Morgunblaðið - 21.12.1930, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ
H ÍSLANDS n
„6nllf«ssct
fer hjeðan á annan jóladag
26. desember kl. 8 að kvöldi
um Vestmannaeyjar, beint
til Kaupmannahafnar.
tekur til starfa.
Iðlaoiaflr
— tveggja turna silfurplett-
borðbúnaður:—
Borðhnífar ryðfríir
Matskeiðar
Gafflar
Ðessertskeiðar og
Gafflar
Teskeiðar
Tesigti
Saltskeiðar
Fiskihnífapör
Kökuspaðar
Fiskspaðar
Sósuskeiðar
Ávaxtahnífar
Ennfremur allar tegundir af
Alpaca borðbúnaði
fyrirliggjandi.
Kaupið nytsamar jólagjafir.
Það borgar sig best.
JÁRNVÖRUDEHD
JES ZIMSEN.
Blðmkðl
Rauðkál.
Hvítkál.
Blaðlaukur.
Selja.
Gulrætur.
Rauðrófur.
Tíma
yðar er vel varið, þegar þjer
kaupið vindla, cigarettur og
sælgæti í
Við tilraunasendingar útvarps-
ins í fyrrakvöld var það tilkynt,
að Landsspítalinn tæki til starfa
á Iaugardag, þ. e. í gær.
Forstöðunefnd spítalans, eða
starfrækslunefnd, mun eigi hafa
gert aðrar ráðstafanir til þess
en með útvarpi þessu, að láta al-
imenning um það- vita, að hin
mikla og merkilega stofnun, sem
þjóðin hefir beðið eftir með ó-
þreyju, væri nú loks tilbúin til
starfa.
En þeir, sem frjettu um, hvað
ti! stæði, bjuggust við því, að nú
myndi landsstjórnin efna til
meiriháttar vígsluathafnar, því
undanfarið hefir, sem kunnugt
er, vart verið tekinn sundpollur
til afnota, eða brú á þjóðvegi,
svo þar væru ekki ráðherrar eða
einhverjir fulltrúar þeirra, til
þess að halda ræður, ef ske
kynni, að af því flyti eitt eða tvö
húrra fyrir landsstjórninni.
Um hádegi í gær átti Mgbl.
tal við landlækni, og spurði hann,
hver viðbúnaður væri í tilefni af
])essum merkilega viðburði í
spítalasögu landsins.
— Það verður engin vígsluat-
höfn, segir landlæknir, — því að
við sem erum í starfrækslunefnd,
viljum forðast allan átroðning.
Vitanlega verður landsspítala-
sjóðsnefndin, blaðamenn og aðr-
ir, sem koma þessu máli við, að
fá að skoða spítalann, við tæki-
færi. En sem sagt, við viljum
sem minstan átroðning.
— En spítalinn tekur nú til
starfa?
— JÍ, byrjað verður að taka á
móti sjúklingum í dag. Við höf-
um tilkynt þjóðinni það, í gegn-
um útvarpið.
— 0g hverjir eru læknar spít-
alans?
— Þrír yfirlæknar. .
— Hverjir?
— Eins og sjálfsagt er og
verður — háskólakennararnir í
helstu greinum læknisfræðinnar,
skurðlækningum, meðalafræði og
Ijóslækningum — þeir Guðm.
Thoroddsen, Jón Hjaltalín og dr.
Gunnl. Claessen.
— Fleiri læknar?
— Hver ’pessara þriggja eiga
að hafa aðstcðarlækna, og- verð-
ur að gera þá kröfu til þeirra, að
!>eir hafi góða framhaldsmentun
— geti tekið við störfum yfir-
læknanna, þegar á þarf að halda.
— Hverjir verða aðstoðar-
læknar?
— Það er of snemt að segja
frá því strax.
■ — En taka þeir ekki til starfa
nú?
— Nei, ekki fyrri en um nýj-
ár. Auk þess verða tveir fastir
kandidatar við spítalann. Alls
erða læknarnir því átta.
Er spítalinn að öllu leyti
tilbúinn?
— Nei, ýmislegt er ekki komið
í Iag ennþá, Ijóslækningatækin
'eru t. d. ekki komin hingað enn.
En sjúkrastofurnar eru allar til-
búnar og eins skurðlækningastof-
an. Jeg hefi altaf hugsað mjer,
að landsspítalinn ætti að taka til
starfa á þessu ári. En við marga
örðugleika hefir verið að etja.
jJeg var orðinn hræddur um, að
þetta ætlaði ekki að takast. En
úr ýmsum vanda hefir greiðst
upp á síðkastið, svo þetta tókst
fyrri en jeg gerði mjer von um
um tíma.
Bæiir
eftír Harald Nínlsson.
Þetta litla kver er 3. bók Har-
alds prófessors Níelssonar, sem
kona hans, frú Aðalbjörg Sigurð-
ardóttir, hefir gefið út að honum
látnum. — Mun mörgum þykja
vænt um að fá það, ekki síst
þeim, sem hafa „Árin og eilífðin
1“ fyrir húslestrabók, því að í
því eru bænirnar, sem eiga við
ræðurnar í því safni, og höf-
undurinn bað, er hann flutti þær.
Verða prjedikanirnar við það
enn meira virði. Og minningar
um bænir síra Haralds glæðast,
en um þær þótti ýmsum allra
mest vert, er voru við guðsþjón-
ustur hans. Sjálfur heyrði jeg
hann aldrei flytja ávarp það og
bænir við upphaf og endi guðs-
])jónustunnar, sem prentaðar eru
síðast í kverinu, en jeg veit engu
að síður, að það er rjett, sem
segir í formálanum fyrir kver-
inu, að þær verða ógleymanlegar
mörgum. Það er gott að fá þessa
bók nú fyrir jólin, og heyra í
anda bænarmál hins mikla kenni-
manns, sem hjálpaði mörgum til
þess að finna betur og skilja
fagnaðarefni þeirra.
1 kverinu eru nokkrar tæki-
færisbænir, við fermingu og alt-
arisgöngu og fyrir sjúkum mönn-
um og dauðvona. Þær eru einn-
ig með þeim hætti, að menn
vilja gera þær að sínum bæn-
um, er þeir eru staddir í líkum
sporum og biðja fyrir sjer og
ástvinum sínum eða öðrum.
' Það er ekki ætlun mín að
skrifa ritdóm um bókina —
hann ætti ekki heldur við um
bænir —, en jeg vil ráða sem
flestum til þess að eignast hana
og láta ekki fara fram hjá sjer
’>'-nn straum af lífi, sem þar
j birtist.
Á. G.
Tveir fslenskir
piltar drukkna.
Það afar sorglega slys vildi til
á föstudaginn í vikunni sem leið,
að bræður tveir, Friðrik Oddsson
og IleJgi Oddsson, drukknuðu í
Manitobavatni, skamt frá Lundar,
j)ar sem þeir áttu heima. Þeir
voru ]>rír bræður á heimleið utan
af vatni, þegar ísinn brast og
þeir lentu allir í vatninu, en einn
þeirra Sam að nafni, bjargaðist.
Faðir þessara bræðra, Helgi Odds-
son, er dáinn, en móðir þeirra er
á lífi og býr að Lundar. Hún á
tvo syni auk þeirra, sem bjer er
getið, og, tvær dætur. Líkin fund-
ust fljótlega og fór jarðarförin
fram á þriðjudaginn, að Lundar.
Síra Jóbann Bjamason jarðsöng.
(Lögberg).
Every Day
dósamjólkin
er bragðbest og drýgst.
Húsmæður ættu að nota þessa dósamjólk.
Heildsölubirgðir hjá
O. J hnson & Kaaber.
Hvammar í skrautbandi
hesta jólagjöfin.
Tilkvnning.
Hjer með tilkynnist, að jeg hefi selt verslunina
„Liverpool" ásamt útbúum, Mjólkurfjelagi Reykjavíkur.
Um leið og jeg þakka hinum mörgu og góðu við-
skiftamönnum mínum, það traust og þa velvild, sem þeir
hafa sýnt verslunlnni í þau 25 ár, sem jeg hefi starfað
við hana, vona jeg og óska, að þeir láti hina nýju eigendur
njóta sama trausts og viðskifta í framtíðinni.
Jeg mun eftirleiðis reka umboðs- og heildverslun á
sama stað og áður, undir mínu eigin nafni .
Virðingarfylst,
Magnús Kjaran.
Eins og ofanrituð tilkynning ber með sjer, höfum
við keypt verslunina „Liverpool“ og rekum hana fram-
vegist ásamt útbúum undir sama nafni.
Vonum við, að verslimin megi í framtíðinni njóta
sömu vinsælda og undanfarið, enda munum við gera okk-
ur far um, að fullnægja kröfum viðskiftamannanna, svo
þeir verði sem minst varir eigandaskiftanna og skoði
„Liverpool“ sem sína verslun hjer eftir sem hingað til.
Virðingarfylst,
F. h. Mjólkurfjelags Reykjavíkur,
Eyíólfur Jóhann son.
Lítið í dag í gluggana í Eimskipafjelagshúsinu
VersLG r nþðrnigitar& Co.
Verðið sanngjamt eins og vant er.
SÍMI 491.