Morgunblaðið - 22.01.1932, Síða 2

Morgunblaðið - 22.01.1932, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Hafnsögumanni varnaö með ofbeldi að vinna skyldu- stöif sin hjer við höfnina. Þegar vjelbáturinn „Úðafoss“ frá Keflavík vildi fá afgreiðslu lijer við höfnina á miðvikudags- morgun, en þess var varnað af leiðtogum verklýðsfjelaganna hjer í bænum, rjeðust ofbeldismennirn- ir einnig að hafnsögumanninum og vörnuðu honum með ofbeldi að vinna skyldustörf sín. Hefir Mbi. snúið sjer til Þorvarðs Björnsson- ar hafnsögumanns og fengið hjá honum eftirfarandi upplýsingar: A miðvikudagsmorgun kom Þorvarður Björnsson hafnsögu- 'maður niður á steinbryggjuna, þar sem v.b „úðafoss“ frá Kefla- vík lá, og sjer hann að báturinn hefir fisk meðferðis. Hafnsögumaður spyr bátsmenn, hvort þeir sjeu að selja fisk. Þeir k\áðust ekki vita. hvort þeir mætti selja fisldnn. Spyr þá hafnsögu- maður hvort nokkur vandkvæði sje á því, að þeir fái að ianda fiskinn; en í því ber þar að Sig- urð Oiafsson, gjaldkera hjá Sjó- mannafjelagi Reykjavíkur, og seg- ir, að ekki megi selja fisk úr þossum bát. Hafnsögumaður bend- ir S. 01. á, að sá eini maður, sem gcti bannað að afgreiða báta hjer í höfninni, sje hafnarstjóri. En Sigurður segir, að báturinn sje í verkbanni. Hafnsögumaður kvað slíkt koma hiifninni ekkert við, og bendir Sigurði á 5 grein hafnar- reglugerðarinnar, sem hljóðar þannig: „Þeirn, sem ekkert ilögmætt er- indi eiga, er bannað að dvelja á landi liafnarinnar, ef þeir með því tálma fermingu eða affermingu skipa, eða önnur störf, sem þar eru framin.“ Því næst segir hafnsögumaður við formann bátsins, að ef þeir verði á nokkurn hátt hindraðir í að afferma bátinn, skuli þeir til- kynna það skrifstofu hafnar- innar, og verði þá gert alt sem unt sje til þess að vemda þá. Að því búnu fer hafnsögumaður. Svo laust fyrir hádegi komu tveir bátsmenn frá „Úðafossi“ á skrifstofu hafnarinnar og kvarta yfir því, að þeim sje varnað að selja fískinn eða setja á land; einnig sje þeim varnað að gefa fiskinn. Þ’orvarður hafnsögumaður fer þá niður á steinbryggju Og er þar margt manna fyrir. Hann spyr hvað um sje að vera; bátsmenn á ,,I’ðafoss“ benda á Sigurð Ólafs- son o. fl. og segja, að menn þessir varni þeim að selja eða landa fiskinn; einnig sje þeim vamað að gefa fiskinn. Hafnsögumaður biður bátsmenn að selja sjer fisk, og gera þeir það. Ætlar svo hafnsögumaður að ganga upp bryggjuna; en þá ræðst Sigurður Ólafsson að honum og segir, að hann hafi elrki leyfi til að ganga upp bryggjuna með fiskinn, og skipar honum að gera enga tilraun ti! þess. Hafnsögu- maður kvaðst ganga jafnt upp þessa bryggju sem aðrar, innan hafnarinnar, hvort sem Sigurður Ólafsson leyfðj eða bannaði. — Grípur þá Sigurður í hafnsögu- mann og heldur föstum. Byrjuðu nú ryskingar; hnappar voru slitn- ir af fötum Þ. B. og þau skemd. Komu nú márgir að, Og rjeðust að hafnsögumanni, og tókst þeim að hrifsa af honum fiskinn og köstuðu í sjóinn . En hafnsögumaður nær aft- ur í fiskinn, og leggur af stað upp bryggjuna. En það fór á sömu leið; margir menn rjeðust á hann. Nokkurir veittu honum lið, en þeir voru færri og ofurliði bornir. Tókst þeim enn að taka fiskinn og lcasta í sjóinn. — 1 áflogunum bar mest á fyrnefndum Sigurði Ólafssyni og Sigurði Guð- mundssyni, sem mun vera á'vegum Dagsbrúnarfjelagsins. Lög'cg’lan beðin mn hjálp. Þegar hafnsÖgumaður var laus úr þvarginu á steinbryggjunni hringdi Itarm á lögreglustöðina og kærir vfir atferli Sigurðar 01- afssonar og Iians fjelaga. -Tafn- frarnt skýrir hafnsögumaður lög- reglunni frá, að honum hafi með ofbeldi verið vamað að vinna skyldustörf sín við höfnina. Hafnsögumaður fær ]rað svar frá lögreglunni, að liún geti ekki tekið tiI greina nema skriflega kæru og er hann beðinn að koma síðar með kæruna. Lofar hann því. Samstundis tilkynnir hafnsögu- maður hafnarstjóra það, sem gerst hafði. Hafnarstjóri hringdi straxl tiJ lögreglust.jóra og skýrði hon- urri frá málavöxtum. Ksera Þorvarðs hafnsögumanns. TJjer fer á eftir hin skriflega kæra, sem Þorvarður Björnsson sencTi lögreglustjófa: ,,-Teg undirritaður leyfi mjer hjermeð að kæra fvrir lögreg.Iu- stjóranum í Reykjavík, Sigurð Ólafsson starfsmann hjá Sjómanna fjelagi Revkjavíkur fyrir það, að ráðast á mig og hinclra mig við framkvæmd skyldustarfs míns, hjer við höfnina, er jeg klukkan laust fyrir T2 í dag, var að leið- beina skipverjum á mótorbátnum „lTðafoss“ frá Keflavík, er lá hjer við steinbryggjuna. Oska jeg þess hjermeð, að vera kallaður fyrir rjett, ásamt tjeðum Sigurði Olafssyni, og tekin frekari skýrala af okkur. Vii'ðingarfy. st, Rcykjavík, 20. janúar 1932. Þorvarður Björnsson, hafnsögumaður/‘ Fjárhagsv&ndfæci Kaupmaxma- hafnar'; Pyrstu claga ársins var um það rætt í borgarráði Kaupmanna- hafnar hvaða ráðstafanir skyldi gera til þess að bor gin kæmist hjá alvarlegri fjárþröng. Talið var úti- h kað, að bærinn gæti fengið lán, svo nokkru verulegu næmi. Helst var í ráði að fresta því að byggja fjóra skóia, sem byggja átti nú á næstunni. Vom fjórar miljónir ætl- aðar til þeirra. Fleirj byggingar á að hætta við. En alt í alt er búist við að draga þurfi úr útgjöldum bæjarsjóðs svo nemi 30—40 miljón r.m króna. Kcera íil lögreglustjóra írá eíganda vjelbátsins „Úðafoss“. Þess var getið hjer í blaðinu í gær, að Þórhallur Einarsson, for- máður á vjelbátnum „Úðafoss“ frá Keflavík hefði sent lögreglustjóra kæru út af frami'erði Ólafs Frið- rikssonar og þeirra fjelaga, er þeir vörnuðu honum með ofbeldi að af- greiða bát sinn lijer. Kæra Þór- halls er á þessa leið: P. t. Reykjavík, 20. jan. ’32. Um kl. 5i/s síðd. í gær (19. jan;) ltom jeg hingað til Reykjavíkur á vjelbátnum „Úðafoss“ G. K. 456, og hafði meðferðis um 10 þús. puncl af nýjum fiski, sem jeg ætl- aði að selja hjer og hafði vissan kaupanda að „Fisksölusamlag Reykjavíkur'1. — Er jeg hafði samið um sölu á fiskinum (var verðið ákveðið 9 aura pr. kg. af’ ]>orski og .14 aura pr. kg. af ýsu) og ætlaði að fara að afhenda fiskinn í enskan tog- ara, sem hjer var og átti að taka flskinn til útflutnings, fengum við heimsókn af mörgum mönnum hjeðan úr bænum, er hindruðu okkur með ofbeldi í að afhenda fiskinn. Þektum við einn forsprakk ann; var það Ólafur Friðriksson ritstjóri. Einnig höfum við heyrt, að einn forsprakkinn í heimsókn þessari heiti Sigurður Guðmunds- son. Oílafur Friðriksson fór einnig út í enska togarann, sem taka átti fisk okkar, og hótaði skipstjóra, að verkbann skyldi lagt á skip hans í Englandi ef hann tæki fisk okkar. Þar, sem mjer var þannig varnað með ofbeldi að afgreiða fiskinn í enska togarann, er jeg taldi mjer þó frjálst vera, reyncli jeg að selja fiskinn hingað í bæinn. En það fór á sömu leið. Ólafur Friðriks- son og fjelagar hans vörnuðu mjer einnig þess með ofbeldi. Neyddist jeg því til, að taka fiskinn úr báti mínum og senda aftur til Kefla- víkur, og verðiu' hann mjer þar ónýt vara. Þar sem jeg tel, áð þeir Ólafur Friðriksson og fjelagar hans hafi með ]>essu framferði sínu rramið verknað, sem varðar við lög, krefst .jeg ]>ess, að þjer, herra lögreglu- stjóri, rannsakið mál þetta og komið fram ábyrgð á hendur of- beldismönnunum. Jeg geymi mjer rjett til að krefjast skaðabóta fyrir tiltæki ofbeldismannanna. Virðingarfylst, Þórhaillur Einarsson, formaður m.b. Uðafoss, Keflavík. Til lögreglustjórans í Reykjavík. XVII. ,Lögn“. R eykvíkingur sigldi til Hafnar. Hitti hann danska hefðarfrú, er spurði liann hvernig ferðaveður hann liefði fengið yfir hafið. — Udmærket, Frue, udmærket, agði ferðamaður, sem ekki var fullfermur í dönskunni — det var ögn“ he-le Vejen. Fyrirliggjandi nokkrar y2 tn. af 1. flotks Borgftrskn dilkakjðti. Hangikjöt nýreykt, er aftur komið á markaðinn — gott í þorrablótið Matarbúðin, Laugavegi 42, Matardeildin, Hafnarstræti 5 Kjötbúðin, Týsgötu 1, Vigfús Guðmundsson í Stokkhólmi. Þess 'hefir verið getið við og' við Tímanum í vetur, að Vigfiis Guð- mundsson Brákareyjarvert væri sigldur til útlanda. Lítíð hefir ver- ð látið uppi um erindi hans. En ekki alls fyrir löngu birtist blaði einn í Stokkhólmi myncl af A'igfúsi og viðtal við hann. Er vort tveggja sett þar, lesendum til skemtunar. Sýnilegt er, að Vig- fús kann ekki, frekar en Jónas- dómsmálaráðherra, skil á því, er sænskir blaðamenn hafa þá fjelaga að háði og spotti. Greinin um Vigfús byrjar þann- ig: — — Herra Vigfús Guðmundsson frá sögueyjunni íslandi, er kom- inn til Stokkhólms, með námfús- um huga („vetgirigt sinne“) og iniisigliprýddu („sigill-smyckat“) meðmælaskjali frá ,sjálfum‘ Jónasi Jónssyni dómsmála- og kenslu- málaráðherra sem ekki alls fjrrir löngu gerði okkur þann sama heið- ui'. Herra Guðmundsson hefir vog- að sjer út á ólgusjóa Norður-At- lantshafsins, svona a.ð vetri til, til ]>ess að nota vetrarmánuðina til náms á Norðurlöndum, og Eng- 'íindi. og með því að 'hann hefir s.jerstakah áhuga fyrir skemtiferða fólki og því sem fyrir það er gert (turistvásenet), varð liann liimin- lifandi er lxann hittí svo á, að hjer Stokkhólmi voru ferðafjelags- leiðtogar („turistpampar“) frá öll- nm Norðurlöndum saman komnir. Hann slóst í hóp þeirra. Og þegar borgarráð Stokkliólms tók á mótí l)cim i Gylta sal ráðhússins, hafði fi jettaritai'i blaðsins tal af þessum gfsti, sem var lengst að kominn. — Síðan er skýrt frá ýmsu í grein- inni, sem V. G. segh' hjeðan að heiman. Þeir, sem þekkja Vigfús „vert“, eiga ekki erfitt með að gera sjer í hugarlund, hvemig þessi íslenski fnlltnu hafi Htið út, í Gvlta saln- iim í ráðhúsi Stokkhólms, innan um „turistpampana* ‘ fi’á Norður- löndum og með hið „innsigli prýdda“ skjal, frá Jónasi „sjálf- nm“. — Vigfús segir blaðamanninum, að hann hafi tvo skóla til umráða fyrir ferðamenn, sem tíl landsins koma, Reykholtssliólann og Lauga- : vatnsskólann, og það sjeu hótel í lagi, með rafljósi, hitaveitu, dag- blöðum, talsíma, ritsíma, bílsam- göngum, flugferðum og suðræn aldini sjeu ræktuð handa gestun- um. Síðan talar Vigfiis um Fram- sóknarflokkinn og „framfarir“ þær sem liann hafi leitt yfir landið. Segir hann að allir ráðherrarnir sjeu í Framsóknarflokknum. En svo berst talið að kreppunni. Þá segir Vigfús: — Enn þá höfum við ekki fund- ið mikið til þéss, sem maður heyrir alla vera að tala um, 'hjer, þessa fjárkreppu. En við höldnm að hún jkomi til að snerta olikur líka. Sennilega vei'ða einhverjir atvinnu- jlausir í vetur, en þeir fá líkast tíl atvinnu hjá ríkisstjórninni, þangað j til alt er komið í lag. Einhver 'breyting á verslunarjafnvæginu ■ getur orðið, það getur orðið erfitt ! að selja sumar afurðir okkar. En jalt of erfitt býst jeg ekki við að I það verði. Við þurfum jú mikið af lífsnauðsynjum okkar frá út- lönclum. Og ef ekki er hægt að versla á amian hátt við útlönd, þá tökum við upp vöruskiftaverslun. Góðu árin, sem voru, hljóta að korna aftur. Það erum við sann- færðir um....... Þarna lætur hinn sænski blaða- i maður hinn montna einfeldning skella sjer á skeið. V. G. hefir lítið frjett um kreppuna, fyr en til Stokkhólms kom! Og þegar hann eygir, að erfiðléikar kunni að verða á afurðasölnnni, þá dettur honum í hug, að innleiða t utan- ríkisversluninni vöruskiftaverslun , kaupfjelaganna! Það kann að þj'k.ja meinlaust 1 grín, ])ó maður eins og Vigfús Guðmundsson vert, verði að hlát- ursefni í höfuðborg Svía. En hið „innsiglisprýdda1 ‘ meðmælabrjef hans, sýnir Svíunum, að lijer á ís- lancli er ráðherra einn, sem er á sama þroskastigi og Vigfús, þ. e. a. s „Jónas sjálfur“. Þingrof í Japan. Tokio, 21. jan. United Press. FB. Japans keisari hefir rofið þingið. Nýjar kosningar fara fram 20. febrúar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.