Morgunblaðið - 03.10.1931, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.10.1931, Blaðsíða 3
MORGUNBLAfclÐ 8 æiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin = Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavfk. Ritstjórar: Jðn Kjartansson. = Valtýr Stefánsson. fjj Ritstjðrn og afgreiösla: = Austurstræti 8. — Slmi 500. = = Auglýsingastjöri: E. Hafberg. = = Auglýsingaskrifstofa: = Austurstræti 17. — Sfmi 700. = ’C Heimasímar: = = J6n Kjartansson nr. 742. = Valtýr Stefánsson nr. 1220. = E. Hafberg nr. 770. E= 1S Áskriftagjald: = Innanlands kr. 2.0Ö á mánuCi. = Utanlands kr. 2.50 á mánufSi. = f lausasölu 10 aura eintakiXS. = . = 20 aura metS Lesbðk. 1 I illllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllr Skráning erlends gjaldeyris. Síðan nýjasta fjárkreppan byrj- aði og sterldngspnnd tók að falla, en kauphöllum var víða lokað og bankar hættu að leysa seðla sína inn með gulli, hefir engin skrón- ing erlendrar myntar farið fram hjer, og bankamir ha.fa ekki yfir- fært neitt. Hefir þetta verið mjög bagalegt, en meðan óvissan var sem mest, þóttust bankar og geng- isnefnd ekki geta skráð erlenda mynt. Að lokum varð það þó úr, að íslenska krónan skyldi fylgja gengi sterlingspundsins, og í gær kom svo skráningin og er á þessa leið: Sterlingspund .......... 22.15 Dollar .................. 5.65% Mörk ................... 132.71 Fransltir frankar ....... 22.58 Belgískir frankar ....... 78.89 Svissn. frankar ........ 111.99 Líra ..................... 29.08 Peseta ................... 50.73 Gyllini ................. 230.78 Tjekkóslóvak. kr......... 17.01 Sænskar kr............ 130.55 Norskax kr............... 124.36 Danskar kr.............123.74 Samkvæmt þessu má telja að íslenska krónan iha.fi fallið um 20% '°g sje nú gullgildi hennar um 66. Genglð í London. London, 2. okt. Gengi sterlingspunds rjett fyrir lokunartíma $ 3.90—3.92. ------«m>—— Fyrirætlanir ensku stjórnarinnar. London, 2. okt. United Press. FB. Ráðherrafnndur var haldinn í gæi’kvöldi og ekki slitið fyr en liálfri stundu fyrir miðnætti. Yar þar rætt urn stefnuskrá þá, sem búist er við að lögð verðd undir iirskurð þjóðarinnar í næstu kosn- ingum, og er talið víst, að hún fjalli um þau stjómmá.la- og fjár- hagsatriði, sem nú þurfa skjótraT úrlausnar, þar á meðal gullinn- lausn sterlingspunds og takmark- anir á, eða eftirlit með innflutn- 5ngi. x Ráðherrafundur stóð vfir í 2 stundir í dag. Rætt var um alls- herjarkosningai\ en fullnaðar- ákvörðun ekki tekin, að sögn. Mc Donald fer á konungsfund á morgun. Frægur maður látinn. Látinn er Sir Thomas Lipton, tekóngurinn, 81 árs. Hegar (nauðir rekur. Þrjá íslenska lærdómsmenn hefir ríkisstjórnin lagt sjerstaka alúð við að níða. Helgi Tómasson doktor er víð- frægastur þessara manna. Fyrir lærdóm sinn og vísindi er hann ekki að eins kunnur um öll Norð- urlönd, heldur og meðal vísinda- manna víðs vegar urn Norðurálf- una. Hver smáþjóð mundi mjög stolt af að eiga slíkan mann, og telja það ómetanlegt lán að eiga stofnun, þar sem hann gæti starf- að og þjóðin notið til fulls krafta hans og lærdóms. Bn ríkisstjórninni hefir ekki nægt að svifta þjóðina starfskrafti þessum, sem henni verður ekki með öðru bættur, heldur hefir hún nítt manninn meira en nokkurn annan íslending. Sjálfur forsætisráðherr- ann skrifaði og ljet skrifa í blað sitt níð urn dr. H. T., þar sem hann var jafnvel sakaður um rnorð, og það meira en eitt emstakt morð, því sagt, var að hann notaði sjúk- linga sína fyrir tilraunadýr, (líkt og rottur eða mýs). Hver mundi nú trúa því ,að þess- ir sömu rnenn leituðu til dr. H. T., þegar í nauðir rekur? Bn svona <er þetta ]xó. Meira að segja var dr. H. T. að reyna að bjarga heilsu og lífi nánasta ættingja Tr. Þór- hallssonar, eftir neyðarkalli hans sjálfs, þegar þessi dánumaður var að skrifa svívirðingarnar um dokt- orinn, Á slíku sjest að níðið er skrifað móti betri vitund. Og svo er nú drengskapurinn. Er íslenska þjóðin ekki svo skygn á það, hvað sómasamlegt er, að hxxn kunni að leggja rjettan dóm á þetta ? Einar Arnórsson er annar sá lær- dómsmaður íslénskur, sem mest hefir verið níddur af ríkisstjórn- inni sjálfri. Síðasta hríðin að próf. B. A. var gerð nú á þessu ári. Komst, stjórnin að þeirri niður- stöðu, að hann mundi vera einna ljelegasti lögfræðingurinn á Is- landi, firámunalega illa gefinn, illa að sjer, og það sem mestu varðaði um fræðimann: Alveg neðan við allar liellur í óráðvendni sem vís- indamaður. Nxx kom íslandi sá vandi að höndum, að það þurffi að gæta rjettar síns í landaþrætu ríkja — Grænlandsmálinu. — Málið þarf að flytja fyrir hávirðulegum al- þjóðadómstóli. Mál þetta er ekki vandalaust. Það krefur’ nxikils lærdóms á sögu- legum rökum auk mikillar lög- fræðilegrar og þjóðrjettarfræðilegr ar þekkingar. Þar þurfa vissulega þæði lærdómur og dómgreind til að koma. Sjálfsagt var því að tjalda því besta sem ísland á, bæði vegna hagsmuna, okkar og sóma. Nú skyldi maður ætla að leitað yrði til Halldórs á Borðeyri, Karls fyrv. fógeta, Bergs á Barðaströnd eða Þórðar Byjólfssonar. En það varð nú ekkert af því. Ó-nei, eng- inn þeirra var til kvaddur. Við Háskólann okkar eru þrír lagaprófessorar. Binn þeirra hefir verið ráðherra fyrir Afturhaldið. Ekki var hann heldur til kvaddur. Stjórnin sá engan hæfai’i til þess en próf. Einar Arnórsson, og hún fjekk Ihann líka til að vinna þetta verk. Það er síður en svo að stjórnin sje ámælisverð fyrir þessa ráðstöf- un. Hún liefir gert þarna skylchi sína gagnvart ríkinu, og væri það vissulega engra orða vert, svo sjálfsagt sem slíkt er, ef það væri ekki jafnframt sjaldgæfara en stóru brandajól. En hefir ekki íslenska þjóðin þá dómgreind að hún geti nú gert sjer grein fyrir, hvers virði sleggju dómar stjórnarinnar um próf. E. A. eru og af hve mikilli sannfærinu hún muni hafa haldið þvi fram, að hann væri svo ljelegur lögfræð- ingur og illa gefinn, að hann gæti ekki skilið rjett stjómarlög ís- lands, sem hann sjálfur þó hefir unnið að og ritað um í vísinda- legt rit, er Háskólinn gaf út, áður en nokkrar pólitískar deilur hófust um það efni. Níels Dungal dósent er þriðji lærdómsmaðurinn, sem orðið hefir fyrir barðinu á stjórninni. Er sá fjandskapur svo hjartanlegur, að hann gengur í ættir afturábak til föður Dungals. Dungal veitir forstöðxi rannsókn- arstofu Háskólans og hefir unnið þar ómetanlegt starf við rannsókn- ir sjxxkdóma. En auk rannsókna sinna á sóttkveikjum manna, hefir haixn síðustxx árin unnið mjög uxerkilegt raiinsóknarstai’í í þarfir landbúnaðarins, sjerstaklega á or- sökxxm saxxðfjársjúkdóma. Stjómin hefir virt þessar rann- sóknir á mjög einkennilegan hátt. Hxxn hefir reynt að loka rannsókn- arstofunni, neitað að borga Dxmgal forstöðumannsþóknxxnina, svo hann hefir orðið að rækja það starf kauplaust, og nítt hann sjálfan á ofan. Nií hafa erlendir vísindamenn veitt Dxxngal athygli, og veitt hon- xxm aðstöðu til að vinna að mjög merkilegxxm vísindalegum rann- sóknum við frægar erlendar vís- indastofnanir í sxxmar. Nxx kom stjórninni nýr vandi að höndum. Þjóðverjar gáfu íslandi á þúsund ára afmæli Alþingis nxjög fullkomin rannsókixartæki. Þurfti nxi lærðan mann til að veita þeim móttökxx (velja áhöldin) og vinna með þeim af vísindalegri þekkingxx. Ætla mætti að nú yrði Vilmund- xxr sendur xxt af öi’kinni eðá Brand- ur eða Láms á Kleppi, — eiiihver af hinxxnx nýju vísindastjörnxxm stjómarinnar. En svo vai’ð þó ekki. Þégar til konx, varð að leita til hins margnídda Dungals. Haun einn var fær til að leysa vandi'æði stjórnarinnar. Svona ei’u heimilisástæður stjóm arinnar: Þegar vinna þarf póHtísk skítverk, hefir hxxn nógum hús- köírlum á að skipa, en ef vinna þarf nytsamlegt starf, sem krefxxr lærdóms og samviskusemi, verður hún að leita út fyrir flokkinn, og þó merkilegt sje, helst þá til þeii’ra sem hiin sjálf hefir nítt mest og tálið til einskis nýtilegs starfs lxæfa. Sykurátið. Innflutningur á sykri hefir vaxið afarmikið á síðustu 50 ámm. Neytsla á mann hefíx4 fimmfaldast og er nú orðin 40 kg. á mann. Er það mikið saman- borið við önnxxr lönd. Árið 1929 var hún 40 kg. í Bret.landi, 41 kg. í Svíþjóð, en minni í flestunx lönd- xxm Norðurálfunnar, nema Dan- mörk, þar er hxxn 51 kg. Ekki ern þi allir blindir. Það er mjer fy-rir löngu ljóst, að þetta marglofaða þjóðskipulag, sem vjer búxxm við, lýðræðið sem ekk- ert er nema nafnið, er að steypa oss öllum í glötun. Jeg hefi marg- sinnis reynt að benda á þetta og fært sannanir fyrir því, sem enginn hefir mótmælt, en eigi að síður hefir þetta engan ávöxt borið. — Augu flestra eru lokuð fyrir öllu öðru en heimskulegu flokkatogi og illa fengnum stundarhag, eða stjettarhag. Aldrei þessu vant sá jeg nú brjef kafla í Austfirðingi frá Islendingi erlendis ,sem hefir augun opin. Þar segir meðal annars: „Nú eru menn ekki kosnir á alls- herjarþing, eins og í gamla daga, til að gæta landsins gagns og nauðsynja. Þeir eru kosnir á ný- tískxx hátt til að gæta hagsmuna einstakra flokka eða stjetta. Á Al- þingi sitja umboðsmenn allra stjetta og flokka í landinu, en fs- land á þar ekki fxxlltrúa. Þessi þingskipun er ekki íslensk að uppi’xxna. Það er útlendur upp- vakningur og hið mesta skaðræði. Það er faraldur, sem gengur yfir alla Norðurálfu heims. Hefir þegar riðið mörgum þingræðisríkjum að fxxllu og fleirum Hggur við falli. Aðferðin og afleiðing er alls stað- ar sú sarna. Stjettaflokkarnir hugsa um það eitt, að sbara eld að sinni köku. En til að geta haldið völdum þarf mörgum að múta og miatarlyst in er mikil. EðHleg afleiðing: At- vinnuvegimir hnxga undir skattá- lögum, lánstraustið þrýtur, lands- kassinn tæmist, og þar með er þingræðið úr sögunni. Á þessari leið emð þið. Núver- andi valdhafar enx þeir, sem inn- leiddxx stjettabaráttxxna^og þeim er trúandi til að halda henni áfram“. Við þetta bætast síðast ríkis- skxxldir, sem gera oss að ánauðug- um skuldaþrælxim erlendra auð- manna. og sjálfstæði vort að engu. Vjer erxxm á. harða stökki á þessari leið, og hxxn Hggur norður og niður. Brjefritarinn hefir sjerstaklega hom í síðu stjettaflokkanna, en segir þó, að lijer ráði örfáir menn lögum og lofum. Ef til vill væri rjettara að segja, að síðustu árin hafi einn maður ráðið hjer lögum og lofum en stjettaflokkarnir litlu. Jeg sje heldur ekki að stjettaflokk ar, þó illir sjeu, sjeu öllu verri en ýmsir aðrir flokkar sem upp kxxnna að 1488. Þeim er það öllum sameig- inlegt að skara eíd að sinni litlu köku, en kæra sig kollótta um velferð þjóðai’innar í heild. Þó vjer getxxm ekki útrýmt flokbadrættinum með öllu, þá ér takmarkið eigi að síður landsstjóm, en ekki flokksstjóm. Á öðrxxm stað segir brjefritax’inn: „Þingræðið xxtheimtir fyrst. og fremst, að frjálsir ríkisþegixar velji einarða, óháða. hugsandi menn til þingsetu. Þið fainð ekki svo að. Flokksstjórnir útnefna þingmanns- efnin og auðvitað ekki aðra en þá sem eru viðráða.nlegir“. Hann heldur þá að alt myndi lagast ef þingkosningar tækjust vel. Jeg hefi eitt sinn haft. sömu trú eix tapað henni fyunr löngu. Heimurinn væri fyrir löngu orðinn Paradis, ef xxnt væri að bæta haxxn • með kosningum. Svo oft hafö menn kosið í þjóðræðislöndunum. Al- mennu kosningarnar, eins og þeim er háttað nú, hljóta einmitt að leiða til þess að flokksstjómir ráði öllu um þingmannavalið, að kjós- endum sje mútað með sívaxiandi upphæðum, að eyðsla, skattar og skuldir vaxi, þangað til alt fer á hausinn og endar í einræði og harg stjórn. Þetta er afleiðingin af að vilja ekki breyta skipxxlaginu fyr en það er oi’ðið of seint. G. H. D«|bðk. ------ | □ Edda 59311067 — 1. Veðiið í gær: Fyrir austan land er alldjxip lægð, sem veldur all- hvassri og sunxs staðar livassri N- átt xxm alt land. Sxuiixanlands er nú bjartviðri og 5—6 st. liiti. Á N og A-landi er víðast 1—2 st. hiti með bleytuhríð og sixjókomu, en er nú að stytta. xxpp á Vestfjörðum og heldur tekið að lægja. Loftvog er ört stígandi u'ni alt land, og mun lægðin hreyf- ast hratt A-eftir. Vegna flutninga á Veðurstofunni hafa engin útlend skeyti náðst síðan á miðvikudags- morgun, svo að veðurfregnir byggj ast þessa daga eingöngu á innlend- um skeytum ásamt skeytum frá Grænlandi. Á S-Grænlandi er loft- vog tekin að falla á ný, og má vera, að ný lægð sje að nálgast suðvestan að; gæti liún innan skanxms haft í för með sjer sunnan átt hjer á landi. Að minsta kostil lítur út fyrir, að í nótt og á morg- un muni lægja xxm lalt land og veð- ux batna. Veðurútlit í Rvxk í dag: Stilt og bjart veðxxr. Hjúskapur. Gefin verða saman í kvöld Guðmunda Kristjánsdóttir og Óskar Jóhannsson Jóhannesson- ar sál. kaupm. Hjónavígslan fer frata á Grundarstíg 2. Alþýðublaðið ályktar rjett, er það segir að Vilmundur Jónsson hafi verið sjálfsagður í landlæknis- stöðuna, ef það er sjálfsagt. að nxenn reyixi að nota það, sem keypt er. — Skipaferðir. Gullfoss fór frá Kaupmannahöfn í fyrradag. — Lagarfoss var í gær á Skagaströnd. — Brúarfoss á Hvammstanga. — Dettifoss í Hamborg, en Selfoss fór hjeðan norður og vestur um land. Togaramir. Gulltoppur kom af veiðum í gær með 1200 körfur og hjelt áfram til Englands. Hilmir kom af veiðum með 1200 körfxxx. — Belgaunx kom af veiðuta með 1000 köi’fxxr, en ætlaði að kaupa bátafislc í Vestmannaeyjum til við- bótar. Tórfi Bjarnason hefir veiúð sett- ur hjeraðslæknir í ísafirði. Barnalesstofa Alþýðubókasafns- ins er opin kl. 5—7 síðd. Verslunarskóli fslands verður sett.ur kl. 2 í dag í Kaupþings- salnum. f Bamalesstofu Alþýðubóka- safnsins verða bömum sagðar sög- ur sunnudaginn 4. október kl. 3 —4. Lesstofan verður opnuð kl. 3 og tekið á móti bömunx til kl. 3.15. Sunnudagaskóli K.F.U.M. byrjar starfsemi sína á morgun. 4. okt. kl. 10 árd. 011 börn velkonxin. Nájttúrufræðingurrnn (6. og 7. örk) er nxx nýkominn xxt. Ritið er í þetta skifti 32 bls., og fjölbrevtt að efni. Þar er meða.l annars grein unx „merkilégt gras“. eftir Stein- dór Steindórsson, adjunkt., „köfn- unarefni og jarðvegsbakteríxxr“ eftir stud. nxag. Sigurð Pjetursson,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.