Morgunblaðið - 31.07.1930, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ
9
Erlenðar símfregnir.
London (UP) 29. júlí FB
Loftskipið R—100.
Flugmálaráðuneytið hefir til-
^ynt að kl. 6 e. h. (Greenwich
hieðal tími) hafi loftskipið R
' 100 verið á 54.15 nl.br. og
20 vl.br. Hraði loftskipsins var
mílur á klukkustund. Hæg-
mótvindar.
London (UP) 30. júlí FB.
—- Flugmálaráðuneytið hefir
^engið loftskeyti frá breska eim
skipinu „Caledonia", þess efnis,
að kl. 9 f. h. hafi R-100 verið
komin eitt hundrað mílur vest-
^ á bóginn.
Færeyjaför
•slensK'j knattspyrnumannanna
Þórshöfn ,FB. 30. júlí.
Á sunnudagskvöld voru ís-
^ensku knattspyrnumennirnir í
b°ði hjá Havnar boldfelag. Við-
staddir voru borgarstjóri, Joen-
Sen og Mitens, lögþingsforseti.
■tíjeldu þeir hlýlegar ræður í
1
£&rð íslendinga. Sömuleiðis Sim
hn av Skardi, sem mælti á ís-
enska tungu.
Á mánudaginn voru Islénd-
lr>gunum sýndir ýmsir merkis-
staðir, svo sem söfn o. fl., en
^ kvöldið fór fram kappróður.
t ffær, á Olafsvökudegi, voru
túsundir manna saman komnar
1 Þórshöfn. Klukkan eitt átti
^ðalhátíðin að hefjast fyrir utan
Jégþingshúsið og voru þar mætt
lr þingmenn og allir embættis-
’henn. Þegar lögþingsformaður-
llln ætlaði að setja þingið var
úanski fáninn skorinn niður af
tinghúsinu. Varð þessi atburður
tit þess, að þinginu og öðru var
Irestað.
Áhorfendur að kappleiknum
1 gær voru á þriðja þúsund.
ÁXel var dómari. Um kvöldið
> knattspyrnumönnunum boð-
^ í leikhúsið af lögþingsfor-
^nninum. Sýndur var sjónleik-
Urinn „Olafsvökumyndir". síð-
^ft um kvöldið skemtu menn
sJer við dans og tóku ungir sem
®amlir þátt í þeirri skemtun.
Á miðvikudagskvöld fara ís-
^hsku knattspyrnumennimir til
^angisvaag á e.s. Tjaldur og
ePpa þar í seinasta kappleikn-
Kept verður á grasvelli.
hattspyrnufjelagið í Trangis-
^aag er talið besta knattspymu-
jelagið f Færeyþum. Bíða menn
^slitanna hjer með mikilli ó-
reyju. — Ágæt líðan allra.
B j arnanesmálið.
Dómsmálaráðh. heíir kosið að
vekja aftur upp Bjarnanesmálið
eða Brekkumálið, mál Sigríðar
sál., sem ekki mætti óstefnd
fyrir rjetti.
Ráðh. hefir nú sett Ólaf pró-
fast Stephensen af embætti,
eins og þegar er kunnugt orðið.
Það er því full ástæða til að
rifja upp sögu þessa máls. Hun
er þannig:
*
Hin ólöglega sala á Brekku.
Ein af hjáleigum Bjarnaness
er Brekka eða Brekkubær.
Mestur hluti þessarar hjá-
lf igu er og hefir um nokkur ár
verið í ábúð Magnúsar Stephen-
sen sonar Ólafs prófasts, en
hinn hlutinn í ábúð Bjarna nokk
urs Bjarnasonar, sem vildi
kaupa alla hjáleiguna, einnig
þann hlutann, sem var í ábúð
Magnúsar. Og dómsmálaráðh.
selur honum alla jörðina frá far
dögum 1929 oð brýtur þannig
rjett á Magnúsi og skýlaus á-
kvæði kirkjujarðasölulaganna,
sem mæla svo fyrir, að þegar
fleirbýli er á kirkjujörð megi
því aðeins selja einum ábúend-
anna að hinn eða hinir sam-
þykki, en samþykkis Magnúsar
var ekki einu sinni leitað.
Útaf þessu urðu málaferli og
með Hæstarjettardómi er svo
ákveðið, að Magnús Stephensen
skuli, þrátt fyrir söluna, halda
ábúð á þeim hluta hjáleigunnar,
sem hann áður hafði. Þetta er
sama sem að Hæstirjettur segi
að salan sje ólögleg.
!
Bætt gráu ofan á svart.
En nú var ráðh. kominn í
slæma klípu. Hann hafði selt
eign í heimildarleysi og gat
ekki afhent hana kaupandan-
um. Hann gat því átt í vændum
skaðabótamál fyrir vanefndir
samnings. Nú voru góð ráð dýr.
Einasta ráðið til þess að verða
ekki svikari gagnvart Bjarna
var það, að losa Brekkupartinn
úr ábúð Magnúsar Stephensens.
Þetta varð ekki gert með öðru
en því, að setja Ólaf prófast
'af embætti, því að Magnús sat
í byggingu hans. Og vörður
laga og rjettar tekur þetta ráð
til þess að ráða bót á fyrra laga-
broti sínu. Hann fóðrar eldra
lagabrotið með nýju lagabroti.
Hvaða ástæðu færir svo ráð-
herrann fyrir afsetningu pró-
fasts?
Jú, ástæðan er sögð sú, að
fyrir meira en ári síðan hafi
hann látið slá Brekkutún. Fyrir
þetta er hann settur af. Pró-
fastur og sonur hans vildu ekki
samþykkja hina ólöglegu sölu
og þá er tekið til þessa úrræðis.
Ráðherrann skoðar það afsetn-
ingarsök hjá prófasti, að hann
vill ekki hlýða ólögmætri fyrir-
skipun hans.
Hjer verður ekki rætt um þá
hliðina sem veit að prófasti.
Hann er kominn nær sjötugs
aldri og hingað til hefir ekki
verið fundið að embættisfærslu
hans. Aðferðin gagnvart honum
er hneyksli. Enginn húsbóndi
mundi leyfa sjer að fara þannig
með hjú sitt.
Hitt verður aftur á móti ekki
komist hjá að benda á, hvílíkur
voði þjóðfjelaginu stafar af
slíkri. misbrúkun ráðherravalds-
ins. Það er eftirtektarvert, að
afsetningin er látin bíða þar til
eftir k» snmgar og þar til ár cr
liðið frá því það verk var unnið,
sem haft er að yfirskyni. Ef
rjettlæti væri á ferðinni mundi
margur segja, að ráðherrann
hefði rumskast nokkuð seint.
Hví setti hann prófast ekki af
strax, ef hann áleit á annað
borð að um afsetningarsök væri
að ræða? Því er hann látinn
þjóna í guðs kristni heilt ár
með þessa sök á herðum?
Nei. Hjer er ekki hin heilaga
vandlætingasemi að verki. —
Ástæðan til afsetningarinnar er
sú, að prófastur hefir staðið
framarlega í flokki Sjálfstæðis-
manna austur þar, en kaup-
andi hjáleigunnar er dyggur
flokksmaður ráðherrans. Hefði
hann ekki verið flokksmaður
mundi hann ekki hafa fengið
hjáleiguna keypta.
Þegar eitt stjórnarblaðið hóf
fyrst herferð sína gegn Ólafi
Stephensen, þá var honum borið
á brýn, að hann hefði farið
harkalega að við Sigríði sálugu.
En þegar hann ætlaði að leiða
vitni að því að þetta væri rangt,
þá var honum neitað um það
af því að Sigríður sáluga væri
ekki mætt í rjettinum.
Svona er rjettarfarið á Is-
landi nú.
Svona er rjettlætið á Islandi
nú. —
Aumlega er ástatt fyrir þeim
ráðherra, sem notar vald sitt
til að níðast þannig á gömlum
embættismanni, sem ekki hefir
annað til saka unnið, en það,
að vilja ekki beygja sig fyrir
ólöglegri skipun.
1000 ðra afmæli
Gísla Súrssonar.
Minningarhátíð verður haldin í
Geirþjófsfirði hinn 9. ágúst.
(Frá frjettaritara Mbl.)
Bíldudal, miðvikudag.
Það hefir nú verið ákveðið að
halda minningarhátíð um 1000
ára afmæli Gísla Súrssonar,
laugardaginn 9. ágúst í Botni
i Geirþjófsfirði. Verður þar ým-
islegt til skemtunar. Guðmund-
ur Hagalín rithöfundnr heldur
aðalræðuna fyrir minni Gísla
og Auðar konu hans, Karlakór-
inn á Isafirði syngur o. m. fl.
Á Einhamar, þar sem Gísli
varðist fræknlegast á skapa-
dægri, hefir verið höggvin mynd
til minningar um hann. Er hún
gerð eftir teikningu Tryggva
Magnússonar málara. Er þar
fyrst sporöskjulöguð umgjörð:
naður, sem bítur í sporð sjer,
og er þar á höggvið: „Minn-
ing um Gísla Súrsson og Auði
konu hans 1930.“ En innan í
umgjörðina er höggvin mynd
af skildi, sverði og öxi — vopn-
um Gísla. Fer þetta vel á klett-
inum og er látlaust mjög.
Borgarnesferð 1. ágðsL
Bifreiðar fara til Borgarness, um Kaldadal, 1. ágúst síðctei*-
is, og frá Borgarnesi 3. ágúst. Góð ferð á skemtun verslunar-
manna. Góðar bifreiðar. Talið við okkur sem fyrst!
Litla Bílstöðin
Símar 668 og 2368.
ðtisamkoma
verður haldin suður við Sandgerði á sunnudaginn 3. ágúst n. h.
ef veður leyfir.
DAGSKRÁ:
Kl. 1 — hátíðin sett, sungið ó, guð vors lands.
Kl. 1 (4 — Guðsþjónusta, síra Brynjólfur Magnússon.
Kl. 2 — Ræða: Guðmundur Finnbogason.
Kl. 214 — Lúðrasveit Reykjavíkur spilar.
Kl. 3 — Einsöngur: Einar E. Markan.
Kl. 414 — Ræða: Síra Eiríkur Brynjólfsson.
KI. 5 — Lúðrasveitin spilar.
Kl. 6 — Dans á palli.
Aðgangur 1 króna fyrir fullorðna, ókeypis fyrir börn. Alls-
konar veitingar í tjöldum Sigvalda Jónassonar. Ágóðinn rennur
allur til Slysavarnafjelags íslands.
Listsvningin
Kirkjustræti 12,
opin daglega kl. 10—8.
Síldveiðin.
Seyðisfirði, FB. 30. júlí.
Unnið hefir verið að síldar-
söltun hjer undanfarna daga.
Fitumagn síldarinnar 17—22%,
með^ltal 19,5%. Óhemju síldar
gengd frá Dalatanga og norður
eftir, „svartúr sjór“ inn í fjörð.
Þaulvanur nótabassi, sem hjer
er staddur, og hefir stundað
síldveiði 12 ár fyrir Norðurlandi
fullyrðir, að hann hafi aldrei
sjeð meiri síldartorfur fyrir
Norðurlandi.
Skortur veiðitækja og mann-
afla tilfinnanlegur. Söltunar-
leyfi takmörkuð, en skjótnotuð.
Almenningi þykir þó tilfinnan-
legast áð engin bræðslustöð
skuli vera til á Austfjörðum,
þegar slík uppgripaveiði er fyr-
ir landi. Eru menn sammála um
það, að stofnun síldarbræðslu-
stöðvar á Austurlandi mundi
verða Austfirðingum að miklu
gagni og auka atvinnu í fjórð-
ungniim og aðsókn. Vitnisburðir
gagnkunnugustu manna eru
samhljóða, að mikil síld sje
langan tíma á hverju sumri fyr-
ir Austurlandi, svo hafi verið
seinustu 19 ár milli Dalatanga
og Langaness, þó kanske sjald-
an þvílíkt og nú.
Hirth frestar enn fluginu
vegna mótbyrs.
London (UP) 30. júlí FB.
Kirkwall: Hirth lagði ekki af
stað í morgun. Vindhraði 25
mílur á klukkustund og þótti
.flugmanninum of áhættusamt
að leggja af stað í dag, þar sem
stormurinn mundi hafa dregið
úr hraða flugvjelarinnar og ef
til vill orsakað svo mikla bensín-
eyðslu, að ekki hefði nægt til
ferðarinnar, það sem flugvjelin ‘
getur borið.
Úlafshátíðin.
Hátiðahöldin í Niðarósi.
NRP. 30. júlí. FB.
Kirkjulega athöfnin í Niðar-
óssdómkirkju í gær, fór fram
með miklum hátíðleik. — Allút
gestirnir, biskuparnir og 300
prestar, gengu í skrúðgöngu
frá dómkirkjunni um Munke-
gaten til „vestfronten“. — Á
meðal hinna erlendu kirkju-
höfðingja voru erkibiskupinn i
Uppsölum, Sjálandsbiskup, Is-
landsbiskup, formaður hinnar
norsku lútersku kirkju í Vest-
urheimi, biskupinn í Guilford,
sem er fulltrúi erkibiskupsins
Canterbury ogr fulltrúar allra
þeirra kirkna, sem voru í Niðar-
óssbiskupsdæmi. Konungurtnib
N