Morgunblaðið - 09.06.1931, Blaðsíða 3
'V \>y
MORGUNBLAÐIÐ
MiiiiniiiiiiiiiiimiiimiiiiimiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMMg
THcrguttWaW
Útgeí.: H.f. Árvakur, Reykjavík H
Rltstjórar: Jón KJartansson.
Valtýr Stefknsson.
Rltstjórn og afgreiCsla:
Austurstrætl 8. — Slsai 500. =
AuKlýaingaatJóri: B. Hafberg. =
Auglýsingaakrif atof a:
Austurstrætl 17. — Siml 700. ^
Helmasímar: =
Jón Kjartansson nr. 741. =
Valtýr Stefánsson nr. 1220. E=
E. Hafberg nr. 770.
Áskrlftagjald:
Innanlands kr. 2.00 á mánuCl. =
Utanlands kr. 2.50 á mánubi. =
1 lausasölu 10 aura elntaklS.
20 aura meö Lesbók. =
nillHtlHHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIlÍ
Færeysk
landbnnaðarnefud
kemur til íslands.
Með Islandi kom liingað fimm
Hianna nefnd frá Pæreyjum til
|>ess að kynna sjer íslenskan land-
búnað. Pormaður fararinnar er
Kingberg amtmaður. í fylgd með
tonum eru. Poulsen ])ingmaður ,*
Mads Winther Lutsen ráðunautur
•og Knudsen tilraunastjóri.
I gær skoðuðu nefndarmenn
gróðrarstöðina í Reykjavík óg
fóru líka suður að Vífiisstöðum
til þess að skoða garðræktina þar.
Þeir fara svo norður til Akureyr-
.ar með íslandi til þess áð skoða
gróðrarstöðina þar, nýbýli' Jakobs
Karlssonar o. fl., koma þeir svo
Mngað með Islandi aftur og á þá
;að fara austur að Sámstöðum í
Fljótsblið og skoða akra Klemens-
ar Kristjánssonar. t
Nefndin mun síðan halda heim-
leiðis til Færejrja' með íslandi.
jRáðstefna þýskra og enskra
ráðherra.
London 7. júní.
United Press. FJi.
Viðræðnr þýskra og enskra ráð-
iherra um viðskiftaerfiðleika og
fjárliagsmál, einkanlega þó fjár
hagserfiðleika þýska ríkisins, hóf-
•ust í gær af afstöðnum hádegis
verðí, í bókasalnum í Chequers.
Lögreglumenn voru á verði, svo
þeir, sem í samræðunum tóku
þátt, yrði ekki fyrir neinu ónæði
Hjeldu umræðurnar fram eftir
• deginum.
Knattspyrnumót íslands hófst í
fyrrakvöld. Keptu ])á Víkingur og
Fram. Kappleiknum lauk þannig
:.að Víkingur vann með 4:1. Kapp-
leikurinn var fjörugur.
—----""KSÞ*"----
Almennuír kjósendafundur, hinn
‘síðasta hjer í bænum, verður í
kvöld kl. 8 í gamla barnaskóla
rgarðinum.
Kommúnistaspeki! Á fundinum
í barnaskólagarðinum í fyrradag,
sagði Haukur Björnsson, kommún-
istí, að stjórn íslandsbanka hefði
kostað á einu ári 21/) miljón kr.,
en samanlagðar þær tölur, Sem
hann taldi upp voru 250 þus. Er
ekki að furða þótt flókin mál-
efni skolist. hjá kommúnista-
drengjunum, þegar helsti leiðtog-
inn kann ekki einfalda samlagn-
ingú.
Landsmálafjelagið Vörðnr held-
nr fund á miðvikudagskvöld. Um-
ræðuefni: kosningarnar.
Ferðin að Skálholti. T'eir. sem
tóku myndir í skemtiför Ferða-
fjelags íslands á sunnudaginn, eru
vinsamlega beðnir að lofa. Morgtin-
'blaðinu að sjá þær.
Kiósendafnndur
í Reykjavík.
Anfiar kjósendáfundúr hjer í
Keykjavílc var haldinn í barna-
skólagarðinum á sunnudaginn var.
Hófst fundurinn kl. 3 og stóð um
5 stundir. Fundarstjórar voru hin-
ir sömu og áður. Aðsókn var geysi-
mikil.
Ræðumenn voru þessir: Sigur
jón Óla-fsson, Ingólfur Jónsson,
Helgi Briem, Einar Arnórsson,
Hjeðinn Valdimarsson, Haukur
Björnsson, Jónas Jónsson frá
Hriflu, Jón Þorláksson, Ólafur
B'riðriksson, Guðjón Benediktsson,
Stefán Björnsson og Jakob Möller.
Ræðumenn fengu gott hljóð á
fundinum, nema Helgi og Jónas;
áttu þeir auðsjáanlega mjög lítið
fylgi, endá frammistaðan aumleg.
Jónas kom hjer fram í fyrsta
skifti við þessar kosningar og
reyndi að hylja sig undir satiðar-
gærunni. Mintist hann alls ekki á
þau mál, sem þessa-r kosningar
sniiast um, og tók upp góðlát-
legt rabb um bílsamband yfir
Kaldadal og norður, Þórsfiskinn
og saumastofu Sambandsins. —
Fyrir „afrek“ Framsóknarflokks-
ins í þessum málum áttu Reyk-
víkingar að kjósa bankastjórann,
Helga Briem á þing! Ekki mintist
J. J. á það, sem þó eftir kenn-
ingum Tímans á að vera aðal-
málið við kosningamar núna, að
láta Reykvíkinga ekki hafa nema
nál. þriðjung atkvæðisrjettar móts
við aðra landsmenn, að svifta þá
þannig almennum mannrjettind-
um að meira en hálfu leyt.i. Ekki
mintist hann á Sogsvirkjunina,
þótt margsinnis væri á hann skor-
að, að gera grein fýrir afstöðu
sinni og Framsóknarflokksins til
]>ess máls. Ekki mintist hann á
ástæðumar til þingrofsins, sem þó
eftir kenningum Tímans átti að
vera gert. til þess að koma í veg
fyrir nærri glæpsamlegt- framferði
andstöðuflokka stjórnarinnar. —
Ekki mintist hann á það gerræði
stjórnarinnar, að slíta þinginu á
alvarlegustu krepputímum, þegar
atvinnuvegirnir voru að sligast og
stórkostlegt atvinnuleysi fram
undan, og aldrei meiri ástæða en
einmitt þá, að þingið starfaði að
lausn þess hallærisástands, sem
orðið var í landinu vegna óstjórn-
ar Tímastjórnarinnar.
Jónas ljek á þessum fundi hlut-
verk úlfsins. Hjer kom hann fram
sem meinleysis grey, en þektist
því að það skein á tilfshárin und
an gærunni, og er ekki að efa, að
Reykvíkingar tannskella skepn-
tina næstkomandi föstudag.
Það kom berlega í ljós á fund-
inum, að Sjálfstæðismenn liöfðu
þar mest fylgi og vökt.u ræður
þeirra mikla eftirtekt. Einknm
þótti mönnum fróðlegur saman-
burður Jóns Þorlákssonar á fram-
komu Tímaframbjóðenda hjer og
út um land. Er nokkuð sagt frá
þessn á öðrum stað í blaðinu.
Jónas frá Hriflu
lýsir Reykvíkingum.
,Æðandi, æpandi, öskrandi, skít-
ugur skríir ‘.
Glímufjelagið Árrnann. Glínni-
æfing í kvöld kl. 7 í Nýja Barna-
skólanum.
f. R. auglýsir í blaðiuu í dag
að ])að hafi fengið frest til 1. júlí
til að draga í happdrætti fjelags-
ins, einnig skorar ])að á fjelaga
sína að sýna nú dugnað við að
selja miða þá er þeir liafa til sölu.
Á fundinum í barnaskólagarðin-
um á sunnudaginn v.ar skýrði Jón
Þorláksson frá því hvernig Jónas
Jónsson frá Hriflu Iiefði lýst Reyk
víkingum á fundum út- um land.
Jón Þorláksson liafði verið á 7
fundum með Jónasi og alls staðar
gaf hann sömu lýsinguna á Reyk-
víkingum. Lýsing Jónasar var sú,
að í þessum bæ byggi skríll. Þó
þótti honum bragðlítið, að nota
aðeins orðið ,,skríll“ yt'ir íbiia
höfuðstaðarins og bætti því nokkr-
um lýsingarorðum framan við.
Var hann að lýsa Reykvíkingum
þingrofsdaginn og næstu daga, og
lýsti þeim þannig, að lijer hefði
verið „æðandi, æpandi, öskrandi
og skítugnr skríll.“
Réykvíkingar risu fyrstir upp
gegn þingrofsgerræði stjórnarinn-
ar. Daglega komu saman margar
þúsundir manna hjer í bænum til
að mótmæla gerræðinu. En • það
vita allir íbúa-r þessa bæjar, að
framkoma Reykvíkinga var langt
frá því að vera „skrílsleg“ þessa
daga. Þvert á móti var framkoma
þeirra* framúrskarandi prúðmann-
leg og stillileg og Reykvíkingum
til sóma.
En Jónas frá Hriflu ljet sjer 1
ekki nægja að lýsa framkonra
Reykvíkinga þannig á fundum út
um land, að hjer Iiefði verið „æð-
andi, æpandi, öskrandi og skítug-
ur skrílP ‘. Hann sagði meira.
Hann sagði, að liinar tíðu heim-
sóknir til forsætisráðherra hefðu
ekki verið gerðar til að mótmæla
þingrofsgerræðinu, heldur hefði
þær verið árásir á heimili Tryggva
Þórhallssonar! I því sambandi gat
J. J. þess, að kona Tr. Þ. væri
heilsulítil og 7 ungbörn á heini-
ilinu. •— „Reykjavíkurskríllinn“
hefði því gripið tækifærið og not-
að þingrofið sem yfirskin og ráð-
ist á heimili Tryggva Þórhallsson-
ar! —
Það er ekki ástæða til, að fara
mörgum orðum um þenna níðings-
lega og framúrskarandi ódrengi-
lega róg Jónasar frá Hriflu um
íbúa ])essa bæjar. En það er furðu
legt, að þéssi sami maður skuli nú
koma krjúpandi til Reykvíkinga
og biðja þá að kjósa sig á þing.
Jafn furðulegt er það, að Helgi
Briem bankastjóri, sem nauðugur
fór í fyrsta sæti Tímalistans hjer
í bænum, skuli hafa gengist inn á
að hafa Jónas frá Hriflu á listan-
um. Jónas vildi vera á listanum
til þess að reyna að fiska atkvæði
frá sósíalistum og kommúnistum,
því að þar telur hann sig enn
eiga heima, þegar hann ekki talar
við bændur. En hvað sem líður
skyldleika Jónasar við sósíalista
og kommúnista, er hitt gersamlega
óhugsandi, að nokkur Reykvíking-
ur fáist til að greiða þeim lista
atkvæði, sem hefir Jónas frá
Hriflu í kjöri.
Vörður
fjelag Sjálfstæðismanna
heldur fund í Varðarhúsinn á morgun (miðvikudag), kl. 814. —
Allir Sjálfstæðismenn eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.
i STJÓRNIN.
Rðkþrot.
Oft er stjórnin, sem var, og
blað hennar búið að reyna að
verja þingrofið: Að það sje ekki
stjórnarskrárbrot, ekki þjóðræðis-
brot, ekki fals og fleðulæti við
Dani, ekki ofbeldisverk og ein-
ræði af verstu tegund, og ekki
flótti hræddra manna við óbóta-
verk sín og gripdeildir. — En
þingrofið er nú samt þetta alt í
sepn, og það ier þessi margþætti
sa’nnleiki, sem stjórnarliðið er að
verja.
í Tímanum 2. þ. m. tókst vörn-
in svo jSnildarlega, að þingrofinu
er líkt við Njálsbrennu.
Samlíking þessi er góð, það
sem liún nær. Þó miklu muni að
vísu, að ráðast á fjöregg heillar
þjóðar, eða eins bæjar og nokk-
urra mætra manna, þá er vand-
fundið í sögu þjóðar vorrar jafn
stórfelt og alkunnugt níðingsverk.
En Tímanum fipast hlægilega
dæmisögunni, þegar hann telur
Einar prófessor Arnórsson hafa
hlutverk Eyjólfs Bölverkssonar,
að verja þetta níðingsverk — með
miitum og röngum lagaílækjum
— því þetta er nú hlutverk þeirra
Tímamanna.
En Einar Arnórsson er aðstoðar-
maður sækjenda málsins (þjóðar-
innar) nú. Hann hefir því núna
ldutverkið sama, sem áður liafði
frægasti lögvitringurinn á því ári,
Þórhallur Asgrímsson.
Hann er og manna vísastur til
þess, að láta Stefna þeim Tíma-
mönnum á sínum tíma fyrir ]>að,
„at þeir hafa fé borit í dóminn“.
Og allir mega sjá -það, „at þeir
munu engis ills svífask“ Tíma-
mennirnir, fremur en Eyjólfur
Höl verk’sson og brennuvargarnir.
„Kári“ mun. og enn annast um
afdrif þeirra.
tali svaf undir beru lofti. í Lund-
únum varð hristings vart. í ýms-
um byggingum, t. d. stjórnarbygg-
íngunum og Buckingham Palace.
Ekkert manntjón hefir frjettst um
al völdum landskjálftanna. Um
sama leyti komu snarpir land-
skjálftakippir í norðurhluta
Frakklands, Belgíu og NoregL
Stríð milli páfa og
Mussolini ?
Rómaborg 7. júní.
United Press. FB.
Einn af æðstu embættismönnum
vatikansins liefir sagt United
Press, að páfinn hafi í hyggju að-
slíta stjórnmálasambandinu við
ítölsku stjórnina, ef svar hennar
ið mótmælum páfastólsins fæst
ekki bráðlega. Gaf embættismað-
ur þessi í skyn, að þriðja orðsend-
ingin verði send í byrjun vikunn-
ar og ef svar fáist ekki við henni
vikulokin, verði stjómmálasam-
bandinu slitið og „hvít bók“ út
gefin.
Austurríki hækkar forvexti.
Vínarborg, 7. júní.
United Press. FB.
Þjóðbankinn austurríski hefir
hækkað forvexti úr fimm í sex
prósent.
í sama tölublaði Tímans, var
og seinheppilega minst á „Langs-
um“ og „Þversum“.
Stjórnin, sem Tíminn er að
rejuia að verja, er hjer mikið
meira en tveggja flokka maki, því
við hana eiga nú betur en við
flokkana áður, þessi kunnn vísu
orð:
„Og að lokum langs og þvem
lágu þeir undir Dönum.“
V. G.
Miklir jarðskjálftar
á Bretlajidseyjum.
London 8. júní.
ITnited Press. FB.
Mesti jarðskjálfti á Stóra Bret
landi, sem menn vita dæmi til. kom
á sunnudagsmorgun. Varð hans
vart alla. leið frá Isle of Wight
norður á Skotland. Kippirnir stóðu
yfir ca. tuttugu sekúndur, þeir
byrjuðu kl. 1.26 árd. og voru
snarpastir kl. 1.27 árd. Snarpastir
voru kippirnir í Hull og ljek þar
alt á reiðiskjálfi. Fólk í þúsunda-
Dagbðk.
D-listinn!
Veðrið (í gær kl. 5): Vindur er
nú algerlega tvíátta vestan lands
og hafa þvi gengið nokkrar skúrir
með fjollum síðdegis. Um Reykja-
nésið og innan verðan FaxafTóa
er liæg .S-átt en samtímis er NA-
strekkingur á Breiðafirði og Vest-
fjörðum. Á Austfjörðum er NA-
kaldi og dálítil rigning eða slydda.
Hitinn er aðeins 1—4 stig. Vestan
lands og norðan er 6—8 stiga
hiti.
Veðurútlit í Reykjavík í dag:
Breytileg átt og hægviðri. Senni-
iega nokkrar skúrir.
Togararnir koma nú hver af
öðrum úr seinustu saltfiskferð
sinni. Leggjast þeir hjer og fer
nú fra-m „árshreingerning“ í þeimc
eftir vertíðina. Verða þfeir hreins-
aðir hátt og lágt, málaðir innan
þilja og utan, gert við alt sem úr
.sjer hefir gengið á vertíðinni, svo
að þeir verða sem nýir í annað
sinn. Að þessari viðgerð og við-
haldi loknu fara togararnir ýmist
á síldveiðar, -eða ísfiskveiðar.
Hjónaband. Á laugardaginn voru
gefin saman í hjónaband af síræ
Ölafi Ölafssyni ungfrú Svava Ól-
afsdóttir og Jökull Pjetursson. —
Heimili ungu hjónanna er á Lind-
argötu 8 B.
Lyra kom til Bergen upp úr
hádegi í gær,
Hetjuverðlaun Carnegies fyrir
björgun úr lífsháska, og liafa með
því stofnað eigin lífi í hættu. hafa
nýskeð verið veitt síra Joni í?kag-
an presti á Bergþórshvoli. F\rrir
tv imur árum var hann á leið á-
samt fleira fóTki upp í Þ’örsmörk.
Markarfljót var í hroðavexti. —
Fylgdarmaðurinn, Sigurður Trtm-
asson á Barkarstöðum lagði lit í
ána til þess að reyna að finna