Morgunblaðið - 17.02.1931, Síða 4

Morgunblaðið - 17.02.1931, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Rugl^singadagbók BLÓM & ÁVEXTTr Hafnarstræti 5. Nýkomið: Blómfræ. Matjurta- fræ. — Túlipanar á 50 aura. Stórt úrval af krönsum. Lítið í gluggann. Loftur Bjarnason, stúdent frá Ameríku, getur tekið til sín nokk- ura nemendur í ensku. Sólvalla- götii 14. Nýkomið: Hattar, húfur, nær- fatnaðuv, sokkar, v.inaufatnaðuv, liálstau, vasaklfitar o. f!. Vandaðar vörttt, Ódýrar vörur. Hafnarstræti 18. Karlmannahattabúðin. Einnig ganáir hattar gerðir sem nýir. Þurkaður saltfiskur nr. 1, á 30 aura V2 » 25 aura ef keypt eru 25 kg. Enn fremur skata á 25 aura, % kg. Jón og Steingnmur. SímiA240. Fallegir túlipanar og fleiri lauk- blóm fást í Hellusundi 6, sími 230. Einrfíg selt í Austurstræti 10 B hjá V. Knudsen (uppi yfir Brauns- verdlun). Sent heim ef óskað er. Blómaversl. „Gleym mjer ei“. Nýkomið fallegt úrval af pálmum og tjlómstrandi blómum í pottum. Dáglega túlípanar og hyacintur. Fyrfrliggjandi kransar úr lifandi og gferviblómum. Alt til skreyting- ar á kistum. Sömuleiðis annast verftunin um skreytingar á kistum fyriC sanngjamt verð. Bankastræti 4. jjjjjni ! 330. Samkvæmiskjólar, vandað snið og efni, stórar staerðir, seljast nú með 20°/„ — NIHON - Austurstræti 12 — Opið 2—7. r, Sokkar, Sokkar, frá prjótiastofunni „Malin“, era ís- lenjkir, endingarbestir 0g hlýj- astir. ffiúð óskast 14. maí. ÓIi Blöndal, Veslurgötu 19. Skéhlífar eru bestar. Hvanubergsbræðnr. upp skagfirska smalamensku hæfi- leika úr ungdæmi sínu, við hlaup um bæinn, til að safna nemendun- um í skólann. Auðsjeð er, að Jónasi Jónssyni er það hugleiknast, að á sviði upp- eldis- og skólamála þjóðarinnar geti sem flest nýtilegt kafnað í Iognmollu meðalmenskunnar, til þess að hann, lítilmennið, geti gert sjer von um að halda áhrifum sínum. Alveg er sama sagan með út- varpið. í höndum núverandi lands- stjómar er þetta mikla menningar tæki að verða forsmán — fyrst og fremst „útbíað“ með útvarpsstjóra þeim, sem meginhluti þjóðarinnar hefir andstygð á, Úr hópi Fram- sóknar mun leitun á manni sem er eins ógeðslegnr til munns og handa, eins og Undirjónas Þor- bergsson. Rómi þessa manns, sem minnir ó ryðgaða ullarkamba, er varpað með 16 kílóvattastyrk yfir haf og hauður, inn í hlustir þjóð- arinnar, sem lengi hefir beðið eftir hinum mikla boðbera nútímans, út- varpinu. Og lítilmótlegur, montinn skrúfnagli, Helgi Hjörvar, er gerð- ur að andlegum forstjóra fyrir- tækisins. Alt er eftir þessu. Enn mun það óráðið hvaða stjórnarpeð með skólastjóranafn- bót á að láta sína pólitísku grút- artýru skína á höfuðbóli Snorra. Meira. V. St. Anstnr á Eyrarbakka daglega Frá Steindóri. ' Kgupið Morgunblaðið. Starfsmenn HlHingls. Þessir hafa verið ráðnir starfs- menn Alþingis af forsetum öllum í sameiningu: Skrifstofa og prófarkalestur: Svanhildur Ólafsdóttir, Theó- dóra Thoroddsen, Svanhildur Þor- steinsdóttir. Skjalavarsla og afgreiðsla. Kristján Kristjánsson. Lestrarsals varsla: Ólafía Einarsdóttir, Petrína Jónsdóttir, sinn hálfan daginn hvor. Innanþingsskiúfitir: Teknir strax: Andrjes Eyjólfs- son, Lárus H. Blöndal, Gunnar Thoroddsen, Einar E. Sæmnndsen, Magnús Ásgeirsson, Sigurður Óla- son. Teknir síðar, jafnóðum og þörf verður á: Björn Sigfússon, Kristinn Sigmundsson, Haraldur Matthíasson, Ásgeir Hjartarson, Guðmundur A. Sigurðsson, Guðrún Sigurðardóttir, Þorvaldur Þórar- insson, Björn Haraldsson, Bjami Pálsson, Katrín Smári. Símavarsla: Ingibjörg Jónsdóttir, Katrín Pálsdóttir, sinn hálfan daginn hvor. Dyra- og pallaverðir: Ámi S. Bjamason, Ásgeir Ey- þórsson, Halldór Þórðarson, Páll Ó. Lárusson, Þorgrímur Jónsson. Þingsveinar: Jón Hjálmarsson, Jón Bjarna- son, Karl Magnús Ármann, Frið- þjófur Óskarsson, Agnar Einars- son. Ritari fjárveitinganefnda: Jónas Bjamason. Fiskveiðar Vestmanneyinga. Vestmannaeyjum, FB. 15. febr. Afli er ágætur þegar gefur á sjó, en heita má að landlegur sjeu annan hvern dag vegna ógæfta. Seinast þegar alment var róið (í gær reru ekki nema 12 bátar) var ágætur afli, þeir, sem mest öfluðu fengu 5200 kg. í róðrinum. Mun láta nærri að % hluti aflans að undanförnu hafi verið ýsa. Lítið hefir verið saltað enn, en mikið af nýjum fiski flutt í botnvörpung- um til Englands. Haldist sæmileg- ur markaður þar mánuðinn út verður það til mikilla bóta. Meiri liluti aflans, það sem af er vertíð- ar, hefir verið selt í botnvörpunga. Botnvörpungurinn Ari er nú á leið til Englands með nýjan fisk hjeðan. Fekk hjer fullfermi á fimtudag og föstudag. Botnvörp- ungur Áma Böðvarssonar fór um Ííkt leyti og Draupnir, einnig með nýjan fisk, fullfermdur. Von er hingað bráðlega á þýska botnvörp ungnum J. A. Williams, sem sekt- aðnr var á dögunum. Tók hann þá fisk hjer til útflutnings og er nú á leiðinni hingað í sömn erind- um. — Aflinn hjer á yfirstand- andi vertíð er ekki líkt því eins mikill og á sama tíma í fyrra, enda byrjaði vertíðin miklu seinna en vanalega. í óveðrinu sukku tveir bátar á Íbátalegimni, annar 6—7 smál., hinn 8—9, og þann þriðja rak á land, mikið brotinn. Dagbák. I. 0. O. F. = O. b. 1. P. = 112217 8«/* — Ptr. St. Veðrið (í gær kl. 5) : Vestan- lands er nú fremur kyrt veður og víða bjart. í öðrum landshlut- um er allhvast eða hvast á norðan, bjartviðri sunnanlands, en hríðar- veður á A-landi og víða á N- landi. Er nú 8—10 stiga frost um alt land. Vestan við landið ligg- ur háþrýstihryggur frá norðri til suðurs og mun fara austur yfir landið í nótt og á morgun. Mun veður þá stilt og birta til austan- lands, en hjer á V-landi kemst vindur aftur í suðrið í nótt og getnr orðið allhvass eða hvass með úrkomu á morgun. Veðun'itlit í Reykjavík í dag: SA og S. átt, allhvöss eða livöss með snjókomu og síðan þýðviðri. Leiðrjetting: í veðurútlitinu á sunnudag stendur: Sennilega snjó- laust fram eftir deginum, en á að vera: Sennilega snjójel fram eftir deginum. Norðanstórhríð var um alt Norð- urland og Austurland á sunnudag. f gær var veður farið að lægja og upprof á Norðurlandi, en hríð hjelst enn á Austfjörðum og frost var með meira móti um land alt, 9 stig í ísafirði og á Akureyri, 8 stig í Vestmannaeyjum og 7 stig í Reykjavík. Hætta Frakkar fiskveiðum hjer? í færeyska blaðinu ,Tingakrossur‘, er svolátandi frjett 4. febrúar: Stórútgerð Frakka liefir borið sig illa seinustu árin, og nú hafa útgerðarmenn togara þar í landi samþykt, að senda ekki skip sín til veiða hjá fslandi, Grænlandi eða Newfoundlandi«á þessu ári. Mörg útgerðarfjelög hafa tapað stórfje: 150.000—400.000 frönkum á skipi. Útgerðarmenn seglskipa hafa gert samskonar samþykt sín á milli. Skota>r fara á Grænlandsmið. f Aberdeen hefir verið stofnað iit- gerðarfjelag, sem ætlar að stunda veiðar hjá Grænlandi. Hefir það keypt stórt „móðurskip“ og 50 hreyfilbáta, sem eiga að fiska í það. Fiskurinn verður frystur í skipinu og síðan á að selja hann í Englandi, Þýskalandi og jafn vel tii Ameríku. Þá nýung tekur útgerð þessi upp, að hirða alt af fiskinum og er biiið til fóður- mjöl úr slóginu og hryggjum um borð, svo að ekkert fer forgörðum. Einar Ástráðsson læknir fer í dag npp í Borgarfjörð og verður vikutíma í burtu. Á meðan gegnir Daníel Fjeldsted læknlisstörfum hans. Austfirðingur, blað Sjálfstæðis- manna á Seyðisfirði fæst á afgr. Morgunbl. Blöð nýkomin. Hvítabandið lieldur árshátíð sína í kvöld í K. R. húsinu. Fjelagar mega hafa gesti með sjer. Með íslandi í gær komu m. a. þessir farþegar: Jón Auðunn Jóns- son alþm., Erlingur Friðjónsson alþm., Pjetur Oddsson kaupmaður, Bolungavík, Kristján Ólafsson, bóndi, Bolnngavík, Valdimar Samúelsson s. st„ Þórarinn Þor- steins gullsmiður á Isafirði, Loftur Gunnarsson kaupm. ísafirði, Axel Kristjánsson kaupm. Akureyri, Björn Líndal lögmaður, Svalbarði, Gunni. Tr. Jónsson ritstjóri, Guð: björn Björnsson, Helgi Pálsson verslm., Ásgeir Ólafsson dýralækn- ir, Halldór Friðjónsson., frú Th. 1 Jnul, ísafirði, Ásgeir Guðbjarts- ' son, ísafirði. Dettifoss fór hjeðaú í gær áleið- is til útianda. Átti að koma við í Vestmannaeyjum og vorn með skipinu noklirir farþegar þangað, þar á meðal Óiafur Proppé stór- kaupmaður. Til útlanda voru þess- ir farþegar: Jón Heigason, Axel Ketilsson verslstj., frú Þóra Hav- steen, Eiríkur Benedikz og 14 enskir sjómenn af togaranum „Frobisher“, sem strandaði á Mel- rakkasljettu. Komu þeir að norð- an með íslandi í gær. Skemdir af ofviðri. í rokinu á Iaugardagskvöldið slitnuðu línu- veiðaskipin „Eijan“ og „Namdal“ frá gömlu hafskipabryggjunni í Hafnarfirði. Rak þau upp á nýju Iiafskipabryggjuna, sem er í smíð- um, og skemdu hana mikið, en þó urðu meiri skemdir á skipunum sjálfum. Brotnaði „Namdal“ svo mjög, að óvíst þykir hvort það( muni borga sig að gera við hann. „Namdal“ var vátrygður hjá Samtryggingu ísl. botnvörpuskipa, en „Eljan“ hjá Sjóvátryggingar- fjelagi Islands. Gulltoppur sendi hingað skeyti í fyrradag um það, að stýrið hefði bilað og væri liann því ósjálf- bjarga. Skipið var þá statt út af Vestfjörðum. Gyllir var sendur honum til aðstoðar og mun hafa komið með hann liingað í eftir- dragi í nótt. Vestri kom til Port Talbot í gær, á leið til Spánar. Talsverður snjór kom hjer sunn- anlands á sunnudagsnótt. Um morguninn var bílum ófært milli Hafnarfjarðar og Reykjavílcur, en um hádegi var búið að moka verstu sköflúnum af veginum og eftir það fóru bílar á milli. Mjólk- urflutningar austan yfir f jall töfð- ust mjög vegna ófærðar. Sálarrannsóknafjelagdð heldur fund annað kvöld í Iðnó. Þar segir Ejnar Nielsen frá miðils- reynslu sinni og Einar Loftsson kennari flytur erindi um líkamn- ingar. Weliington iaegilögnr Hreinsar best. Gljáirmest. 65 anra og ÞJer getið gert gamla kjóla sem nýja. Allir nýtísku litir er heita Itoco til heimalitunar, fást í Laugavegs Hptðeki. fg*asi-.vr~- - ■ Það er þjóðarhagnaður að notfö Hreins vörar. Kaupið Hreins Sáp- ur, Þvottaefni, Skóáburð, Gólfáj burð, Vagnáburð, Fægilög, Kertí og Baðlyf. .Tyvrr Staiesman •r sttra orðift kr. L25 á íorðið. Riómabússmjðr. KLEIN, sími 73. Útvarpið í dag: Kl. 19,25 Hljóm- ieikar (Grammófónn). Kl. 19,30 Veðurfregnir. Kl. 19,40 Upplestur (Þórbergur Þórðarson, rithöf.) KL 19.55 Óákveðið. Kl. 20 Kensla £ þýsku í 2. fl. (Jón Ófeigsson,. yfirkennari). Kl. 20,20 Illjómsveit Reykjavíkur. Kl. 20.55 Óákveðið- Kl. 21 Frjettir. Kl. 21,20—25 Er- indi: Kirkjulegt starf í fjölmenní (síra Bjarni Jónsson dómkirkju- prestur.) Snæfellingamót var haidið hjer í Iðnó á föstudaginn var. Þar flutti Halldór Steirisson þingmað- ur aðalræðuna. Mótið fór hið besta fram. U.M.F. Velvakaaidi heldur fund í kvöld kl. 8V2 í Kaupþingssalnunt. Þar verður minst afmælis „Kaffi- stofunnar“ og því ýmislegt tiS fagnaðar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.