Morgunblaðið - 18.06.1931, Síða 2

Morgunblaðið - 18.06.1931, Síða 2
I 2________-_________________MOR GUNBLAÐIÐ Döðlnr og gráiikjnr hvergi ddýrari uje betri. 19. juni Stjórnmálamennirnir mætastÁ Cheqners-fundi. Lengst til hægri Mac Donald, þá Curtius, Henderson, Briining og hinn þýski sendi- 'herra Neurath. ljett af þjóðinni. Þýska stjórnin 19. dagur júnímánaðar er að íl$iru en einu leyti merkisdagur í sögu síðari ára. — Með hinum hreyttu stjórnarlögum, er staðfest -voru af konungi þennan dag árið 1915, hlaut íslenska þjóðin rjett- arbætur, sem eru svo mikilsverðar «.ð dagurinn á það skilið, að vera hátíðisdagur þjóðarinnar, jafn- hliða 1. desember og 17. júní. Má þá fyrst minnast á það atriði, sem svo mjög vir^ist hafa gleymst: .að þenna dag var bundinn heilla- vænlegur endir á langa deilu milli Islendinga og Dana- — fánamálið —en það var eins og kunnugt er □nikið áhugamál þjóðrækinna manna, alt þar til sú lausn fekst á því, að ísland fekk sinn eigin íána. Hverri þjóð er fáninn heil- ngt tákn sjálfstæðis og þjóðernis ng er þess vegna- framar öllu öðru i heiðri hafður. Hinar smærri þjóðir sem — eins og við íslend- ingar, meðan ísland var „óaðskilj- anlegur liluti Danaveldis“, — íhafa orðið að lúta fána erlendra- yfirdrotnara, hafa fagnað því, er ]>ær fengu sinn eigin fána og hann ■orðið þeim ímynd hins nýja sjálf- tstæðis. En þessu er nokkuð öðru vísi farið með okkur íslendinga-. Ef dæma skal af verkunum, þá aýnir það sig Ijóslega að á „hærri 'störðmn'' hefir því lítt verið sinnt að minnast á viðeigandi hátt, þess viðburðar, sem það var, er þjóðin fekk sinn eigin fána. Það hefir jafnvel kveðið svo ramt að, að gleymst hefir oftast nær að draga fánann á stöng þennan dag, og ■sýnir það algerlega óverjandi tóm- læti, af þeirra hálfu, er síst skyldi. Ætti sannarlega ekki að þurfa að eyða einu orði til þess að sýna fram á, að með því er sjálfstæði og þjóðerni voru sýnd hin mesta lítilsvirðing. Með fánanum 19. júní 1915 fekk íslenska þjóðin liina fyrstu viðurkenningu sjálfstæðis og sjerstaks þjóðernis, frá kéndi Dana — og varð sá dagur því fyrirrennari 1. desember 1918, þegar sjálfstæðismáli þjóðarinnar var ráðið til lykta í bráð. Þess er þá fyrst að minnast að 19. júní er sá dagur, er þjóð- ánni allri ber að heiðra fána sinn með því að draga hann hvar- vetna að hún. En 19. júní er um leið sá dagur, sem færði íslenskum konum fyrstu rjettarbótina á stjórnmálasviðinu — hinn mjög svo takmarkaða kosn ingarrjett og kjÖrgengi til Alþing- is — er varð upphafið að jafn- rjetti því, sem nú er á komið í orði. Til þess að minnast þessara rjettarbóte ákváðu konur að halda- daginn hátíðlegan og jafnframt vinna þennan dag fyrir eitthvert J>arft málefni, sem alþjóð varðaði. Yarð Landsspítalinn fyrir því vali, svo sem kunnugt er, og hefir f jár- söfnun í því skyni farið fram þennan dag og borið hinn besta árangur. Sú starfsemi hefir orðið til þess að hrinda í framkvæmd bj'ggingu Landsspítalans. — Má seg.ja, að þar sem Landsspítalinn er, sjái íslenskar konur árangur af 15 ára starfi sínu, og þótt þær hafi oft átt tómlæti að mæta af hendi þeirra, er síst skyldi, og jafnvel beinni andúð, hjeldu kon- urnar áfram sínu striki, og nú er Jrá Landsspítalinn kominn upp, þótt í mörgu muni lionum áfatt .og margt skorta á að hann sje ,svo fullkominn, og vel úr garðí gerður, sem forgöngukonur Jressa máls höfðu vænst. Enda hafa Jrær ]ítt verið liafðar )neð í ráðum. MikilLhluti þess fjár, sem konur ha-fa safnað, til Landsspítalans hefir komið inn hjer í Reykjavík 19. jiiní, og kom það þá oft í Ijós hve vinsælt mál þetta var hjá almenningi hjer í bænum, því jafn- an voru hinar fjölbreyttustu skemt anir dagsins vel sóttar. Aðeins tvisvar hefir ekki verið höfð önn- ur fjársöfnun, en sala merkja — var það fyrra sinnið vorið 1928, og ástæðan til þess sú, að enginn staður var fáanlegur, til þess að halda útisbemtun, því gefin loforð um stað brugðust. Næsta ár lánaði bæjarstjórn Reykjavíkur hinn ákjósanlegasta ,stað og hefði einnig gefið loforð fyrir því í fyrra, en vegna margs konar annríkis Jieirra, sem að skemtununum höfðu staðið, — ]>á .var Alþingishátíðin mjög nærri — var ekki höfð önnur fjársöfnun en merkjasala — og gaf hún tals- verðan arð. Á föstudaginn rennur enn upp 19. júní. 1 Jietta sinn mun stjórn Landsspítalasjóðsins ekki hafa néin víðtæk hátíðahöld nje aðra fjársöfnun en merkjasölu. En þess er vænst að allir bæjarbúar kaupi merkið, sem er lítill hnappur með íslenska fánanum. Með því geta menn sýnt viðurkenningu starfi ]>eirra,- sem mest og best hafa unnið að því, að Landsspítalinn er kominn þetta á veg, og heiðrað nm leið fánann, sem íslenska þjóð- in öðlaðist 19. júní 1915. „Danski málstaðurinn“. Khöfn, 17. júní. (Frá frjettaritara FB.). Blaðið „Po1iteken“ segir, að Hkurnar fyrir samningsumleitun- um við Dani um afnám sambands- laganna fyrir 1943 muni hverfa eða minsta kosti minka, ef stjórn- árflokkurinn fái meirihluta í þing inu. eins og útlit sje fyrir. Annars býst Politiken við, að áhuginn f.vrir sambandsslitum fyrir 1943 minki, þegar kosningaæsingarnar hjaðni, og menn íhugi rólega hagn aðinn af núverandi sambandi við Danmörku. Fundurinn á Chequers. Verður Youngsamþyktin endur- skoðuð? Englandsför þýsku ráðherranna hefir vakið mfkla eftirtekt beggja megin Atlantshafsins. Hinn 6. og 7. þ. m. voru þeir Briining ríkis- kanslari og Curtius utanríkisráð- herra, gestir Mac Donalds stjóm- arforseta á sveitabústað hans, Chequers, utan við Lundúnir. — Seinna voru þýsku ráðherrarnir í boði hjá Bretakonungi. Viðtök- urnar í Englandi voru svo góðar sem frekast mátti vera. Alls staðar mættu þýsku ráðherrarnir samúð og vináttu. í Frakklandi hefir fundurinn á Chequers vakið alt annað en gleði. í Þýskalandi vænta menn sjer mikils af þessum fundi og gera sjer vonir um, að 'hann verði byrj- unin að náinni sámvinnu og ein- lægri vináttu milli Englendinga og Þjóðverja. Verkamannastjórnin enska hef- ir verið alt annað en stefnuföst í utanríkismálum. Fyrst. sneri hún bakinu að Frökkum. Seinna hefir hún oft stutt Frakka t. d. í af- vopnunarmálinu, þótt stefna P’rakka í þeilsu máli sje gagnstæð stefnu verkamanna. En nú leitar verkamannast j órnin nánari sam- vinnu við þýsku stjórnina. Ástæð- an til þess er vafalaust sú, að ensku stjórninni er ljóst, hve mikil hætta vofir yfir Þýskalandi og allri álfunni, ef ekki verður ráðið fram úr vandræðunum í Þýskalandi í tækan tíma. Að undanförnu hafa tekjur þýska ríkisins stöðugt minkað og útgjöldin aukist vegna kreppunn- ar. Mánuð eftir mánuð hefir tékju- hallinn vaxið. í byrjun þ. m. varð þýska stjómin að grípa til nýrra neyðarráðstafana. Með undirskrift forsetans, án samþykkis þingsins, gaf stjórnin út bráðabirgðalög, sem miða að því að jafna 1700 miljþna marka tekjuhalla, sumpart með því að spara, sumpart með skatta- og tollahækkunum. Þýðingarmestu spamaðarráðstaf- anirnar , eru þessar: Laun starfs- manna ríkisins og eftirlaun lækka um 4—8%, samtals um 100 milj- ónir. Atvinnuleysisstyrkir lækka um 5%. Lækkun launaútgjalda hinna einstöku ríkja og bæjarfje- laga nemur 207 miljónum. Opin- berir framfærslustyrkir verða lækkaðir um *85 miljónir, Vinnu- tími verkamanna í þjónustu rík- isins verður styttur niður í 40 klukkustundir á viku og verka- laun lækka að sama skapi. Jafn framt þessum sparnaðarráðstöfun- um reynir stjórnin að auka tekj- urnar m. a. með því að hækka tekjuskatta og tolla á sykri og olíu. Þýska stjórnin segir að þessar neyðarráðstafanir sjeu síðasta afl- raunin til þess að geta greitt hern- aðarskaðabæturnar. Nú geti þjóð- in ekki risið undir þyngri skatta- byrðum, eða þolað nýjar sparnað- arráðstafanir. Ástandið í Þýska- ]andi sje nú svo alvarlegt,, að brýn nauðsyn sje á því, að skaðabóta- byrðunum verði að einhverju leyti nefndi að vísu ekki ríkisgjald- þrot, sem oft er nefnt nú í sam- bandi við vandræðin í Þýskalandi. Um allan heim eru menn að minsta kosti við því búnir, að Þjóðverjar muni innan skamms lýsa yfir því, að þeir geti ekki greitt skaðabæturnar ef þær verði ekki minkaðar. Síðustu neyðarráðstafanir stjórn- arinnar eru að leggja að nýju þungar byrðar á þýsku þjóðina og gefa án efa byltingaflokkun- um nýjan byi- í seglin. I byrjun vorsins leit út fyrir að uppgangi Nazista væri lokið. En við kosn- ingamar í Oldenburg fyrir skömmu óx fylgi þeirra að nýju. Og menn búast nú við að neyðar- ráðstafanirnar verði til þess að fylgi Nazista og kommúnista auk- ist aftnr að miklum mun. Brúning og Curtius ræddu fyrst og fremst skaðabótamálið við ensku ráðherrana á Chequers. — Englendingar af öllúm flokkum styðja kröfur Þjóðvérja um endur- skoðun á Youngsamþyktinni. — Ensk blöð benda á það, að gull- verðið hefir hækkað um 30% síð- an að Youngsamþyktin var sam- in og skaðabótabyrðarnar bafa því aukist að sama skapi. Þar að auki er Englendingum ljóst, að skaðabótamálið er alheimsmál. — Heimskreppan stendur í nánu sam bandi við skaðabæturnar og stríðs skuldirnar, sem valdið hafa glund- roða í viðskiftamálum þjóðanna. Bati í viðskiftalífinu er því ekki væntanlegur, fyr én stríðsskuld- irnar verða lækkaðar að miklum mun, skrifar Times. Ennfremur viðurkenna Englendingar, að end- urskoðun á Youngsamþyktinni sje nauðsynleg af pólitískum ástæðum. Oarwin ritstjóri „Observes“ býst ,við að stjóm Brúnings muni falla innan hálfs árs, ef skaðabótabyrð- unum verði ekki ljett af Þjóð- verjum. Einræði taki þá við í Þýskalandi og það muni hafa í ,för með sjer efnahagslegt hrun og skapa pólitískt andrúmsloft, sem hljóti að hafa örlagaþrungnar afleiðingar fyrir allar þjóðir í álf- unni. Ekki síst, óttast Englending- ar, að Þjóðverjar muni kasta sjer í faðm Rússa, ef ekki verður ráð- ið fram úr vandræðunum í Þýska- landi.Hættan frá Rússlandi vegur ekki minst, þegar um eiulurskoðun Youngsamþyktarinnar er að ræða. Menn vita lítið inn viðræður þýsku ráðlierra-nna við ensku ráð- herrana á Chequers. í opinberri til- kynningu er sagt, að þeir hafi rætt skaðabóta- og skuldamálin og rninst lítilsháttar á afvopnunarmál ið. Ástæða er til að ætla-, að Mae Donald hafi tekið endurskoðunar- kröfunum veí. Að minsta kosti eru. Jiýsku ráðherrarnir ánægðir me5 árangurinn. Mac Donald ætlar að heimsækja Brúning v Berlín og málið verður ]>á rætt íið nýju. Menn giska- á, að Þjóðverjar muni bráðlega lýsa yfir, að ]>eir géti ekki lengur greitt skaðabæturnar í erlendri mynt, og al]>jóðaráðstefna verði þá hald- in, líltlega í haust, til þess að ræða skaðabóta og skuldamálin. En er nokkur von til þess að Youngsamþyktin verði endurskoð- uð, Englendingar styðji kröfur Þjóðverja? Mest er undir Frökk- ilra og Bandaríkjamönnum komið í þessu máli. Frakkar segjast ekki sjá neina ástæðu til þess að énd- urskoða Youngsam])yktina og Bandaríkjastjórn vill ekkert slaka til við Evrópuþjóðir viðvíkjandi stríðsskuldunum. Eftirtekt vekur að Borah öldungadeildarþingmað- ur hefir vakið máls á því, að Bandaríkin slaki til í skuldamál- inu, ef Evrópuþjóðir dragi úr víg- búnaði svo um muni. Bráðlega koma ]>eir Stimson utanríkisráð- herra og Mellon fjármálaráðherra- til Evrópu og verður skuldamálið ]>á rætt við þá. Um árangurinn verður éngu spáð enn, en rjettast væri að vænta sjer ekki mikils af Bandaríkjunum í þessu máli. Khöfn í .júní 1931. P. ------ Jarðskjálfti í Japan. London, 17. júní. United Press. FB. Mikill landskjálftakippur kom í Japan, samkvæmt fregn frá Tokio, og er búist við, að hann hafi vald- ið miklu tjóni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.