Morgunblaðið - 11.01.1931, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.01.1931, Blaðsíða 5
Sunmidag 11. jan. 1931. 5 JWoriJMttMafrid Hýárskveðiur ðómsmálaráðherrans Menn höfðu verið að segja við mig, að þær væru ekki vel ráð- lierralegar nýárskveðjurnar, Sem dómsmálaráðherrann veldi stjórn- málaandstæðingum sínum í „Tím- anum“ mina um áramótin Það dróst nú fyrir mjer í hartnær viku að ná mjer í „Tímann“ og lesa þessa 16—17 dálka ráðherrans. Nii hefi jeg þó int þetta afrek af hönd um, og satt er það, að ekki er þar ráðherralega talað. Bn þó er þar nær hver lína dómsmálairáðherra leg, og mundi enginn íslenskur penni nema sora-sjálffyllir Jón- asar Jónssonar, endast til slíks óþverra. Það má nú að vísu með sanni segja, að ráðherrann miðli öðrum en mjer ríkulega af úlfúð sinni, en þó fæ, jeg þar minn skerf, og sýnist mjer að ráðherrann hafi ekki ætlað að hlífa mjer. Mjer verður því væntanlega virt til vorkunnarþó jeg að afloknumlestri sitji „með sigurbros á vör“, og hálf hlakki yfir því að þessi ógóð- gjarni andstæðingur verði sjer til sem rækilegastrar minkunar, því að jeg er seintrúaður á það að slík skrif ráðherra auki álit hans, jafn- vel hjá allharðsnúnum skoðana- bræðrum. Það er ekki margt í hinni löngu grein ráðherrans sem jeg þarf að svara. Þó ætla jeg að drepa á ein- stök atriði er jeg hefi ekki áður skýrt á prenti. Ráðherrann segir að jeg hafi nú í grein minni „soraleg sál“ „ját- að“ að jeg liafi „sent Gísla fram á skipið og látið hann síðan skrifa“. Um þetta atriði fór jeg þessum orðum í nefndri grein: „Jeg hefi alls engan þátt átt í aðfinslum herra Gísla Jónssonar á varðskipinu og var þessu máli yfirleitt gersamlega ókunnugur þar til jeg las blaðadeilu þeirra Gísla Jónssonar og Pálma Lofts- sonar.“ Ef þetta er að „játa“, þá kann jeg ekki að neita. En sje þetta neitun, þá kann ráðherrann ekki mun á sonnu og lognu. Um afskifti mín af kaupunum á gamla „Þór“ og byggingu „Óð- ins“, get jeg verið stuttorður. Þau voru engin, — nákvæmlega engin. Telur ráðherrann að vísu að jeg hafi þar einn öllu ráðið, og skakk- ai þá nokkuð frá rjettu. Kaupin á Borg tel jeg rjett að upplýsa, af því, að það mál er al- menningi ókunnugt um. Eyrri hluta árs 1917 keypti h.f. Kveldúlfur skip þetta í Danmörku. Þótti. á þeim árum fremur happ að ná eignarhaldi á skipi, og var þá síður litið á hitt, hvort skipið væri í alla staði sem ákjósanlegast eða traustast. Var þó „Borg“ full- sæmilegt skip, og miklu yngra og vandaðra en ýms þeirra skipa, er um þær mundir fluttu varning til íslands. Um þessar mundir dvöldu þeir Thor Jensen og Richard Thors í London, á vegum íslensku stjórn- arinnar. Voru þeir aðalráðamenn Kveldúlfs á þeim árum. Rvo var það árla dags í júlí lok, að mjer barst frá þeim sím- «keyti þess efnis, að þeir hefðu ákveðið að selja Borg, og hefði fast tilboð í skipið: 1100 þús. kr. Skyldi jeg bjóða ríkisstjórninni forkaupsrjett, en svara sarndæg- urs. Fór jeg þá þegar á fund Jóns heitins Magnússonar, sem þá var forsrh. og afhenti hon- um símskeytið, en hann bað um tveggja tíma frest, að hann mætti leggja málið fyrir Sigurð heitinn Jónsson frá Ystafelli, sem þá var atvinnumálaráðherra, og einhverja tiltekna þingnefnd, bjargráða- nefnd, að mig best minnir. Varð jeg við þessum tilmælum. Að frest- inum loltnum tilkynti forsætisráð- herrann mjer, að þessir aðiljar væru allir sammála um að festa kaupin, að því tilskildu, að skipið reyndist svo sem því var lýst, og skildu þeir hr. Jessen vjelstjóra- skólastjóri og hr. Ungerskov skip- stjóri á björgunarskipinu Geir, verða trúnaðarmenn ríkisstjórn- arinnar við skoðunina. Lá Borg þá á Reykjavíkurhöfn, og fór skoðun fram samdægurs. Hygg jeg að skoðunarmenn hafi talið skipið í alla staði gott, og tel jeg víst að vottorð þeirra sjeu geymd í stjórnarráðinu, J. J. og öðrum óvönduðum til ásteytingar. Víst er um það, að, að aflokinni skoðun gengu kaupin saman og símaði jeg það samdægurs til London, svo sem fyrir mig var lagt. Hefi jeg nú greint alt það sann- asta sem jeg veit í þessu máli. Um hitt, hvort Borg hafi fullnægt þeim ströngustu kröfum, sem við íslendingar gerum til skipa eftir ófriðinn, nenni jeg ekki að deila. Þegar Borg var keypt var það talið happ að eignast sæmilegt skip, eins og líka sjest á því, að allir flokkar þingsins voru á einu máli um kaupin. Og má hver sem vill trúa því, að svo varfærnir menn eins og t. d. hinir látnu ráðherrar, Jón Magnfisson og Sig- urður Jónsson, mundu rjúka til og festa kaup á skipi fyrir 1100 þús, kr., svo að segja fyrirvara- laust, ef ástand þeirra tíma væri á nokkurn hátt sambærilegt við það, sem nú er. En það má J. J. vita, að þótt hann vilji til vinna, að svívirða þessa og aðra heiðursmenn lífs og liðna, og gera þá að ginningar- fíflum mínum, þó að jeg þá tæp- lega væri af barnsaldri, aðeins til þess að koma fram lognu níði á mig, þá skal honum ekki hald- ast uppi að refjast undan sök í Þórs-kaupunum með samanburði á Borg og Þór. Því þegar Borg var keypt. gekk hver ryðkassi kaupum og sölum, og var flest sagt happ þeim sem hlaut. En nú er tæplega til það skip, að ekki sje falt, svo að hver borgunarfær kaupandi getur valið eftir vild. Þegar svo er ástatt kaupir enginn vítalaust .hallærisbygða lónabúsu' eins og „nýja“ Þór, við okurverði, og þó klína megi yfir ryðskellurn- ar á þessu „nýja“ skipi, tjáir ekki að ætla að klína rógi, dylgjum og illmælum um náungann yfir sjálfs síns sök í þessu hneykslis- máli. Jeg kem þá að rógsmáli einu sem ráðherrann hefir lengi notað á hendur mjer. Hefi jeg ekki nent að bera hönd fyrir höfuð, en geri það nú, í eitt skifti fyrir öll, lion- um til refsingar fyrir syndsamlegt athæfi. Ráðherrann segir: „Ó. Th. hefir misnotað atkvæði sitt á Alþingi ár eftir ár til að vernda frelsi útgerðarmanna til að stýra togurum sínum inn í land- helgina. Ó. Th. hefir lagt á það mesta áherslu að hindra framgang frv. sem Framsóknarmenn hafa beitf sjer fyrir um að gera mis- notkun loftskeyta erfiða eða ó- mögulega' ‘. Ráðherrann á hjer við hið svo kallaða „ömmu“-frv„ sem allfrægt er orðið að endanum. Hefir ráðh. nú flutt frv. þett.a 3 þing í röð, við æ minni og háðulegri orðstír, en hvatir hans hafa aldrei verið aðrar en þær að ltoma fram níði á andstæðinga sína. Hefir ráðherra nú að lögum öll sömu rjettindi til eftirlits með loftskeytum og frv. þetta fór fram á, enda þótt liann enn ekki hafi haft manndáð til að færa sjer þau í nyt. Mun hvort tveggja valda, að ráðherr- ann er með sjálfum sjer vantrúað- ur á að um misnotkun sje að ræða, en þó fremur hitt, að umhyggja hans fyiir strandgæslunni hefir aldrei verið annað en ógeðsleg skinhelgi eins og best má sjá á því, hve hóflaust varðskipin eru notuð til að sefa óþreytandi eirð- arleysi þessa síflakkandi ráðherra Það er langt mál og flókið, að bera saman ákvæði „ömmu“-frv. og gildandi laga, enda óþarft, því auðvelt er að sanna mál mitt með öðrum hætti og greiðfærari. í neðri deild Alþingis eiga sæti 28 þingmenn. Eru 11 þeirra Sjálf- stæðismenn en hinir 17 stjórnarlið- ar. f 3 ár í röð hefir nú J. J. borið þetta frv. fram og fylgt því eftir með ofurkappi, en aldrei hef- ir því tekist að sleppa gegn um hreinsunareldinn. Tvö fyrstu árin var það með hægð látið „daga uppi“. Nú í fyrra voru menn orðn- ir svo langþreyttir af þessari „ömmu“ ráðherranns að henni var með ráðnum hug og köldu bólði lógað. Við skulum nú gera vel fyrir vanhöldum og gera ráð fyrir því, sem margur mun þó seintrúaður á, að allir Sjálfstæðismennirnir hafi ofurselt sál sína og viljað „vernda frelsi útgerðarmanna til að stýra togurum sínum inn í landhelgina til veiða“. En þeir eru þó aðeins 11 af 28, og þótt lög sjeu |nú brotin hjer á landi á allra ótrú- ilegustu stöðum, þá gilda þó ennþá þau lög að meiri hlutinn ræður á Alþingi. Og hvernig skýrir ráð- herrann þá þessi andláts undur „ömmu“ gömlu? Ekki voru það sósíalistarnir sem báru liana vopn- um, fremur en annað það sem þess- um ráðh. er kært. Það voru sjálfir flokksbræður ráðherrans sem lang- þreyttir af ótugtar tilhneig'ingu iráðherrans risu upp og ljeðu þann liðsauka sem með þurfti. í tvö ár hafði ráðherrann reynt á þolin- mæði þeirra. Þriðja árið brast hún. Hvort er mi líklegra að jeg liafi leitt alla mína flokksmenn og n-kkrri ".f flokksiaönniun ráðherr- ans til að „vernda frelsi útgerðar- þess vegna hafi jafnvel hans eigin menn snúist gegn því ? „Verkin tala“. Jeg ætla svo að lokum að segja nokkur áminningarorð við ráðherr- ann. Mjer sýnist að vel færi á að ráð- herrann temdi sjer meiri hógværð og lítillæti í umtali um aðra menn. Það skal nú ekki undanfelt, að J. J. hefir komið út fyrir pollinn og fengið með lýðháskólament svona fremur gutlkenda nasasjón af al- mennum fræðum, líkt og gerist á Ingimarsskólanum. En mjer skilst þó að sú gagnfræði opni honum ekki dómarasæti um æðri vísindi, að hann megi segja um prófhæsta núlifandi íslending a. m. k. hvað stúdentspróf snertir, að hann „hafi að nafni itil lært undir próf“, og sje „frámunalegur einfeldningur í fjármálum“, svo sem hann lýsir Jóni Þorlákssyni. Slíkur menta- gorgeir er til athlægis, og það er rjett að ráðherranum sje sagt það, úr því hann sýnist þurfa þess, að svona gorgeir er langtíðastur hjá „fremur ljelega mentuðum dón- um“, sem eru á „lágu menningar- stigi“. Hvað áhrærir margvíslegar minni háttar svívirðingar í minn garð, sem einkum snerta . fram- komu mína á opinberum fundum, svo sem að jeg eigi að hafa farið úr jakkanum á landsmálafundi norðanl., o.s.frv. get jeg látið mjer það skraf í ljettu rúmi liggja. Jeg hefi valið mjer að láta „verldn tala“, og kveða þá dóma niður með því að stofna til og sækja sem flesta slíka fundi og sem víð- ast um landið. Hefi jeg eftir föng- um seilst til að vera þar sem J. J. er, þótt mjer hafi stundum gengið misjafnlega að elta þann flótta. Geta menn því nú orðið nokkuð alment dæmt á milli okkar. Sýnist J. J. vera meinlegast við að mjer takist vel að láta fundarmenn hlægja. Jeg geri nú fremur lítið að því og reyni sjaldan til þess, mikið sjaldnar en J. J. Það er ekki mjer að kenna ef honum tekst þetta miður en mjer. En það er oft honum að þakka ef mjer hefir tekist það betur, en honum. Skýrir þetta kannske kvein Jónasar und- an meinlausum hlátrarsköllum fundarmanna. Þá þykir mjer líklégt að mörg- um þyki ekki með sannindum þeg- ar J. J. fer að bregða irijer um að jeg hafi beitt hinum ólíklegustu brögðum til að losna við að liitta hann á fundi á Norðfirði fyrir landskjörið. Jeg býst við að Aust- firðingar, sem vissu að við Magnús Jónsson urðum að vaka nærri dag og nótt til að elta flótta ráðherrans, á öðrum minni og verri fararkosti en varðskipunum, mundi triia þessu varlega. Og einhvei’s staðar liefi jeg heyrt því fleygt, einkum eftir fararbannið sem ráðherrann lagði á mig í vor, að það sje frem- ur hann sem sje smeikur við mig en jeg við hann. Og nú, eftir síð- ustu Borgarnesför hans, er jafnvel farið að pískra um, að hann sje hræddur við fleiri en mig. j Annars er það að segja um allan i ithátf , 'ðh''-'i-ans. að full þörf er ráðherranum á iðrun og yfirbót. manna til aö stýra togurum sínum Óvandaður blaðasnápur — svona inn í landhelgi til veiða“ 1 eða hitt |eins og ráðherrann var þangað til að frv. ráðherrans hafi verið gagnsjliann varð óvandaður ráðherra —• h'ir t til nnnars en rógs og níðs. og getur freninr leyft sjer s'ík ai rit- Eitthvað ti! að gala af! Eggiaðnft - Gerflntt og Krfdð. Ómissandi i alian bakstnr- Suðusukkulaði gOvertrek Atsúkkulaði KAKAO T I. BRTEJÓIFSSON & KVARAK EGSEBT CLáESSEK aa;slsrjQtt#irmálaflatBii>.g«asa5i.ar, Skritetofii: Hafn«.rötT*tj 5. Sími 871. Yiðtftktími 10—12 t k hátt. En maður sem er í þeim valda sess, að hann getur lagt höft á allar tekjnr og eignir ríkisins i marga áratugi, hann verður sann- arlega líka að geta lagt þau bönd á innræti sitt að hann sje ekki alla jafnan bæði í ræðu og riti,, eins og óbreyttur götudóni. Jeg veit að það er of seint jfyrir Jónas Jónsson að verða heið- i arlegur stjórnmálamaður. — En svona loddari ætti þó að geta sýnst 'svolítið skárri, og það teldi jeg til 'bóta meðan bann er ráðherra. En kanimke líka að það taki þvt 'ú út- þessu. Ólafur Thors. ---..—-í'w—— ------

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.