Morgunblaðið - 06.06.1930, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.06.1930, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ o Útget.: H.f. Árvakur. Reykjavlk Rltatjörar: Jðn KJartansson. Valtýr Stefánsson. Rltstjðrn og afgriiOsla: Austuratrætl 8. — Stml B00. AuKlýsing-astjðrt: E. Hafberg. AuglÝslngaskrlfstofa: Austurstræti 17. — Stml 700. Hei-nastmar: Jðn Kjartansson nr. 742. Valtýr Stefánsson nr. 1220. E. Hafberg nr. 770. Áskriftagjald: Innanlands kr. 2.00 á mánuBl. Utanlands kr. 2.50 á mánuOI. í lausasölu 10 aura elntakiO, 20 aura meO Lesbök. Erlendar símfregnlr. London (UP) 5. júní FB. notajnálasanmingurinn staðfestur í Bandaríkjunnm. Washington: Hoove'r, forseti Bandaríkjanna, hefir tilkynt að Öldungadeild Þjóðþingsins muni staðfesta Lundúna-flotamálasamn- inginn á yfirstandandi þingi. Landvamir Svía. Stokkhólmi: Sjerfræðinganefnd, sem skipuð var í Svíþjóð 1929 til þess að athuga landvarnirnar og Stjórnarfarsleg mál í sambandi við þau, hefir skilað áliti sínu til land- varnarráðuneytisins. Nefndin er þeirrar skoðunar, að algerð afvopn ún í Svíþjóð sje' útilokuð. Vitnað er til baltisku ríkjanna og sam- bands þeirra við Soviet-Rússland og ennfremur er í álitinu getið um hina þýðingarmiklu legu Danmerk xir, að því er snertir innsiglinguna lil baltiska flóans." „Graf Zeppelin". Sevilla: Loftskipið Graf Ze'ppe- lin lenti hjer kl. 5 e. b» Frá Englandi. Ramsay MacDonald forsætisráð- herra hefir tilkynt í neðri mál- stofunni, að stjórnin hafi tekið þá ákvörðun að samþykkja ekki að grafa jarðgöng undir Ermarsund. Hann skýrði ekki frá ástæðunum fyrir ákvörðun stjórnarinnar, en kvað stjórnina vonast til að geta lagt fram skýrslu um málið á föstudag. Tilkynt hefir veírið opinberiega, að Vernon Hartsford hafi tekið við af Thomas sem Lord Privy Seal, dr. Addison hafi verið út- nefndur landbiinaðarráðherra í stað Noel Buxton, sem hefir látið af etabætti og að Emanuel Shin- tve'll hafr verið útnefndur námu- málaráðherra ' stað Ben Turner, sem einnig hefir látið af embætti Passfield lávarður verður áfram nýlendumálaráðherra (þ. e. þeirra nýleúdna, sem ekki hafa sjálf- stjórn). Skemtiskipið Antonia er vænt- anlegt hingað þ .13. þ. m. kl. 10 f. h. Mjög margir Vestur-íslendingar, sem eru á skipinu, eru boðnir til dvalar hjá ættingjum og vinum hjer í bænum. Þeir, sem eiga von á slíkum gestum eru beðnir að gefa sig fram við Ingólf Gíslason fsíma 2328), er sjer um móttöku þeirra farþeganna, sem hjer verða ■eftir. Frú *Guðrún Jóhannesdóttir í Kollafirði auglýsir 1 dag, að hún svari fyrirspurnum, viðvíkjandi harnaheimilinu í Kjalamesskólan- ^öm, í síma 238. Blönduósfundurinn. Hann var haldinn þ. 3. þ. m. Stóð hann yfir í rúml. 7 klst.; fundinn sóttu nokkuð á annað hundrað manns. Fundarsköp voru hin sömu og á Sauðárkróksfundin- um, þannig að Jón Þorláksson flutti fyrst erindi í nærri tvo tíma; var erindi hans mjóg vel tekið. Síðan töluðu þeir Jón Bald- vinsson og Jón í Stóradal í þrjá stundarfjórðunga hvor. Þá töluðu ýmsir, en, stuttan tíma hver: Jón Pálmason bóndi á Akri, Jónatan bóndi á• Holtastöðum, Þorsteinn Bjarnason kaupm. á Blönduósi (frá Sjálfstæðismönnum) og Guð- mundur alþm. í Ási, Hannds Jóns- son alþm., Runólfur á Komsá og Hannes á Undirfelli (frá Fram- sókn). Var svo ákveðið í byrjun, að Páll Kolka lælmir flytti erindi í lok fundarins. En stjórnarliðar vildu koma í veg fyrir þetta, Þeg- ar Kolka skyldi byrja fyrirlestur sinn, reis Hannes Jónsson alþm. upp og mótmælti því, að Kolka fengi að tala. Var Hanne/s mjög æstur og lá við að alt lenti í upp- námi. En fundarmenn vildu hlusta á Kolka og neyddist Hannes því tii að fara af fundi. Skoraði hann á Framsóknarkempurnar að fylgja og fylgdu honum 20 hræður, en im 90 manns hlustaði á erindi Kolka. Hvanmistangafundurinn. Hann hófst kl. 3 á miðvikudag og stóð til kl. 12. Um 200 manns sóttu fundinn, Stjórnarliðið var nú orðið svo aðþiengt, að það neydd- ist til að fá nýja liðsmenn. Komu þeir því með Súðinni, þeir Jónas Þorbergsson og Páll Hermannsson, en ekki virtust nýliðarnir eiga mik ið erindi á fundinn. Af Sjálfstæð- snzönnum töluðu þarna auk fund- arboðanda, Jóns Þorlákssonar, þeir Páll Kolka læknir, Gunnar Thor- oddsen og Eggert Leví á Ósi. — Fundurinn var friðsamur og fór vel fram. -------------- fsland og Svíþjúð. í Stockholms-Tidningen frá 14. maí er þess getið, að mánudaginn þar á nndan háfi menn úr ýmsum hlutum Svíþjóðar komið saman og ákveðið að stofna fjelagið „Sverige Island“, til eflingar vináttu og við skiftum Svía og íslendinga. For- maður stjórnarinnar var kosinn Elias Wessen prófessor, varaform. Hjalmar Lindroth prófessor, en aðrir stjórnarmeðlimir eru: Gustaf W. Roos landshöfðingi, Fritz Hen- riksson legationsráð, Holger Fre'd- rik Holm ræðismaður, Gautaborg, Natanael Beckman prófessor, Gautaborg, E. J. G. Rosén rit- stjóri, Umea, Ivar Wennerström ritstjóri, Erik Noréen docent, Dag Strömbáek fil. lic., Lundi, Gunnar Lejström fil. mag. og E. Fors Bergström ritstjóri. Sama blað getur þ. 8. maí um hátíðagjöf Svía. Veitti sænska þing ið, eins og kunnugt er 25.000 kr. til þess að gefa Alþingi veglega gjöf í tilefni af þúsund ára af- mæli þess. Ákveðið hefir verið að gjöfin verði ljósmyndaútgáfa Nýkomið: í falle'gu úrvali Manchettskyrtur, Bindi, Hattar (Borsolino) og Sokkar í Brauns-IMun (Ijustrycksreproduktion) af hinu fræga Eddu-handriti, seím geymt er í háskólabókasafninu í Upp- sölum. Auk þess er safn sænskra bóka um íslensk efni og safn sænskra bóka um sænska menn- ingu. Sama blað getur þ. 4. maí um ís landsferð sænska herskipsins Osc- ar II., sem mun verða hjer áður en hátíðin byrjar. Krónprinsinn stígur á skipsfjöl þ. 20. júní í Gautaborg. Krónprinsinn ákveður burtförina hjeðan. — Hr. J. Fenger ræðismaður hefir góðfúslega veitt FB. afnot af blöð- um þeim, sem hjer um ræðir. (FB). Dagbók. VeðriS (fimtudagskvöld kl. 5): Lægðin sem var fyrir suðvestan Island 4 miðvikudagskvöidið vaf suður af Vestm. í morgun, en er nú komin norðaustur fyrir landið. Áttin er yfírleitt N-læg og aðeins gola eða kaldi. 'Veður er þurt og ljettskýjað á öllu S og SV-landi, en þykt loft og nokkur úrkoma á Vestfj. og A-landi. Um hádegið í dag var grunn lægð yfir Græn- landi, sem gæti truflað N-áttina hjer á morgun. í kvöld vanta allar fregnir frá Grænlandi vegna ólags á loftskeytast. í Julianehaab. Veðurútlit í Rvík í dag: Breyti- leg átt, oftast N-gola. Seúnil. úr- komulaust, en nokkur hætta á skúraleiðingum. Kjosendur sem fara burt úr bæn- um fyrir kjördag, 15. júní, geta kosið á bæjarþingstofunni hvern virkan dag frá kl. 1—5. Nilssons-mótið, sem frestað var síðastl. sunnud., verður háð á í- þróttavellinum í kvöld kl. 8y2. — Verður þetta eina tælrifærið, se'm Reykvíkingum býðst til að sjá til þessa fræga erlenda íþróttamanns. — Vjelfræðiráðunautsstaðan við Fiskifjelagið er auglýst laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 1. sept. Árslaun 6000 kr. Esja kom hingað seint í fyrra- kvöld. Farþe'gar voru margir, m. a. þeir, sem farið höfðu norður til þess að vera þar á skólahátíðinni. Úr kosningaleiðangrinum um Austur- og Norðurland, eru þeir komnir Jónas ráðherra og Harald- ur Guðmundsson. Hátíðarguðsþjónusta. Söngmála- stjóri Alþingishátíðar tilkynnir: Við guðsþjónustu á Þingvöllum, að morgni 26. þ. m. verða þessir sálm- ar sungnir á undan og e'ftir ræðu: Víst ert þú, Jesú, kóngur klár (lag: Ofan af himnum hjer kom jeg) og Faðir andanna. Þess er vænst, að mannfjöldinn taki þátt í KiöL íslenskt kindakjöt og kæfa í dósum. Danskt Medister og Bay- erskar pylsur. Buff, Gulasch. Kjötbollur. Soðið nautakjöt. Skilpadde, Svína- sulta, Skinke, Lifr- arkæfa. Enskt Comed Beef. Roast Beef. Roast Mutton. Lauch Toungues. m Handhægur og ágætur matur og ekki dýrt. 1 Verslun O. Zoega. Tískan krefst að ÉrW ✓ & 4 hæfi fötunum cg . hattinum. Allir tískulitir í !í Nýkomin Karlmannaföt. Sportföt. Unglingaföt. Drengjaföt (motrosa og jakka). Bestu hátíðarfötin kaupiði þjer í Brauns-Verslun. Salpine baðsalt gerir baðvatnið heilræmt, þægilega mjúkt og ilmand ,Salpine“ baðsalt ætti að vera til á hverju heimili þa sem bað er — það er nærri ómissandi og mjög ódýrt. Fæst Bóbaversl. Stgfúsar Ey nudssonar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.