Morgunblaðið - 11.06.1930, Blaðsíða 5
Miðvikudag 11. júní 1930.
5
0rattwMíiMd
Sjálfstæðismálið
og kosningarnar.
Þe'gar kosningar standa fyrir
dyrum, verða íslendingar jafnan
að gera sjer ljóst, að enn er eftir
síðasti áfanginn í sjálfstæðismál-
inu. Sjálfstæðismálið má þvi ekki
gleymast við kosningar. Kjósenduf
verða vel að athuga afstöðu flokk-
anna til þessa máls, sem tvímæla-
laust á að ve*ra mál málanna, uns
fullnaðarsigur er unninn.
Þegar Sjálfstæðisflokkurinn var
stofnaður, 25. maí 1929, gaf hann
út svohljóðandi yfirlýsingu mn
stefnu sína í sjálfstæðismálinu:
„Að viuna að því, og undirbúa
það, að ísland taki að fullu öll sín
mál í sínar eigin hendur og gæði
landsins til afnota fyrir lands-
menn eina, jafnskjótt og 25 ára
samningstínuabil sambandslaganna
er á enda.“
Stefnan er skýr og ákveðin. Er
það aðallega tvent, se'm felst í yfir-
lýsingu flokksins. f fyrsta lagi það,
að íslendingar taki utanríkisinálin
að fullu og öllu í sinar hendur; en
nú fara Danir með utanríkismál
Islands í umboði þess. f öðru lagi
það, afnema jafnrjettisákvæði sam-
bandslaganna, sem tryggir DÖnum
sama rjett á íslandi og ísle'ndingar
hafa þar sjálfir. Sjálfstæðismenn
telja jafnrjettisákvæðið háskalegt
fyrir sjálfstæðið, og ranglátt gagn-
vart þegnum landsins. Stefna Sjálf
stæðisflokksins í utanríkismálum
er: Hrein uppsögn sambandslag-
anna og fullkomið sjálfstæði lands
og þegna. Þetta verða kjósendur
að muna.
En hvað um stefnu hinna flokk-
anna? Er þeim treystandi í sjálf-
stæðismálinu ?
Jafnvel þó svo kunni að reyn-
ast, að e'kki verði nein veruleg
andstaða utanfrá á síðasta áfang-
anum í sjáKstæðismálinu, verða
menn að gera sjer ljpst, að málinu
stafar hætta frá flokkum stjórn-
arinnar hjer heima.
Það er vitað um Alþýðuflolck-
inn, að hann berst fyrir því að
jafnrjettisákvæðið fái að haldast
áfram. Fulltrúaráð flokksins gerði
samþykt um þetta 1918, og ljet
birta hana í flokksblaðinu. Þar
var m. a. þetta fram te'kið *„Fæð-
ingarrjetturiim sje sameiginlegur,
sem frá sjónarmiði verkamanna
veiður að álíta undirstöðuatriði
undir sönnu þjóðasambandi.“
Flokkurinn mun enn standa við
þessa samþykt. Þar við bætist, að
þessi samí flokkur hefir þegið
og þiggur e*nn fje frá Dönum til
útbreiðslu á skoðunum sínum og
til greiðslu kosningakostnaðar. —
Floklturinn er brjóstmylkingur
sambandsþjóðarinnar.
Slíkt reginhneyksli er langt fyr-
ir neðan alt velsæmi, og er það
borgaraieg skylda allra góðra ís-
lendúiga, að vera vel á verði gegn
þeim háska, sem sjálfstæði lands-
ins getur stafað af jafnrjettis-
kenningum sósíalista, og styrktar-
fjenu danska. Sósíalistum er á
engan hátt trevstandi í sjálfstæðis-
málinu.
En þá er næst að athuga „stæ ri
helming“ stjóraarflokksins Fram-
sóltnarflokkinn svokallaða. — Er
honum treystandi í sjálfstæðismál-
inu?
Þeirri spurningu er fljótsvarað
— og svarið verður afdráttarlaust:
Nei!
Aðalforingjar Frainsóknarflokks-
ins hafa hvað eftir annað traðkað
á sjálfstæði landsins. — Sjálfur
dómsmálaráðherrann hefir meira
að segja gengið svo langt, að ráð-
ast hrottalega á tvær máttarstoðir
sjálfstæðisins, Hæstarjett og inn-
lenda landhelgisgæslu. Þessar árás-
ir dómsmálaráðhe'rra eru þannig,
að sjálfstæði landsins er stórkost-
leg hætta búin, ef erlendar þjóð-
ir hafa nokkurt mark á þeim tekið.
Og hví skyldu erlendar þjóðir ekki
taka mark á því, sem dómsmála-
ráðherra landsins segir?
Meðferð stjórnarinnar á banka-
málinu í vetur gefur ekki glæsilega
mynd út á við. Þar reyndi stjórnin
á'ð setja skrælingjastimpil á þjóð-
iná, og henni tókst það að noltltru
leyti. Afleiðingarnar af þessu stór-
hneykslanlega framferði munu
þegar hafa sýnt sig, og mun eng-
inn hafa sjeð þær betur en sjálfur
forsætisráðherrann, sem dvalið hef-
ir erlendis til þess að reyna að fá
ián handa íslenska ríkinu. Frá hon-
vun frjet.tist það siðast, að hann
sne'ri sjer til erlends auðkýfings
og bauð honum fríðindi í landinu,
ef hann vildi lána íslandi fje. —
Þannig er þá orðið álitið á okkar
landi erlendis, að forsætisráðherr-
ann neyðist til að bjóða mikils-
varðandi rjetíindi í landinu, þeg-
av hann er að sníkja lán. Og al-
mælt er, að þetta hafi einu sinni
ekki dugað, því e'nginn trúi okkur
fvrir fje framár.
Hver er nú sá íslendingur, sem
treystir núverandí stjórn og stjórn-
arflokkum í sjálfstæðismáli þjóð-
arinnar?
Er nokkur sá, sem treystir Al-
þýðnflokknum í sjálfstæðismálinu
— flokknum, sem hefir barist. og
berst fyrir jafnrjetti ísletiskra og
danskra þegna — flokknum, sem
hefir þegið og þiggur enn stórar
fjárfúlgur frá sambandsþjóðinni?
Og hver er sá, sem treystir for-
ráðamönnum Framsóknar í sjálf-
stæðismálinu — mönnunum, sem
látlaust hafa reynt að níða niður
æðsta dómstól þjóðarinnar og hina
innlendu landhe'lgisgæslu — mönn-
unum, sem stimplað hafa íslénd-
inga sem vanskilaþjóð ?
— Maður hennar barði hnefan-
um- í borðið og sagðist vilja vera
húsbóndi á sínu heimili.
— Og er hann það?
— Já, þau eru skilin.
Hestaþirb.
I.
Fyrir skömmu gat Morgunblaðið
þess í frjettum, að he'stamanna-
jfjelagið Fákur ætlaði að efna til
hestaats við Alþingishátíðahöldin
á Þingvöllum í sumar. Af: ókunn-
ugleika blaðsins var það ekki rjett
hermt, það ey ekki „Fákur“, sem
þar á hlut að máli, heldur undir-
ritaður,, sem algerlega ber ábyrgð
á hestaatinu þar.
Af því að nokkur misjafnlega
tilbúinn orðasveimur er þegar far-
inn að ganga hjer um bæinn, útaf
þe'ssu væntanlega hestaati, þykir
mjer hlýða, að fara nokkrum orð-
um um hestaöt til forna, eftir því,
sem sögur og gömul munnmæli
herma og jafnframt þá um leið, að
lýsa að nokkru hvernig jeg hefi
hugsað mjer að framkvæma hesta-
atið í sumar.
Hestaþing til forna var vinsæl
skemtun meðal fornmanna, og
tíðkuðust' þau fram á 17. öld. Síð-
asta he'stavíg, sem sögur fara af,
var háð árið 1623.
Tíðast voru hestaöt háð síðari
hluta sumars, er hestárnir höfðu
gengið frjálsir um haga með hryss-
um sínum og voru allra ólmastir,
stofnuðu menn til slíkra skemt-
ana,ýmist í sambandi við leiðar-
þing, er oftar voru þó sjeistakar
samkomur haldnar í því skyni, og
fáar voru fjölsóttari í hjeraði. —
Jafnskjótt, sem það kvisaðist, að
einhver e'r góður þóttist af hesti
sínum, hafði boðið öðrum hestaat,
varð uppi fótur og fif um hjeraðið.
í stórhópum riðu karlar og kon-
ui' til samkomustaðarins, er jafnan
var kjörinn á sljettum grundum
eða melum, og biðu þess óþreyju-
fullir, að skemtunin byrjaði. —
Enda mátti einatt búast við, að
fleira jrrði til tíðinda en he'stavígin
ein, ef ofurkappsmenn áttu í hlut.
Einkum var þó margt um manninn,
er etja skyldi öllum víghestum, er
ti! voru í hjefaðinu, eða með
öðrum orðmn, er heilir hreppar
leiddu saman liesta sína.
Ahorfendurnir skipuðust í liring
um hvert vigsvæði, og var lögboð-
ið. að liver skyldi ábyrgjast sig
sjálfur, fyrir meiðslum af hálfu
hestanna. Yíghestarnir voru leiddir
fram o'g látnir rennast að, tveir og
tveir, innan í mannhringnum víðs-
vegar um völlinn. Þeir risu upp á
afturfótunum, bitust og slóust,
fnæsandi og livínandi, þótti mönn-
um það góð skemtun.
„Maður fylgdi þar hverjum
hesti, er leiddur var fram, og hafði
(hestastaf, hestastöng) í hei\di og
klappaði á lend hestinum og þar
með studdi hann hestinn þá hann
reis.“ (Bisk. I 633).
Stundum keyrðu digendur sjálf-
ir hestana, en oft fengu þeir aðra
til þess, þann er þeir treystu bet-
ur fyrir afls sakir og stillingar.
Riðu þá oft eigendur sjálfir um-
hverfis svæðið og horfðu yfir af
hestbaki. Til þe'ss að gera hestana
ólmari og áræðismeiri við vígin,
voru hryssur hafðar bundnar í
nándinni.
Þar sem frábærlega góðir víg-
licstai' áttust við, stóð einatt lengi
á viðureigninni, þeir gengust að
margar lotur, en voru látnir taka
hvíld á milli. Sigurian var unninn,
Jhsweitineð steriuzed:
Þegar þjer kanpið Aósamjólk
þá rnunió að biðja nm
DYIiELHHD
I. Brynjðlfsson & Kvaran,
því þá fáið þjer það besta.
Munið að þetta
erbesta og eftir
qæðum ódvrasta
súkkulaðid.
indamenn, sem gert hafa að æfistarfi
á ljósnæmum efnum.
Vjor erum þess flr-
uggir, ad „Kodak*1-
fimlan sja hin besta,
sem heimurinn hefiraðbjóða.
Ef þessu væri ekki þannig
varið myndu sjerfræðingar
þeir, sem »Kodak« hefir á
að skipa, fljótt komast að
raun um það. Á bakvið
»Kodak«-filmuna stendur hin
stærsta og best úr garði
gerða ljósmyndastofnun
heimsins og heimsfrægir vís-
sínu rannsóknir og umbætur
„Eo dakí(-f ilman
þekkist nm allan heim sem ðbrigðnla
filman i gnla pappahylkinn.
Kodak Limited, Kingsway, London, W. C. 2.
MORGENAVISEN
er et af Norges mest læste Blade og er serlig i
Bergen og paa den norske Vestkyst udbredt i
alle Samfundslag.
’JORHENAVISEN er derfor det bedste Annonceblad for alle som
önsker Forbindelse med den norske Fiskeribe-
drifts Firmaer og det ðvrige norske Forretnings-
liv samt med Norge overbovedet.
^ ORGENAVISEN bör derfor læses af alle paa Island. t
tnnoncer til Morgenavisen modtages í Morgunbladid’s Expeditioa