Morgunblaðið - 10.09.1930, Síða 4
r 4
Bókhaldari,
sem einnig hefir verið gjaldkeri hjá stóru fyrirtæki í nokkur ár,
óskar eftir atvinnu. — Allar nánari upplýsingar gefur
Ráðningarstofa verslunarmanna.
Eimskipafjelagshúsinu (4. hæð).
Falleg sumárblóm og afskorin
blóm, einnig plöntur í pottum.
Hellusundi 6. Sími 230.
Búðarinnrjettmg til sölu. A. S.
í. vísar á.
Ódýrt. íslenskt smjör á 1.75 y2
lrg., íslenskar kartöflur á 0.15 y2
lcg. Kirsuberjasaft á 0.35 pelinn.
Niðursoðnir ávextir 1 kg. dós á
kr. 1.50. Riklingur og margt fleira
mjög ódýrt. Versl. Einars Eyjólfs-
sonar, Týsgötu 1. Sími 586.
H ú s n æ ð i
1. okt. óska 2 mæðgur eftir
2—3 herbergjum og eldhúsi. Upp-
lýsingar* í síma 102.
Tilkynningar.
►
Píanókensla, hljóðfæri til æf-
inga_ gæti komið til greina. E.
Lorange, Freyjugötu 10.
I matinn:
Nýslátrað dilkakjöt, ódýrast í
bænum. — Reykt kindakjöt. —
Gulrófur. — Ný kæfa. —- Soðinn
og súr hvalur, hvítkál, gulrætur
og svið.
Blfisminn,
Bergstaðastræti 35.
Sími 1091.
Fægilögnr (Spejlcrem)
Gólilakk, Möblnbón,
og fægiklntar.
Verslnn
ValfL Ponlsen
Sími 24. Klapparstíg 29.
Ný aldin
Ferskjur.
Perur.
Tröllepli, Melónur, i/2 kg- 0.65
Epii, Gravensteinar prima.
Epli, Newtons.
Glóaldin, ný uppskera.
Gulaldin, Citrónur.
Bjúgaldin.
Rauðaldin.
til embættismanna hækkar og jafn-
framt eiga atvinnurekendur erfitt
með að standast kaupkröfur verka-
manna. I>að er geysimikið tjón
fyrir landið að standa straum af
sínum erlendu skuldum og verða
fyrir miklu verðfalli á hærri krónu
sem út úr landinu fer upp í vexti
og afborganir.“
Svona fórust einum miverandi
ráðherranna orð meðan íslenska
krónan var sem lægst. Hann telur
að lággengið valdi 0SS mátgra mil-
jóna skaða á ári og alt sje að fara
í eymd og volæði.
Svo verða stjórnarskifti og góð-
æri hjálpar til að rjetta íslensku
krónuna nokkuð úr kútnum. Þá
vendir Jónas Jónsson og aðrir
hans fylgjendur, þar á meðal Tr.
Þ., sínu kvæði í kross. Lággengið
töldu þeir áður bölvim og stór-
tjón, en þegar nokkur bót var á
þessu ráðin undir stjórn andstæð-
inga þeirra, þá skiftu þeir alger-
lega um skoðun. Lággéngið, sem
þeir áður töldu hölvun og stór-
tjón, verður nú að frelsandi eiigli
framleiðendanna.
Þetta sýnir að bankamálið er
ekki einasta málið, sem núverandi
stjómarherrar hafa snúist í. Það
má segja, að það sje þeirra siður
að hringsnúast í stórmálunum.
Lík Andréé í Tromsö.
London (UP) 8. sept. FB.
Tromsö: Prófessor Lithberg hef-
ir í viðtali við United Press skýrt
frá.því, að sænska sjerfræðinga-
nefndin hafi fengið skipun um það
frá sænsku stjórninni að halda
kyrru fyrir í Tromsö og bíða þar
frekari fyrirskipana. Litberg gaf
í skyn, að Svensksund myndi einn-
ig halda þar kyrru fyrir þangað til
Isbjörn kemur með lík Frankels.
— Minningarathöfn var lialdin í
kirkjunni. Yfirforingjar af Svensk
sund og Michael Sars og opinberir
starfsmenn og stjórnarfulltrúar
voru viðstaddir.
---------------—
Franska verkfallinu lokið.
London (UP^ 9. sept. FB.
Lille: Kalla má, að verkfallinu í
Roubaix sje lokið. Nefnd verk-
fallsmanna befir fallist á miðlun-
artillögur Lavals, verkmálaráð-
herra. Fundir verða haldnir á
þriðjudag í Roubaix og öðrum
borgum, þar sem verkfall er, og
lagðar fram tillögur um, að yinna
hefjist þegar. Búist er jnð, aíð
vinna hefjist í mÖrgum verksmiðj-
um á miðvikudag.
Ásta Norðmann tók sjer far með
Gullfossi í gærkvlödi áleíðis til
tlLondon, til þess að læra þar nýja
dansa fyrir veturinn. Hún kemur
aftur í byrjun október og byrjar
þá kenslu.
tfORO i' N BLAÐIÐ
Veðrið (þriðjudagskvöld kl. 5):
Áttin er yfirleitt NA-læg nema á
SV-landi slær fyrir á SA. Úrkomu-
laust á Breiðafirði og Vestfjörðum,
en skúrir á S og SV-landi. Á Aust-
urlandi er þykkviðri og rigníng.
Yfir Grænlandshafmn er háþrýsti-
svæði en lægðir um Bretlandseyjar
og vestan við Grænland. Er sennil.
að háþrýstisvæðið færist hjer yfir
landið á morgun og ljetti þá til um
alt S og V-land, en gangi síðan í
S-átt á fimtudaginn.
Veðurútlit í Rvík í dag: N-læg
gola. Sennil. þurt og ljettskýjað
mestan hluta dagsins.
Knattspyrnukappleikur III. fl. í
gær fór þannig, að Valur sigraði
K. R. með 6:0; kl. 3 í dag keppa
Fram og Víkingur.
Á hlutaveltu K. R. var eins og
folki er kunnugt mjög margir góð-
ir drættir. Aðaldrátturinn, farmiði
til Sviss, var hafður í happdrætti
og hlaut hann Theodór Þorláksson
trjesmiður, Vesturgötu 48. Heila
tunnu of nýju kjöti hlaut Jóhann-
es Jóhannesson sjómaður, Þórsgötu
19. Saumavjelina fjekk Jón Þor-
bjarnarson sjómaður, Framnesveg
12. Lambið hlaut Jón Gunnarsson,
Bræðraborgarstíg 37.
Skyndisalan hjá Haraldi hefir
verið mjög eftirsótt, og sökum
þrengsla hefir orðið að loka búð-
inni af og til.
Togararnir. Max Pemberton kom
í fyrradg með veikan mann. Otur
kom af veiðum í gær með 1500
körfur og Baldur með 1000 körfur.
Frá höfninni. Gullfoss'fór í gær-
kvöldi til útlanda. Timburskip
kom hingað í gærmorgun. ísland
fer til útlanda í kvöld.
Skipafregnir. Lvra fer til Nor-
egs nm Færeyjar annað kvöld.
Brúarfoss fór frá Kaupmannahöfn
í gær um Leith til Austfjarða. Þaðr
an fer hann norður um land hing-
að. Bohn, aukaskip Eimskipafje-
lagsins, lagði af stað í gær frá
Kaupmánnahöfn um Leit til Rvík-
ur. —
Rio Rita heitir hin stórfenglega
tal- og liljómmyn er Gamla Bíó
sýnir nú. Var s'vo til ætlast í upp-
hafi, að þessi yrði fyrsta talmynd-
in sem sýnd yrði í Gamla Bíó,
enda.er þetta talin einhver hin til-
komumesta talmynd er enn hefir
verið gerð. Hún gerist á takmörk-
um Bandáríkjanna og Mexíeo og
er efni hennar margþætt og spenn-
andi. Aðalhlutverkin leika Behe
Daniels og John Boles. Aðsóknin
að mynd þessari var mikil þegar
fyrsta kvöldið, svo mikið orð fer
af henni.
U. M. F. Velvakandi hefir st.arf-
semi sína á þessu hausti með fundi
í kvöld kl. 9 í Kaupþingssalnum í
Eimskipaf jelagshúsinu.
Þorsteinn J. Eyfirðingur skip-
stjóri liefir fegið veikur síðan 29.
júní, en er nú farinn að klæðast.
Hjálparstöð Líknar fyrir berkla-
veika, Bárugötu 2 (gengið inn frá
Garðastræti). Læknir viðstaddur á
mánud. og miðvikud. kl. 3—4.
Vegna misskilnings biður skóla-
stjóri Iðnskólans þess getið, að
nemendur eigi að koma í skólann
til innritunar, en ekki í Varðar-
húsið. * .
Rigmor Hanson danskennari,
dvelur um þessar mundir í Kaup-
mannahöfr^ og er þar að læra
Austurlandadansa og nngverska
dansa o. fl.
Álafoss. Þess skal getið, í sam-
bandi við það sem sagt var fyrir
nokkrum dögum um skrautsýninga
skálann á Álafossi, að það var
Islenskt
BlémkáL
K1 e i ii,
Baldursgötu 14. Sími 73.
Hallgrímur Bachmann rafvirki,
Sem kom fyrir ljósaútbúnaðinum
þar.
Á 60 ára afmælisdegi Árna Ein-
arssonar kaupm. í gær, afhenti
stjórn Verslnnarmannafjel. Reykja
víkur honum gjöf frá fjelaginu,
sem var fögur mynd frá Mývatni
og á rammanum var silfurskjöldur
sem á var grafið þakklæti frá fje-
laginu fyrir hans langa og ágæta
starf í þágu þess. yerslunarmanna-
stjettin heiðraði hann ennfremur
með því að víða voru fánar dregn-
ir á stöng til heiðurs honum. Einn-
ig bárust honum margar góðar
gjafir frá vinum hjer í hænum á-
samt. fjölda heillaóskaskeyta.
Eggert Stefánsson söngvari og
bróðir lians Sigvaldi Kaldalóns eru
nýkomnir úr ferðalagi um Norður-
og Vesturland; Eggert hjelt 16
söngskemtanir í ferðinni, en Sig-
valdi ljek undir. Var söng Eggerts
hvarvetna mjög vel tekið og telja
norðan og vestanblöðin, að sjaldan
eða aldrei hafi þar heyrst betri
söngur. Nú fer Eggert snöggva
ferð austur í Fljótshlíð, en er
væntanlegur til bæjarins aftur í
næstu viku og fer þá innan skams
utan til langdvalar þar. Býst hann
við að láta til sín heyra hjer áður
en liann fer og verður það þá senni
lega um aðra helgi.
Dán^rfregn. Þann 29. f. m. and-
aðist í Holti á Síðu, Guðmundur
Guðmundsson, 75 ára að aldrei.
Guðmundur sál. var víðlesinn og
fróður um margt, einkanlega í ts-
landssögu og fornum fræðum. Fyr-
ir mörgum árum fjekk hann ill-
kynjaða liðagigt og varð frá því
ófær til erfiðisvimiu.«Dva(di hann
lengst af í Holti, fyrst hjá Rún-
ólfi lireppstjóra Jónssyni og síðan
hjá Birni hreppstjóra syni Run-
ólfs. Rómaði Guðmundur mjög
vistina í Holti, enda var sjeð um,
að honum liði þar vel.
Ársskýrsla í. S. f. hefir Morgun-
blaðinu borist. Eru þar fyrst aðal-
reikningar Sambandsins frá 1. júní
1929 til 31 maí 1930. Hafa tekjur
orðið 6923.91 (þar í talinn ríkis-
sjóðsstyrkur 6000 kr.), en gjöldin
liafa orðið 7511.28. — Eru þar
stærstu liðirnir 3000 kr. til hátíðar-
mótsnefnda og 1000 lrr. til Þýska-
Iandsfarar Glímufjel. Ármanns. Þá
eru þarna einnig reikningar ým-
issa sjóða, sem Sambandið hefir
undir höndum. 1. Sjóður Styrktar-
f jelaga í. S. í. er nú orðinn 4936.60.
2. íþróttaskólasjóður í. S. í. stofn-
aður á árinu af Ben. G.Waage
með 100 kr. 3. Utanfararsjóður I.
S. 1. er nú kr. 1940.64. Hafa bætst
við á árinu vextir og kr. 177.55,
sem var ágóði af Islandsglímunni
1929. 4. Olympíusjóður Islands;
hann er kr. 792.03. 5. Byggingar-
sjóður Skautafjelags Reykjavikur
er kr. 109.32. 6. Slysasjóður íþrótta
manna í Reykjavík. Úr honum var
þremur mönnum, sem slösuðust á
leikmótum í Rvík greiddur sjúkra-
styrkur á árinu, alls kr. 286.50,
en í sjóði voru við árslok kr.
2260.31. Á eftir fylgir ítarleg
skýrsla frá stjórninni um starfsemi
Sambandsins á árinu, en þar sem
flest af því hefir hirst í Morgun-
blaðinu smám saman, þykir óþarfi
að taljp, það hjer upp að nýju.
IHnnið
.i,
að biðja ávalt um
„Egiísöl11
i
Og
Gosdrykki,
,
þá fáið þjer það besta.
Greiðnr
og
Geroko-greiðuhreinsarar.
Nýkomið í
j g Hjúkrnnarúeildina
Austurstræti 16.
Símar 60 og 1060.
Áteiknaðar hannyrðir
fyrir hálfvirði.
Til þess að auglýsa verslun vora og gera
áteiknaðar vörnr vorar knnnar um altls-
land á sem skjótastan bátt,, bjóðum vjer
öllu islenskn kvenfólki eftirtaldar vörnr:
áteikn kaffidúk . . . 130X130 r.m.
1 — Ijósadák . . . 65X €5 —
l- — „löber“ . . . . 35X100 —
1 — pyntehandkl.. . 65X100 —
1 —3 „toiletgarniture11 (4 stk.) fgf
fyrir danskar kr.'6,85 auk burðar-
gjalds.
Við ábyrgjumst, að banryröirnar sjen úr
1. fi. ljerefti og með fegurstu nýtiskn
mnnstrum. Aðeins vegna mikillar fram-
leiðsln getnm við gert þetta tilboð, sem
er bafið yfir alla samkepni.
Sjerstök trygging vor: Ef þjer eruð óá-
nægð, sendnm við peuingaua til baka.
Pöntunarseðill. Morgunþl. 10Í9—1’30
Nafn . . ............................
Heimili..............................
Póststöð..............................
t Undirrituð pantar hjermeð gegn eftir-
kröfu og butðargjaldi............sett
hannyrðaefni á danskar kr. 6,85 settið, 3
sett send burðargjaldslrítt/”túi*3
Skandinavisk Broderifabrik,
Herluf Trollesgade 6,
Köbeuhavn K.
Sonssa
im bestu •gypska CigsarsttorRí-
28 st. paksi
* kr. L25.
Frá Rrússlandi.
London (UP) 8. sept. FB.
Berlin: Fregnir frá Genf hermar
að fulltrúar Þjóðabandalagsríkj-
anna ræði mjög um hættuna, sem
af því stafar, að Rússar flytja nú
út mikið af timbri og trjáefni til
pappírsgerðar undir því verði, sem
aðrar þjóðir geta selt þessar vörur
fyrir. (Bandaríkjamenn og Rússar
áttu fyrir nokkru síðan í deilum
út af því, að Bandaríkjainenn
liöfðu við orð að banna innflutn-
ing á þessum vörutegundum, þar
sem fangar hefði unnið að fram-
leiðslunni. Af því varð þó ekki, en
um tíma leit svo út sem allmörg-
um skipum yrði synjað um afferm
ingarleyfi í amerískum höfnum)-