Morgunblaðið - 15.11.1931, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 15.11.1931, Qupperneq 6
6 M0KGUNBLAFIÐ 5kattamálin. Eftir Gunnar Viðar. í „Tímanum“ 7. þ. m. hefir herra Eysteinn Jónsson skatt- stjóri ritað grein um öflun rík- isteknanna. Þykir mjer rj'ett, að geta hennar að nokkru, því að þó að eitt og annað megi finna að skattakerfi voru, virðast mjer eigi hinar næsta lausbeisl- uðu skattakenningar skattstjór- ans vera þar meinanna bót. Er því meiri ástæða til að minnast á þetta, þar sem úr sömu her- búðum hafa áður komið tillög- ur, sem eru börn sama anda (sbr. tekjuaukafrv. Jónasar Þorbergssonar og Steingríms Steinþórssonar). Eftir nokkrar almennar hug- leiðingar fer skattstjórinn inn á að flokka skatta og tolla, og kemst þá að þeirri niðurstöðu, að rjettast sje að skifta þeim eftir því, hvort þeir eru lagðir á menn eftir efnalegri getu þeirra eða ekki. Vill hann f fyrri flokknum telja tekju- og eignaskatt og toll á óþarfavörum, en í síðari flokknum tolla á nauðsynjavör- um til neytslu og framleiðslu, og tolla á útflutningsvörum. Við þetta er nú það að at- huga, að tekju- og eignaskatt- ur þarf ekki að vera lagður á. menn samkvæmt efnalegri getu þeirra, og er það ekki, því eins og undirritaður hefir áður bent á í skrifum um þetta efni,, kem ur hann all-misjafnt niður á sömu raunverulegu tekjum, eft- ir því, hvar menn búa í landinu. Hins vegar verður auðvitað, ef maður talar um tollana sem skattkerfi, að líta á þá í heild og athuga, hvernig þeir snerta menn á ýmsum stigum velmeg- unar. Er þá sennilegt, að tolla- kerfið á neytsluvörum komi til að verka sem stighækkandi skattur eftir efnalegri getu í reyndinni, en hafandi þann kost að auki, að hann dregur úr neytslu manna. Annað atriði er jeg rak mig á í grein skattstjórans var það, að tollarnir voru allra ríkis- tekna dýrastir í innheimtu. Til að byrja með, er þetta algjörlega ósannað mál, og jeg efast um, að innheimta tolla kosti hlutfallslega meira en inn heimta tekjuskattsins. En væri það svo, er þó í rauninni ekk- ert sannað með því, því að vit- anlegt er, að starf skattanefnd- anna úti um land er mjög van- borgað. En hið rjetta er auð- vitað að miða við þá vinnu, sem skattheimtan kostar þjóðfjelag- ið. — Þetta eru þó smámunir einir, sem ekki myndu hafa knúð mig til að svara grein skattstjórans. Hið varhugaverða er sá andi, sem er kjarninn í greininni. — Mælikvarði hans á ágæti skatt- anna er það, „hvort þeh- eru lagðir á menn eftir efnalegri getu þeirra eða ekki“.* Þetta er nú ekki glögt orðað, og liggur næst að skilja það þannig, að * Leturbr. skattstjórans. ef maður getur greitt skattinn og hann því fæst inn, sje um heppilegan skatt að ræða, en sá hluti, sem vanhöld verða á, sje óheppilegur. Samanburður á tollum og tekjuskatti myndi þá halla mjög á hinn síð arnefnda. — Þetta meinar þó skattstjórinn sjálfsagt ekki. — Það, sem bak við liggur, er vafalaust- það, að skattarnir eigi að vera nógu mikið stig- hækkandi í hlutfalli við vel- megun gjaldþegna. Þetta er þó að mínu áliti of- þröngt sjónarmið. Mælikvarðinn sem leggja ber á ágæti skatta, er ekki sá, hvort þeir eru lagð- ir á í hlutfalli við efnalega getu manna. Höfuð-atriðið er, hversu miklar fórnir frá hálfu þjóðfjelagsins felast í skattin- um. Eitt atriði í því máli er, að fórnir einstaklinganna sjeu sem jafnastar hlutfallslega. Sjeu þær það, eru þær líka með minsta móti í heild að öðru jöfnu. En það eru fleiri atriði, sem taka verður tillit til. Skatt- stjórinn drepur lauslega á, og vill viðurkenna, að mjer skilst, að of-hár tekjuskattur geti dreg ið úr framkvæmdalöngun manna. Þetta er ekki ljett á metunum, því að við það missa einstaklingarnir tekjur, án þess að ríkissjóður fái nokkuð í stað- inn. Hjer er með öðrum orðum um hreint þjóðfjelagslegt tap að ræða. Þó er önnur röksemd móti mjög stighækkandi tekju- skatti enn mikilvægari. Það er alkunnugt, að til allr- ar framieiðslu, sem komin er lítið eitt upp úr frumstigum villimensku, þarf framleiðslu- fje. Framleiðsla nú á dögum, rekin án framleiðslufjár, er ó- hugsandi, og afrakstur fram- leiðslu vex að sama skapi og framleiðslufjeð eykst. Ef við ættum að taka fiskinn með höndunum, myndi ekki berast rnikill afli á land, og munurinn á framleiðslumagni með vexti fjármagnsins sjest greinilega á samanburði aflans á togurum og róðrarbátum. — Hitt dylst engum, að af framleiðsluaukn- ingu þeirri, er fylgt hefir með vexti fjármagnsins, hafa og verkamennirnir fengið sinn skerf, svo að verkalaun í hverju landi eru yfirleitt því hærri sem Iandið er auðugra (sbr. og kjör sjómanna á bátum og togur- um). Fyrir þjóðfjelagið yfir-höf- uð vaxa því tekjurnar og vel- megunin með vexti fjármagns- ins. — Að þessu athuguðu ætti nú engum að koma það á óvart, að skattstjórinn haldi því fram, að tckjuskatturinn hafi „mikla þjóðfjelagslega þýðingu með því að hamla upp á móti auð- söfnun einstaklinga". Hitt kyhni að virðast kynlegra, að skatt- stjórinn álítur, að hjer sje um heppileg áhrif tekjuskattsins að ræða. Hann hygst þó ef til vill gera einhverja bragarbót með seinni hluta setningarinn- ar, sem inniheldur þá einkenni- legu staðhæfingu, að tekjuskatt urinn „dreifi efnunum til al- mennings“. Það er að sjálf- sögðu undir sjóndeildarhring höfundarins komið, hvort hjer er um hreint bull eða blekking að ræða, en þriðji kosturinn virðist ekki vera fyrir hendi. Þó því sje slept, að tekjuskattur- inn sem neikvæð ráðstöfun yet- ur ekki „dreift“ efnum til al- mennings, heldur ef best læt- ur látið vera að taka efnin frá almenningi, þá byggist þessi skoðun á algerðum ókunnug- leik á nýrri fjármyndun. Tekjum sínum geta menn varið á tvennan hátt: til neyslu eða til að leggja þær upp. Það er aðeins sá hluti sem lagður er upp sem myndað getur nýtt fjármagn. Á sama hátt geta þeir skattar, sem á eru lagðir, annaðhvort minkað neysluna eð dregið úr nýrri f^ármyndun. En með því, að draga úr fjármynduninni er framleiðslumagn þjóðfjelags- ins skert í framtíðinni og þró- unin stöðvuð. Hlýtur það í framtíðinni að koma því harðar niður á neyslunni, því að auð- vitað byggist neyslan á fram- leiðslunni. Nú vita það allir, sem eitthvað hafa fjallað um þetta mál, að almenna reglan er sú, að því hærri tekjur sem rnenn hafa, því meira leggja inenn upp hlutfallslega. Mikill meirihluti af því, sem upp er lagt, kemur frá þeim einstak- lingum og fjelögum, sem há- tekjur hafa. Hitt er hverfandi. Mikið stighækkandi tekjuskatt- ur hefir því þá alvarlegu skugga hlið, að hann legst sjerstaklega á nýja fjármyndun. Sá, sem þetta ritar, er ekki mótfallinn því í sjálfu sjer, að hafa stighækkandi tekju- og eignaskatt, sem lið í skattakerf inu. En það hættulega er, að það eru engin föst takmörk fyrir stighækkuninni, þar sem hægt er að stinga við fótum og segja: „Hingað og ekki lengra“. Undir lýðræðisfyrir- komulagi, þar sem lágtekju- menn eru í meirihluta og skiln- ingur á þjóðmegunarlögmálum, því miður, ekki sem skyldi, er þetta auðvitað hreinn voði. Meining mín er líka sú, að tekjuskatturinn sje á pappírn- um nógu hár, eins og hann er nú. Hitt er jeg í engum vafa um, að skatturinn gæti gefið n.eira í ríkissjóð, án þess að skattstiganum væri breytt. Það er sem sje öllum kunnugt, að tekjuskattslögin eru ekki fram- kvæmd nærri því eins strangt utan Reykjavíkur eins og í Reykjavík. Og tekjuskatturinn hefir þann kost, sem skattstjór- inn nefnir ekki, að hann eflir pólitískan þroska, af því að hann kemur beint og áþreifan- lega við pyngju manna, og vek- ur menn til umhugsunar og at- hugunar á því, hvernig varið er opinberu fje: Það er óefað æskilegast, að sem flestir hlotn- ist þann þroska. Hjer er því nóg verkefni í bráð, áður en farið er að tala um hækkun skatt- stigans. Ýmislegt fleira má finna að grein skattstjórans, þó að jeg rúmsins vegna, láti staðar num- Væntanlegt með Gullfoss: Epli Delecious ex. fancy. Epli Jonathan ex. fancy. Appelsínur 200 og 226 stk. Laukur. Cggerl Krlstjánsson ék Co. Símar 1317, 1400 og 1413. II Minningarspjöld Landsspítalans eru afgreidd í neðangreindunt stöðum hjer í bænum: Bankastræti 4 (Verslunin Ghic), Lauga- vegi 37 og Túngötu 2. — Auk þess afgreiðir Landssímastöði* og allar helstu stöðvar út um landið samúðarskeyti. ið að sinni. Gefst mjer ef til 1 vill síðar tækifæri til að ræða ítarlegar fyrirkomulag þessara mála hjer og annars staðar. 13. nóv. 1931. H sokkaleistunum. Óliætt mun að fullyrða, að fregn sú sem Morgunblaðið fiutti fyrir nokkr- um dögum um það, að aðalbankastjóri Búnaðarbankanis, hafi sjest í Hull í: síðustu lántökuferð sinni á sokkaleist- ] unum, hefir vakið mikla eftirtekt og j mikið umtal. petta er svo fátítt um I menn í þessari stjett, sem eru líka það j vel launaðir, að þeir ættu að geta veitt sjer sæmilegan skófatnað, að mönnum ! finst að til þessa hljóti að hafa legið einhverjar alveg sjerstakar ástæður. ] í einni af skopsögum Mark Twains, sem mörgum er kunn hjer á landi, sýn- ir höfundurinn fram á, að þau -augna- blik geti komið fyrir í lífi skikkanlegs borgara, að hann rífi sig upp úr rúminu ] í skyrtunni einni saman, og hlaupi : upp á húsþök um hlánótt. En ekki verð- [ ur samt dregin út frá þeirri sögu nein skynsamleg ástæða fyrir því, að aðal-1 bankastjórinn í Búnaðarbankanu’m spássjeri um götur stórborganna um hábjartan dag, jafn-fáklæddur til fót- anna eins og fregnin hermir. pess vegna þarf ekki að vera neitt furðuefni, þó að menn stingi ■saman nefjum, og spyrji hver annan — án þess að nokkrum verði greitt um svör —: Hvað var bankastjórinn að gera á sokkaleistunum í Hull? Svo mikilsvert sem það er, að kom- ast að niðurstöðu um þetta atriði fyrir nútímann, þá er það þó ekki síður fyr- ir síðari tíma. Jeg sje í anda sagn- fræðinga framtíðarinnar, segjum eftir 5—600 ár, sitja með sveittan skallann við að ráða þetta dularfulla atriði. — Senniiega.st virðist mjer, að sú skoðun yrði ofan á, að setja þetta í samband við fjárkreppu þá hina miklu, sem nú lamar Englendinga, og þetta verði tal- in góð sönnun þess, að innflutnings- bann hafi verið árið 1931 á skófatnaði í Englandi, og hin stranga innflutn- ingsnefnd þar hafi úrskurðað, að inn- flutningur á bankastjórum í peninga- leit væri bundin því óhjákvæmilega skilyrði, að þeir færu úr skónum um borð, og skildu þá þar eftir. Nú vit- um vjer, að engin innflutningshöft eru í Englandi, og mega menn af þessu sjá, hvað sagnfræðin er viðkvæm vís- indagrein, og hvað tiltölulega smávægi- leg atvik geta breytt henni í veruleg- um atriðum. Mjer hafa dottið í hug tvær tilgátur, sem gætu skýrt þetta einkennilega til- fölli. Önnur er sú, að bankastjórinn hafi daginn áður lagst örþreyttur til hvíldar, eftir árangurslausa leit að ein- hverjum, sem hann gæti „slegið" fyr- ir Búnaðarbankann. Hann sefur iun- um fasta svefni sem eru bestu laun at- orkumannsins, vaknar ekki fyr en um hádegið, rís úr rekkju, en er ekki enn kominn í stígvjelin, þegar honum verð- ur litið út um gluggana, og sjer þá á götunni fyrir neðan, fjármálamanninn, sem hann er allt af að leita að. (pað skyldi þó ekki hafa verið Kúlu-And- ersen?) Hann þýtur út á sokkaleistun- um, því nú ætlar hann ekki að láta hann ganga úr greipum sjer. Ef þessi skýring væri rjett, og hún getur vel verið það, þá trúi jeg ekki öðru, en að HVkOIBÍð: Skinn •i Hanskar Tan fyrir dðmnr og herra. Vðrohðsið. Hægindastólar Körfustólar, Skinnstólar í miklu úrvali. Ilúsgagnav. Reykjavíkur, Vatnsstíg 3. Sími 1940. ðdýraslar velrarkðpar, Svartar, bláar, grænar, rauðar, brúnar. — Einnig kápuefni. Þingholtsstræti 1. Signrðar Gnðmnndsson. slík árvekni og hvatleikur verði til þess að auka enn á vinsældir þessa slynga fjármálamanns meðal viðskiftamanna Búnaðarbankans. pað versta við allt saman er, að enn geta lánbeiðendur í bankanum ekki sjeð neinn vott þess, að hlaupin hafi borið árangur. Senni- lega hefir aðalbankastjórinn ekki náð peningamanninum, þrátt fyrir hlanpin á sokkaleistunum. Hin skýringin virðist mjer þó senni- legri. Hún er sú, að aðalbankastjór- inn hafi alls ekki verið á sokkáleiistun- um, heldur hafi hann verið á sauð- skinnskóm samlitum sokkunum. peg- ar maður athugar þá djúpu hugsun, sem hefir legið á bak við þetta tiltæki, þá getur ekki hjá því farið að maður fyllist enn meiri hrifningu yfir því að Tr. porhailss. skuli hafa valið einmitt þtnnan mann í þessa vandamiklu stöðu, að veita Búnaðarbankanum forstöðu. Aðalbankastjórinn hefir hjer auðvitað verið að demonstrera það fyrir útlend- ingum þeim, sem hann ætlaði að slá um peningana, hve örugt væri að Mna fje, þjóð, sem kynni svo vel að búa að eínu, og jafnvel bankastjórar gengju um götur í ósútuðum, heimaunnum skó- fatnaði. Ekki væri svo sem hætt við, að peningunum yrði eytt í útlent prjál eða óþarfa eins og stígvjel. AðaLhængurinn á þessari skýringu er, að svo lítur út fyrir, sem útlending- >ar hafi alls ekki komið auga á skóna, og haldið, að bankastjórinn væri á isokkaleistunum. Mönnum kann nú að finnast þetta ósennilegt, en samt skýrir það annað, sem síðar hefir gerst. Jeg hefi það nefnilega fyrir satt, a,ð um það leyti, sem bankaráðsformaður Landsbankans, Jón Árnnson, var að semja skrána yf- ir þær óþarfavörur, sem sjálfsagt væri

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.