá þyrfti það að vera búið nokkrum björgunartækjum og auk þess tækjum til fiskirann- sókna. Væru slíkar rannsóknir hin- ar þýðingarmestu fyrir fiskive'ið- arnar og auk þess nauðsynlegur liður í baráttu okkar fyrir rýmkun landhelginnar. Hjer á landi værn tveir menn, sem bærir væru að hafa á hendi slíkar rannsóknir, Bjami Sæmundsson og Árni Frið- riksson, sem Fiskifjelag ís- lands hefði ráðið í sína þjónustu. Slíkar rannsóknir 3—4 sinnum á ári og 2—3 vikur í senn gætu vel samrýmst landhelgisgæslunni. — Landhelgisgæslan og þau önnur hlutverk, seni skipi þessu væru ætluð, væri svo nauðsynleg og þýð- ingarmikil fyrir atvinnuvegi lands manna, að alt kapp yrði að leggja á framkvæmdir í þessu máli. Land- helgissjóðurinn væri nú yfir 1 milj. króna og mætti að fróðra manna sögn fá gott skip fyrir helming þeirrar upphæðar. Kvaðst P. O. vona að sjávarút- vegsnefnd hraðaði afgreiðslu máls- ins svo sem frekast væru föng á. Málinu var vísað til sjávarút- vegsnefndar með samhljóða atkv. viðstaddra deildarmanna. Á Selvogsbanka er nú mikil veiði. Koma togararnir hver af öðrum hlaðnir fiski, eftir 5—6 daga útivist. ^ — t.S 5- cL V Vjelareimar, allar stærðir. Einsig Reimalásar og Reimavas hjá Verslun Vald. Poulsen, Klapparstíg 29. Sími 24. lHiiar vOrur koma nú npp áaglega. Verslnnin Egill Jacobsea. Jarðarber|a- snlta I lausri vifjt, ðdýr. Langaveg 12. Sími 2031. blómaáburðurinn inniheldur öll þau efni, sem blómin þarfnast. Er mjög hentugur í notkun og reynsl- an liefir sýnt að blómaáburður þessi á við öll blóm. Fæst hjá flestum nýlenduvöru- verslunum og blómaverslunum. Falleg frðssk Hikiæði 5 teg. Efnii Upphlsta og skyrtnr Svnutnsilki Kvenslifsi fallegt nrval.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.