Morgunblaðið - 16.12.1930, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.12.1930, Blaðsíða 3
3 gBninuuuunumiHiiiiuiiiniiiiiiiiuiHmiiinnnmnuiB Tftorðunblafofc Útgef.: BLf. Árrakur, ReykJaTlk Ritatjórar: Jón KJartanason. Valtýr Stefánsaon. I Ritstjórn og afgrel&sla: Austurstræti 8. — Slml 600. - Auglýsingastjóri: E. Hafbere. § Auglýsingraskrifstofa: Austurstræti 17. — Slmi 700. | Helmastmar: Jón Kjartansson nr. 748. Valtýr Stefónsson nr. 1220. = E. Hafberg nr. 770. Áskriftagjald: Znnanlands kr. 2.00 á mánubl. | Utanlands kr. 2.50 á mánuCl. | f lausasðlu 10 aura eintakiB, 20 aura meC Lesbók. | iflBiiiuiiiiiiniimiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiMiiiimiiiiiiuiiHr. Skæð skarlatssðtt (Msntasköla Hkureyrar. Skólanum lokað. Einn nemandi dáinn. Akureyri, FB. 15. des. Alvarleg skarlatsótt hefir stung- IS sjer niður í Mentaskólanum hjer. Fimm nemendur eru mjog yeikir. Hafa verið fluttir á sjúkra- húsið. Ein stúlka, Helga Pjeturs- dóttir, úr Norður-Múlasýslu, er lótin úr veikinni. Skólanum lokað. Viðbúið, að nemendur verði sviftir heimfararleyfi. Hnffsdalsmálið dæmt í Hæstarjetti. Hæstirjettur kvað í gær upp dóm í Hnífsdalsmálinu. — Var Hannes Halldórsson sýknaður, en Hálfdán Hálfdánarson dæmdur í 6 mánaða fangelsi og Egger Halldórsson í þriggja mánaðs fangelsi. Mbl. hefir enn ekki sjeð dóm IL'öfitarjettar, og mun því skýra nánar frá forsendum rjettarins síðar. JarðskiálftinE f Japan, Stærsti jarðskjálfti, sem komið hefir þar í landi síðan 1923. Rúmlega 200 menn farast. Hinn 25. nóvemher kom ógur- legur jarðskjálfti í Japan, eða hinn mesti, sem komið hefir þar í landi síðan 1923, þegar borg- imar Tokio og Yokohama hrundu í rústir. Tjónið af þessum jarðskjálfta varð að vísu ekki jafn mikið og 1923, vegna þess að engar stór- borgir voru á jarðskjálftasvæðinu. Það var aðallega á Izu-skaganum. Hrundu þar hús í þorpum unn- vörpum til grunna, og kom jafn framt upp eldur, sem eyðilagði það er jarðskjáiftinn hlífði. — í þorpinu Ito fórust rúmlega 100 menn, en talið er að alls hafi farist 223 menn og 146 slasast meira og minna. Nokkrar hræringar fundust bæði í Tolcio og Yokohama, en gerðu engan skaða. En íbúar borganna urðu skelfingu lostnir og hlupu í ofboði út úr húsunum til þess að bjarga sjer. --------------------- MOROTTNRLAÐTÐ Hlsheilar verhfaii ð Spðni. Stiðrnarbylting yfirTOfandi. Madrid 15. des. United Press. FB. Allsherjarverkfall hefst í dag í Madrid, Santander, Barcelona, Bilbao og víðar, jafnvel af sum- um talið, að jafnaðarmenn hafi lýst yfir allsherjarverkfalli í öll- um borgum, þar sem verklýðsfje- lög eru fyrir. Herstjórnin hefir fyrirskipað, að hernaðarástandi verði yfirlýst hvarvetna, þar sem nanðsynlegt þyki. Madrid 15. des. United Press. FB. Samkvæmt seinustu fregnum virðist svo sem allsherjarverkfall- ið ætli að verða til þess að hrinda af stað stjórnarbyltingu. Ólgan er mest í aðaliðnaðarborgum lands ins. Frá Hendaye á landamærum Spánar og Frakklands hefir borist sú fregn, að allur Spánn hafi verið lýstur í hernaðarástandi. Samband Spánar við umheiminn er slitið og engar fregnir fást því staðfestar. í slendingabygðir í Grænlandi. Frá rannsóknum dr. Nörlunds í hinni fornu VestribygS. I haust fluttu dönsk blöð lauslegar fregnir af rannsókn- um dr. Nörlunds í Grænlandi í sumar. í þetta sinn var hann í Vestribygð, við hinn svo- nefnda Godthaab-fjörð sem nú er nefndur, en hjet áður Ranga- fjörður, að menn ætla. 1 hvert sinn sem þessi merki vísindamaður fer í rannsókna- leiðangur til Grænlands, má ganga að því vísu, að hann finni margt merkilegt. Hann er einstakur vísindamaður og forn- fræðingur. Hann er svo ná- kvæmur, athugull og aðgætinn. Hann hefir þá reglu, sem svo vel gefst, að fara ekki víða um, en rannsaka ákaflega gaum- gæflega alt, sem hann á annað borð snertir á. Hann hefir nýlega skrifað grein í Berlingatíðindi um rann- sóknir sínar í sumar. Efni henn- ar er að mestu leyti um Eski- móana, sem hann hefir haft í vinnu, og kemur það ekki mál- inu við. En nokkuð er þar um rannsóknimar sjálfar. Dr. Nörlund rannsakaði í sumar rústir Sandness í Vestri- bygð. Hann segir: Sandnes hlýtur til forna að hafa verið mikil jörð, og bónd- inn þar sveitarhöfðingi. Húsa- þyrping jarðarinnar hefir verið stór, og kringum hana hefir verið mikið tún. I hinum breiða dal og víðáttumiklu heiðalönd- um hefir verið beit fyrir marg- ar þúsundir sauðfjár. Enginn önnur jörð þar í sveit hefir verið önnur eins kosta- jörð og Sandnes. Það er sorg- legt að sjá öll þessi lönd liggja ónotuð. Eftir 500 ára bið má vera, að þetta sje að breytast. Eskimóar eru nú farnir að reka hjer sauðfjárrækt. Við fórum í sumar um fjörð- inn á tveggja manna farinu okk ar, er við nefndum Daniel, í höfuðið á Daniel Bruun; fyrir- rennara mínum við rannsóknir hjer í Grænlandi. Komum við á fjölmörg gömul bæjarstæði í hinni fomu sveit. Alt hafa þetta verið litlar jarðir, aumleg kot, rjett niður við firðina, með ör- litium túnum, sem nú eru vax- in kjarri, og urðarmelum eða | skriðuhlíðum umhverfis. Afli hefir verið stopull þar í fjörð- um, selveiði við og við. Þar hef- ir sannarlega verið hörð lífs- barátta. Munnmæli lifa meðal Eski- móa um viðuraign þeirra við fornmenn í Vestribygð. — Er mælt, að lokabaráttan hafi ein- mitt átt sjer stað þarna í fjarð- arbotninum, þar sem Sandnes- rústimar eru. Eskimóasagan segir frá höfð- ingjanum „Ungertok", er þar hafi búið. Bær hans hafi verið brendur, og hafi átt að brenna hann inni. En hann hafi komist út úr brennunni, með son sinn ungan á handleggnum. Eski- móar hafi veitt honum eftirför. Er hann hafi sjeð, að saman dró með þeim, þá hafi hann kyst drenginn og fleygt honum |síðan út í tjörn. En sjálfifr hafi hann komist undan — til Eystri- bygðar. Eðlilegt er, að Eskimóar hafi lálitið, að þessi atburður hafi gerst í Sandnesi, því að mest ber á þvi bæjarstæði. En þess ber að gæta, að við fundum þess hvergi merki, að bærinn hafi brunnið. Alt benti aftur á móti til þess, að bærinn hafi verið yfirgefinn með litlum fyr- irvara. TimbriS hefir ekki ver- ið tekiS úr húsunum, og mikiS af búsáhöldum var óskaddaS í ■ rústunum. (Leturbr. hj er). öll þessi ár, sem jeg hefi fengist við rannsóknir í Græn- landi, hefi jeg gert mjer það að reglu, að gera rannsóknirnar á hverjum stað sem nákvæmast- ar. Það hefir reynst affarasæl- ast. En það er þolinmæðisvinna. Eikki síst í Grænlandi. 1 Sand- nesi var klaki í jörð í sumar í 50 sentimetra dýpi. Ekki var til neins að höggva í klakann, því að þá skemmast allar fomminj- ilerslunin Uísir. Ánægðir viðskiftavinir er og hefir ávalt verið kjörorð verslunarinnar. Til þess að ná þessu takmarki hefir verslunin kappkostað að hafa ávalt á boðstólum: Fjölskrúðugt úrval bestu vöru- tegunda við hagkvæmustu verði. Þess vegna höfum við enn á ný ákveðið að lækka okkar ágætu vörur fyrir jólin, t. d.: Hveiti Alexandra 0.20 y2 kg., 2.25 pokinn. Gold medal 275 Swan hveiti 250 Chivers heimsfræga sulta: Jarðarberja 1.10 krukkan Blandað 0.85 krukkan. Einnig alt er til bökunar heyrir; Epli Delicius Glóaldin Jaffa Epli Jónatan Glóaldin Valencia Epli Mc. tosh. Mandarínur. Vínber. Þurkaðir og niðursoðnir ávextir stórlækkaðir. Spyrjið um verð. öll afgreiðsla nákvæm og fljót Sendisveinar um allan bæ. — Munið Verslnnina Visir. Laugaveg 1. Sími 555. Vísir ntbn. Fjölnisveg 2. Sími 1355. Orammofónar -- Grammofónar. i Mjög miklu úrvali úr að velja nú aem fyr. Komið og sannfærist. í Grammófónarnar kosta kr. 25.00 Plöturnar kosta kr. 1.00 Nýjar tegundir grammófóna komn ar mjög ódýrar. Hlióðfærav. Heiga Hailgrimssonar Sími 311. Bankastaræti. Piano f r á Bechstein, Homung & Möller og August Roth eru fyrirliggjandi nú. Aðeins örfá stykki eftir óseld. Mánaðarafborgun er frá kr. 25 á mánuði. Notuð hljóðfæri tek'in í skiftum. KötriKViðac Hljóðfæraverslun. Lækjargötu 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.