Morgunblaðið - 20.08.1931, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ
:^ajlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll!llllillllllllllllllllll_
] |
S' Íftjtsí.í H.f. Arv&isuir. jK®»*íaTíIi s
'= SUtctJ0re.r: JOn Kj»rt&n*»OE.
Valtír Steí&nMon.
= Etitatjðrn ok afKralCaln:
▲natnratratl S. — WaU 100. ==
H AUfflýslnK&atJörl: 12. Halbarc. M
S ▲uclýalngtaakrlfatota:
Au«turatr«8ti 17----Blml 700. |j
S Ualnkilnar:
Jðn Kjartanaaon nr. 741.
Valtýr Stef&naaon nr. 1110. =
H. Hafber? nr. 770.
= .lakrlftaKjald:
= Innanlanda kr. 2.00 0 mánnCl. =
S Utanlanda kr. 2.C0 & atánnOi. =
= I lanaaaðlu 10 aura alntaklO.
= 10 anra aaaO Laabök. =
IttlllllllUllllllllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllrr.!^
Nýtt reyusSnilng
nm ísland.
Preston lagður af stað.
Detroit, 19. ágúst.
United Press. FB.
Flugmennirnir Preston og Coll-
ington lögðu af stað í gær í flug-
ferðalag í rannsóknaskyni fyrir
Transcontinental Airlines Corpora-
tion. Fara þeir sömu leið og
'Cramer og Paquette. Þeir leggja
■enga áherslu á að hraða fluginu.
Síðar: Preston lenti í dag í
Codericli, Ontario, og hjelt áfram
ÆÍleiðis til Sudbury.
Sfldvelðin.
Siglufirði, FB. 18. ágúst.
Síldarverkun síðastliðið laugar-
dagskvöld: Grófsöltun 41654 tn.,
^jerverkun 56.368, samtals 98.022
tunnur. Ríkisbræðslan 'hefir á sama
tima tekið á móti 74000 máltunn-
um og hefir nú ekki undan að
bræða, þrærnar fullar, og skip
urðu að bíða eftir því í gær, að
hægt væri að losa þau. Lítil síld
hefir komið inn síðan á laugardag,
enda norðanbræla í gær. _____ G0tt
veður í dag og reknetabátar komu
inn í morgun með dágóðan afla.
Norðmenn, Danir og Finnar eru
taldir vera búnir að verka nálægt
200.000 tn. utan landhelgislínu.
Margir Norðmenn farnir heim með
skip sín fullfermd. — Söluhorfur
taldar afleitar, sjerstaklega. á salt-
síld.
Fjárhagur Þjóðverja.
Basel, 19. ágúst.
United Press. FB.
Bankanefnd alþjóðabankans hef-
ír gefið út skýrslu um fjármál,
þar sem svo er að orði komist, að
nefndin sje þeirrar skoðunar að
•áríðandi sje að fjárgreiðslur Þjóð-
verja til annara landa leiði eigi
til ]iess, að fjárhag ríkisins sje
hætta. búin. Vegna þessara um-
mæla er talið, að miklar líkur sjeu
til að bankanefndin mæli með því
•að ákvæðin mn hernaðarskaðabæt-
11 r Þjóðverja sjeu endurskoðuð.
Þjóðverjar hafa fallist á tillög-
ur nefndarinnar viðvíkjandi marka
•eign útlendinga í Þýsltalandi.
Útvarpið 1 dag: Kl. 19,30 Veð-
urfregnir. Kl. 20,15 Grammófón-
hljómleikar; Grieg: Sonate fyrir
cello og piano, a-moll. Kl. 20,45
Þingfrjettir. Kl. 21 Veðurspá og
frjettir. Kl. 21,25 Grammófónhljóm
leikar.
Pingtíðindi.
Heíldsðluueislun ð niMngi.
Sósíalistar skríða aftur upp í til Afturhaldsins.
Velferðarmál atvinnuvega nna og mannrjettindamál-
in verða að þoka fyrir einokunarmálum sósíalista.
Frv. sósíalista, um einkasölu rík svo að ríkissjóður yrði ekki fyrir
isins á tóbaki var nýlega samþykt; neinum tekjumissi. Utkoman varð
í Ed. með sameiginlegum atkv.
Afturhaldsmanna og sósíalista. —
Mál þetta var fyrir fáuan dögum
til 1. umr. í Nd. og þá vísað um-
ræðulaust til fjárhagsnefndar. —
Nefndin tók málið fyrir á fundi
a þriðjudaginn var, en ákvað að
fresta endanlegri afgr*eiðslu til
næsta fundar, sem halda átti á
fimtudag (í dag). En þegar forseti
deildarinnar (Jör. Br.) les um dag-
skrá miðvikudagsins (í gær) heyra
menn sjer til mikillar undrunar, að
tóbakseinkasalan er tekin á dag-
skrá ,án þess að nefndinni gæfist
kostur á að afgreiða málið.
Þegar málið var tekið til um-
ræðu á fundi í gær, var forseti
spurður, hverju það sætti að þessi
eindæma vinnubrögð væru upp
tekin á þessu máli. Forseti svaraði
]jví, að hann hefði tekið málið á
dagskrá samkvæmt „ósk“, en
hvers eða hverra nefndi hann
ekki. Þingmenn skildu þó, að „ósk-
in“ var fram komin bæði frá
stjórninni og sósíalistum. Þar sem
komið va.r að þinglausnum, fóru
þessir tveir aðilar, sósíalistar og
stjómin, að semja um afgreiðslu
]>eirra mála, sem eftir liggja óaf-
greidd. Er ekki annað sjáanlegt, en
að þar hafi orðið ágætt samkomu-
lag. Sósíalistar eru innilega sam-
mála Afturhaldinu í því, að tefja
fyrir framgangi mannrjettinda-
og rjett.i ætismálanna., en fá í stað-
inn alls konar fríðindi, svo sem
tóbakseinokun o. fl.
Miklar umræður spunnust út af
tobakseinkasölunni í gær og verð-
ur hjer. sagt frá því helsta, sem
bar þar á góma.
Jóhann Jósefsson gat þess í upp-
hafi ræðu sinnar, að það virtist
svo sem sósíalistar ættu orðið mik-
ið undix- sjer hjá Afturhaldinu á
Alþingi. Tóbakseinkasalan benti
m. a. til þess. Þetta mál væri rifið
úr nefnd og knúð fram með því-
líku offorsi, að nærri stappaði
broti á þingsköpunuim.
Og hvaða mál er þetta, sem
slíka afgreiðslu fær, spurði ræðu-
maður.
Jú, það er stefnumál sósíalista,
og miðar að því, að liækka verð á
tóbaki um 15—20%. Á sama tíma
eru svæfð stærstu velferða-rmál at-
vinnuveganna. Sjá.lfur tóbakskóng
urinn á íslandi, Hjeðinn Valdimars
son, virðist sækja þetta mál af
rniklu kappi.
í Ed. var stjórnarliðið og sósíal-
istinn í deildinni samtaka í því, a.ð
fella brtt., er bannaði forstöðu-
manni og starfsmönnum slíks fyr-
iitækis, að taka nokkur umboðs-
laun hjá seljendum. Er því sýni-
legt, að hjer fer fram tóbaks-ka.up-
skapur í stórum stýl.
Þá sagði ræðumaður, að sannað
væri, að tekjur ríkissjóðs minkuðu
stórum við einkasölu, og varan
yrði dýrari og verri. Þegar ga.mla
einkasalan var lögð niður, var á-
kveðið að hækka tóbakstollinn,
samt sú, að tóbakið lækkaði stór-
um við það að varan var gefin
frjáls. Ætla mætti nú að þar sein
afráðið er að taka aftur einkasölu,
að þá yrði tollurinn lækkaður í
það sama, sem hann var, er fyrri
einkasalan starfaði. En svo er
ekki; hann er látinn haldast ó-
breyttur. Hjer er því verið að
leggja beinan aukaskatt á þjóðina.
Annars furðftr mig á því, sagði
ræðumaður ennfremur, að stjórn-
arflokkurinn skuli nú fara enn á
ný að knýja fram stefnumál sósíal-
ista. Þeir ættu þó eitthvað að hafa
lært af reynslunni, síldareinkaeöl-
unni. Ilún hefir verið bölvun fyrir
landsmenn og atvinnuvegi þeirra.
Hún hefir orðið til þess, að eyði-
leggja þessa atvinnugrein lands-
manna, og ekki útlit fyrir annað
en að hún sje að verða sjálfdauð.
Sjómenn, sem hafa verið tvo mán-
uði við síldveiði í sumar hafa borið
úr býtum 300—450 kr., en orðið
að fæða sig af þessu. Þannig talar
reynslan í þessu stefnumáli sósíal-
ista, og stjómarliðið stendur fast
gegn öllum umbótum á þessu
sviði. — Stjómarliðið hefir selt
sjómenn og útgerðarmenn undir
ánauð sósíalista og kommúnista.
— Hneykslissaga síldareinltasöl-
unnar er ekki öll skráð enn.
Aðferðin, sem beitt er við afgr.
þessa frv., um einkasölu á tóbaki
er einsdæmi. Slík aðferð er ekki
verjandi nema um velferðar- og
nauðsynjamál sje að. ræða. En
hverjir era þeir landsmenn, sem
telja einkasöluna slíkt nauðsynja-
mál? Jii, ef til vill Tóbaksverslun
íslands, sem taka á við krásinni,
og þeir sem stjórnarliðið í Ed.
trygði umboðslaunin.
Sjálfstæðismenn hafa á undan-
förnum þingum og á þessu þingi
borið fram frv. um lánsstofnun
fyiir bátaútveginn. Stjórnarliðið
hefir jafnan haft lag á að koma
þessu velferðarmáli fyrir kattar-
nef. — Sjálfstæðismenn liafa borið
fram stjórnarskrárbreyting á þessu
þingi, sem tryggir landsmönnum
jafnan kosningarrjett og mann-
rjettindi. Þetta mál er ekki lmúð
fram af jafnmiklum hraða og tó-
bakseinkasalan; — en hún er líka
stefnumál sósíalista.
En fátt er svo með öllu ilt, að
ekki boði nokkuð gott. Þessi
innilega samiið, sem stjórnarliðið
Iiefir alt í einu fengið með stefnu-
málum sósíalista, ætti að geta opn
að augu landsmanna út um bygðir
landsins fyrir því ,að nú er aft.ur
komin á fullkomin eining og sam-
vinna milli sósíalista og stjóraar-
flokksins. Sósíalistar, hafa hlaupið
frá mannrjettindamálunum í þágu
stjórnarflokksins, en taka út sín
verðlaun í tóbakseinokun og rífleg
um umboðslaunum. Hjer 'hafa
„verkin talað“ svo skýrt, að þjóð-
in getur ]ireifað á.
Umræður urðu all-langar um
þetta mál í gær, og tóku ýmsir
þátt í þeim. Verður sagt frá þeim
umræðum síðar hjer í blaðinu. At-
kvæðagreiðslan fór þannig, að frv.
var samþykt til 3. umræðu með
15:8 atkvæðum. Allir viðstaddir
stjómarliðar og sósíalistar greiddu
a.tkvæði með framvarpinu, en
Sjálfstæðismenn á móti.
Trampeminning.
Atburðirnir sem gerðust hjer á
landi árið 1851, þegar þjóðarsam-
koma íslendinga var svívirt, og
þjóðarfulltrúamir reknir eins og
ra.kkar úr sínum eigin þingsölum,
af erlendu valdi, voru, sem vænta
mátti, farair að fimast nú, er liðin
eru 80 ár, og vjer þóttumst hafa
náð pólitískri fótfestu í voru
eigin landi. — Menn töldu víst
ekki þörf á að halda va.kandi í
minni sjer þessum atburði, er
minti svo ömurlega á niðurlægingu
vora annars vegar, en hroka og ó-
skammfeilni hins erlenda valds
hins vegar. Menn hafa haldið að
sambandslögin og stjómarskrá rík-
isins væru trygging fyrir því, að
vjer gætum ekki orðið fyrir slík-
um vansa öðra sinni. — En í fyrra
vor stóð þessi löngu umliðni at-
burður alt í eins ljóslifandi fyrir
hvers manns sjónum. Og það var
ekki að ástæðulausu, því atburður-
inn endurtókst nákvæmlega, þrátt
fyrir sjálfstæðisviðurkenningu
hins fullvalda ríkis og stjómar-
skrá þess.
Endurtekning atburðarins var
nákvæm. Alþingi vildi fá þjóðinni
frjálsleg stjórnarlög. Það vildi
breyta 60 ára gömlum úreltum á-
kvæðum, er svifta kjósendur lands-
ins jafnrjetti. Það vildi setja ís-
lensku þjóðina á bekk imeð ment-
uðum þjóðum og fá henni óskert
lýðræði, fá öllum fullveðja borg-
urum jafnan rjett til að ráða mál-
efnum alþjóðar. Þá birtist alt í
einu konungsvaldið í þingsölum
íslands í hinni gömlu ofbeldis-
mynd. Maður, sem verið hafði
óvenju gleitt núll í ís-
lenskum stjómmálum, verkfæri
annara í þjónustu þröngsýnna og
siðvana einræðisstefnu, leikur ná-
kvæmlega sama leikinn og Trampe
ljek 1851. Hann hleypir upp þingi
þjóðarinnar í nafni konungsvalds-
ins.
Síðan þessi síðari atburður gerð-
ist, hefir mönnum ekki liðið úr
minni þjóðfundurinn 1851. En þó
er eins og hin langvarandi kúgun
undir veldi Dana. hafi mótað hmd-
erai of margra íslendinga. Til þess
bendir það óneitanlega, ef eftir-
maður Trampe, böðullinn frá 14.
apríl, á að þolast í æðsta valdasessi
á íslandi á koma.ndi árarn.
Göfugir forfeður íslendinga
hefðu tæplega sætt sig við að
hvarfla. fyrir knjám jafningja
Tryggva Þórhallssonar eftir slíkar
misgerðir. Er annað tveggja að
ógöfugt, blóð hefir blandast í æðar
þeirrar kynslóðar, sem nú byggir
þetta land, eða þá að erlenda kúg-
unin á dýpri spor en mann varði
í lundemi hennar.
Þó lítur út fyrir að fslendingum
hafi verið fengnar bölva bætur
nokkrar í þroskun skaphneigðar.
Er það vissulega nokkur bót., að
geta sjeð hvem leiðan hlut. frá
hinni kímilegu hlið. Og að sumum
íslendingum hafi tekist þetta hvað
snertir atburðinn 14. apríl; sýnir
þingsályktunartillagan, sem fram
ltom á þinginu nú, um 'að gera
málverk af þjóðfundinum 1851.
Sagt er að einn af prófessorum
Háskólans hafi af glettni stimgið
upp á þessu við einhverja Fram-
sóknarmenn ósköp sakleysislegai,
en þeir hafi strax „gengið í vatn-
ið“. Forseti sameinaðs þings hafi
strax sjeð sig í anda í sporum
Jóns Sigurðssonar og í augnabliks
hrifningu gleymt eftirmanni
Trampe og eins því, hve göfug-
mannlega og stórmannlega hann
sjálfur fór með hlutverk forsetans
14. apríl.
Tillagan komst í gegn um neðri
deild, en þegar til efri deildar kom,
höfðu einhverjir stjórnarliðar átt-
að sig á „gríninu“, en stjómar-
andstæðingar nentu ekki að leika
með þá lengur, og var tillagan
þar feld.
Voru Afturhaldsmenn undirleit-
ir, en hinir með óþarfa glotti. —
Frakkar og Rússar semja.
London, 19. ágúst.
United Press. FB.
Fregn hefir borist um það, að
Frakkar og Rússar hafi gert með
sjer hlutleysissamning, skuldbind-
andi hvora þjóðina um sig til
hlutleysis, ef á annað hvort ríkið
er ráðist af þriðja ríkinu eða fleiri
ríkum í sameiningu. Er þetta talið
bera vott um það, að upprætast
muni óvild sú, sem verið héfir
með Frökkum og Rvissum um all-
langt skeið. Samningaumleitanir
Frakka og Rússa. til þess að koma
á með sjer verslunarsamningi mið-
ar vel áfram.
Stjórnin í Ungverjalandi
beiðist lausnar.
Budapest 19. ágúst.
Bethlenstjómin hefir beðist
lausnar. Bethlen gerir tilraun til
þess að mynda stjórn af nýju.
Budapest 19. ágúst.
United Press. FB.
Ríkisstjórain sagði af sjer vegna
f j árha gsörðugl eikanna.
Tillögur sparnaðarnefndar.
London. 19. ágúst.
United Press. FB.
Sparnaðaraefndin lauk störfum
sínum í gær og leggur tillögnr
sínar fyrir ríkisstjórnina í dag.
United Press hefir fregnað, að
m. a. muni nefndin leggja til 10%
innflutningstoll, álagningu sjer-
staks skatts á arðbevandi verðbrjef
og að aukin verði tillög til atvinnu
leysistrygginga. Verkalýðsfjelögin
ern talin hlynt innflutningstollun-
um, því að sú leið sje heppilegri
en margar aðrar, sem stungið hefir
verið upp á. Verkalýðsfjelögin
hafa lýst sig algerlega mótfallin
því að dregig verði úr styrkveit-
ingum til hinna atvinnula-usu, en
vilja að atvinnuleysistryggingar
verði gerðar víðtækari. því fje-
lögunum er ljóst hve þung byrði
styrkveitingarnar til atvinnuleys-
ingjanna era orðnar á ríkinu.