Morgunblaðið - 25.07.1931, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.07.1931, Blaðsíða 3
-ORGUNBLAÐIÐ iHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiniiiiiiimiimiii. i JTl Drg n. ublaHð Otgeic.; SLt. Arvakur, *lt«tJ6r»r: J6n KJ»rt»naaon. 5 Valtýr St*tá.n*son. = HltntJCrn o* atgrelO»l»: Aueturatrætl t. — 01») tOU. = Au*lý«lnBa«tJ6rl: M. Hafber*. = Anrlýelng:uakrlfatota: = Au*turetr«etl 17. — Blml 700. = Helmatlaear: — J6n Kjartan»*on nr. 741. — Valtýr StefAnaaon nr. 1110. = SI. Hafberg nr. 770. ~ XakrlftaKjald: = Innanland* kr. 2.00 & at&nuM. = Utanland* kr. 2.60 á **AnuBl. — 1 lauaaaðiu 10 aura elntaklB. = 20 aura **eB Leabðk. |j 'uuiiiimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiirn Atvinnuleysið í Þýskalandi. Berlin 24. jiilí- United Press. FB. Þann 15. júlí var tala atvinnu- íeysingja í Þýskalandi 3,956.000 ■eða 6000 færri en þ. 1. júlí. Sam- •anburðurinn er þó óhagstæður, þegar miðað er við það live at- vinna vanalega eykst mikið á þess- tíma árs. Zeppelin greifi lagður á stað í pólflugið. Friedrichshaven 24. júlí. United Press. FB. Uraf Zeppelin lagði af stað kl. ð),50 árd. áleiðis til Berlín. Er Það fyrsti -áfangi pólflugsins. Berlín 24. júlí. United Press. FB. Zeppelin flaug vfir Berlin 4.30 síðd. ^orskar loftskeytafregnir. V'innudeilurnar í Noregi. NRP 24. júlí. FB. káttasemjari hins opinbera hefir '+indanfarna daga haldið áfram til- raunum sínum til að koma á sam- homidagi í vinnudeilunum. Mun hann vera í þann veginn að leggja 'fram nýjar miðlunartillögur. — •^áttaumleitanir í pappírsiðnaðin- njm fóru út um Jiúfur í gær. ^■uge Koch fastur í ísnum. Frá Höfn er símað: að skip Jjauge Kochs sje enn fast í ísnum ^ Austur-Grænland. Er það nú ''■a- 100 sjómílur frá landi. Saltf iskmaarkaðurmn. altfiskútflytjendur í Kristan- hafR far;§ fram á það við •iomina að hún taki til athug- 1)na' hvað hægt sje að gera út •af liinum háu tollgjöldum á salt- ls ?i a stúru marköðunum, eink- •anlega í Portúgal, Spáni og Kúba. kafbátur WUkins á leið til Noregs Morgenbladet tilkynnir að Naut- :il|ls leggi af stað frá Plymouth í ,<fag áleiðis til Bergen. Þó getur Verið, að ekki verði af brottför- juni fyr en 4 morgun. Kafbátur- mn verður 3—4 daga á leiðinni, vel gengur. Ráðgert er að káf- haturinn leggi af stað norður á hýginn í j0k næstu viku frá Bergen. F orvaxtahækkun. Dublin, 24. júlí. United Press. FB. 01 v extir hafa verið hækkaðir i «4*. Budapest, 24. jiilí. United Press. FB. ^ ngverski bankinn hefir liækk að forvexti úr 1% í 9%. Fjárlögin afgreidd úr nefnd í Neðri deild. Fjárveitinganeind Neðri deildar hefir ekki eytt miklum tíma til að athuga fjárlagafrumvarpið að þessu sinni. Nefndin hefir látið sjer nægja þær athuganir, sem fjárveitinganefnd síðasta þings geiði, enda hefir stjórnin tekið upp í frumvarpið nálega allar þær breytingartillögur, sem meiri hluti fjárveitinganefndar lagði til að gerðar yrðu á þinginu í vetur. Fjárveitinganefnd hefir nú skil- að nefndaráliti og breytingartil- lögum sínum. Breytingartillögur eru fáar. Þó sá nefndwi sjer eigi fær-f að sleppa algerlega framlagi til nýrra verklegra framkvæmda eins og stjórnin lagði til, heldur flytur hún fáeinar breytingartil- lögur hjer að lútandi. Þannig leggur nefndin til, að varið vei’ði 150 þiis. kr. til nýbygginga á veg- um, 70 þús. kr. til nýrra síma og 50 þús. til nýrra brúagerða, Þessir liðir eru svo smáir, að það virðist frekar af vilja en mætti, að nefndin ber þá fram. Þá legg- nr nefndin til, að framlagið til við- halds vega verði hækkað úr 200 þús. í 400 þús. og til einkasíma í sveitum úr 30 þús. upp í 50 þús. Loks leggur nefndin til, að veitt verði 50 þús. kr. til hafnargerðar á Akranesi. Er þegar búið að verja 120 þús. til þessa mann- virkis og hefir hjeraðið lagt, alt það fje fram. Eru þá taldar þær breytingar- tillögur fjárveitinganefndar sem nokkuru varða, og er þó kominn tekjuhalli á frumvarpið, sem nem- ur um 400 þiis. króna. Mun nefndin við 3. umræðu ná þess- um tekjuhalla burt meðal annars með því að hækka tekjuáætlunina. Ekki hefir nefndin sjeð sjer fært, að flytja neina sparnaðartillögu VÍð ' fj árlagafrumvai'pi^, enda mnn svo komið, að flestir út- gjaldaliðir eru lögboðnir. Framhald 1 umræðu fjárlaga verður í dag. Er venja að hafa eldhússumræður við það tækifæri, en þeim verður frestað til 3. umr. að þessu sinni, m. a. sakir þess, að bráðabirgðastjóm situr enn við völd. Dtanför „¥318“. Khöfn 24. júlí. FB. Komum á mánudagsmorgun til Bergen. Skoðuðum borgina. A Jjriðjudag fórum við í járnbrautar- lest frá Bergen til Ósló. Verður okkur ógleymanleg sú náttúrufeg- urð, sem okkur gafst á að líta á þeirri leið. Á leiðinni yfir Sví- þjóð fengum við ágætis veður. Líðan okkar allra var ágæt á allri leiðinni. Komum í gærmorgun til Hafnar. K.P.IJ.M. menn tóku á móti okkur á stöðinni. Yoru við- tökurnar hinar bestu. Yorum gest- ir borgarinnar í Ráðhúsinu í gær. Jessen bæjarfulltrúi bauð okkur velkomna fyrir hönd borgarinnar. Ágætar veitingar fram bornar. — Yaiur er fyrsti knattspymuflokk- urinn, sem er gestur í Ráðhúsinu. Hefir flokki okkar verið sýndur ýmiss heiður. — Æfðum í gær. Fyrsti og erfiðasti kappleikurinn í kvöld. Kærar kveðjur. Valur. „Viljum hafa frið!" Framferði hinna svonefndu ,.Framsóknar“-manna hefir jafnan þótt með nokkuð kynlegum hætti. Fyrsta og æðsta- boðorð þeirra mun hafa verið, að rækta landið og levsa bændur undan „ánauðar- oki“ ltaupmánna — og svo hefir hvert ,,boðorðið“ rekið annað, lík- lega orðin 10 sinnum 10: Fækkun embætta, sparnaður á ríkisfje, dánumenska í hvívetna o. s. frv. En reynslan hefir nú samt orðið jeim óþægilega ólygin, því að hún hefir sýnt alt í senn: óheilindi þessara manna, brigðmælgi þeirra, ofsafrekju í eyðslusemi og blygð- unarleysi í öllum efnum. Þeir hafa spomað við nytsemdar fyrirtækj- um landsmanna, (raflýsing sveita- bæja, Sogsvirkjun o. fl. o. fl.), bundið bændrn- landsins á enn verri klafa en einokunin alræmda gerði, enda mun þeim nú þykja fyrirmyndin hin besta, úr því að hún er dönsk. Þeir hafa „hýtt“ þá, sem versla við aðra en kaup- fjelögin, og þeir hafa gert það svo rækilega, að þeir hafa jefnvel kraf ist þess af bændum, að þeir legði þar líka inn sannfæringu sína —- í kaupfjelögin. Svo langt fór dansk urinn þó ekki á sinni tíð! Þeir hafa fjölgað embættum og bitling- um svo óheyrilega, að slíks munu vart dæmi í veraldarsögunni; þeir hafa reynst hinir slcæðustu rumm- ungar á ríkisfje og mannorð ein- staklinga og heilla stjetta, og þeir hafa þaggað alt það niður, sem komið hefir við kaun þeirra sjálfra og fylgifiska þeirra. Og þeir hat’a úthrópað höfuðstað landsins, en flykst þó þangað unnvörpum, vilj- að sitja þar fyrir öllu og bolað mætum borgurum frá öllum þeim störfum, er þeir hafa mátt. Menn rekur væntanlega minni til þess, að höfuðpaur þessa flokks hefir í allmörg ár legið undir því ámæli, sem óbærilegast mætti virð- ast með siðuðum mönnum, að heita „ærulaus lygari og róg- beri“. En menn minnast þess ef til vill líka, að þenna sama mann kaus flokkurinn einum rómi í lög jafnaðarnefnd nokkurum dögum eftir „nafngiftina“, og hafði þó ekki lakari manni á að skipa en Klemens landritara Jónssyni. Þessi sami flokkur rak svo smiðshöggið á framferði sitt með því að gera þenna sama mann eftir örfá ár að dórns-, kirkju- og kenslumálaráð- herra landsins, og hefir síðan fylgt honum gegnum þykt og' þunt, nema rjett. þegar einhver þeirra hefir þóttst þurfa að láta ^il sín taka þ. e.: „liækka sig í verði“, þá liafa þeir urrað ofurlítið. Þeir hafa beinlínis og óbeinlínis stutt hann að öllum hans skemdar- og fólskuverkum, og er þar síðast að nefna Kleppshneykslið, er þeir níddust á nauðstöddum sjúkling- um og sannfæringu sinni, ef nokk- ur hefir verið. En nú vill fylkingin hafa frið! Flokkurinn hafði síðastliðið vor gripið mjög einkennilegt tækifæri til þess að dusta af sjer „martröð- ina“, er svo lengi og svo óvægilega hafði á þeim legið, og nú þykjast þeir með engu móti geta farið aftur í gamla „haminn“, því að það muni spilla friðnum(!) Jónas frá Hriflu'skuli aldrei komast þar aftur í stjórn. Ásgeir belgir sig upp í forsetastóli og þykist hvergi Sendið skyndimyndir yðar á KODAK £ 20.000 SAMKEPPNÍNA Qerið yðar ýtrasta til þess að vinna verðlaunin í þessari miklu samkeppni. Engin þörf á sjerstakri kunnáttu. Mynd sem tekin er með einföldustu „Brownie“-vjel hefir sömu möguleikana og hin, sem tekin er með dýrustu vjelinni, því myndirnar verða dæmdar eingöngu eftir því, hve hugðnæmar þær eru í sjálfu sjer — hversu vcl þeim tekst að vekja athyglina. Qlatið ckki einum degi til. Biðjið um innritunarmiða þar sem þjer kaupið Kodak-vörurnar. Lesið hinar einföldu regl- ur. Takið svo til óspiltra málanna að mynda. Hver sú mynd er gild, sem tekin er milli 1. maí og 31. águst. Myndir má senda af hverju sem vera skal. Myndir yðar verða flokkað- ar eftlr því, sem þær cra líklegastar til þess að vinna verðlaun. Jeg hefi lesið reglurnar um samkepni þessa og samþykki þœr í einu og öllu. Nafn (Skrifið með prentletri). Heimifisf ang............................... Tegnnd myndavjeiar ......... Tegund fiimu ,. Tala mynda, sem sendar eru með þessu blaði.. Hctið Kodak-filmuna — filmuna sem segir sex. Þjcr getið notað þennan innritunarmiða ef þjer eruð búinn að lesa reglurnar. Sendið myndirnar til Prize Contest Officc. Kodak Limited. Dept. 30, Kingsway, London V. C. 2. hræddnr, í skjóli „meirihhitans“ ; hefir víst þóttst. 'þurfa að láta á sjer bera í annað sinn, eftir „irt- varpsskýringarnar“ á dögunum. Og Lérus á Klaustri rymur hátt um „vinnufriðinn“, sem þeir verði nú að hafa, „Framsóknargarparn- ir“, og að það sje „djelans klúð- ur“ að vera að abbast upp á Reyk- víkinga; honum kvað sem sje líða einstaklega notalega hjer í höfuð- staðnum, karlinum, og Reykvík- ingar eru líka farnir að slæðast eitthvað austur á bóginn á sumrin! En til livers er svo „vinnufriður- inn“ ætlaður? Er hann ekki til þess ætlaður fyrst og fremst, að fá að sitja óáreittur að ketkötl- um og krásum öllum, svo sem ver- ið hefir? Eða voru það ekki þeir Lárus og Tryggvi, sem mjög svo „friðsamlega“ komu sjer saman um það, að svifta prófastinn á Prestsbakka póstafgreiðslunni þvert ofan í mótmæli hjeraðsbúa og ákvörðun Alþingis? Ekki þurfti Jónas að vaða þar uppi, og ekki leikur orð á því, að brjef- hirðingin hafi verið hæpnari í liöndum síra Magnúsar en Lárus- ar á Klaustri. Nei, nei! Jónas, Tryggvi og Ásgeir, alt er svo sem sama tóbakið, því að „friðar-furst- arnir“ vilja því aðeins friðinn, að hann fylli og á þeim kviðinn. Orri. Síðari fregn: Sevilla, 24. júlí. United Press. FB. Einn maður beið bana. en tíu særðust er óeirðirnar brutust út kl. 2 árd. nálægt kermannaskálum í Azoteas, skamt frá Sevilla. Enn öflugri verúðarráðstafanir en áð- ur liafa verið gerðar. óeirðirnar í Sevilla. Sevilla, 24. júlí. ^ Ilnited Press. FB. Tveir þeirra, sem meiddust í óeirðunum á mánudag, eru nú látnir. Alls hafa þrettán menn beð- ið bana, í óeirðunum. — Kyrð er að komast á aftur. Blöðin eru farin að koma út og sporvagnar eru komnir í gang, en menn úr borgaravarðliðinu eru á verði í hverjum vagni. Fullkomin kyrð er þó ekki komin á í útjöðrum borsrarinnar. t Einar Jónsson prófastur frá Hofi. andaðist í gær að heimili sonar síns hjer í bænum. Þessa merka manns og ágæta fræðimanns verður minst nánar seinna hjer í blaðinu. Dagbók. Nýr holdsveikraspítali og hæli handa fávitum. Frú Guðrún Lár- usdóttir flytur svohljóðandi þing»- ályktimartillögu: „Alþingi alykt- ar að fela ríkisstjórninni að láta reisa nýtt sjúkrahús fyrir hold»- veika menn, svo fljótt sem auðið er, og breyta jafnframt með vænt- anlegu samþykki Oddfellowregl- unnar, Laugarness-sjúkrahúsinu í hæli fyrir fávita börn og konur.“ Sala viðtækja. Nokkrar tillögur eru fra-m komnar á Alþingi við- víkjandi sölu viðtækja. Har. Guðm. fiytur þál.till, um afborgunarsölu á tækjunum. Sams konar tillögu flytja þeir J. A. J„ P.. Ott. og Jóh. Jós., og krefjast auk þess, að árlegt afnotagjald tækjanna verði lækkað niður í 20 kr. og að þeim einum sje falin útsala tæký anna, sem hafa næga þekkingu á uppsetningu og viðgerð þeiri-a. Vilm. Jónsson leggur til, að skóL ar, sjúkrahús og aðrar menningar- og mannúðarstofanir, sem reknar* eru fvrir almanna fje. skuli und- anþegnar greiðslu á afnotagjaldi. Magnús Jónsson leggur til, að sala

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.