Morgunblaðið - 16.07.1930, Blaðsíða 3
s
M 0 R G U NBLAÐIÐ
Kosningalvsar Timamanna
ómerktar með djmi,
• —_____
Lögmaðurinn í Reykjavík dæmir Gísla Guðmundsson í
300 króna sekt og 120 krónur í málskostnað.
Erlendar símfregnir.
London (UP) 15. júlí FB.
V erslunarráðstef na.
Belgrad: Fulltrúar frá Júgó-
■slafíu, Rúmeníu og Ungverja-
landi koma saman á ráðstefnu
1 Sinaia í Rúmeníu í júlílok, til
fcess að ráðgast um samvinnu
viðvíkjandi sölu á landbúnaðar-
•^furðum. — Pólland og Tjekkó
slóvakía senda fulltrúa á fund-
en aðeins til þess að kynna
sJer málið. Eru taldar líkur til
tess, að þessi ríki taki þátt í
sanrvinnunni síðar, ef af henni
Verður.
,,Bandaríki Evrópu“.
Kaupmannahöfn: Danska
stjórnin hefir svarað málaum-
^eitan Briands viðvíkjandi stofn
nn Bandaríkja Evi'ópu.
Gerir danska stjórnin nokkr-
athugasemdir við tillögurnar,
en lýsir mikilli samúð með hug-
niyndinni.
Norska stjórnin kveðst geta
fallist á skoðanir og röksemda-
færslu Briands að miklu leyti,
telur hinsvegar að áður en
stofnað sje slíkt samband milli
Evröpuríkjanna verði að koma
ýníiskonar samvinnu í verslun-
og atvinnumálum.
I svari sænsku stjórnarinnar
er rætt um það, að enn sjeu
n°kkur Evrópuríki utan við
Jóðabandalagið, og því sjevafa
Samt hvort skilyrði sjeu fyrir
endi til þess að skapa öflugt
’nband Evrópuríkja. Leggur
yíastjórn til, að fulltrúar Ev-
^Puríkja verði kvaddir til þess
raeða um samvinnu á sviði
f Vlnnumála og viðskifta og fari
,3£r nmræður fram á reglulegu
J óðabandalagsþingi.
HlbióðaskákÞingið
i Hamborg.
^Krá frjettaritara Morgunbl.).
Hamborg, 15. júlí
Kappskák Islendinga og
Rúmena.
í>riðja umferð fór þannig, að
'arath sigraði Ágmund, Gudju
Sl&raði Einar, Balogk sigraði
an’ biðskák varð milli Tyroler
°g Gilfer.
^appskák Islendinga og Svía.
jórða umferð fór þannig, að
^talberg sigraði Gilfer, Bernd-
en sigraði Ásmund, Lundin sigr
a 1 Jón; jafntefli varð milli
tolty og Einars
Kyrri biðskák Jóns er töpuð;
11 jafntefli í hinni síðari.
■v
Kosningabomban um „týndu
miljónin»“.
Þeir höfðu annríkt mjög í'
Tímaherbúðunum fyrir bæjar-
stjórnarkosningarnar í vetur. —
Þeir voru orðnir smeykir um,
að ekki hepnaðist að koma að
efsta manni listans; en hann
var, eins og kunnugt er sjálf-
ur handhafi lögregluvaldsins
í bænum.
En mikið skal til mikils vinna
hugsuðu þeir Tímamenn. Og
síðustu dagana fyrir kosning-
arnar ljetu þeir kosningasnepil
sinn breiða út meðal kjósenda,
að miklar „misfellur“ væru á
reikningsfærslu bæjarins. Og til
þess að gera ,misfellurnar‘ enn
ægilegri í augum manna, var at
vinnumálaráðherra látinn til-
kynna borgarstjóra brjeflega,
að fjárhagsáætlun bæjarins yrði
ekki samþykt að svo stöddu, og
að skipaðir yrðu menn til þess
að rannsaka reikningshald bæj-
arins.
Þegar hjer var komið, þóttist
Tímaklíkan geta kastað út kosn
inga-,,bombunni“. Og bomb-
unni var kastað daginn fyrir
kosningarnar. Kosningasnepill
þeirra Tímamanna flutti nú þá
svívirðningagrein um borgar-
stjórann í Reykjavík, sem er
einstakt fyrirbrigði. I grein
þessari var talað um „miljónar
óreiðu“ hjá borgarstjóra, sagt
að sjóðir væru „týndir“ og vissi
enginn hvað af hafi orðið. Var
þar gefið í skyn, að miljónin
„týnda“ hefði horfið til borgar-
stjórans, sem launauppbót.
Þetta var veganesti þess lista,
sem hafði handhafa lögreglu-
valdsins í efsta sætinu við bæj-
arstjórnarkosningarnar. Bæjar-
búar áttu að fá þá mynd af
borgarstjóra sínum, að hann
væri fjárglæframaður og reikn-
ingsfalsari. Og þessi mynd af
borgarstjóra var gefin vegna
þess, að það voru Sjálfstæðis-
mtnn sem studdu hann. En það
voru þeir, — sem á þurfti að
klekkja.
Slík er bardagaaðferð þeirra
Tímamanna.
Ekki er minsti vafi á, að
Tímamenn hafa fengið mörg
atkvæði við bæjarstjómarkosn-
ingarnar vegna lygafregnanna
um „týndu“ miljónina. Því þótt
bæjarbúar og landsmenn yfir-
leitt eigi því að venjast, að
Tímaklíkan sje óvönd að með-
ulum við kosningar, áttu menn
ekki von á að forsætisráðherr-
ann færi að neita að samþykkja
fjárhagsáætlun bæjarins nema
því aðeins að mikið væri í húfi.
Menn gátu ekki trúað þvf, að
maður í slíkri stöðu gerðist
verkfæri í höndum óvandaðra
pólitískra brallara.
Tímaklíkan kom tveim mönn-
um að við bæjarstjórnarkosn-
ingarnar, og forkólfamir hafa
sjálfir þakkað ,,týndu“ miljón-
inni sigurinn. En ekki getur sá
sigur talist glæsilegur, síst af
öllu með handhafa lögreglu-
valdsins í fararbroddi.
Bæjarreikningamir rannsakaðir
Atvinnumálaráðherra skipaði
þá Helga P. Briem fyrv. skatt-
stjóra og Eystein Jónsson til
þess að rannsaka reikningshald
bæjarins. Rannsóknin leiddi til
þess, að fjárhagsáætlunin var
samþykt umyrða- og skilyrðis-
laust, enda var lofsbrði lokið á
bókhald bæjarins. Þá var ekki
lengur að tala um neitt glæp-
samlegt athæfi af hálfu borg-
arstjóra, því ef svo hefði verið,
bar atvinnumálaráðherra skylda
til að sjá um, að hafin yrði
sakamálsrannsókn gegn borgar-
stjóra. Þetta kom atvinnumála-
ráðherra ekki til hugar, því
ekkert slíkt var að finna í
skýrslu þeirra fjelaga Helga og
Eysteins. En vegna minni háttar
atriða í skýrslunni, þótti atvinnu
málaráðherra rjett að senda
borgarstjóra hana til umsagnar.
Þar lá svo skýrslan um stund.
Borgarstjóri höfðar mál gegn
Gísla Guðmundssyni fyrir meið-
yrði og aðdróttanir um f jársvik.
Gísli Guðmundsson, núver-
andi ritstjóri Tímans, var skráð-
ur ritstjóri kosningasnepilsins,
sem flutti óhróðurinn um borg-
arstjóra í vetur. Borgarstjóri
gerði þegar ráðstafanir til máls-
höfðunar gegn ritstjóranum fyr-
ir meiðyrði og aðdróttanir um
fjárdrátt.
Mál þetta gekk venjulega
boðleið. I fyrstu vörninni ljet
ritstjóri Tímans gera þá kröfu,
að hann yrði algerlega sýkn-
aður. En ritstjórinn hefir brátt
fundið, að slík krafa var fá-
vita hjal, því hann hafði ekkert
í höndum, er rjettlætt gæti
stóryrðin um borgarstjóra. Og
þá skeður það undraverðasta í
þessu máli, enda kemur nú
dómsmálaráðherrann ri.tstjóran-
um til hjálpar.
Ritstjóri Tímans hafði í öng-
um' sínum snúið sjer til dóms-
málaráðherrans og beðið hann
hjálpar. Hann skrifar dóms-
málaráðherra brjef með þeim
ummælum, að þar sem borgar-
stjóri hafi enn ekki ísvarað
brjefi frá Helga Briem, er at-
vinnumálaráðherra hafði sent
borgarstjóra til umsagnar, þá
fyndi ritstjórinn sig knúðan til
að krefjast sakamálsrann-
sóknar!
Vörður laga og rjettar, dóms-
málaráðherrann, bregst skjótt
við. Hann skrifar lögreglustjóra
brjef og fyrirskipar rannsókn.
Síðan lætur hann Gissur Berg-
steinsson gefa ritstjóra Tímans
vottorð í 'embættisnafni, þar
sem því er hátíðlega lýst yfir,
að dómsmálaráðherra hafi með
brjefi, dags. 3. maí, fyrirskip-
að lögreglustjóra að hefja rann-
sókn út af „misfellum í reikn-
ingsfærslu Reykjavíkurbæjar.“
Þetta vottorð dómsmálaráðu-
neytisins leggur svo ritstjóri
Tímans fram í meiðyrðamálinu
og þóttist fær í flestan sjó. —
Gerði hann nú þá kröfu að mál-
inu yrði umsvifalaust vísað frá
dómi vegna þess, að dómsmála-
ráðherra hafi fyrirskipað rann-
sókn gegn borgarstjóra.
Lögmaðurinn dæmir í
meiðyrðamálinu.
Þann 3. þ. m. kvað lögmað-t
urinn í Reykjavík upp dóm í
meiðyrðamáli borgarstjóra gegn
Gísla Guðmundssyni. Veslings
Gísli, sem í einfeldni sinni hjelt
að lögmaðurinn tæki mark á
skrípaleik dómsmálaráðh., varð
nú fyrir sárum vonbrigðum. —
Frávísunarkrafan var ekki tek-
iju til greina o£ Gísli varð að
þola dóm fyrir ærðumeiðing-
arnar. Hann varð að þola það,
að dæmd yrðu ómerk öll stór-
yrðin um borgarstjóra, um
,,týndu“ sjóðina og „týndu“
miljónina. í forsendum dómsins
segir m. a. að ummælin um borg
arstjóra hafi alls ekki verið
rjettlætt og „jafnvel ekki leitast
við að rjettlæta þau.“ Gífuryrð-
in voru því dæmd ómerk. Og
svo koma dómsályktunarorðin.
Þau hljóða þannig:
Því dæmist rjett vera:
Framangreind ummæli eiga
að vera dauð og ómerk.
Stefndur, Gísli Guðmundsson,
greiði 300 króna sekt til ríkis-
sjóðs, en sæti 15 daga einföldu
fangelsi, ef sektin er ekki
greidd áður en aðfararfrestur
er liðinn.
Svo greiði hann og stefnanda,
Knud Zimsen, 120 krónur í
málskostnað.
Dóminum skal fullnægja inn-
an 15 daga frá birtingu hans,
að viðlagðri aðför að lögum.
Bjöm Þórðarson.
Þetta er þá eftir orðið af
kosninga-„bombu“ þeirra Tíma-
manna frá í vetur. Stóryrðin
eru dæmd ómerk og ritstjór-
inn, sem ábyrgð bar á blað-
sneplinum, er dæmdur í sekt
fyrir athæfið.
Með lygum skal land vinna,
virðist vera kjörorð „Tíma“-
manna. Með lygum tókst þess-
um mönnum í vetur, að vinna
eitt sæti í bæjarstjórn Reykja-
víkur. Þeir voru þá hreiknir
eftir „sigurinn“. En eru þeir
jafn hreiknir nú?
Ekki hefir enn fengist endir
bundinn á þann skrípaleikshátt
þessa máls, sem dómsmálaráð-
herrann er við riðinn. Með
brjefi, dags. 3. maí, fyrirskipar
ráðherrann lögreglustjóra að
hefja sakamálsrannsókn út af
,misfellunum‘ hjá borgarstjóra.
I ögreglustjóri hefir enn ekki
snert á þeirri rannsókn. Þessi
óhæfilegi dráttur verður ekki
skilinn á annan veg en þann,
að lögreglustjóri álíti fyrir«k:p-
un síns yfirbog&ra eins og hvert
annað bull og vitleysu, sem ekki
sje takandi mark á. En slík
skýring nægir ekki gagnvart
þeim, er fyrir sök er hafður.
Hann á heimting á, að verða
hreinsaður af þeim áburði, sem
felst í fyrirskipun dómsmála-
ráðherra.
En mönnum verður á að
spyrja: Hvað þarf dómsmála-
ráðherrann að ganga langt í
misbeitingu ákæruvaldsins til
þess að forsætisráðherrann grípi
í taumana? Telur forsætisráð-
herrann sjer það óvikomandi,
að samverkamaður hans, dóms-
málaráðherrann, notar ákæru-
valdið til þess að ofsækja póli-
tíska andstæðinga?
Krossanesdeilan.
Alt í sama þófinu. — Óánægja
meðal verkamanna og sjómanna
nyrðra fer stöðugt vaxandi.
Nokkur skip hafa orðið að moka
síldinni í sjóinn.
Akureyri, Þriðjudag.
Ekkert gerist nýtt í Krossa-
nesdeilunni. Þar er alt í sama
þófi. Holdö fór á mánudag með
Súlunni til Rvíkur. Heyrst hefir,
að þeir Erlingur, Einar & Co.
vilji ekki gefa neinum syðra um
boð til þess að semja þar; —
treysta þeim ekki.
Nokkur norsk skip liggja við
Krossanes með síld, en geta vit-
anlega ekkert aðhafst þar. ts-
lensku skipin leita til Siglufjarð
ar, en gengur treglega að selja
síldina þar. — Sum skip hafa
neyðst til að moka síldinni í
sjóinn.
í dag er norðansúld og engin
síldveiði.
Útlitið er mjög svart hjer ef
ekki komast á sættir í Krossa-
nesdeilunni. Sjómenn og verka-
menn hafa þegar beðið stórtjón
vegna verkfallsins og eru orðnir
sáróánægðir yfir gerðum Erlings
& Co.
Síldarsöltun er varla byrjuð
vegna þess að engin síld hefir
veiðst síðustu daga.
Qunnl. Kristmundssan
sandgræðslustjóri.
Daginn, sem Alþingi varð 1000
ára, varð Gunnlaugur Krist-
mundsson fimtugur. — Þessi
merkisdagur í lífi Gunnlaugs
gleymdist í hátíðarvímunni. En
betra er seint en aldrei, segir
máltækið. Og þó seint sje, nota
jeg tækifærið til þess að segja
það sem jeg vildi þá sagt hafa
um Gunnlaug sandgræðslu-
stjóra.
Jeg hitti Gunnlaug í fyrsta
sinni á búnaðarsýningu, sem
hjer var haldin 1921. Hann
fekk þar ofurlítið pláss í kenn-
araskólanum með sandgræðslu-
dótið sitt. Hann fekk ráðrúm
til að sýna þar bæði hvernig
menn ættu að fara að til þess
að verjast uppblæstri, hvernig
ætti að „græða sárin“ og hvern-
ig menn hefðu farið að ráði sínu
hjer á landi, að rifa upp „melj-
una“ miskunnarlaust, uppræta
melinn, þessa njd;jajurt í nátt-
úrunnar ríki, sem nemur land
v