Morgunblaðið - 05.04.1930, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.04.1930, Blaðsíða 3
Útgef.: H.f. Árvaliur, Reykjavfk Ritstjörar: Jön Kjartansson. Valtýr Stefánsson. Ritstjörn og afgríitSsla: Austurstræti 8. — Sfmi 500. Auglýsingastjóri: E. Hafberg. Auglýsingaskrifstofa: Austurstræti 17. — Sími 700. Heimasímar: Jön Kjartansson nr. 742. Valtýr Stefánsson nr. 1220. E. Hafberg nr. 770. Áskriftagjald: Innanlands kr. 2.00 á mánutSi. Utanlands kr. 2.50 á mánuöi. 1 lausasölu 10 aura eintakfð, 20 aura meS Lesbök. ZrtBndar símfregnir. London (UP). 4. apríl. FB Óeirðir í Indlandi. Frá Kalkiitta er símað: Tveir anenn biðu bana, en margir særð- ust, í óeirðum í Daghara, Hoog- hlyhjeraði nálægt Kalkútta.Óeirða- seggirnir notuðu það að vopni, sem hendi var næst, járnstengur o. fl. Lögreglan bældi niður óeirðirnar og handtók nokkra menn. írska frírikisstjómin kosim. Frá Dublín er símað: Fráfar- andi ráðherrar endurkosnir með 80:65 atkvæðum. Bannið í Bandaríkjunum óvinsælt. Frá New York er símað: í at- kvæðagreiðslu tímaritsins „Liter- ary Digest“ um vínbannið hafa til þessa verið greidd tvær miljónir þrjú hundruð og fjörutíu atkv. Þar af vilja 533.000 láta halda áfram banninu 598:252 vilja láta lina ákvæði bannalaganna. 848.751 vilja algert afnám. Námasprenging. Frá Briissel er sunað: Tólf menn biðu bana, en níu meiddust, e'r sprenging varð í kolaitómu skámt frá Mons. Utvarpsstjórinn. Ekki verður um það sagt með neinni vissu ennþá hvenær rikisút- varpið getur tekið til starfa. Það veltur á því, hvenær hægt ve'rður að Ijúka byggingu stöðvarhússins og gengið verður frá vjelum og öðrum áhöldum. Sennilega getur útvarpið ekki tekið til starfa fyr en síðla sumars. En þar sem útvarpið mun ekki geta tekið til starfa fyr en ein- hve'rntíma í sumar, sýnist það harla undarleg ráðsmenska hji stjórninni að fara að skipa rán- dýran útvarpsstjóra þegar frá síð- ustu áramótum. Það er sagt, að ástæðan til þessa flýtis hafi verið sú, að atvinnumálaráðlierrann hafi fyrir hvern mun viljað losna við Jónas Þorbergsson frá Tímanum. Hann hafi því fundið upp það snjallræði, að kaupa hann frá blað- inu fyrir ríkissjóðs fje. Að þessu sinni er eigi tilætlunin að fara að ræða á ný það gerræði atvinnumálaráðherrans, að skipa -Tónas Þorbergsson í xitvarpsstjóra- 'Stöðuna, heldur skal vikið nokkr- um orðum að meðferð ráðherrans á almannafje í sambandi við emb- ætti þetta. Samkvæmt útvarpslögunum átti útvarpsráðið að ákveða laun ut- varpsstjóra. Það ákvað launin 7500 MORGUNBLAÐIÐ Battkafnndnrlnn. Kosið bankaráð 09 gengið frá reglugerð og samþyktum Útvegsbankans. Hafniirðlngarl Ennþá er tækifæri til að gera góð kaup á ÚTSÖLUNNL í dag verður byrjað að selja BÚTA. Verslunin Egill lacobsen. Hainarfirði. Bernburgs hllfimsveit í kvöldl á Hótel Heklu. Aðalfundi Útvegsbankans (ís- landsbanka) lauk í gær. Var hann haldinn í þreni lotum sem kunnugt er, þriðjudag, miðvikudag og í gær. — Á miðvikudagsfundinum var kosin nefnd til þess að atliuga frv. að samþyktum og reglugerð bankans. Frumvarp það lagði sljórnariiðið fram á þeim fundi, án þess að nokkur fundarmanna he'fði haft- tækifæri til þess að kynna sjer frv. áður. Fundarstjóri var Hermann Jón- asson. Byrjaði hann að bera fram frv.-greinar í þessum mikla bállti. En þá kom fram sú ósk, að kosin yrði 5 manna nefnd til þess að athuga málið. Var það samþykt með því skilýrði, að nefndin skil- aði áliti fyrir kl. 4 á fimtudag, og legði breytingartillögur sínar fyr- ir fundarmenn. Nefndin komst að þeirri niður- stöðu, að frv. að samþyktunum væri á ýmsan hátt gallað, og varð á eitt sátt um ýmsar breytingar- tillögur. 1 í nefndinni voru þe'ir Eggert Claessen, Lárus Fjeldsted, Svafai' Guðmundsson, St. Jóh. Stefánsson og Hermann Jónasson. Auk þess bar Eggert Claessen fram nokkr- ar breytingartill. Á fundinum á föstudag voru aliar breytingartillögur nefndar- innar samþyktar, en flestar till. Eggerts Clae'ssen voru feldar. — Samþ. var þó till. frá honum, þess efnis, að hlutabrjef hljóðuðu á handhafa, en ekki á nafn. Á mið'vikudagsfundinnm lýsti fjárm.ráðh. því yfir, að hann legði kr. og var staðan auglýst til um- sóknar með þeim launum. Jónas Þorbergsson fjekk stöð- una, eins og kunnugt er, og þvert ofan í tillögur útvarpsráðs. Hon- um var veitt staðan frá 1. jan. þ. á. og það enda þótt vitað væri, að útvarpið tæki ekki til starfa fyr en einhverntíma í sumar. Hann átti því e'kki annað að gera í vetur en að hirða launin. En hvað kemur upp úr kafinn? Þegar f járveitinganefnd neðri deildar fór að athuga fjárlagafrum varpið fyrir árið 1931, rekst hún þar á ríflegan útgjaldalið svohljóð andi: Útvarpsráð, útvarpsstjóri og útvarpsefni kr. 43000.00. Við nánari eftirgrenslan kom í ljós, að í þessum lið vorn falin laun iitvarpsstjóra — eltki 7500 lcr. laun eins og útvarpsráðið hafði ákveðið — heldur 9300 krónur. M. ö. o.: laun útvarsstjóra höfðu ve'rið hækkuð um 1800 kr. Þetta hafði atvinumálaráðherra gert á sitt ein- dæmi, en ætlaði að fela hand- bragðið fyrir Alþingi og þjóðinni! Þess laun hefir Jónas Þorbergsson fengið frá áramótum, og má það beita góð horgun fyrir að gera ekki neitt. Og ekki er þar með alt talið, se'm stjórnin hefir gert fyrir út- varpsstjórann nýja. Hún leyfði honum að fara utan sjer til skemt- unar, og veitti honnm að sögn nm 5000 kr. styrk til þeirrar farar. og fram frv. að reglugerð fyrir bankann. Þareð fundarmenn höfðu ekki haft tækifæri til þess að sjá það frv. fekk nefndin það einnig til me'ðferðar. Varð hún ásátt um ýmsar mikilvægar breyfingar á því, er samþyktar voru í einu hljóði. Á lokafundinum í gær fór fram kosning 5 manna í fulltrúa- ráð banSans og var hlutfallskosn- ing við höfð. Komn fram 2 listar, A og B. Að A-listanum stóðu: rík- isstjórnin og nmboðsmenn hinna erlendu banka, Hambrosbankans í London og Privatbankans í Kaup- mannahöfn, sem lagt höfðu for- gangshluti í bankann. En að B- listanum stóðu innlendu hluthaf- arnir, er áttu forgangshluti. Þessir voru kosnir í fulltrúaráðið: Af A-lista: Svafar Guðmundsson. Stefán Jóh. Stefánsson. Magnús Torfason. Lárns Fjeldsted. Af B-lista: Eggert Claessen. Magnús Sigurðsson hankastjóri fór með atkvæði Hambrosbanka á fundinum, en Ásgeir Ásgeirsson alþm. með atkvæði Privatbankans. Fulltrúaráðið hje'lt fyrsta fund sinn í gær, og kaus Svafar Guð- mundsson formann, Stefán Jóhann Stefánsson varaformann og skrif- ara Lárus Fjeldste'd-. Endurskoðendur bankans voru liosnir: Björn Steffensen endur- skoðandi og Halldór Stefánsson Virðist útvarpsstjórinn ætla að vera drjúgur að totta spenann. Nú er Jónas Þorbergsson kom- inn heim og árangurinn af för hans má sjá í Tímanum síðasta. Þar birtist sýnishorn af „útvarps- frjettum" ríkisútvarpsins, undir handleiðsln Jónasar Þorbergssonar. Dagbik. □ Edda 5930487—1. Atkvgr. Veðrið (föstudag kl. 5) : Hæg- viðri um alt land með 4—8 stiga liita og lítilsháttar re'gnskúrum suðvestan lands. Loftþrýsting er orðin lág við A-strönd N-Ameríku og allhvöss S-átt á hafinu austan við Ný- fundnaland. Annars er hægviðri um NA-hluta Atlantshafsins og bii- ist við að það haldist á morgun. Veðurútlit í Reykjavík í dag: S-gola. Smáskúrir. Ef til vill vax- andi SA-átt með kvöldinu, eða nótt unni. Messur á morgun: í Dómkirkj- unni kl. 11, síra Friðrik Hallgríms-- son; kl. 5 síra Bjarni Jónsson. í Fríkirkjunni kl. 2, síra Árni Sigurðsson. í Fríkirkjunni í Hafnarfirði kl. 2 síðd., síra Ól. Ólafsson. í Aðventkirkjnnni í dag kl. 8 síðd. Umræðue'fni: Nútíminn og framtíðarhorfurnar. O. J. Olsen. Skipaferðir. Esja kom um miðj- an dag í gær. — Goðafoss var i Vestmannaeyjum í gær. i Hjónaefni. Nýlega hafa opinber- að trúlofun sína ungfrú Kristjana Elíasdóttir, Norðurbrú 5, Hafnar- firði og Jens Haraldsson afgreiðslu maður Alþýðuhlaðsins. Aðalfundur fiskiveiðahlutafjel. OtUr, verður í Varðarhúsinu í dag kl. 4 e. hád. Skóla-hlaupið fer fram í fyrra- málið kl. 10 og hefst frá verslun Jes Zimsen, Hafnarstræti. Að þessu sinni taka nemendur úr Iðiiskólan- tfm, Kennaraskólanum og Hanka- dalsskólanum þátt í hlaupinu og má búast við miklu kappi. Kepp- er.dur eru be'ðnir að mæta í fim- leikahúsi Barnaskólans kl. 9y2 í fyrramálið. Reykjavíkur Apótek opnar nýja deild, hjúlirunarde'ild, í húsi sínn í dag. Morðmálið. Lögreglustjóri hefir nýlega sent Egil Hjálmarsson til rannsóknar hjá dr. Helga Tómas- syni á Kleppi, með því að grunnr leikur á nm það, að hann sje ekki heilbrigður á geði. Væringjar hafa útiæfingu á morg- nn, sunnudag, og mæti lijá barna- skólanum kl. 10 í fyrramálið. Utsala er þessa dagana í Bóka- verslun ísafoldar á allskonar skrif- föngum og skrautmunum. Knattspymnf i elag ið „Þjálfi“ í Hafnarfirði efnir til víðavangs- hlaups fvrir drengi kl. 2 e. h. á morgun. Keppf verður um vand- aðan bikar, sem formaðnr fjelags- ins, Jón Magnússon, hefir gefið. Hljómleikar Einars E. Markan og Páls ísólfssonar verða í Frí- kirkjunni annað kvöld. Aðgöngu- miðar eru seldir í dag. Athygli sltal vakin á dr. Scholls fótalækningaáhöldum er Reykja- víkur Apótek auglýsir hjer í blað- inu. Áhöld þessi eru mjög þekt erlendis, og þykja gefast vel, við i ýmsum fótakvillum, en munu lítt þekt hjer. Krist.ileg samkoma á Njálsgötu 1 annað kvöld lri. 8. Allir velkomnir. Hjónaband. S.l. laugardag voru gefin saman- í hjónaband af síra Áraa Signrðssyni nngfrú Kristjana lýkomið: Perur Jaffa appelsínur Blóð appelsínur Vínber Epli __ íslenskar kartöflnr Norskar kartöflur Laukur. Hýlenduvörudeild Laugoveg 45. Annan vjelstjóra oy vanan kyndara vantar ó e.s. „Vestra“ Nánari npp- lýsingar geinr 6. Kristjánsson, skipamiðlari Lækjartorgi I. Statesnan er stðra orðið kr. 1.25 berðið. Jónsdóttir og Gísli Viggó Guð- laugsson vjelstjóri. 400 ára afmæli preritlistarinnar á íslandi verður hátíðlegt haldií í Hótel Borg í kvöld. í gfer var 33 ára afmæli liins íslenska prent- arafjelags. Enski togarinn, sem Óðinn tók í landhelgi fór út i gær. Annar enskur togari kom hingað í gæt með hilaðan ketil. Karlakór Reykjavíkur -efnir til samsöngs í Nýja Bíó á morgu* klukkan 3. alþm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.