Morgunblaðið - 22.01.1932, Side 3

Morgunblaðið - 22.01.1932, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ 8 Kommúnlstar fð ráinlngu f vestmannaevium. Kommúnistar fyrirskipa allsherj- ar vinnustöðvun í Eyjum og hóta ofbeldi, ef ekki er hlýtt. Sjómenn, útgerðarmenn og verkamenn taka höndum sam- an og koma í veg fyrir ofbeldis- verk kommúnista. Síðan taka þeir aðalforsprakk- ann, Isleif Högnason og flytja hann heim til sín. Yfirgangur Dagsbrúnarmanna. Þeir iremja rán í gærkvðldi JftorgtutHafttó Útg-ef.: H.f. Árvakur, Reykjavfk. Ritstjðrar: J6n Kjartansson. Valtýr Stefánsaon. Ritstjðrn og afgreiBsla: Austurstrætl 8. — Slml 600. Auglýsingastjðri: B. Hafberg. Augijrsingaskrifstofa: Austurstræti 17. — Sfasl 704. Helmasfmar: Jðn Kjartansson nr. 741. Valtýr Stefánsson nr. 1110. E. Hafberg nr. 770. Aakriftagjald: Innanlands kr. 1.00 & mánnOL Utanlands kr. 2.B0 á mánuBL • I lausasölu 10 aura elntaklB. * 20 aura meB Lesbðk. Ofuiðri f Rtlantshafi á sunnudaqinn. Margir togarar koma hingað meira og minna brotnir. Einn hafði mist mann. I fyrra clag komu hingað margir togarar frá útiöndum. Höfðu þeir ^rept aftakaveður í Atlantshafinu a sunnudaginn og Faskast meira og minna. Enskur togari, „Angus“ frá hafði mist mann og björg- únarbátinn og var auk þess mikið l*rotinn ofan þilja. Enskur togari, „Unite“ frá Erimshy, hafði mist björgunarbát- inn og brotnað nokkuð. Þýskur togari, „Claus Bolter“ frá Cuxhafen, hafði mist reyk- háfinn. Belgískur togari, „Jan Voldes“ frá Ostende, hafði mist björgunar- bátinn og brotnað talsvert. Islensku togararnir Hilmir, Hannes ráðherra og Baldur voru r*ti í sama veðrinu og komu liing- að í fyrradag. Nokkurar slcemdir böfðu orðið á þeim öillum, en þó «kki stórvægilegar; er það heíst nð telja að björgunarbátur Bald- virs hafði brotnað. Olympsleikarnir. Lake Placid, N. Y. í jan. United Press. FB. Tuttugu þjóðir senda 250 kepp- ■endur á vetrárleik Olymps leik- «nna, sem hjer verða haldnir í febrúar næstkomandi. Flestir kepp ^ödurnir verða frá Bandaríkjunum ' Kanada sendir um 40, Noregur •^o—40. Japan 22, Svíþjóð 20, Sviss 20, Þýskaland 20, Italía 20, Einnland 15 og Pólland 15. — Á öieðal frægustu keppendanna eru Thunberg, hinn finski, Sonja Henie frá Noregi, Irving Jaffee, Hew York, sem vann 10.000 metra 'skautablaupið á St. Moritzleikun- tim 1928, Jack Sea, sem er besti Eraðhlaupari Bandaríkjanna á :skantum (vann meistaratitil Banda fíkjanna í skautahraðhlaupi 1929 ■og 1930). Viðreisnarfrumvarp Hoovers. Washington 21. jan. FB. United Press. FB. Báðar deildir þjóðþingsins hafa mú falbst ð veiðreisnarfrumvarp Hoovere foreeta, sem fer fram á, flð tveimur miljörðum dollara verði varið til viðreisnar atvinnu og viðskiftalífi. Búist er við, að frumvarpið verði að lögvun í dag. Síðan snemma í vetur hafa kommúnistar í Vestmannaeyj- nm haldið látlausa æsingafundi. Er mælt, að í desember hafi þeir haldið 22 slíka fundi. Hafa þeir jafnan boðað fundi þessa þann- ig, að „kaupdeilan" væri til um- ræðu og- skorað á sjómenn og' verkamenn að mæta. Kaupdeila er þó engin í Eyj- um milli verkamanna og at- vinnurekenda. Er langt síðan að atvinnurekendur buðu verka- mönnum sama kauptaxta og s. 1. ár og hefir enginn verkamað- ur krafist breytingar þar frá. Útgerðarmenn hafa einnig boð ið sjómönnum sömu kjör og í fyrra; þeir voru ráðnir upp á hlut. En kommúnistar hafa ver- ið að reyna að spana sjómenn í að ráða sig ekki upp á hlut, heldur fyrir fast kaup. Útgerðarmenn hafa aldrei viljað semja við forsprakka sjó- mannafjelagsins í Eyjum, því að þar ráða kommúnistar öllu. En við þá er ómögulegt að semja. Á æsingafundi kommúnista 18. þ. m. var samþykt að stöðva skyldi alla vinnu í Eyjum frá og með 21. þ. m. Þessi tilkynn- ing var síðan kunngerð. Er útvegsbændur heyrðu hót- un komnfúnista, hjeldu þeir fund og var þar samþykt, að standa fast á móti öllum óróa og ofbeldi, hvaðan sem kæmi, og láta ekki viðgangast að útgerðin yrði stöðvuð. Rann nú upp hinn mikli dag- ur, fimtudagurinn 21. þ. m., er allsherjar vinnustöðvunin átti að hefjast. Byrjuðu komiríúnistar næð því, að ganga til ýmsra vinnustöðva í bænum, svo sem vjelaverkstæða, slippsins, ís- húsanna o. s. frv. og gáfu þá fyrirskipun, að vinnu skyldi hætt. Þessi heimsókn skeði laust fyrir hádegi. Þegar enginn verka maður gegndi kommúnistum gáfu þeir frest til kl. 2; en yrði þá ekki hætt vinnu, mundu verkamenn verða teknir með valdi frá vinnu sinni. Liðsöfnun gegn kommúnistum. Hótun kommúnista barst nú í einni svipan um allan Vestmanna eyjabæ. Á sama augnabliki söfn- uðust saman á vinnustöðunum mörg húndruð sjómenn, útgerð- armenn og verkamenn og biðu kommúnistanna. Skyldi nú hart mæta hörðu, ef kommúnistar sýndu sig. í varnar- og verndar- liði þessu var fjöldi verkamanna, því þeir hafa, eins og allur al- menningur í Eyjum, hinn mesta viðbjóð á framferði kommún- ista. Leið nú og beið; kommúnistar sýndu sig ekki á stöðvunum, nema hvað fáeinir njósnarar voru þar á sveimi. Leiddist mönnum þá biðin og hjeldu heim. En þegar mannþyrpingin var komin á aðalgötu bæjarins, kem- ur kommúnistafylkingin á móti henni og verða áflog og ryskingar. Skifti það engum togum. Kommúnistar höfðu ekki roð við sjálfboðaliðum. Lauk þeirri rimmu þannig, að tveir fílefld- ir formenn tóku aðalforingja kommúnista, ísleif Högnason á milli sín og leiddu hann heim til sín. Þegar heim kom lofaði ís- leifur bót og betrun, hvað sem úr efndum verður. Heyrst hefir að aðrir forsprakkar kommún- ista hafi fengið sömu ráðningu og ísleifur. Þess skal getið verkamönnum í Eyjum, til maklegs hróss, að þéir hafa mestu andstyggð á framferði kommúnista. Sama er að segja um allan almenning. Er óánægja manna í Eyjum orðin almenn og megn í garð kommún- ista. Eyjarskeggjar eru einhuga í því, að láta ekki ofbeldi koma til greina, er stöðvað geti út- gerðina. Kommúnistar munu fá enn betri ráðningu, ef þeir reyna aftur að stöðva atvinnurekstur Eyjarskeggja. ---—-------------- Gengi sterlingspunds. London, 20 janúar. United Press. FB. Gengi sterlingspunds 3.44, mið- að við dollar, er viðskifti liófust, en 3.46V21 er viðskiftum lauk. Newyork: Gengi sterlingspunds $ 3.45y2 til 3.46i/2. —----------------- Einn af vjelbátunum í Kefla- vík, „Svanur“, hefir legið hjer lengi til viðgerðar í Slippnum, og hefir formaðurinn, Elentín- us Júlíusson verið hjer í hálfan m;ánuð að líta eftir viðgerðinni. Er henni nú nýskeð lokið og var báturinn ferðbúinn í gærkveldi og lá við Zimsensbryggju. Átti formaðurinn eina tunnu af olíu um borð og ætlaði að fara að tæma á olíugeymi bátsins. En þegar hann var að byrja á því, koma þar að fjórir Dagsbrúnar- menn, með Sigurð Guðmunds- son í broddi fylkingar og harð- banna honum að láta meira i geymirinn en komið væri, en uppi á uppfyllingunni beið hóp- ur manna. Sá formaðurinn að hann niundi ekki einn fá reist rönd við mönnum þessum ef Frá Keflauík. Fiski var skipað út í Vestra í fyrradag hindrunarlaust. Eins og skýrt var frá í blaðinu í gær var síminn til Keflavíkur bilaður í fyrradag og náðist ekk- ert samband þangað. Var það. ekki fyr en í gær, að hægt var að fá símfregnir þaðan. í fyrradag kom til Keflavíkur bíll úr Hafnarfirði og var í hon- um Kjartan Olafsson fyrv. lög- regluþjónn og einhverjir fleiri úr Hafnarfirði. Hafði Alþýðuflokkur- inn sent þá þangað suður eftir til skrafs og ráðagerða. Gengu þeir á fund með verklýðsflokknum í Keflavík og varð það langur fund- ur. Mun hann hafa staðið til kl. 2 um nóttina. Mun svo hafa verið til ætlast, að þaðan bærust ein- hverjar tillögur til útgerðarmanna, og biðu útgerðarmenn alllengi eft- ir þeim. En vegna þess hvað fund- urinn stóð lengi, bárust ályktanir1 'hans útgerðarmönnum ekki fyr en í gær. Gengu útgerðarmenn þá á fund og voru fundir allan daginn í gær, hjá báðum flokkum og eins voru haldnir sameiginlegir fundir nefnda frá báðnm. Stóðu fundir þessir enn yfir er símanum var lokað í gærkvöldi og vitum vjer ekki livað gerst hefir á þeim. — Þó frjettum vjer að sunnan, að útgerðarmenn mundu eigi fajllast á að skoða hið svokallaða verk- lýðsfjelag, sem málsaðila, en heyret hefir að þeir hafi tjáð sig fúsa til þess að semja við sjerstakt Sjó- mannafjelag, ef það væri stofn- að þar. í fyrradag var byrjað að skipa fislti út í „Vestra“ og munu % hlutar fisksins hafa komist um borð. Gekk útskipunin friðsam- lega og reyndi enginn maður til þess að hefta hana á neinn hátt. í gær átti svo að skipa út því, sem eftir var, en þá var svo vont veður, alilan daginn, að ekki var fært milli skips og lands. En undir eins og lægir verður fisk- inum skipað út. þeir ætluðu að beita valdi. Hanu harðbannaði þeim því að hreyfa nokkuð við tunnunni, stökk síð- an upp úr bátnum. og hljóp upp á lögreglustöð og ætlaði að finna Hermann lögreglustjóra og biðja hann um lögregluvernd fyrir þessum yfirS'ongsiýð. En Her- mann var þá ekki við og ekki heldur fulltrúar hans. Elentínus fór því niður í bátinn aftur, en er hann kom þangað, var tunn- an horfin. Höfðu Dagsbrítnar- menn rænt henni, flutt hana í Vörubílastöð sína og lokað hana þar inni. Þverneituðu þeir að láta hana af hendi. Auðvitað mun formaðurinn kæra rán þetta og krefjast þess, að hinir seku verði látnir sæta fullri ábyrgð fyrir Jiað. I. O. O. F. 1131228V2. K.n. * I. O. O. F. — 11312212. Jarðar- för br. Ásmundar Árnasonar. Bbr. fjölmenni að B. S. R. kl. 12. Veðrið (í gærkvöildi kl. 5): — Lægðin ér nú fyrir norðvestan landið og vindur allbvass SV víð- ast hvar lijer á landi. Suðvestan og vestan lands gengur á með snörpum hríðarjeljum, en norðan lands og austan er bjartviðri. Vestan lands er 2 stiga frost, en 0 eða 1 stig hiti eystra. v Veðurútlit í Reykjavík í dag: V-átt- með allhvössum snjójeljum. ísland kom til Kaupmannabafn- ar kl. 8 í gærmorgun. ísfisksölur. Surprise seldi í Eng- landi í fyrradag fyrir 1750 ster- lingspund. — í gær seldi Skalla- grímur (1000 kit) fyrir 1870 stpd. og Rán (800 kit) fyrir 1725 sterpd. Þjófnaður direngja. Lokið mun nú rannsókn í máli þeirra fjögurra drengja. (14—16 ára),. sem 'lög- reglan náði í fyrir nokkuru 0g valdir voru að innbrotum á fleiri en einum stað. Alls munu þeir liafa stolið um 3000 króna virði, þar af hefir einn drengurinn stol- ið á annað þúsund króna í pen- ingum. Leikhúsið. Óperettan „Lagleg stúllca gefins“ var sýnd í gær- kvöldi við góða aðsókn. — Á sunmidaginn verður síðasta sýning á barnasjónleiknum „Litli Kláus og Stóri Kláus“. Athylgi skal vakin á því, að allir, sem kaupa aðgöngumiða að þeirri sýningu á morgun kl. 4—7 fá söguna eftir H. C. Andereen í kaupbæti. K. F. U. K. heldur kynningar- fund í kvöld kl. 8V2 í húsi K. F. U. M. Er þangað sjerstaklega boðið öllum námstiilkum og aðrar stúlkur eru velkomnar meðan hús- rúm leyfir. Biskup fllytur þar er- indi, svo verður sungið o. s. frv. Háskólafyrirlestur. Dr. Max Keil talar í kvöld kl. 6. um heimspeki Kants og afstöðn hans til þýskrar lieimspeki. Öllum heimill aðgangnr. Skátar: Aðgöngumiðar að skenit uninni í kvöld, verða seldir í Iðnú í dag frá kl. 1. □agbók.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.