Morgunblaðið - 26.07.1931, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.07.1931, Blaðsíða 2
MORGU NBLAÐXÐ GOOD Á^YEAR TIRE & RUBBER EXPORT CO., Akran, Ohio, U. S. A. Bíllinn er nú að verða þarfasti þjónninn okkar íslendinga-, og ætti þjóðin að sjá hag sinn og sóma í því að sýna honnm meiri ræktarsemi og betri meðferð en hestinum undanfarið. Bíllinn skilur eins og blessuð skepnan hvað við hann er gert. Setjið Goodyear gúmmí undir bílinn yðar, og munuð þjer fljótt finna, að bíllinn fær nýtt líf. Flestar tegundir og stærðir af Goodyear ávalt fyrirliggjandi. P. STEFÁNSSON, aðalumboðsmaður Goodyear á Islandi. Nýttl Nýtt! Fruletta Ghewing Bum. Tyggigúmmí með ávaxtabragði er afbragðs bragð- gott og hressandi. Ómissandi í skemtiferðalög og raunar hverjum manni nú í sumarhitunum. Biðjið kaupmann yðar um Frnjetta tyggigúmmí. 1 heildsölu hjá I. Brynfólfsson & Kvarn. Enskar ktfnr. Nú eftir helgina verður tekið upp feiknastórt og fallegt úrval af enskum húfum. 99 Geysir“. Burgarnes — Qlafsvfk. Áætlunarferðir á föstudögum. Lagt af stað úr Borgarnesi eftir komu „Suðurlands“, en úr ólafsvík á laugardögum. Samband við B. S, B, Borgarnesi um Hvalfjarðar- ferðir — Nánari upplýsingar á pósthúsinu í Borgarnesi. Krisfima SsisIikmsuIssoh. frá Straumfjarðartungu. I. torsdasur Grænmeti frá Reykjum í Mosfellssveit, verður selt á torgi (bak við Iðnó), þriðjudaginn 28. þessa mánaðar. Salan hefst klukkan 8 árdegis. Þingmessan. „Taka mun öx mín til Hafliða nú“, sagði Þorgils Oddason, er hann hlýddi tíðum á Þingvöllum. Þeir Hafliði Másson deildu þá um 8 kúgildi. Þorgils var göfugur maður og vel að sjer gjör um alla hluti, en svo var kapp hans mikið í þingdeil- unni og átökum um mannaforræði í landinu, að hann ætlaði að vega göfugasta mann íslands á friðhelg- um stað. Þó hafði hann þangað sótt sjer til sálubótar, Böðvar, mágur Þorgils, er trú- laus var kallaður, vítti harðlega Þorgils. Sagði að hann var kom- inn þar sjálfviljugur til að gefa sig á vald kærleika og rjettlæti, en nú vildi hann drepa andstæðing sinn í kirkjufriði og þinghelgi. Þorgils ljet heftast af slíkum fortölum, og fanst um, hve góð- gjarn mágur hans var. Enn helst sá siður, að þingmenn hlýði messu áður en þeir setjast á þingbekkina. Eðlilega koma þeir þar óhreinir, því þeir koma til að hreinsast. Ríkisstjórnin, sem lifað hefir óráðvöndu lífi til orða og æðis, gengur hnakkakert inn að altari, jafnvel þingmaður Dala- manna lætur sem hann sje í* heima- húsum.*) Og menn hneykslast varla. Hví skyldi ekki sá ganga tii laugar, sem saurgast hefir? En ganga þá þessir menn á brott með hreinan huga ? Hafa þeir látið heft- a«t í illum áformum, eins og Þor- gils ? Enginn er víst svo auðtrúa að hann haldi það. Og er þá ekki kirkjugangan ný skömm og ný sekt? Kannske hefir þá vantað ráðu- naut slíkan sem Böðvar Hann var trúlaus kallaður, en þó er líkast að honum hafi tekist betur en flytjanda orðsins í dómkirkjunni 15. þ. m. Það er ósköp þægilegt fyrir glæpkæra menn að svæfa samvisk- una undir guðsorðanuddi manns, sem ekki einu sinni hefir leikara- gáfu, og því síður hefir tekist að hieinsa sitt eigið hjarta af úlfsins ásetningi. Orð hans vermast ekki af sannleiksást og brýnast ekki af vandlætingu. Hann ber aðeins fram hýðið af kenningum meistar- anna. Kjarnanum veldur hann ekki. ,,Þekkingin blæs menn upp, en kærleikurinn byggir upp“. (Fyrra Korintubrjef 8. kap.). Orðin voru Páls, en röddin Sveinbjamar. En því bætti hann ekki við úr 13. kap. sama brjefi: „Því að þekking vor er í mohim.“ Sönn þekking’ blæs menn ekki upp, en sá sem heldur sig vita mikið, en veit lítið, hann ofmetnast. Þekking Fram- sóknarmanna á þjóðmálum er í rnolum. og því blæs hún þá upp. Það áfti klerkurinn að segja þeim, on nlkunna fjandskap þeirra gegn sjerbekkingu og vísindum. Klerkurinn hafði og næg efni önnur úr fyrra brjpfi Páls til Korintumanna. Því sagði hann ekki við hina bithngasjúku Fram- sóknarmenn: matur mun ekki Fyrsta íþróttamút Eyfellinga var háð s.l. sunnudag á Sauðhús- völlum undir Eyjafjöllum, að til- hlutun íþróttafjel. Eyfehingur og ungmennafjel. Trausta. Formaður Trausta, Árni Kr. Sigurðsson frá Steinmóðabæ, setti mótið og skýrði frá dagskránni. Síðan flutti for- seti í. S. í., Ben. G. Waage, er- indi „\ratnamenn og sundkunn- áttu“. Þar á eftir flutti Fr. Ás- mundsson Brekkan, rithöfundur er indi um Gunnar Gunnarsson skáld. Var ræðumönnum tekið hið besta. Síðan hófust íþróttirnar, fyrst var skjaldarglíma Eyfellinga. Kepp- endur voru sjö, og urðu úrsht þau, að Ólafur Sveinsson (T) frá Stóru Mörk bar sigur úr bítum; hann lagði alla keppinnauta sína, og hlaut að verðlaunum hinn fagra farandgrip: Glímuskjöld Eyfell- inga og sæmdarheitið: Ghmukappi Eyfellinga. Næstur honum að vinn ingum var Sigfús Guðmundsson (E), með 4 vinninga-, en Engil- bert Jónasson (T), Sig, Sigurðs- son (T) og Þórarinn Guðjónsson (T), með þrjá vinninga hvor. Skjaldarglíma þessi tókst yfirleitt vel, þegar athugað er, að þetta er fyrsta kappglíman, sem haldin er undir Eyjafjöllum. Eru þar mörg góð íþróttamannaefni, sem betur mun koma í ljós á næstu íþrótta- mótum þeirra. Úrslit í öðrum íþróttagreinum voru þessi: 100 stiku hlaupi: 1- Ólafur Sveinsson á rjettum 13 sek. 2. Sigfús Guðmundsson og 3. Ein- ar Sigurjónsson. Hástökk með at- rennu: Ólafur Sveinsson og Sig- fús Guðmundsson voru jafnir, stukku 1-55 st. Engilbert Jónasson stökk 1.50 st. Stangarstökk: Einar Sigurjónsson og Ólafur Pálsson stukku 2.85 st., en Brandur Stef- ánsson 2.70 st. Stokkið var yfir snúru, en ekki viðarrá, eins og lög mæla fyrir. Langstökk með at- rennu: 1. Engilbert Jónasson 5.25 st. 2. Ólafur Pálsson 5.15 st. og 3. ,, . , , , . ,Einar Sigurjónsson 5.00 st. Loks . svndu sex pdtar fra ..Eyfelhng sund í lækjarþró, sem var skamt frá leikvellinum, og þótti það hin besta skemtun. Tveir ,,Ármenningar“ kornu á mótið, jreir Marinó Kristinsson (methafi í kúluvarpi) og Sig. 1. Sigurðsson. Var skorað á þá að sýna kúluvarp og kringlukast; *) Til blygðunar ber að virða1 urðu þeir við áskoruninni, og bað, að kratar gengu eigi í guðs-' sýndu nokkur köst, með betri hús. Þeir fundu það þó, að þeir | hendi. Þótti áhorfendum það ný- T oru ekki skrýddir brúðkaups-! stárlegt, því fæstir þeirra höfðu klæði. áður sjeð slíkar kastraunir. — gera oss þóknanlega guði“ (8. kap. 8. v.). Því sagði hann ekki við nafnana og Tryggva: „Rang- látir munu ekki guðsríki erfa“. -----„nje lastmálgir nje ræningj- ar guðs ríki erfa.“ (6. kap. 9.—10. v.) Því hirti hann ekki ofsóknir, lögbrot, rán, stuldi og mútur vald- hafanna. E. t. v. ætlar hann að hafa lækn ingaaðferð Páls, sbr. fyrra Kor- intubrjef 3. kap. 1.—2. v.: „Og jeg gat ekki, bræður, talað við yður eins og við andlega menn, heldur eins og við holdlega, eins og við ómálga í Kristi. Mjólk gaf jeg yður að drekka, ekki mat, því að enn þolduð þjer það ekki“. S. K. Að íþróttunum loknum ávarp- aði Sigurður Vigfússon frá Brún- nm mannfjöldann, og þakkaði fje- lögunum fyrir að hafa stofnað til þessa íþróttamóts, sem telja mætti merkisviðbiirð þar eystra. Um kvöldið var dansað fram yfir mið- nætti. Veðrir var yndislegt allan dag- inn, og naut hin fagra fjallasýn sín ágætlega, og eins vvtsýnið til Yestmannaeyja. Á mótinu voru á milli 400 til 500 ma-nns. Margt er vel um Eyfellinga, eins og kunnugt er. Eitt merkilegasta framtak þeirra er sundlaugin hjá Seljavöllum. Þar var nýlega um garð gengið sundnámskeið, er þeir Leifur Auðunsson frá Dalseli og Vigfús Jónsson frá Seljavöllum veittu forstöðu. Eru þeir báðir mjög áhugasamir fyrir sundi og öðrum íþróttum. Mun ekki líða á. löngvv, þar til allir Eyfellingar kvlnna svvnd, þegar námskeiðunum fjölgar og þau verða fjölmennari. Allir Eyfellingar virðast skylja mætavel nauðsyn sundkunnáttu 1 fyrir a-lla vatnamenn og sjómenn, , og munu menn frjetta bráðlega j frá Jveim. að þeir hafi komið á I hjá sjer sundskyldvv. við hina frum legu svvndlaug þeirra uppi í fjall- inu hjá Seljavöllum. Barnavlnaflel. Sumargiðf hefir nú lokið við hvvsbyggingu og leikvöll á landi því, sem það hefir til umráða og liggur sunnan' við Landsspítalann og niður að Lauf- ásvegi. Heimilið heitir Grænaborg, er það gamalt nafn á húsi, sevn lengi stóð á þessu tvvni. — 1 dag (26. jvvlí) verður heimilið til sýnis frá kl. eitt og til kvölds, og verða þar þá seklar veitingar. Mun margan fýsa að skoða’ dagheimilið, því að varla er til sá Reykvíking- vir, sem ekki hefir lagt fje til þess að nveira eða minna leyti. Er livort tveggja, að dagheimilis hefir verið mikil þörf, enda- hafa marg- ar hendvvr verið á lofti til fjár- söfnunar og annarar aðstoðar. Kostnaðarliðir við að koma upp heimilinvv hafa flestir reynst neð- an við áætlun og mun það fremur sjaldgæft. Hefir þó ekkert verið til sparað, að gera heimilið sem nothæfast. ITeimiIið tekur til starfa fyrsta ágúst n. k. Hefir fjelagið verið svo heppið að fá fyrir forstöðu- konu ungfrú Stefaníu Stefánsdótt- ur, sem hefir starfað utanlands á sams konar stofnunvvm um fimm ára skeið. Þar af þrjú ár á hinu fræga heimili Rosbaks í Dan- miirkvv, ]var sem frvv Jóna Sigur- jónsdóttir hefir lengi starfað og starfar enn. Avvk þessa góða undirbúnings virðist ungfrvi- Stef- anía hafa marga góða kosti svo sern brennandi áhuga og yndi af fið umgangast börn. Enda hefir hún og einróma lof þeirra er hana jvekk.ja. \Terður hún til viðtals á sunnudaginn í Grænuborg og dag- ana þar á eftir til mánaðámóta. Tekur hún á móti þeim er panta vilja pláss fyrir börn á heimilinvv og gefur allar upplýsingar. Læknarnir Olafvvr Þorsteinsson og Olafvvr Helgason gegna læknis- st.örfum Gunnlaugs ÍEinarssonar : fjarveru hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.